Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 69 + Sólveig Berg- þóra Þorsteins- dóttir fæddist í Hafnarfirði 31. júlí 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingey- inga hinn 15. maí síðastliðinn. For- eldrar Sólveigar voru Þóra Jónsdóttir húsmóðir og Þor- steinn Brandsson sjómaður. Sólveig var ung tekin í fóst- ur af vinafólki for- eldra sinna Jjeim Þorsteini Óliver Jónssyni og Sólveigu Jónsdótt- ur á Brunnstxg 3 í Hafnarfirði. Þar ólst hún upp til ung- lingsára. Systkini Sólveigar voru: Marta Steinþóra, fædd 1909, Ólafía Dagbjört, fædd 1910, Brandur, fæddur 1913, Jóna Margrét, fædd 1917, Karl, fæddur 1919, Guðmundur Egill, fæddur 1921, Guðbergur, fædd- ur 1922, og Jón Rósant, fæddur 1926. Öll eru þau látin nema Jóna Margrét og Jón Rósant. Sólveig átti dóttur, Hönnu Sigríði Hofsdal, með Karli Guð- mundssyni frá Ólafsvík. Hanna fæddist 10. apríl 1931. Eigin- maður hennar er Magnús Leif- ur Sveinsson og eiga þau þi'jú börn. Áður átti hún soninn, Ágúst Kvaran, með Axel Kvai’- an. Sólveig gekk að eiga Einar Með sárum söknuði kvöddum við ömmu Sólveigu á Húsavík. Eftir stutt veikindi kveður hún þessa jarðvist södd lífdaga í sátt við Guð og menn. Við eru öll guggin í hjarta okkar en yljum okkur við fagi-ar minningar um ömmu brosandi og glaða í bragði. Síðustu árin hefur hún dvalið í góðri umsjá starfs- fólksins á sjúkrahúsi Húsavíkur og þar voru okkar síðustu fundir. Amma sat fi'ammi á gangi á sjúkra- húsinu þegar hún átti von á heimsóknum okkar, heilsaði bros- andi og ljómaði af gleði að sjá barnabörnin sín og eiginmenn þeii-ra, eiginkonur, kærustur og kærasta. Hún fylgdist vel með þessu öllu og var vel heima í lífi hvers og eins. Umræðurnar gátu snúist um allt milli himins og jarðar. Þar var ekki kynslóðabil, amma Sólveig var vel heima í nútímanum þótt hún væri á níræðisaldri. Stundum sátu margir við stólinn hennar ömmu þegar við renndum öll norður til að heimsækja hana og Steina frænda. Það mátti segja henni, aldraðri konunni, djarfar sögur og vafasam- ar, furðufréttir, skemmtisögur og slúður því allt þetta vildi hún heyra og engin ástæða til að draga neitt undan. Hún fylgdist vel með lífi barnanna sinna og barnabarna og hringiðu þjóðlífsins íyrir norðan og sunnan, ekki síst lífinu í Hafnarf- irði, þar sem hún var fædd og upp- alin. Þegar við nú tölum saman um ömmu Sólveigu á Húsavík kemur upp í hugann hversu hlý hún var og umburðarlynd. Hún hafði tekist á við margskonar mótlæti á langri ævi og var lífsreynd kona í meira lagi. Því lagði hún sitt sérstaka mat á lífið og tilveruna og miðlaði því til okkar ungu kynslóðarinnar. Heimsókn til ömmu norður á Húsa- vík var því eiginlega alveg sérstak- ur „lúxus“ í öllum skilningi þess orðs. Hún var stundum eins og af sömu kynslóð og við, svo vel setti hún sig inn í hugsanagang okkar. Svo viðræðugóð var hún og skiln- ingsrík. Með þessum fáu orðum er ekki mikið frá sagt um yndisleg kynni okkar af ömmu Sólveigu. Við hugs- um þess meira núna og rifjum upp eitt og annað skemmtilegt frá Húsavík. Svo segjum við hvert öðru frá góðum minningum og ánægju- legum dögum með ömmu sem í Methúsalem Jóhann- esson frá Húsavík hinn 27. desember 1943. Börn þeirra: 1) Sædís Birna, fædd 17. september 1938, dáin 18. nóvember 1940. 2) Einar Ge- oi'g, fæddur 19. júní 1941. Sambýliskona hans er Pálína Fann- ey Skúladóttir og eiga þau tvö börn. Með fyrrum eigin- konu sinni, Þórunni Alfreðsdóttur, átti hann fjögur börn. 3) Þórdís Steinunn, fædd 14. júní 1943. Eiginmaður hennar er Birgir Magnússon og eiga þau þxjá syni. 4) Þorsteinn, fæddur 22. ágúst 1944. Hann er ókvæntur og bamlaus. 