Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 68
Ji& LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær faöir okkar, EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON sjómaður, írabakka 18, lést fimmtudaginn 21. maí. Ágústa Einarsdóttir, Kristján Einarsson, Hafdís Einardóttir, Jóhanna Birna Einarsdóttir, Björn Hjörtur Einarsson. t JÓN KRISTJÁN FRIÐRIKSSON, Munkaþverárstræti 21, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 14. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Anna Friðriksdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og fjölskyldur. t GRÓA SIGURÐARDÓTTIR frá Vattarnesi, lést á sjúkrahúsi í Lundi í Svíþjóð fimmtudaginn 21. maí. Sigurður Úlfarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t i\ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Hlyngerði 3, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 10. maí sl. Útförin fór fram frá Fossvogskapellunni mið- vikudaginn 20. maí sl. í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug. Guðni Helgason, Sigurlína Guðnadóttir, Ástmundur K. Guðnason, Helgi Guðnason, Stefán K. Guðnason, Kristín Guðnadóttir, María Friðjónsdóttir, Laurie Guðnason, Sólveig Indriðadóttir, Garðar Hilmarsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR ERLENDSDÓTTIR frá Vatnsdal, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 25. maíkl. 10.30. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Ólína Guðmundsdóttir, Egilína Guðmundsdóttir, Eggert Haraldsson, Gyða Guðmundsdóttir, Marías Sveinsson, Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, BJÖRN MEKKINÓSSON, Guðrúnargötu 9, sem andaðist sunnudaginn 17. maí sl. verðui jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er vin- samlegast bent á Barnaspítala Hringsins. Gunnhildur Jóhannsdóttir, Dagmar Björnsdóttir Henry, Jóhann Björnsson, Mekkinó Björnsson, Björn Björnsson, Sigríður Björnsdóttir, Gunnhildur Björnsd. Mekkinósson. EINAR J. GÍSLASON + Einar Jóhannes Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum 31. janúar 1923. Hann iést á Drop- laugarstöðum í Reykjavík hinn 14. maí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hvítasunnukirkj- unni Fíladelfíu 22. maí. Jesús vill að þín kenning klár, kröftug sé hrein og opin- skár, lík hvellum lúðurshljómi... (Hallgr. Pétursson) Þetta fannst mér alla tíð einkenn- in á predikaranum frá Eyjum, vini mínum og bróður, Einari J. Gísla- syni. Mér gleymist ekki, er ég heyrði hann í fyrsta sinn. Það var í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Við hjónin sáum auglýsta samkomu þar og eitthvað var það sem vakti forvitni okkar og löngun til að sjá og heyra þennan boðbera Orðsins, sem var okkur ókunnugur. í allri hógværð settumst við á aftasta bekk í kirkj- unni, sem var all þétt setin. Það má orða það svo, að hér hafi orðið hjá mér ást við fyrstu sjón og heým. Kenningin var bæði klár og biblíuleg og svo vel hljómaði hún að mjög vel heyrðist einnig á aftasta bekk. Já, það var engin lognmolla eða hvísl. Allir máttu heyra mál hans. Einar var eitt sinn spurður, hvers vegna hann talaði jafnan svo hátt - einnig í útvarp. Jú, svaraði hann. Þegar andinn tekur mig, þá flýgur rödd mín með honum í hæðir. Við hjónin fórum forðum glöð heim frá samkomu þessari í Frí- kirkjunni. Við Einar áttum eftir að verða góðir vinir og samverkamenn hjá Hinu ísl. Biblíufélagi, elsta starfandi félagi í landi okkar, er stofnað var árið 1815. Hann lá þar ekki á liði sínu til eflingar og fram- gangs þeim viðfangsefnum, sem félaginu eru falin af kristinni kirkju, að útbreiða heilaga Ritningu sem víðast, en um hana segir í Jóh. 20:31: „En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“ Að þessu vann hinn látni eldhugi - af al- hug. Hjá honum var ekkert hálft og ekkert deilt, ekkert kveifar- legt og veilt, svo notuð séu orð annars eld- huga, séra Friðriks, en þess er nú minnst að 130 ár eru liðin frá fæðingu hans. í hinni margvíslega menguðu veröld okkar, liggur á að útbreiða fagnaðarerindið, en með hálfvelgju vinnst það verk ekki. Þess vegna þarf ísl. kristni enn á eldhugum að halda, mönnum sem eru allir við Orðið, eins og Páll á fyrri tíð. Kald- ir, harðir og hryssingslegir mega þessir boðberar ekki vera, heldur kærleiksríkir og hlýir að öðru jöfnu, líkir Guðs-syninum. „Vér elskum, því hann elskaði oss að fyrra bragði." í einum söngva okkar er spurt: „Jesús, hvað get ég þér gef- ið?“ Eldhugi svarar, í öðrum söng: „Gef þig allan ... allan, allan gaf hann sig, þegar smáður hrakinn hrjáður, heimsins þræddi rauna- stig.