Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 23.04.1998, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítil telpa datt yfír handrið og slasaðist í Mýrarhúsaskóla Bent hafði verið á að hand- riðið væri slysagildra 700 börn á Andrésar- leikum ANDRÉSAR andar-leikarnir voru settir á Akureyri í gærkvöldi. 727 krakkar, frá 23 skíðafálögum á aldrinum 6-12 ára eru skráðir til leiks og senda Hólmvfkingar kepp- endur nú í fyrsta skipti. Þetta er í 23. sinn sem leikarnir eru haldnir, en fyrst fóru þeir fram 1976 og voru keppendur þá 148 talsins. 12 grænlenskir krakkar frá Nuuk og Ammassalik verða með og hafa þeir aldrei verið fleiri. Setning leikanna hófst með skrúðgöngu frá Lundarskóla og niður að Iþróttaiiöll í gærkvöldi. Sr. Pótur Þórarinsson flutti andakt og Sveinn Brynjólfsson, skíðamað- ur frá Dalvík og einn ólympíufar- anna í Nagano, setti síðan form- lega mótið og eldur leikanna var tendraður. Keppni hefst síðan í Illíðarfjalli í dag kl. 10. LÍTIL telpa slasaðist þegar hún datt yfír handrið og féll niður þrjá eða fjóra metra í Mýrarhúsaskóla á Seltjamarnesi á mánudag. Fyrir nokkmrn vikum fól foreldrai'áð Mýr- arhúsaskóla og Slysavarnadeild kvenna á Seltjamarnesi Herdísi L. Storgaard, bamaslysavarnafulltrúa Slysavamafélags Islands, að koma með ábendingar um það, sem betur mætti fara í skólanum, og gerði hún þá meðal annars athugasemdir við þetta handrið. Herdís gerði skýrslu um málið, sem dagsett er 9. febrúar, og þar er bent á að hylja þurfí handriðið með plexigleri og hækka það verulega. „Ég var beðin um að koma með ábendingar bæði um skólalóðina og húsið sjálft,“ sagði Herdís. „Ég heyrði síðan ekkert af skýrslu minni og vissi ekki í hvaða farvegi hún var fyrr en ég heyrði af þessu slysi í gær og var mér þá náttúrulega brugðið því að þaraa datt telpa niður þar sem ég hafði bent á að þyrfti að laga.“ Hringdi í bæjarstjórann Herdís kvaðst í gær hafa hringt í Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóra Seltjamamess, vegna þessa slyss og hann hefði sagt að málið hefði vei'ið skoðað og væri í vinnslu. Herdís sagði að Maggi Jónsson arkitekt, sem hannaði skólabygginguna, hefði verið kallaður á fund skólastjóra Mýrarhúsaskóla, Regínu Höskulds- dóttm-, vegna þessa máls. Herdís vissi ekki hvernig á því stæði að handriðið hefði ekki verið lagað. „Það er nú oft þannig að þegar komið hefur verið með ábendingar tekur tíma að laga hlutina,“ sagði hún. „En menn vissu af þessari hættu og fólk í skólanum hafði sjálft bent mér á hana.“ Að sögn Herdísar er handriðið lágt, þótt ekki sé það ólöglegt sam- kvæmt byggingareglugerð. Hins vegar væri hegðun bama í hópi þannig að gera þyrfti aðrar kröfur í skólabyggingum en í öðmm opinber- um byggingum og breyta þyrfti byggingareglugerðinni. Herdís kvaðst hafa farið á fund Björns Bjarnasonar menntamálaráð- hen-a með ábendingar um að í skól- um ætti að setja svipaðar öryggis- reglur og væm til dæmis í sundlaug- um. Betra væri að gera ákveðnar kröfur þannig að hægt væri að upp- fylla þær þegar byggingin væri reist í stað þess að þurfa að benda á gall- ana eftir á. Hún sagði að málinu hefði verið vísað frá, en nú hefði hún beðið um viðtal hjá menntamálaráð- herra á nýjan leik í ljósi tíðra slysa í skólum eftir áramót. „Þessi slys und- irstrika það, sem ég hef verið að benda á,“ sagði hún. „Undanfarnar vikur hefur verið eitt alvarlegt slys á viku í skólum á landinu.“ Mildi að ekki fór verr Sérfræðingur á bamadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur sagði að mikil mildi væri að ekki hefði farið verr fyrir stúlkunni, sem er níu ára göm- ul. Hún væri með spmngur í andlits- beinum, fí-amhandleggsbrot og sprungu í mjaðmagrind, en liði vel og myndi sennilega útskrifast á morgun. Starfsmenn fjölskylduþjónustu Grafarvogs óánægðir með fréttaflutning Umboðsmaður Morgunblaðið/þórhallur Jónsson KEPPENDUR gengu fylktu liði í íþróttahöllina í gærkvöldi. Þessi hópur er frá Leiftri í Ólafsfirði. Sýslumannafélagið ræð- ir við Sigurð Gizurarson Nafn mannsms sem lést MAÐURINN sem lést eftir bílslys á Breiðholtsbraut í