5) Jóhannes Geir, fæddur 29. janú- ar 1947. Eiginkona hans er Vil- borg Njálsdóttir og eiga þau íjögur börn. 6) Baldur, fæddur 11. ágúst 1948. Eiginkona hans er Kristjana Stefánsdóttir og eiga þau fjögur böm. 7) Þór- hallur Valdimai', fæddur 22. desember 1953. Sambýliskona hans er Hildur Stefánsdóttir. Með fyrri eiginkonu sinni, Kristbjörgu Steingrímsdóttur átti hann tvo syni. Útfór Sólveigar fór fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 22. maí. okkar augum var alltaf hetja sem bognaði aldrei í erfiðri lífsbaráttu á langri ævi. Við þökkum Steina frænda sér- staklega fyrir að hugsa svo vel um ömmu og bera henni alltaf kveðjur frá okkur og segja tíðindi að sunn- an. Starfsfólki sjúkrahússins þökk- um við fyrir að hugsa vel um ömmu okkar til síðasta dags. Amma var sérstæð kona og glæsileg, bæði í sjón og raun. Hún var myndarleg kona, góð og elsku- leg, framúrskarandi gestrisin og átti fjölda vina. Því geymist mynd hennar skýr og lengi í huga okkar alla tíð sem þekktum hana. Við kveðjum hana og þökkum fyrir samveruna. Guð launi henni starf hennar og stríð og geymi í sínum friði. Einar Magnús, Sólveig, Sveinn og Ágúst. Móðir mín, Sólveig Bergþóra, er látin. Hún veiktist alvarlega fyrir fimm árum síðan og dvaldist upp frá því á sjúkrahúsi uns yfir lauk. í augum okkar afkomendanna var hún sameiningartákn. Vafasamt er að nokkur í hópnum geti haldið því merki á lofti nú þegar hún er öll. Móðir mín var sérstæð mann- eskja á marga lund. Hún átti engan veginn heima á markaðstorgi hégómans þar sem framagirni og gróðahyggja ráða ríkjum. Gömlu góðu gildin, hlédrægni, tryggð og sjálfsafneitun, voni henni eðlislæg. Hún var fyrst og fremst góð mann- eskja. I þvi fólst bæði styrkur hennar og veikleiki. Móðir mín var fædd í Hafnarfirði og þar ólst hún upp sem einkabarn ástríkra fósturforeldra. Gjóturnar í hrauninu, þar sem kjarrið ilmaði, fuglarnir sungu og köngulærnar spunnu vef sinn á sólheitum sumar- dögum, vora leiksvæði hennar í bernsku. Þessi vettvangur bernsk- unnar fylgdi henni alla ævi líkt og bjartur og vermandi geisli. Skömmu eftir fermingu fór hún að vinna á reitunum. Það gerðu flestii- unglingar á þeim áram. Þá bættist í banka minninganna lykt af salti, olíu og tjöru. Þá varð henni ljóst að lífið var sjómennska og saltfiskur. Kornung kynntist hún sjómanni frá Ólafsvík, Karli Guðmundssyni. Með honum átti hún dótturina Hönnu Sigríði Hofsdal, sem átti eftir að reynast henni vel á langri leið. Sambúð Karls og móður minnar entist ekki ýkja lengi, þannig að fyrr en varði stóð hún uppi ein ásamt lítilli dóttur. Þá kom Húsvík- ingurinn, faðir minn, Einar M. Jóhannesson, til sögunnar. Á þeim árum var hann leigubflstjóri á Reykjavíkursvæðinu og yfir þvi starfi var mikill ævintýraljómi á ár- unum milli stríða og raunar lengur. Þau felldu hugi saman og trúlofuðust árið 1933 og fluttu sam- an norður á Húsavík árið 1935. Á þeim árum var Hafnarfjörður blátt áfram heimsborg miðað við Húsavík. I litla þorpinu við Skjálf- andaflóann voru íbúar rétt um 900 og flestir lifðu af sjálfsþui'ftarbú- skap að verulegu leyti. Fólk átti fimmtán rollur eða svo í kofa úti á túni og eina kú við hliðina á heimil- inu, eða undir því. Ennþá bjuggu margir í litlum kotum, sem vora eins konar tengiliður milli gamla og nýja tímans og runnu saman við fósturjörðina hógvær og lágreist með sínum örsmáu gluggum. All- margir gerðu út bát og réra til fiskjar þegar þess var kostur. Eftir áramótin fóru fullfrískir menn gjarnan til starfa í fjarlægum ver- stöðvum og eftir sátu konur og börn og karlæg gamalmenni. Þá var stundum þröngt í búi og erfið- leikar ærnir. Móðir mín var vön að segja að á þessum tímum hefði hún samt eignast sína bestu vini því all- ir hefðu hjálpast að í lífsstríðinu. Þar tiltók hún margt gott fólk sem of langt mál yrði að telja upp hér. Einhvern veginn held ég að þrátt fyrir allt hafi móðfr mín aldrei séð fyrir sér aðra Húsavík en þá gömlu og það var alltaf sól á þeirri Húsa- vík. Svona getur lífið nú verið skxýtið. Árið 1938 eignuðust foreldrar mínir stúlkubarn sem hlaut nafnið Sædís Birna. Þessi litla stúlka dó suður í Hafnarfirði í nóvember 1940 úr lungnabólgu í fanginu á móður sinni. Nærri má fara um það, hvflíkt áfall