Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 59
f MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 KOSNINGAR ’98 í NOKKUR ár hefur heimsbyggðin fylgst með því hvemig amerísk stjórnmál hafa verið að breytast í skrípaleik af því tagi sem menn ímynda sér að helst líkist ástandinu á einhverskonar apaplánetu. Enginn man lengur aðkallandi vandamál þjóðarinnar heldur beinist öll orka samfélagsumræðunnar að því að grafa upp eitt- hvað úr æviferli eða einkalífi þeirra sem gefa sig að stjórnmál- um; forseti landsins er einsog persóna úr hörmulegum farsa sem hvergi getm- látið sjá sig án þess að sitja undir dylgjum um mislukkað kvennafar eða hreinan perraskap, eða þá hæpið fjármála- vafstur, sem er þó í það minnsta ekki svívirðilegra en svo að þótt herdeildir færustu endurskoðenda hafí í sex ár kembt í gegnum hans fjárreiður allt niðrí hverja einustu ávísun og víxilsvuntu þá hefur ekk- ert tekist að finna saknæmt. Þjóðir Evrópu hafa horft á þetta með sam- blandi háðs og vorkunnar; margir hafa sagt að þarna sjáist í hnot- skurn ógöngur bandarísks sam- félags og menningar. Venjulegum ameríkönum má samt segja það til hróss að þeir hafa líka séð í gegnum þennan hráskinnaleik, sóðaárásirn- ar eru hættar að virka, einsog ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum þar vestra. Atburðir á skrifstofu Á sama tíma gerist það hinsvegar hérna hjá okkur að svartasta íhald landsins verður svo vonlítið um að hljóta stuðning út á eigin verðleika, að það fer að beita subbulegustu brögðunum úr stjórn- málavafstrinu vestan- hafs. Að horfa á seinni fréttir Stöðvar tvö síðastliðið þriðju- dagskvöld var einsog að vera staddur á sjálfri apaplánetunni. Urþví að ekki höfðu dugað all- ar dylgjurnar, hálfsann- leikurinn og lygin um fjármál frambjóðenda Reykjavíkurlistans, þá urðu andstæðingamir að grípa til sterkari meðala, og leidd var fram á skjáinn kona nokkur, hrædd og skek- in af hræðilegri lífs- reynslu. Það var fyrir fjórum árum, sagði hún, á skrifstofum eins af fyr- irtækjum Hrannars Arnarssonar sem hún var tæld til óhæfuverka, að hringja út fyrir R-listann. - Og Þjóðin á töluvert í land með, segir Einar Kárason, að ná niður á móralskt plan apaplánetunnar. hvemig fékkstu borgað? spurði fréttamaðurinn, skjálfraddaður af spenningi. - Það var Hrannar sjálf- ur, í eigin persónu, sagði konan, sem kom á skrifstofuna og rétti henni þúsundkalla fyrir ódæðið. Og allt svart; enginn skattur, engar kvittanir; fyrir vikið ekkert hægt að sanna, og það sem er meira um vert, ekkert hægt að afsanna. Hrannar getur að vísu komið og sagt að þetta sé ekki rétt, en eftir stendur orð á móti orði, og óþverra- bragðið hefur virkað. Að lokum þetta: Það er ekkert tóm hér til að ræða viðskiptaferil Hrannars B. Arnars- sonar, en þó skaðar ekki að geta þess að upphaf hans var í tengslum við margumrætt fyrirtæki nokkurra ungra manna sem unnu þrekvirki í þágu íslenskrar þjóðmenningar með því að gefa út allar helstu perlur sí- gildra íslenskra bókmennta í miklu aðgengilegra fomi en áður hafði boðist. Þjóðin tók þessu afar vel, og um tíma lék allt í lyndi. En svo fór að halla undan fæti og útgáfan lenti í gjaldþroti; helstu eigendur fyrir- tækisins urðu að öreigum og súpa jafnvel seyðið af því enn. Ástæður þess hvernig fór era eflaust í bland reynsluleysi og óhófleg bjatsýni, en jafnframt að á þeim áram fór að þrengja mjög að bókaútgáfu í land- inu, þannig að á sama tíma riðuðu til falls fleiri útgáfufyrirtæki; þar á meðal forlög með mikla sögu og auðuga bakhjarla. Eigendur og stjórnarmenn þeirra eru sumir hverjir enn áberandi í stjómmálum og viðskiptalífi landsins, enda langt fyrir neðan virðingu pólitískra and- stæðinga þeirra að velta þeim upp- úr margra ára gömlum erfiðleikum í fyrirtækjarekstri. En hinsvegar ætla vandræði íslendingasagnaút- gáfu Svarts á hvítu að verða íhaldi þessa lands stöðugt tilefni til pólitískra árása á alla þá sem á ein- hvem hátt tengdust þeim málum. Skemmst er þess að minnast úr baráttunni fyrir forsetakosningam- ar fyrir tveimur árum hvemig ímyndaðar eða upplognar