Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 49

Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 49 I < < < < < < < < < < < < < < < i < i i + Sverrir Gauti Di- ego fæddist í Reykjavík hinn 24. mars 1940. Hann lést á Landspítalanum 16. april síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Aðalsteinn Diego, deildarstjóri Alþjóða flugmála- stofnunarinnar í Reykjavík, f. 13.12. 1913 í Bolungarvík, d. 15.6. 1985, og Svanfrid Auður Val- týsson húsmóðir, f. 4.4. 1917 í Leira á Valdres í Noregi, d. 17.4. 1993. Systkini Sverris eru: Sonja Di- ego, f. 7.10. 1936, Erla Diego, f. 20.8. 1943, og Dóra Unnur Diego, f. 19.3. 1954. Hinn 13. ágúst 1963 kvæntist Sverrir Kolbrúnu Haraldsdóttur, f. 27.8. 1942, og eignuðust þau fjögur börn, þau eru: 1) Valtýr Helgi Diego, f. 22.7. 1961, kvænt- ur Helenu Hrafnkelsdóttur og eiga þau einn son, Hrafnkel Di- ego. Valtýr var áður giftur Onnu Kristinsdóttur og eiga þau tvo syni (tvíbura), þá Sverri Arnór Diego og Kristin Arnar Diego. 2) Svanhildur Auður Diego, f. 23.2. 1964 og á hún tvö börn, þau Kol- Kveðja frá Danmörku Sólin skín, fuglarnir eru önnum kafnir við söngæfingar og hreiður- gerð, fagurgræn grasflötin nýsleg- in. Pað er ilmur af vori í golunni. Sunnan við perutréð blakta Dannebrog og íslenski fáninn hlið við hlið, í hálfa stöng, í hljóðlátri virðingu við óumflýjanlegan gang lífsins. í dag gerist allt svo undur hægt. Hægt og þungt. Þannig er allt þessa dagana, þrátt fyrir vorið og sólina. Hugurinn leitar í ótal far- vegi minninga. Þær hreyfa sig hægt, rétt silast, ýmist áfram eða aftur á bak. Sumar jafnvel eldri en ég sjálf. Eg man nefnilega vel hversu fullkomlega ósanngjarnt mér fannst að vera ekki með á gömlu fjölskyldumyndunum með systkinum mínum. Það var afskap- lega greinilegt að þeim þótti af- skaplega gaman, öllum þrem, á öll- um þessum myndum sem ég var ekki til á. Flestar minningar eru þó tengd- ar Laufásveginum og sambúð okk- ar systkinanna með mömmu. Stig- inn lá eins og vélinda milli okkar. Um hann streymdu börn og bura í endalausri hringi-ás, sumar, vetur, vor og haust, í gleði og sorgum, upp og niður, inn og út - ávallt með við- komu á miðhæðinni hjá ömmu og afa. Best þykir mér þó að geta hugs- að löturhægt til baka til fermingar- veislu Sonju Katrínar í lok mars- mánaðar. Hvert talað orð þann dag var á við tíu þúsund og hvert orð ei- líft. Ég get teygt út höndina og þreifað á þessum degi. Ég anda að mér og finn reykmettað loftið, blandað ilmi af rósum og gömlum og nýjum bókum, ég heyri jóla- sveinahláturinn, lít hægt í kringum mig og sé allt það besta sem við eigum. Dóra Diego og fjölskylda. Kveðja frá yngri systur í Svíþjóð Inte vet jag vad han tankte, han kanske ville ha en bror, men inte blev det sá, han fick bai'a mig. (Ekki veit ég hvað hann var að hugsa, kannski vildi hann eignast bróður, en ekki gekk það eftir, hann fékk aðeins mig.) Ég greip mig í að hugsa á sænsku þegar ég lét hugann reika aftur til bernskunnar. Gauti bróðir hefur alltaf verið stóri bróðir minn, brúnu Ólínu Diego og ísleif Gauta Di- ego. 3) Eysteinn Vignir Diego, f. 1.4. 1965, kvæntur Öldu Hönnu Hauksdóttur og eiga þau einn son, Kristján Frey Diego. 4) Friðrik Agnar Di- ego, f. 17.11. 