Reykjavík síðdegis á þriðjudag hét Hallgrímur Eyfells Guðna- son. Hann var Reykvíkingur, fæddur 16. febrúar 1935 og því 63 ára að aldri. Ekki er vitað nánar um dán- arorsök en talið var að Hall- grímui' hefði fengið aðsvif und- ir stýri og því hefði bíllinn lent á skilti og ljósastaur. Var hann látinn þegar komið var með hann á Landspítalann. FÉLAGSFUNDUR í Sýslumanna- félagi Islands samþykkti í gær að fela stjóm félagsins að ræða við Sigurð Gizurarson, sýslumann á Akranesi, og meta í framhaldi af því hvort stjómin, fyrir hönd fé- lagsins, hafi frekari afskipti af ákvörðun dómsmálaráðherra um að flytja Sigurð og sýslumanninn á Hólmavík milli embætta. I ályktun fundarins kemur fram að vegna áforma dómsmálaráð- herra hafi stjóm Sýslumannafé- lagsins átt fund með dómsmálaráð- herra og ráðuneytisstjóra dóms: málaráðuneytisins á þriðjudag. I framhaldi af þeim fundi gerði stjómin þessa tillögu um viðræður við Sigurð og ákvörðun um frekari afskipti í framhaldi af því og var tillagan samþykkt á fundi félagsins í Reykjavík í gær. Samræmd próf SAMRÆMD próf grunn- skólanna hófust í gær og standa fram á þriðjudag. Um 4.300 unglingar þreyta prófin að þessu sinni. Þessir nemendur í tiunda bekk í Hvassaleit- isskóla þreyttu fyrsta prófið sem fram fór í gær, en það var próf í ís- lensku. Próf í ensku verður á föstudag, í stærðfræði á mánudag og í dönsku á þriðjudag. barna beðinn að kanna málið MIÐGARÐUR, fjölskylduþjónusta í Grafarvogi, hefur sent frá sér yfír- lýsingu vegna fréttaflutnings af máli drengs sem fannst fáklæddur í Grafarvogi mánudagskvöldið 20. apríl sl. Umboðsmanni bama hefur verið sent erindi vegna málsins auk þess sem skýringa verður leitað hjá lögreglu. Regína Ásvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Miðgarðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að starfsmenn Miðgarðs hefðu fengið viðbrögð frá foreldrum í Grafarvogi á mánudagskvöld og þeir hefðu fundið fyrir miklum titringi meðal þeirra. Hún sagði að alltof harka- lega hefði verið farið af stað í frétta- flutningi og viðtal hefði verið tekið við tvær sjö ára stúlkur án samráðs við foreldra þeirra. „Okkur finnst að farið hafi verið offari og ekki lagt nógu mikið mat á fréttina áður en hún var flutt. Við erum búin að skrifa umboðsmanni bama bréf þar sem álits er leitað á því hvort fjölmiðlar geti tekið svona viðtöl við börn án samráðs við for- ráðamenn," segir Regína. Hefðu viljað samráð Þá segir hún að starfsmenn Mið- garðs hefðu einnig viljað að lögregl- an hefði haft samráð við þá áður en hún gaf út yfirlýsingu um að tvær stúlkur hefðu viðurkennt að hafa af- klætt drenginn í leik. Miðgarður, sem sinnir allri fjölskylduþjónustu í Grafarvogi, átti fulltrúa við yfir- heyrslur yfir telpunum á þriðjudag og segir Regína að starfsmenn Mið- garðs hefðu einnig viljað vera með í ráðum um samskipti við fjölmiðla. Þetta var borið undir Guðmund Guðjónsson, yfirlögregluþjón og yf- irmann rannsóknardeildar lögregl- unnar í Reykjavík. Hann sagði að augljóslega hefði verið nauðsynlegt að gefa almenningi umræddar upp- lýsingar vegna þess að umfjöllun hefði verið með þeim hætti að fólk, ekki síst foreldrar, hefði verið hrætt um að þama hefði kynferðisafbrota- maður verið á ferðinni. Nauðsynlegt hafi verið að aflétta þeirri óvissu eins fljótt og hægt var. Með yfirlýs- ingu lögreglunnar hafi hins vegar ekki verið lagður neinn dómur á það sem börn gerðu í óvitaskap. Varðandi fréttaflutning af málinu í upphafi vill Guðmundur taka fram að þar hafi lögreglan hvergi komið nærri. Ekki náðist í Þórhildi Líndal, um- boðsmann bama, vegna málsins i gær. Þróun nýrra aðferða, reynsla og árangur víðs vegar um landið ) rækta Stofnar dóttur- fyrirtæki í Lúx annarra i aag 8 SIÐUR AUKABLAÐ TIL PRAMTÍ&IUR viÐSiflpnmviNNULír ______ UmLand- græðsluskóga . IsJcnskar áhafnir á tvö skip Landið, línð, menningin oer listin Falur sá besti að mati Morgunblaðsins/B1 Stefni alltaf á toppinn, segir Jón Kristjáns- son þjálfari Vals/B4 f-ÍLlr; I I I I I I I I i I I S i i i L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.