Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins skora á ríkisstjórn Vilja fresta afgreiðslu hálendisfrumvarpa Framkvæmdastjóri Samherja vegna sölu ÚA á MHF Atti aldrei að selja Samherja ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja, segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í gær, vegna umfjöllunar um sölu UA á eignarhlut sínum í Mecklenburger Hochseefischerei (MHF) í Þýskalandi, að Samherja hafi verið haldið frá viðræðum um málið í sex vikur. „Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hafi verið ætlunin að selja Samherja hf. hlut ÚA í MHF,“ segir Þorsteinn Már í yfir- lýsingu sinni. „Misvísandi og vandræðalegar skýringar“ Þorsteinn greinir m.a. frá því að um miðjan mars sl. hafi hann haft samband við framkvæmdastjóra ÚA og lýst yfir áhuga á að koma að starfsemi MHF og eftir aðalfund Samherja 2. apríl hafi verið óskað eftir viðræðum við ÚA um kaup á hlutabréfum í MHF. Fram- kvæmdastjóri ÚA hafi hins vegar hafnað frekari viðræðum um málið í sex vikur eða til 15. maí. A fundi 19. maí hafi komið fram í máli framkvæmdastjóra ÚA að ef strax yrði gert tilboð í hlut félagsins kæmist Samherji að málinu. Þann sama dag hafi Samherji gert tilboð, sem lagt var fram á stjómarfundi ÚA síðar um daginn. „Tilboði Samherja hf. í hlut ÚA í MHF var hafnað. Misvísandi og vandræðalegar skýringai- hafa ver- ið nefndar á þessari ákvörðun stjórnarinnar. Eftir áðurnefndan stjómarfund ÚA tilkynnti fram- kvæmdastjóri félagsins að hann liti svo á að tilboð Samherja hf. hefði ekki verið fullgilt tilboð. Tilboðið hafði Samherji hf. gert með full- tingi lögmanns og 100 m.kr. inn- lögn í bankabók til að tryggja að ÚA hlyti ekkert tjón af því að taka tilboði Samherja hf. Daginn eftir sagði framkvæmdastjóri ÚA í út- varpsviðtali að tilboð Samherja hf. hefði borist of seint. Tækifæri hefur tapast Það sér hver maður að sú skýring á ekki við rök að styðjast. Áður hafði framkvæmdastjórinn sagt að með því að taka tilboði frá Sam- herja hf. hefði ÚA hugsanlega skapað sér refsiábyrgð gagnvart hollenskum viðsmemjendum sín- um. Á þeim tímapunkti hafði stjóm ÚA ekki tekið bindandi ákvörðun í málinu,“ segir Þorsteinn. Hann segir einnig að í ljósi yfir- lýsinga bæjarstjóra Akureyrar um málið liggi fyrir að stjóm ÚA hafi sýnt stærsta hluthafanum, Akur- eyrarbæ, mikla óvirðingu. „Nú hef- ur tapast tækifæri til hagræðingar í áðumefndri útgerð sem hefði reynst fyrirtækjum á Akureyri til hagsbóta," segir í yfirlýsingu Þor- steins Más. FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík samþykktu á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórnina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveit- arstjórnarkosningum, heldur fresta henni til haustsins. Frambjóðendumir sendu svo- hljóðandi tilkynningu á ritstjórn Morgunblaðsins í gærkveldi: „Á fundi sínum í dag samþykktu fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík eftirfar- andi: Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar í Reykjavík skora á ríkisstjómina að ljúka ekki afgreiðslu frumvarpa um skipan mála á miðhálendinu þegar þing kemur saman að loknum sveit- arstjórnarkosningum, heldur fresta henni til haustsins. Við teljum almenn viðbrögð sýna, að þörf er á auknu ráðrúmi og víð- tækari umræðu utan þingsins um þetta mikla hagsmunamál. Við teljum mikilvægt að hagsmun- ir þeirra landsvæða sem ekki liggja að hálendinu, þar á meðal Reylqa- víkur, verði vel tryggðir. Við heitum því að beita okkur fyiir því af alefli - náum við meirihluta í borgarstjóm - að þjóðarsátt verði um þetta mikla hagsmunamál allra landsmanna." Heimssýningin í Portúgai opnuð Mikil aðsókn að íslenska skálanum OPINBER setning heimssýningar- innar í Portúgal, EXPO ‘98, var í fyrrakvöld. íslenski sýningarskál- inn var opnaður í gærmorgun. Mikil aðsókn var að skálanum og segir Sverrir Haukur Guðmunds- son, sendiherra íslands gagnvart Portúgai, sem