Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ MARGMIÐLUN Sannkallaður þrívíddarleikur LEIKIR Incoming: Lux Et Robur, leikur frá breska fyrirtækinu Rage. Leikurinn krefst 133 MHz Pentium-örgjörva hið minnsta með 16 Mb innra minni, Voodoo 2-skjákorti, tveggja hraða geisladrifí, hljóðkorti og DirectX 5.0 uppsettu, en það fylgir á diskinum. ÞEIR sem keypt hafa 8 Mb Cr- eative Labs Voodoo 2-þrívíddar- kort nýlega hafa fengið í kaupbæti Incoming: Lux Et Robur, leik sem fylgir með. Incoming er nýkominn út í Evrópu, en kemur ekki út í Bandaríkjunum fyrr en í næsta mánuði. I Incoming byrjar sá sem leikur í byssutumi og á að hindra geim- verur í að hertaka jörðina. Hélt greinarhöfundur að sjálfsögðu að leikurinn snerist bara um það að sitja í byssutumi, en viti menn; í næsta borði var ég kominn í þyrlu og í borðinu á eftir því í skriðdreka. Þetta er nokkur breyt- ing frá flestum öðrum þrívíddar- skotleikjum, en þar er yfirleitt aðeins verið á einu farartæki í gegnum leikinn. í Incoming aftur á móti er hægt að fljúga þotu, þyrlu, geimveruflaug, keyra skriðdreka o.fl. Leikurinn er afar einfaldur í byrjun, það eina sem þú þarft að gera í fyrsta borðinu er að eyði- leggja nokkrar flaugar í byssutumi og ekkert meir, en eftir þrjú til fjögur verkefni er leikur- inn orðinn mun flóknari og það er ekki nóg að eyðileggja bara nokkra óvini heldur þarf einnig að fara til annarra bækistöðva með skotfæri og jafnvel hrinda árás á bækistöð mannanna á Mars. Gervigreind óvinanna er með af- brigðum; ef nokkrir óvinir koma í einu að þér fara oft einn eða fleiri aftur fyrir þig eða undir á meðan einn eða tveir halda athygli þinni framan við. Incoming er hannaður sérstak- lega fyrir þrívíddarkort og sést það vel á hversu góð upplausn leiksins er. Aðalfjörið við leikinn er þó ekki bara grafíkin heldur hljóðið, því þegar hljóðið er hátt stillt með tilheyrandi dmnum lifir maður sig veralega mikið inn í leikinn og það sérstaklega með þessa grafík. Ekki er nóg að hafa flotta grafík til þess að leikurinn verði góður, söguþráðurinn verður líka að vera góður og sagan á bak við í Incom- ing er einfaldlega ekki nógu góð. Hver hefur ekki áður spilað leiki þar sem geimverar era að ráðast á jörðina? Og ekki nóg með það, maður nennir varla að lesa textana sem segja frá atburðum leiksins vegna þess að þetta er allt eins. Ingvi Matthías Árnason VEFFONG ► Zen búddistar hafa komið sér upp heimasíðu hér á landi en þar er fátt annað að finna en mynd af Jakusho Kwong-roshi, kennara íslenska zen-hópsins og símanú- mer fyrir áhugas^ma. Slóðin er http://www.vortex.is/F' as- hion/zen/zen.html, en einnig má tengjast heimasíðu tímaritsins Hárs og fegurðar frá síðunni. ► Öllu meira efni er á síðum Ásatrúarfélagsins, því þar má lesa sögu Ásatrú- arfélagsins, kynna sér inn- tak Ásatrúar, tengjast síð- um um Eddu sem gerðar er af Eysteini Björnssyni og fleiri síðum. Umfangsmikill vefur er á ensku um Ásatrú og tenglar í vefi víða um heim, þar á meðal þýskan vef um Eddukvæði og rúnir. Slóðin er http://www.saga.is/asatru/Asatra _i.html. ► Eins og getið er í grein á opn- unni hafa Hvítasunnumenn nýtt sér vefinn til að miðla upplýsing- um um Hvitasunnu- kirkjuna og gera það bet- ur en önnur . , trúfélög hér- lend. Á heimasiðunni kemur meðal annars fram að Hvitasunnukirkjan er