1979. Sverrir Gauti lauk landsprófi og var um skeið nemandi í M.A. og M.R. Hann var kennari við Hóla- brekkuskóla í Reykjavik 1972-81 og síðan dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu og útvarps- stjóri svæðisútvarps Reykjavíkur og nágrennis þar til Rás 2 var stofnuð á grunni þess. Hann hefur auk þess fengist við mörg önnur störf, var m.a. farmaður, togara- sjómaður, fararstjóri á Islandi og erlendis, blaðamaður, prófarka- lesari, framkvæmdasljóri og eig- andi auglýsingastofunnar Octavo í Reykjavík. Upp á siðkastið fékkst hann einkum við þýðingar og textagerð. Útfór Sverris fer fram frá Ás- kirkju á morgun, föstudaginn 24. apríl og hefst athöfnin klukkan 15. sem ég hef alltaf litið upp til. Ég vildi líka alltaf vera til taks ef hann þyrfti á mér að halda á einhvern hátt, eins og til að fara með honum á kábojmynd í bíó - en það var bara þegar pabbi gat það ekki. Sem bet- ur fer slapp ég við að fara með hon- um á völlinn. Það gerði pabbi. Þeg- ar við fórum í berjamó var Gauti stóri bróðir til taks til að hjálpa litlu systur að íylla flöskuna sína svo hún kæmi líka með eitthvað heim. Ég man þegar við fórum niður í Nauthólsvík og sátum á bryggjunni þar og reyndum að veiða á band- spotta með orm á öngli og ég man eftir stríðsleikjunum í Óskjuhlíð- inni þegar ég þurfti að koma í stað- inn fyrir stráka sem ekki voru til- tækir og hvernig við köstuðum okk- ur niður þegar sprengjuvélamar flugu lágt yfir. Svo fékk Gauti stóri bróðir hjól og auðvitað vildi hann að ég lærði að hjól - en það er erfitt að hjóla undir stöng. Ekki vildi hann samt gefast upp og svei mér þá, mér tókst að læra að hjóla undir stöng. Við systurnar komum heim í stutta heimsókn í mars, önnur að skíra, hin að ferma, og hittum þá Gauta bróður. Hann hafði alltaf verið svo hress og kátur þegar við heimsóttum þau Kolbrúnu mág- konu og krakkana, alltaf til í að hlaupa undir bagga og hjálpa til á allan hátt. Það var ósköp indælt að eiga svona stóran góðan bróður. Ekki gi-unaði okkur við komuna til Islands að það yrði í síðasta skiptið sem við systurnar sæjum hann. En við vissum báðar þegar við fórum heim að brugðið gæti til beggja vona. Erla og fjölskylda. „Heyi’ðu, hvað heitir aftur stóri, skeggjaði, skemmtilegi kallinn?" Þessi spurning hljómaði einhverju sinni þegar lítill frændi var að rifja upp heimsókn þess, sem í dag er til grafar borinn. í svipinn er erfitt að finna þrjú betri og beinskeyttari lýsingarorð yfir Sverri Gauta Di- ego. Gauti, eins og við kölluðum hann alltaf, lifði lífinu lifandi eins og hann átti kyn til. Fortíðin var eigin- lega ekki til umræðu og framtíðin var bara eitthvað sem kom á morg- un. Dagurinn í dag var það sem öllu máli skipti. Gauti var gleðimaður í víðasta og besta skilningi þess orðs. Þessi stóri skrokkur með tilfinn- inganæma hjartað dró að sér fólk eins og segull. Fjölskylduna um- vafði hann allri sinni ást og hlýju. Aðra laðaði hann að sér með ein- stökum frásagnarhæfileikum. Spaug var honum eðlislægt og skotspónninn oftar en ekki hann sjálfur. Það er ósvikinn söknuður sem situr eftir að Gauta gegnum. Við systkinin, makar og börn kveðjum í hljóðri bæn og biðjum Guð að styrkja Kollu, börn, barnabörn og aðra ættingja í tómarúminu sem myndast hefur. Tíminn læknar sár- in. A meðan þau gróa yljum við okkur við enduróm óborganlegra frásagna. Far í friði, frændi sæll. Helgi Valtýr, Sigurður Sveinn, Auður Edda, makar og börn. Að kveðja