ávirðing- ar Ólafs Ragnars Grímssonar tengdar viðskiptum við nefnt fyrir- tæki vora blásnar út í blaðagreinum dagana fyrir kosningamar. Að kjós- endur skyldu þegar á hólminn kom láta þessar dylgjur sem vind um eyra þjóta var ánægjulegt merki um siðferðisþroska þjóðarinnar; vottur þess að hún á töluvert í land með að ná niðrá móralskt plan apaplánetunnar, og gefur vonir um að ófrægingarherferðin á hendur frambjóðendum Reykjavíkurlistans muni einnig geiga; að óþverrinn muni á endanum hitta þá eina fyrir sem honum kasta. Höfundur er rithöfundur. íslenska íhaldið og apaplánetan Einar Kárason Stjórnmálin snúast um fólk ÞVI MIÐUR bera stjómunarhættir í Reykjavíkurborg keim af vinstri valhyggju, þar sem einstaklingnum er „sagt“ hvað sé honum fyrir bestu. Nægir þar að nefna til sögu mál Strætisvagnanna, skipulagsmál í Þingholt- unum, handónýtan leikskóla, Laufásborg, í sama hverfi sem hefur verið eins og umferð- armiðstöð í starfs- mannahaldi til margra ára, af margvíslegum sökum. Á sama tíma eru leigjendur hjá Reykja- víkurborg að því er virðist neyddir til að flytja af heimilum sínum, ef fermetratalið er of rúmt, vegna gróðasjónarmiða til handa borgar- sjóði og stofnunar Félagsbústaða. Nýjustu tíðindi eru þau að fram- bjóðandi til borgarstjórnar hafi farið á hausinn í fyrirtækjarekstri, og samkvæmt upplýsingum borgar- stjóra er það Sjálfstæðisflokknum að kenna. Það hafa vissulega margir farið á hausinn, en var einhver að segja að slíkt væri til eftirbreytni? Stjórnmálamenn þurfa ögn að gaumgæfa í orðum og æði, að þeir era leiðtogar og þar með fyrirmynd, líkt og foreldrar bömum sínum. Foreldrar, er vilja dvelja heima með bömum sínum, áttu hins vegar ekki upp á pallborðið hjá vinstri vald- hyggjupostulum, og fyrsta verkið var að afnema heimgreiðslur, er teknar vora upp af fyrri meirihluta. Undirrituð hefur mótmælt þeirri Guðrún María Óskarsdóttir heimskulegu ráðstöfun lengi, ekki hvað síst vegna þess að gæðaupp- eldi er enn ekki til stað- ar á öllum stofnunum er vista börn. Sem dæmi get ég tekið mitt eigið barn er vistaðist á leikskóla í Reykjavík í rúm fimm ár, sama leikskóla, en þar voru umönnun- araðilar samtals á annað hundrað þessi fimm ár. Það gefur augaleið hve litil tengsl hver starfsmaður gat skapað á sínum stutta starfstíma, þrátt fyrir viðleitni þar að lútandi. Það sem Reykjavíkurborg er að bjóða ungum þegnum sínum er óviðunandi, en börnin sjálf hafa því miður fáa málsvara. I raun er verið að búa til Það sem Reykjavíkur- borg er að bjóða yngstu þegnum sínum, segir Guðrún María Oskarsdóttir, er óviðunandi. samfélagsleg vandamál, sem stofn- anahópuppeldi er, og aftur getur þýtt ótal kostnaðarsöm vandamál er til grannskólagöngu kemur. Vandamálasérfræðingar, hverju nafni sem þeir nefnast, munu aldrei geta leyst hinn tilfinningalega þátt barna, því er viðvera foreldra með börnum fyrstu æviárin hornsteinn samfélagsins, en ekki fullt af stein- steypukumböldum með sandkössum og sem umferðarmiðstöðvar í starfs- mannahaldi. Eg vil óska sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík til hamingju með að hampa hornsteininum að þessu sinni. Höfundur er fv. sérhæfður starfs- maður leikskóla. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur f Ll, www.mbl.is/fasteignir Ofríki er veik- leiki R-listans STJÓRNMÁL hefur lítið borið á góma í kosningabaráttunni í Reykjavík undanfarnar vikur. Þetta er undarleg staðhæfing á kjördag. Hún á hins vegar við þau rök að styðjast, að forráðamenn R-listans geta ekki rætt um hefðbundin stjómmál. Færa þeir út á þær brautir, kæmi annars vegar í ljós ofríki og hins vegar veikleiki þeirra. Ofríki Ofríkið felst í vinnu- brögðum ráðamanna R-listans. Síðasta sólar- hringinn fyrir fram- lagningu framboðslist- ans máðu þeir nöfn flokkanna, sem töldu sig standa að listanum, á brott. Var sá gjörn- ingur í góðu samræmi við uppræt- ingu Kvennalistans, uppgufun Þjóðvaka og valdaránið í Álþýðu- flokknum í prófkjörinu þar. Alþýðubandalagið er ekki svipur hjá sjón. Framsóknarflokkurinn geldur þess langt úr fyrir Reykja- vík að skapa sér ekki