“ Já, „Brann ekki hjartað í okk- ur, meðan hann talaði við okkur ...“ sögðu Emmaus-fararnir forðum. Hinn látni bróðir, Einar, gat talað svo að hjörtu tóku að brenna. Það vita fjölmargir. Og minningar fjölmargar taka að tala, er ég nú hugsa til hans. Hann ók mér á sín- um tíma á staðinn, þar sem móðir mín lá á dánarbeð og bað fyrir okk- ur. Það gleymist mér ekki. Á 75 ára afmælisdaginn hans fýrir skömmu, fór ég til fundar við hann, sá hann en náði ekki tali af honum, því hann var þá stundina í meðferð hjá sjúkraliðum. Nú er hann á brautu borinn, en við munum sjást aftur, trúi ég, veit ég með vissu. Það er mikið fagnaðarefni. Ástvinum hans og vinum öllum sendi ég kærleikskveðjur á þessum tímamótum. Hermann Þorsteinsson. í dag kveðjum við kæran vin og trúbróður, Einar Jóhannes Gísla- son. Þá huggun eigum við þó að + Elskulegur bróðir okkar og frændi, JÓNAS KÁRI STEFÁNSSON Húki, Miðfirði, sem lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga aðfaranótt sunnudagsins 17. maí, verður jarðsunginn frá Melstaðarkirkju mánudaginn 25. maí kl. 14.00. Kristmann Ágúst Stefánsson, Ása Sigríður Stefánsdóttir, Unnur Sveinsdóttir og fjölskylda. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, JÓHANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, Birkihlíð 2b, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 15. maí sl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánu- daginn 25. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent sparisjóðsreikn. 0513 14 602266 á félagið Heyrnarhjálp, Ólafur Jónsson, Úlfhildur Ólafsdóttir, Sólkatla Ólafsdóttir, Elín Jóna Ólafsdóttir, Einar Steinþórsson, Gréta Bentsdóttir, og systkini hinnar látnu. ekki er um hinstu kveðju að ræða, því að Einar hefur aðeins flutt að- setur sitt þangað sem hann setti markið þegar hann var enn aðeins unglingur. Ævi Einars og_ saga hvítasunnuvakningarinnar á Islandi eru samofin á mörgum stöðum. Ein- ar var forstöðumaður starfsins í Vestmannaeyjum í 22 ár og síðar í Reykjavík í tuttugu ár. Öll þessi ár ferðaðist hann mikið og heimsótti þá hvítasunnukirkjurnar á lands- byggðinni, oft í tengslum við sumar- mót hvítasunnumanna. Einar var ræðumaður öðrum fremur og marg- ir muna enn eftir hans sterku rödd sem boðaði iðrun og afturhvarf. Margir komu á samkomur til þess eins að hlusta á Einar predika og honum var lagið að gera textann lif- andi og skiljanlegan fyrir þá sem á hlýddu. Einar var dugmikill og ósérhlíf- inn í öllum sínum störfum. Þar skipti engu hvort heimsækja þurfti fangelsi eða sjúkrastofnanir, reisa samkomutjald eða predika Guðs orðið. Þannig sýndi hann með lífl sínu gott fordæmi fyrir sam- ferðafólk sitt og þá sem á eftir koma. Og nú hefur Drottinn kallað Einai- heim. Eftir lifir minning um mann sem setti sterkan svip á mannlíf á íslandi með orðum sínum og gjörðum. Frá trúsystkinum á Akureyri er send innilegasta samúðarkveðja til Sigurlínu og allr- ar fjölskyldunnar. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Einari og þau ár sem við áttum með honum og kveðj- um hann í djúpri þökk og virðingu. Guð blessi minningu hans. Hvítasunnukirkjan, Akureyri. G. Theodór Birgisson. Mikill vinur, yndislegur og kær- leiksríkur bróðir er farinn frá okkur. Það myndaðist strax djúp vinátta á milli Einars og okkar, þegar við hittum hann fyrst fyi'ir meira en tuttugu árum. Grundvöllur sam- félags okkar var sú andlega eining sem við fundum fyiir og sterkur andlegur kærleiki sem streymdi til okkar frá Einari og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir_ mikla fjarlægð milli Svíþjóðar og íslands fundum við oft hvernig við drógumst að Islandi í hjörtum okkar, og sérstaklega að fjölskyldu Einars Gíslasonar, sam- bandinu var haldið við með bréfa- skriftum og símtölum. Þegar predikaravika hvítasunnu- manna var haldin í Stokkhólmi í desember ár hvert nutum við stund- um þeirra forréttinda að fá Einar í heimsókn. Við erum ákaflega þakklát fyrir stundimar sem við áttum saman. Við söknum þeirra góðu og nánu kynna milli Svíþjóðar og Islands sem Einar stuðlaði að og biðjum þess að einhver taki upp merkið, sem nú liggur niðri. Við þökkum þér, Einar, fyrir það sem þú varst fjölskyldu okkar. Minning þín lifir á meðal okkar. Við hittumst á morgni eilífðarinn- ar. Elisabeth og Dan-Tore Tor- esson, Dyrön, Svíþjóð. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 909»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.