þig, elsku bangsapabbi, er sárt. Ævinlega verð ég þakklát íyrir að hafa verið í Reykjavík í síðasta mánuði meðan maðurinn minn var erlendis og fá að hitta þig þegar ég heimsótti þig á spítalann. Manstu? Þú knúsaðir mig og sagðir: „Magnea mín, ég ætlast ekki til þess að þú komir svona á þig komin alla leið frá Húsavík í hvert skipti sem ég leggst inn á spítala." Og nú kemst ég ekki til að kveðja þig þar sem ég er komin á 40. viku meðgöngu. En ég veit að þú skilur að ég kveð þig á minn hátt og ég þakka þér fyrir allt, elsku Gauti minn. Sérstaklega hvað þú varst góður við mig þegar pabbi minn dó árið 1987, en þá varð ég heimalningur á heimili þínu og Kollu frænku, þegar við Svanhildur urðum bestu vinkonur. Sárast þykir mér að þú hittir aldrei manninn minn og kemur ekki til með að kynnast barninu okkar sem nú fer alveg að koma en aldrei reiknar maður með því að allt í einu sé ekki nægur tími til alls. Litla dúllan mín á örugglega eftir að fá að heyra margt um bangsapabbann minn sem svo mörg börn héldu að væri jóla- sveinninn. Elskulega fjölskylda mín, Kolla, bræður og þó sérstaklega þú, Svan- hildur. Mikið vildi ég vera hjá ykk- ur og halda utan um ykkur og gefa ykkur styrk. Elsku Svanhildur mín, takk fyrir að hafa komið í brúð- kaupið mitt um páskana þótt pabbi þinn væri orðinn svona veikur. Þú ert eitt af því besta sem til er og ég er stolt af því að eiga þig sem bestu vinkonu. Minningin um þig, Sverrir Gauti, mun lifa í hjarta mínu og ég þakka þér aftur fyrir allt. Guð gefi okkur styrk sem eftir sitjum og syrgjum. Friðrik minn sendir ykkur samúð- arkveðjur. Magnea Magnús. Mér bárust fréttir af alvarlegum veikindum æskuvinar míns, Gauta Diego, núna rétt eftir páska. Hann hafði veikst alvarlega fyrir skömmu og var allur að morgni hins 16. apr- íl. Minningarnar leita á mann þegar kveðja skal gamlan skólafélaga og vin. Gauti var mjög sérstakur per- sónuleiki og gleymist seint þeim sem kynntust honum. Hann var allra manna myndarlegastur á velli og hárprúður vel. A æskuárum okkar var Elvis átrúnaðargoðið og skartaði Gauti Presleygi’eiðslu, sem átti sér fáa jafningja. Þá átti hann leðurjakka að hætti James Dean. Þetta allt átti örugglega stóran þátt í þeirri aðdáun sem veikara kynið sýndi Gauta vini mínum á þessum björtu skóladögum bernskunnar. Gauti var strax á þessum unglings- árum okkar annálaður málamaður. Hann las yfirleitt allt sem hann komst yfír, aðallega á ensku og dönsku. Persónulega vakti hann áhuga minn á enskum reyfuram, sem haldist hefur æ síðan. Leiðir okkar Gauta lágu fyrst saman í Landsprófsdeild, sem þá var í gamla Iðnskólanum í Lækjar- götu. Þaðan lá leiðin í Menntaskól- ann hinum megin við götuna. Skalli varð að samkomustað okkar félag- anna en þá réð sjálfur Skallinn, Júl- íus Evert, þar ríkjum. Þetta var SVERRIR GAUTI DIEGO fyrir daga Bítlanna. Presley og Bill Hailey voru kóngarnir. Gauti hætti námi í 4. bekk Menntaskólans. Astæðurnar voru aðallega þær, held ég, að skólinn hentaði honum ekki. Ahugasvið hans vora fjölmörg og kennslan þurr og leiðinleg að hans mati. Engum af okkur félög- um hans duldist að hann hafði næg- ar námsgáfur en engu tauti var við Gauta komandi. Hann labbaði bara út til annarra verkefna. Vinskapur okkar Gauta hélst alla tíð en leiðir skildu á þessum ung- dómsáram. Þegar við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þannig var Gauti. Ræðinn og bros- hýr á hverju sem gekk í lífinu. Gauti kom víða við á lífsleiðinni. Hann starfaði sem móttökustjóri á hóteli, kennari, fararstjóri og síðast en ekki síst sem útvarpsmaður og var einn sá fyrsti hér á landi sem innleiddi svonefnda rabbþætti í út- varpi, sem nú þykja sjálfsagðir en voru það ekki þegar Gauti tók þann háttinn upp. Mér fannst Gauti njóta sín best sem útvarpsmaður. Þar kom fjölþætt þekking hans, mál- færni og meðfæddur húmor best í ljós. Því miður hætti Gauti alltof fljótt í útvarpinu. Um leið og ég votta Kolbrúnu, eiginkonu hans, börnum og barna- börnum mína dýpstu samúð bið ég góðan Guð að geyma þennan ein- staka mann, sem skilur eftir hlýjar minningar hjá öllum, sem hann þekktu. Bergur Guðnason. Við andlát og útför Sven-is Gauta Diego vil ég minnast gamals vinnu- félaga og vinar fáeinum orðum. Það var á vettvangi Ríkisútvarpsins, gömlu gufunnar svokölluðu við Skúlagötu 4, sem leiðir okkar lágu íyrst saman. Vorið 1984 var dag- skrárdeild útvarpsins að hleypa af stokkunum nýjum síðdegisþætti á rás 1. Ég hafði unnið að dagskrár- gerð með hléum árin tvö á undan og var nú kallaður með skömmum fyrirvara til að stýra hinum nýja þætti ásamt tveimur öðrum um- sjónarmönnum sem ég þekkti ekki. Annar þein-a var Sverrir Gauti Di- ego. Mér er minnisstætt þegar fundum okkar bar fyrst saman niðri á Skúlagötu. Því hafði verið hvíslað að mér að nýi maðurinn hefði aldrei unnið við útvarp en virtist samt öllum hnútum kunnug- ur og aldeilis óbanginn við hljóð- nemann. Mér hálf brá er ég leit þennan háa, þrekvaxna og skeggj- aða mann sem var að blaða í gögn- um inni í fundarherbergi. Hann heilsaði með þéttu handtaki, brosti hlýlega og sagði eitthvað snjallt og fyndið. Og mikið óskaplega talaði maðurinn hratt. Að fáum mínútum liðnum fannst mér að þennan mann hefði ég þekkt um aldur og ævi. Þannig var Sverrb’ Gauti Diego. Þannig hófst samstarf okkar hjá Ríkisútvarpinu sem varði næstu ár- in. Þátturinn okkar, Síðdegisút- varpið, var á virkum dögum í beinni útsendingu og umfjöllunarefnið þjóðfélags- og dæguimál, listir og menning. Því var oft naumur tími til undirbúnings þó umsjónaimenn- irnir væru þrír í fullu starfi. Ég held að útvarpshlustendur geri sér sjaldan grein fyrir hve gífurleg vinna og álag fylgir því að halda þess konar þætti úti. Oft gekk mik- ið á að tjaldabaki og þá var gaman að vinna með Gauta. Hann var hug- myndaríkur, fljótur að átta sig á kjarna málsins og kunni að útfæra hugmyndimar fyrir útvarp. Hér nutum við og hlustendur reynslu hans sem kennara, blaðamanns, móttökustjóra erlendra ferða- manna og sérfræðings í almenn- ingstengslum, en við allt þetta hafði Gauti fengist. Hann var því fróður og fjölhæfur en hafði umfram allt áhuga á fólki og mannlegum sam- skiptum. Hann kunni sitt fag en fleira kom til. Oft henti að til okkar kom fólk sem hafði frá atburðum eða málefnum að segja, sem al- menning varðaði, en skorti reynslu í að koma fram opinberlega. Gauta var einkar lagið að eyða kvíða þess- ara gesta okkar og ótta við hljóð- nemann með hlýrri og vingjarn- legri framkomu. Nokkur spaugs- yrði gerðu galdurinn og allt gekk að óskum. Sverrir Gauti var sér meðvitaður um að útvarp ætti að vera fyrir fólkið og frá fólkinu kom- ið, eins og hann orðaði það. Hann var andsnúinn öllum elítuhugmynd- um, útvarpið skyldi vera almenn- ingsútvarp í raun og sann, fræða, upplýsa og svo sakaði ekki að hafa gaman af öllu saman. Síðdegisútvarpið rann sitt skeið, aðrir þættir tóku við. Enda þótt við Gauti ættum eftir að verða sam- ferða á Ríkisútvarpinu næstu árin varð samstarf okkar ekki eins náið, en vinátta okkar varði. Oft var gott að leita ráða hjá honum í stóra og smáu og gaman var að rifja upp Skúlagötuárin. Arið 1987 flutti rás 1 í nýja útvarpshúsið við Efstaleiti. Miklar breytingar vora að eiga sér stað í þessari gömlu stofnun. Nýir yfirmenn höfðu tekið við, einokun Ríkisútvarpsins var aflétt og sam- keppni hafin á öldum ljósvakans. Það var spennandi að vinna við út- varp á þessum árum og vera þátt- takandi í ævintýrinu. Þess nutum við Gauti báðir. Hann var réttur maður á réttum stað og tíma. I októbermánuði 1984 stóð verk- fall opinberra starfsmanna. Út- varpið var lamað og því lítið fyrir okkur Gauta að gera annað en að fara á baráttufund í Austurbæjar- bíói eða í síðdegisgöngu í kringum Tjömina með syni okkar, fimm ára drenghnokka, þá Ki-istján Frey og Friðrik Agnar, sem í dag eru góðir vinir og kunningjar. Eftir útvarps- árin bar fundum okkar Svems Gauta sjaldan saman þó við hefðum spurnir hvor af öðrum í gegnum syni okkar. Síðari árin átti hann við vanheilsu að stríða og hafði skerta starfsorku. Fyrir nokkrum vikum greindist hann með illvígan sjúk- dóm sem mér barst fregn af fyrir skemmstu. Ég var að búa mig und- ir að heimsækja hann er ég spurði andlát hans. Enginn má sköpum renna. Ég kveð gamlan samstarfs- mann og góðan vin og votta eigin- konu hans og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Einar Kristjánsson. Á haustmánuðum 1974 lágu leiðir okkar Gauta fyrst saman þegar við voram ráðnir til kennslu í nýstofn- uðum Hólabrekkuskóla. Skólinn var þá tímabundið til húsa í Réttar- holtsskóla. Mér er það ógleyman- legt þegar ég kom inn á litla kenn- arastofúna og sá Gauta í fyrsta sinn, hversu aðsópsmikill hann var; inn í þetta herbergi fór enginn án þess að taka eftir honum. Hann hafði svör á reiðum höndum við öllu sem bar á góma og sá alltaf hið spaugilega á öllum hliðum tilver- unnar, ljósum sem dökkum. Strax tókst með okkur ágætis kunnings- skapur sem þróaðist smátt og smátt í vináttu sem entist ævilangt, þótt leiðir lægju ekki oft saman síð- ustu árin. Gauti var einn þeirra sem í dag eru nefndir leiðbeinendur, því hann hafði ekki þá kennaramenntun sem fæst í skólum, en fáa hef ég hitt á lífsleiðinni sem hafa verið betri kennarar. Hann var strangur en sanngjarn, kröfuharður en um leið skilningsríkur á aðstæður nem- enda. Þegar eitthvað bjátaði á hjá þeim leituðu þeir fyrst til hans með sín vandamál. Hann kenndi um margra ára bil í Hólabrekkuskóla og þúsundir karla og kvenna sem voru unglingar á þessum árum minnast hans nú vafalaust með hlý- hug. Nú þegar þessi góði félagi er fall- inn frá og farinn á nýjar slóðir hvarílar hugui’inn til fjölmargra ánægjustunda með Gauta og Kol- brúnu og börnum þeiri’a. Þótt sinn- ið fyllist söknuði, er það huggun harmi gegn að Gauti er nú leystur undan áralöngu heilsuleysi og hefur fengið frið. Fjölskyldan sendii’ Kol- brúnu, börnum og öðrum vanda- mönnum innilegar smúðarkveðjur á þessari erfiðu stund Rafn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.