Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 91. TBL. 86. ARG. FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS London. Reuters. The Daily Telegraph. Mótmæli í Bretiandi vegna geislavirks kjarnorkuúrgangs frá Georgiu Geta ekki hreinsað allt úranið strax STJORNENDUR Dounreay-kjam- orkuversins tilkynntu í gær að það gæti ekki endurunnið allan geisla- virka úrganginn, sem bresk stjóm- völd hafa lofað að taka við frá Georg- íu, fyrr en að tveimur áram liðnum. Ekki dró úr gagnrýninni á stjóm- völd vegna málsins í gær en þau vörðu hins vegar ákvörðunina um að taka við fímm kílóum af auðguðu úrani frá Georgíu. Ray Nelson, forstjóri Dounreay- versins, sagði í samtali við BBC-út- varpið í gær að verið væri að endur- skoða öryggismál í kjarnorkuverinu og því væri ekki hægt að eyða hættulegustu efnunum, tæpu kílói af notuðu og mjög geislavirku úrani, næstu tvö árin. Yrði efnið geymt í Dounreay þann tíma. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að end- urvinna tæp fjögur kíló af auðguðu og ónotuðu úrani. „Hættuleg áætlun“ Greenpeace-umhverfisverndar- samtökin mótmæltu í gær fyrir utan bústað breska forsætisráðherrans og sögðu áformin um að taka við úran- inu vera „óheppileg og hættuleg“. Þá sögðu samtökin Dounreay-verið „af- lóga og lekt“. Stjórnarandstæðingar létu heldui- ekki sitt eftir liggja en þeir gagn- rýndu stjórnvöld aðallega fyrir leyni- bragg í tengslum við málið. Uppvíst varð um fyrirætlanir stjórnarinnar á þriðjudag er The New York Times sagði frá þeim. Talsmaður bresku stjórnarinnar segir að ætlunin hafi verið að segja frá málinu er úranið hefði verið komið til Bretlands. Ekki hafi verið talið ráðlegt að segja frá því fyrirfram, „þar sem það kynni að koma þeim til góða sem við viljum ekki aðstoða“, eins og talsmaðurinn orðaði það. Tony Blair forsætisráðherra féllst á að taka við úraninu er hann heim- sótti Bandaríkjaforseta í febrúai-. Þá höfðu Rússar, Bandaríkjamenn og Frakkar neitað að endurvinna það. Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði að þetta væri síðasti samningurinn sem gerður yrði við fyrrverandi sovétlýðveldi. Ástæða þess að Bandaríkjamenn vildu ekki endurvinna úranið væri sú að þeir hefðu nú þegar tekið við um 600 kíló- um af geislavmku efni frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi sovétlýðveld- um. Gert er ráð fyrir að úranið verði flutt til Bretlands síðar í vikunni. Danir deila um Amst- erdam-sáttmálann Höfðað til óvildar í garð út- lendinga? Kaupmannahöfiu Morgunblaðið. „40 MILLJÓNIR Pólverja boðnar velkomnar í ESB“, „Atta af hverj- um tíu miðaldra karlmönnum segja já - gerir þú það?“ og „Viltu hafa einkaellilífeyri?" Þetta er á meðal vígorða dönsku Júníhreyf- ingarinnar, sem berst gegn því að Danir samþykki Amsterdam-sátt- málann í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 28. maí. Drude Dahlerup, talsmaður hreyfingarinnar, segir að mark- miðið með baráttunni sé að vekja athygli á málum sem stuðnings- menn sáttmálans vilji þegja um. Eins og er benda skoðanakannanir eindregið til að sáttmálinn verði samþykktur. Tónninn vekur ugg Poul Nyrup Rasmussen forsæt- isráðherra og Niels Helveg Peter- sen utanríkisráðherra hafa miklar áhyggjur af tóninum í baráttu Júníhreyfíngarinnar og sá síðar- nefndi segir að tónninn sé mun verri en hann hafi búist við, þótt hann hafi búist við hinu versta. Það sem einkum vekur