Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 ----------------------- AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Unglingurinn í slóginu ÉG ER staddur á bryggjunni þegar hann kemur út úr aðgerðar- sal fískvinnslunnar. Hann tekur af sér gúmmívettlingana, grettir sig upp í sólina og kveikir í sígarettu. Ég kalla hann Unglinginn í slóginu af því nú er svo mikið talað um Únglinginn í skóginum. Hann er ánægður með nafngiftina og segir við mig mannalega; þú ert alltaf að '*tjá þig um sjávarútvegsmálin. Ég játa og býst um leið við því að hann sé á öndverðri skoðun við mig. En þá kemur allt í einu merkileg ræða. Eins og ekkert sé sjálfsagðara fer hann að skilgreina fyrir mér hvem- ig þjóðir eigi að nýta auðlindir sín- ar. Ég er orðlaus á meðan hann tal- ar, þetta er svo fyrirvaralaust og án nokkurs tilefnis. Honum þykir greinilega gaman að ræða málin. Hann tyllir fæti á bryggjupolla og spjallar um þetta mál eins og úrslit- in í ensku knattspymunni eða sjón- varpsdagskrána. Allt svona einfalt og sjálfsagt. Fyrsta ræða Ef þjóð á auðlind verða stjórn- völd náttúrulega að ákveða hvernig eigi að nýta hana. