Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 63

Morgunblaðið - 23.04.1998, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1998 63 I i i í i 1 ( í ( i ( 4 4 i 4 \ ( 4 4 AÐSENDAR GREINAR Um hvað snúast kosn- ingarnar? UM HVAÐ snúast kosningarnar í Dags- brún og Framsókn - stéttarfélagi? Snúast þær um valdastöðu ein- stakra manna og um ólýðræðisleg vinnu- brögð formanns félags- ins í Dagsbrún og síðan í Dagsbrún og Fram- sókn - stéttarfélagi? Þannig lítur mótfram- boðið í D&F - stéttarfé- lagi greinilega á málið. Hver er sannleikurinn? En hver er sannleik- urinn um hin meintu ólýðræðislegu vinnubrögð? Er það merki um ólýðræðisleg vinnubrögð að 19 sinnum á síðastliðnum tveim- ur árum hafa farið fram atkvæða- greiðslur um mikilvæg mál innan félagsins, s.s. stjórnarkosningar, sameiningu félaga, lagabreytinga og í ýmsum öðrum mikilvægum málum félagsins? Á sama tíma hafa verið haldnir á annað hundrað fundir í félaginu, stjórnarfundir, trúnaðarráðsfundir, félagsfundir og vinnustaðafundir. Þá var það fyrsta verk stjórnarinn- ar í Dagsbrún eftir að hún tók við að loknum kosningum 1996 að Iáta fara fram á vegum hlutlauss aðila viðhorfskönnun um stjórn og starf- semi félagsins. Sams konar könnun fór fram í Vkf. Framsókn. Um nið- urstöður þeirra var fjallað með öll- um trúnaðarmönnum á fjölda funda. Þær niðurstöður voi'u notaðar við undirbúning síðustu samninga. Að sjálfri kjarasamningagerðinni unnu síðan á annað hundrað félagsmenn og sameiginleg samninganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar var sú allra fjölmennasta í verkalýðshreyf- ingunni með um 130 manns. Eru þetta dæmi um einræðis- kennd og ólýðræðisleg vinnubrögð? Eg segi nei. Þetta eru dæmi um að við treystum dómgreind félags- manna til að taka sjálfstæða ákvörðun hver íyrir sig í öllum mik- ilvægum málum. Það sama er á engan hátt hægt að segja um B- listaframboðið. Þau sem standa að B-listanum hafa á öllum stigum mála reynt að koma í veg fyrir það að félagsmenn fengju að taka ákvarðanir beint. Nú síðast í atkvæðagreiðslu um sam- einingu við Sókn og FSV greiddi þessi hópur atkvæði gegn þvi að fé- lagsmenn fengju að segja skoðun sína í póstatkvæðagreiðslu um sam- eininguna. í öllu félagsstarfmu hef- ur þessi hópur haft mjög neikvæða afstöðu. En hver var svo niðurstaðan í at- kvæðagreiðslunni? Níu af hverjum tíu félagsmanna samþykktu samein- ingu félaganna. Það er í raun einsdæmi í sögu verkalýðshreyfingar- innar að stjóm félags hafi fengið slíkan stuðning við mál sem hún hefur barist fyrir. Að hverju stefnum við? Hvað viljum við sjá fyrir okkur í framtíð- inni? - Við viljum vinna að stofnun eins öflugs stéttarfélags fyrir ófaglært fólk á höfuð- borgarsvæðinu. - Við viljum deilda- skipta því félagi þannig að aukið lýðræði og meiri valddreifing verði í stjóm félagsins. - Við viljum öflugan undirbúning að starfsmenntamálum. - Við viljum brjóta niður múra fé- lagssvæða þannig að fólk geti færst milli vinnustaða án þess að eiga á hættu að tapa félagslegum réttind- um. - Við viljum vera þátttakendur í breytingum í þjóðfélaginu, en ekki fulltrúar stöðnunar og afturhalds. Við biðjum um traust Munurinn á okkur í A-listanum og þeim sem standa að B-listanum er sá, að við treystum á dómgi-eind félagsmanna. Við viljum leita til fé- lagsmanna í öllum mikilvægum mál- um sem varða hag þeirra og af- Viljum við halda áfram á framfarabraut, spyr Halldór Björns- son, eða viljum við vera fólk einangrunar og stöðnunar? komu. Því viljum við að félagsmenn greiði atkvæði í öllum meginmálum sem upp koma. Svarið við spumingunni í upphafi er því augljóst. Kosningarnar í Dagsbrún og Framsókn - stéttarfé- lagi snúast ekki um valdastöðu ein- stakra manna eða ólýðræðisleg vinnubrögð. Þær snúast fyrst og fremst um það hvort við viljum halda áfram á framfarabraut eða vera fólk einangrunar og stöðnunar þar sem engu má breyta. A-listinn treystir fólki og biður um traust. Iíöfundur er annar formaður bráða- birgðastjómai• Dagsbrúnar og Framsdknar, stéttarfélags, og for- mannsefni A-lista ti! stjórnarkjörs. Halldór Björnsson V ® KÆLISKÁPAVIKA 10-10% AFSLÁTTUR Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 5691500 BYGGINGAVÖRUTILBOÐ MÁNAÐARINS Apríl 1 1 Ariston eme 145 1 Kæliskápur 0 Metabo - SITpirokkur 25.650,- I Áöur: 34.200,-1 13.799,- Aður: 17.300,- jr BYKO - Grunnviöarvörn (5 Itr.) 1.820,- Aður: 2.275,- Wolf 22 - Greinaklippur 1mS95jm stk. is£S> I Áður: 2.522~ Huffy Storm - 26“ flallahjól 15.900,- Ariston - Baökar (170 cm) Doll - Loftastigi 11.189,- j | Áður: 13.9877] “ 590,- | Áður: 698,- [ 5.347,- Bjálkaklæ5ning - Greni (10,5x300) 154,- ;i' _ EITT MESTA URVAL RAFMAGNSHANDVERKFÆRA Á ISLANDI AFGREIÐSLUTÍMI í BYKO BOSCH D Metabo TnakittL AEG Einhelí Komdu og skoöaöu nýjar og glæsilegar deildir meö rafmagnshandverkfæri í öllum verslunum BYKO. Vönduð verkfæri frá þekktum framleiðendum. Virkir dagar Laugard. Sunnud. Breiddin 8-18 Sími: 515 4001 10-16 Hólf&Gólf 8-18 Sími: 515 4001 10-16 13-17 Hringbraut 8-18 Sími: 562 9400 10-16 11-15 Hafnarfj. 8-18 STmi: 555 4411 9-13 Su&urnes 8-18 Stmi: 421 7000 9-13

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.