ugg með- al ráðherranna og stuðningsmanna sáttmálans er að vígorðin þykja höfða til óvildar í garð útlendinga. Júníhreyfingin er grunuð um að spila af ásettu ráði á sömu tilfínn- ingar og veittu Danska þjóðar- flokknum meðbyr í þingkosningun- um í mars og umræðuefnin virðast þau sömu: Útlendingar, gamla fólkið og ESB. Júníhreyfingin segist þó ekki vera að höfða til slíkrar óvildar, heldur að vekja athygli á að Amst- erdam-sáttmálinn sé slæm kveðja til Pólverja og annarra Austur- Evrópuþjóða, því þær muni hafa lítil áhrif innan ESB. Ekki sé ætlunin að reka hræðsluáróður eins og stuðnings- menn sáttmálans geri, heldur að benda á að velferðarkerfið danska muni óneitanlega standa höllum fæti í ESB. Gleðilegt sumar! Morgunblaðið/Golli Zjúganov segir kommún- ista tilbúna í kosningar Moskvu. Reuters. SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild rússneska þingsins, skoraði í gær á Dúmuna, neðri deild þingsins, að fallast á tilnefningu Sergejs Kíríj- enkos í embætti forsætisráðherra og afstýra því að Borís Jeltsín forseti leysti þingið upp og boðaði til kosn- inga. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði hins vegar að þeir myndu láta Jeltsín standa við stóru orðin með því að hafna tilnefn- ingunni og neyða forsetann til að rjúfa þingið. „Við erum tilbúnir í kosningar," sagði hann. Sambandsráðið samþykkti áskor- unina með 111 atkvæðum gegn 10 og hún er talin auka líkurnar á því að Dúman samþykki að skipa Kíríjenko í embætti forsætisráðherra. Dúman hefur þegar hafnað til- nefningunni tvisvar og verði hún ekki samþykkt í síðustu atkvæða- greiðslunni á morgun neyðist forset- inn til að rjúfa þing og boða til kosn- inga innan fjögurra mánaða. Jeltsín féllst á að ræða við Gennadí Seleznjov, forseta Dúmunn- ar, og Jegor Strojev, forseta Sam- bandsráðsins, í dag til að freista þess að tryggja að Dúman legði blessun sína yfir tilnefninguna. Talsmenn forsetans sögðu að engar líkur væra á því að hann léti undan síga og til- nefndi nýjan mann í embættið. Riðlast þinglið kommúnista? Kommúnistaflokkurinn er með 138 þingsæti af 450 í Dúmunni og at- kvæði þeirra gætu ráðið úrslitum í atkvæðagreiðslunni. Forystumenn flokksins segja að Kíríjenko sé ekki nógu reyndur stjómmálamaður til að verða forsætisráðherra en margir bandamenn og þingmenn kommún- ista hafa lagt fast að flokksforystunni að breyta afstöðu sinni af ótta við að þeir missi þingsæti sín verði boðað til kosninga. Tahð er að margir þeirra greiði atkvæði með tilnefningunni verði atkvæðagreiðslan leynileg. Kommúnistar taka lokaákvörðun um afstöðu flokksins til Kíi-íjenkos í dag. Einn af forystumönnum flokks- ins, Valentín Kúptsov, sagði að helm- ingslíkur væra á að ákveðið yrði að samþykkja tilnefninguna en Zjúga- nov sagði að slíkt kæmi ekki til greina. ■ Auðjöfrar saman/26 Óttast nýja Smugudeilu Ósló. Morgunblaðiö. NORSKIR fiskifræðingar spá því að hitinn f Barentshafi hækki á næstunni, sem verði til þess að þorskstofninn stækki. Óttast norsk stjómvöld að ís- lenskir útgerðarmenn sjái sér leik á borði og Smugudeilan blossi upp á ný. Undanfarnar vertíðir hefm- sjávarhiti verið óvenjulágur í Smugunni og þar af leiðandi lítil veiði. Norska hafrannsókna- stofnunin spáir nú þvi að sjáv- arhitinn hækki að nýju í Barentshafi og því sé von á auk- inni þorskgengd í suðurhluta Smugunnar í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.