sérstöðu 1 borgarstjómarkosningunum. Staða R-listanum kom illa að kosningabaráttan sner- ist um annað en Ingi- björgu Sólrúnu. Björn Bjarnason bendir á þann veikleika R-list- ans, sem felst í skorti á lýðræðislegu skipulagi og virðingu fyrir því. hans á landsvísu er önnur en A- flokkanna og Kvennalistans, því að þeir hafa hvort sem er lagt upp laupana um land allt. Sérfræðingur R-listans í því að skipta um nafn og númer, Hrannar B. Amarsson, 3. maður á listanum, hrósaði sér af því á sínum tíma að hafa sjálfur greitt úr eigin vasa skoðanakönnun, sem margh- töldu lokahykkinn við stofnun R-listans fyrir kosningamar 1994. Hann stjómaði einnig stofnun siðvæðing- arflokksins Þjóðvaka fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur á sínum tíma. Hann náði 3. sæti á R-listanum í gegnum prófkjör í Alþýðuflokknum án þess að vera í flokknum. Kosningabarátta síðustu daga hefur snúist um Hrannar B. Arn- arsson. Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri Dags og sérlegur pólitískur ráðgjafl Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fjallar um mál Hrann- ars í blaði sínu 21. maí og segir: „Staðan er nú sú að sjálfstæðis- menn hafa unnið kosningabarátt- una í borginni - og gætu unnið í kosningunum vegna þess að þetta mál yfírskyggii' allt - og heldur Reykjavfkurlistanum í herkví.“ Rit- stjórinn hvetur til þess að Hrannar B. Arnarsson dragi sig í hlé. Stefán Jón gengur þannig þvert á sjónar- mið Ingibjargar Sólrúnar. Hún hef- ur tekið upp vörn fyrir Hrannar og gert við hann samkomulag um setu hans á R-listanum. Hann er meira en venjulegur fram- bjóðandi. Hrannar er jafnvel meiri þunga- vigtarmaður í liði Ingi- bjargar Sólrúnar en Stefán Jón Hafstein. -s- Veikleiki Af hálfu R-listans átti kosningabaráttan ekki að snúast um annað en Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Raunin hefur orðið önnur. Kjósendur vita nú, að fleiri en hún em í framboði fyrir R-list- ann. Þá kemur veikleiki listans berlega í ljós. Veikleikinn er einnig sá, að á bakvið R-listann er ekki lýðræðislega skipulagður hópur, sem getur tekið fram fyrir hendur á valdahópi listans. Þessi klíka f<5r sínu fram og setur þeim, sem eru kjömir samkvæmt skipulagsregl- um flokka, úrslitakosti á síðustu stundu. Væri lýðræðislegt stjóm- kerfi á bakvið R-listann, er ólíklegt að listinn væri í herkví nú eins og Stefán Jón Hafstein orðar það. Er rík ástæða fyrir kjósendur til að huga að mönnum í baklandi R- listans og verkefnum þeirra. Stjómmálaflokkar eru mikilvægir fyrir heilbrigða lýðræðislega stjómmálastarfsemi. R-listinn ’ér ekki stjórnmálaafl, sem starfar samkvæmt skýram lýðræðislegum leikreglum. Valdabröltið vegna framboðs listans og ráðslagið áður en hann var lagður fyrir kjörstjóm staðfesta þessa fullyrðingu. Kjósendur í Reykjavík ættu að hugsa sig vel um, áður en þeir taka ákvörðun um að endurnýja umboð R-listans til meirihlutastjómar í Reykjavík. Ástæðan er ekki aðeins sú, að með stuðningi við R-listann kjósa þeir yfír sig ofríki án lýðræðislegi-a öryggisventla, heldur einnig hin, að kyrrstaðan í málefn- um höfuðborgarinnar á undanförn- um fjóram árum breytist í hnignun á næsta kjörtímabili, stjómi R-lisf> inn áfram ferðinni. Vöramst það hættulega vinstra slys. Reykvíkingar eiga skýran kost gegn R-listanum og til að styrkja lýðræðislega stjómarhætti í borg- inni. Þeir gera það með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og setja x við D. Höfundur er menntamálaráðherra. Hágæða sánaklefar Finnolme sánaklefarnir koma í 27 stöðluðum stærðum eða smíðaðir eftir þínum óskum. Minna mál umboðið, s. 5574244 Björn Bjarnason Parqcolor býður uppá nýja vídd í klæðningu á stigum nýttáíslandi ABET GROUP HPL PARKET VALHNOTA HPL PARKET BEIKI HPL PARKET EIK HPL TRÖPPUNEF VALHNOTA HPL TRÖPPUNEF BEIKI HPL TRÖPPUNEF EIK 1200X190X6,5mm 1200X190X6,5mro 1200X190X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5mm 400X3650X6,5) BYGGINGAVÖRUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO I ÁRMÚLA 29 - SÍMI 553 8640 - 568 6100 f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.