þriðja stærsta trúarhreyfing á Islandi með samtals 1.266 meðlimum. Vísir er að minningarvef um Ein- ar J. Gíslason fyrrverandi for- stöðumann Fíladelfíusafnaðarins í Reykjavík, hægt er að hlusta á fimm messur í Real Audio og svo mætti telja. Slóðin er http://www.gospel.is/. ► Bahá’í trúfélagið á íslandi er einnig með vef á netinu þar sem lesa má um trúna og æviatriði Bahá’u’lláh, aukinheldur sem "yiTAS^ hægt er að sækja ýmsa bæklinga sem vistaðir eru pakkaðir á vef- setursslóðinni http://www.itn.is/bahai/. Vottarjehóva ávefnum ► Vottar Jehóva eru engir eftir- bátar þeirra Bahá’í-manna og reyndar er heldur meira að fmna á vefslóð Votta Jehóva, http://www.hugmot.is/vott- ar/fyrst.htm. Saga trúfélagsins er rakin allvel, en ekkert er á bak við tengilinn Starfið á ís- landi. ► Aðventsöfnuðurinn á Islandi er með vefsetur sitt á slóðinni http://www.sda.is/. Þar eru meðal annars tölfræðilegar upplýsingar um út- breiðslu aðventista, tilvitnanir 1 biblíuna, fróðlegar greinar Björgvins Snorrasonar prests Aðventkirkjunnar í Reykjavík um uppruna hreyfingarinnar og viðgang hennar hér á landi. ► Kaþólski söfnuðurinn á Islandi er með heimasíðu og þar má meðal annars lesa um dómkirkju Krists konungs á Landakoti, ít- arlega sögu kaþólsku kirkjunnar á íslandi, dýrlingatal, þar sem meðal annars má lesa að Vil- hjálmur frá Rochester er dýrl- ingur dagsins í dag. Slóðin er http://www.vortex.is/Ikathbidae/. ► Langt er síðan Mormónstiú barst til íslands, en starfsemin lá niðri um skeið. Árið 1976 tóku mormónsmenn upp þráðinn eftir því sem lesa má á á ensku á slóðinni http://www.poky.srv.net/Isteve/d anish/iceland.htm. Litlar upplýs- ingar era aðrar um trúboðið og starfsemi félagsins, en ef fylgt er tengingu á síðunni yfir til danska félagsins er meira að finna, allt þó á ensku. KlfiKJA SJOUNDA DA6S AÐVENTISTA Nýtt síðulýsingarmál leysir vanda HTML VERALDARVEFURINN byggist á HTML-síðulýsingarmálinu sem flestir þekkja sem á annað borð þekkja vefínn. HTML á rætur í flóknu og öflugu máli, SGML, og var vísvitandi haft einfalt og auðskilið til að flýta fyrir upp- bygingu vefjarins og hugbdnaðar sem gæti lesið það. Nú er öldin önnur og einfaldleiki HTML orðinn Þrándur í Götu frekari þróunar. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á HTML á síðustu árum, ekki síst fyrir tilstilli vafrafyrir- tækjanna Netscape og Microsoft. Framan af leiddi Netcape þá þróun og bryddaði upp á nýjum tögum sem síðan voru tekin upp í HTML-staðalinn, þar á meðal<frame> til að mynda. Auk- in harka í samkeppninni varð þó til þess að auka bilið á milli helstu vafranna, Navigator og Explorer, og svo komið að vefhönnuðir þurfa að beita alls kyns brögðum til að tryggja að notendur ólíkra vafra sjái samskonar vefsíður. Það skapar einnig ýmis vand- kvæði að tengja svo saman útlit og innihald sem HTML krefst; ekki er hægt að breyta útliti skjala verulega nema með því að fara inn í hvert skjal. Skammt er síðan út kom fjórða útgáfa af HTML-staðlinum, þar sem meðal annars er gripið til svonefndra stílsniða, CSS, sem gerir kleift að hafa skilgreiningu á tögum í sérstöku skjali. Til að mynda má skilgreina letur og lit á fyrirsögnum í skjalasafni og vista í CSS-skjali sem vafrinn les þegar hann les fyrsta skjal á vef- setri. Þetta tengist þó birtingu skjals, en enn er óleyst