var við opnunina, að gestir hafi sýnt sérstaklega mikinn áhuga á margmiðlunarefni um ís- land og þeir standi í röðum við tölvur í forsal sýningarskálans. Opnunarhátíðin á fimmtu- dagskvöld stóð yfir í sjö tíma. For- seti Portúgals, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Lissabon héldu ræður. Síðan var efnt til kvöld- verðar fyrir 4 þúsund manns og í framhaldi af því var menningar- dagskrá. Jose Carreras óperusöngvari kom þar fram meðal annarra. Kvöldinu lauk síð- an rétt fyrir miðnætti með flug- elda- og leysigeislasýningu. „Aðsókuin að íslenska skálanum var mjög mikil og mörg hundruð manns komu þangað fyrstu klukkustundina. Eg skoðaði mig jafnframt um í skálum annarra þjóða og það var ljóst að íslending- ar fengu gott hlutfall gesta til sín,“ sagði Sverrir Haukur. Hann sagði að skálinn væri til fyrirmyndar og vel gengið frá öll- um upplýsingum um Island og um hafið, sem er þema sýningarinnar. Gestur Bárðarson er rekstrarsljóri skálans og rekur hann næstu fjóra mánuði fyrir títflutningsráð. Hon- um til aðstoðar eru 11 starfsmenn sem tala portúgölsku. Sverrir Haukur sagði að stöðug- ur straumur væri inn í íslenska skálann og kvaðst hann vera hreykinn af framlagi landsins. Fyrir íslendinga skipti mestu máli Þjóðardagurinn 27. júní. Næsti viðburður er hins vegar þátttaka Graduale kórs í Langholtskirkju sem syngur á heimssýningunni 30. maf nk. RISASTÓRT uppblásið egg setti svip sinn á opnunarhátíð heimssýningarinnar í Portúgal, EXPO ‘98. Á eggið var varpað myndum af andlitum. 150 þjóðir taka þátt í sýningunni. Sfðustu skoðanakannanir 1 Reykjavfk gefa ólfka niðurstöðu Munurinn frá 4,7% til 11,3% NIÐURSTÖÐUR síðustu skoðanakannana, sem gerðar voru fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík, eru nokkuð mismunandi. Samkvæmt þeim er munurinn á fylgi Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins allt frá því að vera 4,7 pró- sentustig og upp í 11,3%. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19.-21. maí hefur R-listinn fylgi 55,2% borgarbúa en D- listinn 43,9% og er munurinn 11,3%. Þetta er meiri munur en í könnun Félagsvísindastofnun- ar, sem gerð var í síðustu viku, en þá munaði um 8 prósentustigum á fylgi listanna. Ólíkar úrtaksaðferðir Kannanir Gallup, sem gerðar hafa verið fyrir Ríkisútvarpið, sýna hins vegar að munurinn hafi minnkað. Síðasta könnun Gallup var gerð sömu dagana og könnun Félagsvísindastofnunar. Úr- taksaðferðin var hins vegar önnur. Félagsvís- indastofnun tók 1.200 manna úrtak úr þjóðskrá áður en könnunin hófst. Gallup tók hins vegar 500 manna úrtak á þriðjudegi, annað 500 manna úrtak á miðvikudegi og 800 manna úrtak á fimmtudegi. Um leið og farið var að hringja í nýtt úrtak var áfram hringt í eldri úrtök. Samanlagt var úrtak Gallup því 1.800 manns. Niðurstaða könnunar Gallup var sú að R-list- inn væri með 51,6% fylgi en D-listinn með 46,9%. Munurinn er 4,7%. Skýringarnar á muninum á þessum könnun- um, sem gerðar eru sömu daga, eru ekki augljós- ar. Hafa ber í huga að ávallt eru nokkur skekkju- mörk í könnunum sem þessum og ætla má að 3- 4% munur geti verið til eða frá á því fylgi, sem R- og D-listi fá í skoðanakönnunum, og raunveru- legu fylgi flokkanna meðal allra borgarbúa. Fái flokkur t.d. 50% fylgi í könnun með 1.200 manna úrtaki er ekki hægt að fullyrða meira með vissu en að fylgi hans sé á bilinu rúmlega 46% til tæp- lega 54%. 8,3% munur í könnun DV Loks gerði DV könnun á fimmtudag. Hringt var í 1.200 manna úrtak úr símaskrá. Sam- kvæmt þessari könnun fær R-listinn 53,4% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 45,1% fylgi. Munurinn er 8,3%. 4% jr H ■ ■■ HC * ■ Serbloð i dag NU SYNUM VIÐ NÝJA ANDLITID Á.. mtilrJsaMli Zoltán Beláný til liðs við Gróttu/KR/B1 Sigurður Gunnarsson þjálfar Víkinga/B1 ÁSAMT: KOSNINGAHANPBOK OG AÐSENPAR GREINAR/KOSNINGAR Boltinn á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.