Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 9 FRÉTTIR Samningur Fáks, Saga Film og Sjónvarpsins Beinar út- sendingar frá kapp- reiðum Fáks í sumar BEIN útsending frá Hvítasunnu- kappreiðum Fáks verður í Sjón- varpinu 1. júní nk. Hesta- mannafélagið Fákur, Saga Film og Ríkisútvarpið Sjónvarp hafa gert með sér samning um beinar út- sendingar frá Fáksvelli í sumar og er stefnt að allt að sex útsending- um. Keppt verður í fjórum keppn- isflokkum; 150 og 250 metra skeiði og 350 og 800 metra skeiði. I tengslum við kappreiðarnar mun Fákur starfrækja veðbanka. I fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd kappreiðanna segir að veðreglurnar séu öðruvísi en hjá íslenskum getraunafyrirtækjum en keimlíkar því sem gerist á veðhlaupabrautum erlendis og því skemmtileg tilbreyting á íslensk- um getraunamarkaði. Vinningar eru greiddir út sem hlutfall af þeirri heildarupphæð sem lögð er undir á þann hest sem vinnur. Hæsta hlutfall sem greitt var út á kappreiðum Fáks sem haldnar vora sl. haust var 1 á móti 32, en sá sem lagði undir 500 kr. á vinningshestinn fékk 17.000 kr. út- borgun. I fréttatilkynningunni segir enn- fremur að útsendingin um hvíta- sunnuna ætti að vekja verðskuldaða athygli „því þar sprettur íslenski hesturinn upp í aðalhlutverki, ekki sem sjúklingur með sótt heldur á fullri ferð og við hestaheilsu". --------------- Innbrotahrina í Borgarfírði HRINA innbrota í sumarbústaði er nú í rannsókn hjá lögreglunni í Borgarnesi, en í vikunni kom í ljós að farið hafði verið inn í fimm bústaði í Skorradal og einn í Svína- dal á allra síðustu dögum. Að sögn lögreglu er talið líklegt að sömu menn hafi verið að verki í bústöðunum og var greinilegt að þeir vora á höttunum eftir verðmætum. Meðal þess sem var horfið úr bústöðunum era sjónvörp og önnur tæki en ekki voru unnar miklar skemmdir. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? LEIGUTAKI Minnivallalækjar, Þröstur Elliðason, búinn að setja í urriða í Stöðvarhyl. Tveir laxateljar- ar í Ytri-Rangá VEIÐIFÉLAG Ytri-Rangár hef- ur fest kaup á tveimur fullkomn- um laxateljuram frá fyrirtækinu Vaka og verður öðrum komið fyrir í Ægissíðufossi og hinum í Arbæjarfossi strax í byrjun næsta mánaðar. Þetta var fjár- festing upp á tvær milljónir króna að sögn Þorgils Torfa Jónssonar, formanns Veiðifélags Ytri-Rangár. „Við höfum aðeins verið með teljara í Arbæjarfossi, en treyst- um honum ekki lengur. Þetta er orðin þvílík fiskirækt og laxagöngur að það gengur ekki annað en að geta fylgst með því hvað er að skila sér úr öllum þessum seiðasleppingum," sagði formaðurinn. Teljarar frá Vaka, svokallaðir „árvakar“, eru mjög fullkomnir, en þeir telja ekki ein- ungis fjölda fiska, heldur skrá þeir einnig lengd hvers fisks og hvað klukkan var er viðkomandi fiskar fóra um teljarann. Veitt hefur verið af og til í Tangavatni í Landsveit í allt vor og veiði verið góð að sögn Sveins Sigurjónssonar bónda í Galtalæk 2, sem á vatnið og sleppir í það vænum eldissilungi, urriða og bleikju. „Það hefur að visu oft viðrað illa til veiða í vor, en eng- inn hefur farið fisklaus úr vatn- inu, það er á hreinu,“ sagði Sveinn. Hann hefur sleppt 1.800 fiskum í vatnið í vor og hafa rúm- lega 400 þeirra