hvernig laga eigi HTML að uppbyggingu skjals; það er þannig óravegur á milli einfaldrar blaðagi-einar með fyrirsögn, inngangi og meg- inmáli og varahlutaskrá með þúsundum færslna og alls kyns afbrigðum eftir því hvaða hlut er verið að skoða. Svar við því er reyndar til og á visast eftir að leggja undir sig vefheima, kallast XML og er líkt og HTML komið af SGML-síðuIýsingamálinu. SGML gat XML, XML gat CDF ... Á sjöunda áratugnum varð til á rannsóknastofum IBM tilgáta um síðulýsingarmál sem kallaðist GML og var ætlað að lýsa ólíkum gerðum skjala og uppsetningu þeirra. Árið 1986 tók alþjóðastaðlaráðið GML upp á sína arma, skráði það sem staðal og kallaði upp frá þvi SGML. Skjöl sem sniðin eru sam- kvæmt SGML eru óháð hug- búnaðinum sem sýnir þau og hægt að stýra birtingu mjög flókinna skjala. SMGL er afskap- lega öflugt en að sama skapi flókið mál og of fíókið til að hrinda af stað Veraldarvefnum að mati þeirra sem þar komu að málum. HTML var því soðið upp úr SGML sem einkonar undirmál og XML er enn undirmál af SGML, öllu öflugara og betur til þess fallið að svara kröfum nýrra tíma. Sumir hafa viljað spyrða HTML og XML saman en réttara að segja það síðarnefnda skerta útgáfu SGML frekar en aukna útgáfu HTML. XML er einfalt í grunnþáttum en kallar á skipulagða framsetn- ingu upplýsinga. Þannig getur höfundur skjals búið til þau tög sem hann hyggst nota í skjalinu og skilgreint. Einnig verður að gæta að því að öll tög eigi sér endatag og öll gildi gefin upp í gæsalöppum. Þannig er tag- ið<talning=“10“>rétt en<taln- ing=10> rangt. Tóm tög þurfa af enda á /, en með tómu tagi er til að mynda átt við strik,<HR/>, en ekki bara<HR>, eins og tíðkast í HTML. Þetta er meðal annars gert vegna þess að XML- skjöl eru ekki endilega tengd svonefndri skjalsgerðarskil- greiningu, DTD, og því ógjörn- ingur fyrir vafra að vita hvort viðkomandi tag sé í raun tómt eða krefjist þess að endatag sé siðar í skjalinu. XML er þess eðlis að auðvelt er að sníða það til og breyta eftir þörfum þess sem notar það, enda eru ný tög auðskilgreind eins og getið er. Þannig mætti búa til varahlutaskrána sem getið er í upphafi og búa fyrir netið með skilgreiningu nýrra taga til að auðvelda leit og flokkun;<nú- mer>,<lýsing> og<verð>. Þegar eru til ijölmörg afbrigði af XML, til að mynda til að sýna fjárhags- legar upplýsingar, OFX, annað sem ætlað er fyrir sameindafor- múlur, CML, OSD, sem er til að Iýsa innsetningu á hugbúnaði er skilgreint í XML og svo má telja. Ohætt er að gera því skóna að fjölmörg afbrigði af XML verði til og að hagsmunaðilar og fyrir- tæki eigi eftir að koma sér sam- an um XML-afbrigði sem verði eins konar staðall fyrir viðkoin- andi grein, til að mynda raf- eindatækni eða tölvunarfræði. Einnig líta inenn mjög til samþættingar XML og EDI til að flýta þróun viðskipta á Netinu. Ýmis fyrirtæki hafa tekið XML upp á arma sína, ekki síst Microsoft, sem skilgreint hefur vefrásir í CDF. Góða skýringu á XML er að finna á vefsetri Microsoft, http://www.microsoft.com/stan dards/xml/, en besta safn upp- lýsinga er á slóðinni http://www.w3.org/XML/. Sjá einnig http://www.ucc.ie/xml/ og dæmi um XML á síðunni http://www.sil.org/sgml/xml.ht ml#e-xamples, en vafrinn sem notaður er verður að styðja XML.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.