þetta hefur verið ungri og tilfinningaríkri konu. Árið 1945 fluttu foreldrar mínir í nýbyggt hús, sem þau nefndu Ytri- Hlíð. Hús þetta er í Brekkunni á Húsavík og þar lifði móðir mín sín manndómsár. Þar ól hún upp börn- in sín sjö. Oft var fjör í Brekkunni á þessum árum. Mikill fjöldi barna var á hverju heimili og stundum stóðu margar mömmur í einu úti á tröppum og æptu á söfnuðinn, lík- lega í von um að geta siðað hann eitthvað til. Það er ekkert áhlaupa- verk að ala upp fimm snarvitlausa stráka enda held ég að móðir mín hafi stundum verið ansi þreytt. Þá átti hún það til að bregða sér frá um stundarsakir, ef svo mætti segja, og hleypa draumfáki sínum suður í hafnfirskar hraungjótur, eða Guð má vita hvert, því drauma- heimur hennar var án allra landamæra. Svona útúrdúrar gerðu bæði að hressa hana og endurnæra. Móðir mín las mjög mikið og henn- ar besta skemmtun var að ferðast á landakortinu. Þegar vel lá á henni söng hún við eldhúsbekkinn. Það var fallegur söngur. Árið 1958 yfirgáfu foreldrar mín- ir Brekkuna og fluttu í Bjarna- húsið. Tólf árum síðar skildust leið- ir þeiraa. Upp frá því hélt móðir mín heimili með Þorsteini syni sín- um. Móðir mín var einstaklega glæsi- leg kona en hafði hins vegar sér- stakt lag á að láta lítið fyrir sér fara. Vegtyllubarátta og eltingar- leikur við veraldargæði voru henni afskaplega utanbrautar. Hún gerði aldrei neinar kröfur fyrir sjálfa sig en vildi miðla öðram af sínu litla. Reglusemi, heiðarleiki og réttsýni voru henni í blóð borin og hún hafði afskaplega hlýtt viðmótt. Þótt hún væri í eðli sínu einfari fannst flestum gott að njóta návistar hennar, ekki síst fyrir þá sök að hún kunni að hlusta. Hún var ástrík og góð móðir. Eg þakka henni fyrir allt. Guð blessi minn- ingu móður minnar. Einar Georg. SÓLVEIG BERGÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR + Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG INDRIÐADÓTTTIR húsmóðir og kennari, Höfðabrekku, Kelduhverfi, sem lést föstudaginn 15. maí sl., verður jarðsungin frá Garðskirkju í Kelduhverfi mánu- daginn 25. maí kl. 14.00. Jón Gunnlaugur Stefánsson, Kristín Erla Jónsdóttir, Garðar Tyrfingsson, Margrét Jónsdóttir, Kolbeinn Björgvinsson, Ari Þór Jónsson, Ragnheiður Helgadóttir, Sævar Garðarsson, Grétar Már Garðarsson, Jón Björgvin Kolbeinsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN HAFLIÐI JÓNSSON húsasmíðameistari, Árskógum 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Ingibjörg Eggertsdóttir. Björgvin J. Jóhannsson, Sigríður Þórsdóttir, Eggert Þ. Jóhannsson, Valborg Harðardóttir, Hörður Jóhannsson, Tonje Fossnes, Herdfs Jóhannnsdóttir, Frosti Hreiðarsson, Ingvar J. Jóhannsson, Árborg Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR KRISTJÁNSSON fyrrv. yfirtollvörður, Grjótaseli 12, Reykjavík, sem lést föstudaginn 15. maí sl., verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Anna Jóna Ingólfsdóttir, Jón Sveinsson, Sólveig Ólafsdóttir, Jónatan Þórmundsson, Ingólfur Jónsson, Ragna Halldórsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Þórmundur Jónatansson, Sóley Halldórsdóttir, langafabörn og langalangafabörn. + Ástkær fósturmóðir mín, JÓNÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, Austurbyggð 21, Akureyri, er lést föstudaginn 15. maí sl., verður jarðsungm frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þóra G. Ásgeirsdóttir. + Hjartans þakkir til allra sem hafa auðsýnt okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR KETILSDÓTTUR, Lambhaga 2, Selfossi, sem lést laugardaginn 9. maí sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á Ljósheimum fyrir frábæra umönnun meðan hún dvaldi þar. Erling Gunnlaugsson, Erla Gunnlaugsdóttir, Ólafur íshólm Jónsson, Áskell Gunnlaugsson, Sesselja Óskarsdóttir, Eygló Gunnlaugsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ásta Gunnlaugsdóttir, Björn Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.