Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 23 Formaður LÍÚ telur álitamál að Norðmenn skuli vera aðilar að nýundirrituðum loðnusamningi „Allir aðilar mega vera sáttir með niðurstöðuna“ ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, telur að nýr loðnu- samningur milli Islands, Noregs og Grænlands, sem undirritaður var í Reykjavík sl. miðvikudag, sé ágætlega viðunandi og að allir aðilar samningsins megi vera sátt- ir. „Eg er þeirrar skoðunar að það sé mjög gott að hafa þríhliða samning um svo mikilvægan fiski- stofn og það var ljóst að það þurfti að hnika samningnum aðeins til þannig að það væri eðlilegt jafn- vægi í honum. Við fáum aukna hlutdeild og síðan er aðgangur Norðamanna að okkar lögsögu takmarkaður nokkuð. Þessi samn- ingur markar sömuleiðis nokkur þáttaskil í samstarfi Islendinga og Grænlendinga. Við höfum verið að leggja á það mjög mikið kapp að auka tvíhliða samstarf okkar við Grænland í fiskveiðimálum og með gagnkvæmum veiðiréttind- um, bæði í loðnu og úthafskarfa, er stigið mjög veigamikið skref í þá veru og það markar góð tímamót í auknum samskiptum okkar við Grænlendinga sem við höfum verið að leggja áherslu á á undanförnum árum og viljum halda áfram að þróa,“ sagði Þor- steinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að þar sem hann telji að það hafi ekki verið nein loðna í lögsögunni við Jan Mayen hafi hann haldið því fram að það væri mikið álitamál hvort semja hefði átt við Norðmenn um veiðar úr loðnustofninum. „Sá sem hefur ekki fisk í sinni lögsögu í slíkum þriggja landa samningi á auðvitað engan rétt, þannig að því leyti til erum við að afhenda Norðmönnum 8% miðað við að þetta breytist ekki. I þessu felst ákveðinn áhætta sem við leysum okkur undan með þessum samningi, og það er sjónarmið sem ræður því að til þessara samninga var gengið. Niðurstaða af þessum viðræðum finnst mér vera ásættanleg því við aukum okkar hlut um 3% og minnkum möguleika þeirra til að veiða í okkar lögsögu nær því um helm- ing, en það aftur eykur líkurnar á að það falli til okkar hluti af því sem þeim er ætlað vegna þess að þeir geta ekki veitt það,“ sagði Kristján. Metum mikils samstarfíð við Grænlendinga Að mati Þorsteins Pálssonar var það ekki álitamál hvort semja hefði átt við Norðmenn þegar ljóst varð að þessi samningsniðurstaða gat fengist. „Þess vegna taldi ég rétt að gera samninginn. Auðvitað hefði það getað verið álitamál ef Norðmenn hefðu ekki verið tilbún- ir til að sýna neinn sveigjanleika, en á endanum gerðu þeir það og í eðlilegu samræmi við breyttar aðstæður. Menn verða að meta málin heildstætt.“ Kristján sagði að í tvíhliða samn- ingi við Grænlendinga væri þeim gefinn réttur til að veiða á veturnar tiltekið magn af loðnu fyrir sunn- anverðu landinu og það tryggi út- gerð þeirra í þeirri tilraun til veiða sem þeir hafi verið að gera frá Ammassalik. „Við höfum svo frjálsan aðgang að þeirra lögsögu til að veiða loðnu, en við höfum oft veitt mikið þar á sumrin. A móti kemur svo að við fáum að veiða hálfan kvóta okkar í úthafskarfa innan þeirra lögsögu. Það er nokkuð sem við höfum sóst eftir, því eins og til dæmis í fyrra þá misstum við karfann inn í þeirra lögsögu án þess að við værum bún- ir að ná okkar kvóta og skyldum eftir 13.000 tonn, en slíkt á ekki að geta hent núna. Við metum mjög mikils samstarf við Grænlendinga hvað þennan samning varðar og teljum að hann breyti samskiptun- um, bæti þau og auki líkurnai- á frekara samstarfi," sagði Kristján. Hafrannsóknastofnun Þorsk- stofninn á uppleið HIN árlega ráðgjöf Hafrannsóknar- stofnunnar verður birt næstkomandi mánudag. Ráðgjöfin felur í sér kvóta- tillögur stofnunarinnar til veiða úr hinum ýmsu nytjastofnun umhverfis landið. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekkert yrði látið „leka“ út um efni ráðgjafarinnar fyrr en eftir fundahr- inu með öllum hlutaðeigandi aðilum á mánudaginn, en sagði þó að fæðingin hefði ekki verið erfið að þessu sinni og enginn ágreiningur hefði gert vart við sig. Tiliögurnar kynntar á fundum á mánudag Jakob sagði enn fremur, að gangur mála á mánudaginn yrði þannig að til- lögumai' yrðu kynntai- á fundum. Fyrst á stjómarfundi, síðan hjá sjávarútvegsráðherra, þá meðal starfsmanna, síðan hjá sjávarútvegs- nefnd Alþingis, því næst meðal hags- munaaðila og loks með fjölmiðlafólki. „Þetta er það fyrirkomulag sem verið hefur við lýði og kemur í kjölfarið á starfi sérfræðinga sem hafa lokið úrvinnslu gagna sinna. Það var eitt af mínum fyrstu verkum þeg- ar ég tók við stofnuninni íyrir fjórtán árum, að koma þessu í fastan farveg. Þar hefur það verið síðan og það hef- ur aldrei verið ágreiningur manna á meðal. Það er svo aftur annað mál hvemig stjómmálamennirnir vinna svo úr tillögum okkar og ráðgjöf." Fæðingin var ekki erfið að þessu sinni Jakob sagði að fæðingin hefði ekki verið erfið að þessu sinni frekar en oftast áður, en hvort mælt yrði með auknum þorskkvóta fyrir komandi vertíð svaraði Jakob: „Um það segi ég ekki neitt, en það hefur legið í loft- inu að ástand þorskstofnsins hafi ver- ið að lagast." LífstyflfáaBúðm, Laiigavcgi 4, s. 551 4473 0*^ Sáðvörur lVljólk\irfélag Reykjavíkur hefiir verið stærsti innflytjandi á sáðvörum hérlendis undanfarin ár. Lögð er áhersla á fjölbreytt úrval gras- og grænfóðurstofha ásamt ráðgjöf við einstaka kaupendur. Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur Korngarðar 5 * 104 Reykjavík Símar: 5681140 • 558 2225 • Fax: 581 4450 Stólar, frá °\ 8.300 Borð, frá °\ 15.300 ______ Rúm, 180*200 cm°\ 39.000 Sfmabekkur °\ 19.500 Kommóður, frá °\ 11.800 TM - HUSGOGN 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 SíSumúla 30 - Sími 568 6822 IIRIXGIH l-.DA KOMIH N 11) ()(! F \1H ’ ÍI.IA OkklR 40 S11).\A YORl Í.ISTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.