veiðst. Sveinn slepph’ reglulega fiski sem hann elur sjálfur. Rórra hefur verið um veiði í Minnivallalæk í Landsveit en menn væntu. Þar kenna menn ekki síst um afar óhagstæðum veðurskilyrðum. Þó vita menn af talsverðum fiski í læknum, en hann hefur á stundum tekið illa. Þá hefur hinn rómaði Stöðvar- hylur verið tregari en hann á að sér að vera. Það era þó að koma skot, t.d. fékk einn og sami veiðimaðurinn nýverið 7 fiska í beit í svokallaðri Amarholtsflúð. Var það allt boltaurriði, 5-7 pund. Full búð af nýjum sumarfatnaði á alla fjölskylduna ElNARSBÚÐ, Strandgötu 49, Hafnarfirði, sími 555 4106. Kristján Glslason Hulda .Gestsdóttir Sigurður H. Ingimarsson <s5w RúnaG. i gjÉljÉ^ Stefánsdóttii Frábærir söngvarar! Sviðssetning: Egill Eðvarðsson. Hljómsveitarstjori: Gunnar Þórðarson. .. □ansstjórn: Jóltann Orn. Hljóðstjórn: GunnarSmári Helgason. Hljóðfæraleikarar: Gunnar Þórðarson Vilhjálmur Guðjónsson GunnlaugurBriem Jóhanp Asmundsson Þórir Ulfarsson Kristinn Svavarsson Kjartan Valdimarsson IR7 sem fær hæslu eir í KVÖI ikunn LD f; BRCTOP HÓTEL ÍSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. Verð 4.900, matur og sýning. 1.950, sýning. 950, dansleikur. NÝJUNG HJÁ BROADWAY: rSkoðaðu vefinn okkar, allar stúlkurnar í , Fegurðarsamkeppni íslands, {cf*s%asíahíaðborih^ . ^ ABBA ofl.: www.broadway. Lenti í tveimur umferðaróhöppum sama daginn Grunaður um lyfjanotkun UMFE RÐARÓHAPP varð á Norðm-- landsvegi austan við brána á Laxá á Asum um sjöleytið á miðviku- dagskvöld þegar bíll lenti utan í öðr- um, sem fór við það út af veginum, en ökumaður hins fyrmefnda hafði verið að taka fram úr hinum þegai' hann sá að bíll kom á móti þeim. Engin meiðsl urðu á fólki en bflarrúr eru töluvert skemmdir. Að sögn lögreglu á Blönduósi er ökumaðurinn grunaður um lyfjanotk- un og fékk hann því að gista fanga- klefa í nótt. I bfl hans voru birgðir af lyfjum, sem hann hafði keypt í apóteki í Borgarnesi fyrr um daginn. Maður- inn var á bflaleigubfl, þar sem bíll hans hafði skemmst í öðru óhappi skammt fyrir norðan Borgarnes í gærmorgun. Að sögn lögreglu í Borgarnesi er talið að hann hafi sofnað undir stýri, en hann lenti úti í vegkantinum, rykkti bflnum aftur inn á veginn og fór út af honum hinum megin, þar sem hann fór eina veltu. Þar sem bíll- inn var óökufær tók maðurinn bfla- leigubfl og hélt ferð sinni áfram norð- ur á bóginn, en með viðkomu í apótek- inu þar sem hann birgði sig upp af lyfjum. Blússujakkar kr. 4.900, síð tígrispils kr. 2.900 Úrval af stuttbuxum og bolum í st. 38—56. Opið í dag frá kl. 10-14 Eddufelli 2, sfmi 557 1730. Franskar ntskriftardragtir, kjólar og jakkar. Opið virka daga9-18, laugardag 10-14. TESSy^ neðst við Dunhaga sínii 562 2230 Mikið úrval af drögtum, strets-buxum, peysum og skyrtum. h)á*Q$€mfiihilcli Engjateigi S, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Ef þú hefur góðan smekk, þá missir þú ekki af þessu .... í dag og á morgun verður sýning á gleraugnaumgjördum frá La.Myeworks, úrvalið er stórkostlegt og litirnir glæsilegir, Komdu og sjáðu Verslunin er opin frá r hGNAVERc kl. 10:00-20:00, l°4, léttar veitinear. ov _ — //U --- SJAÐU — 'frj Laugaveg 40, sími 561 0075
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.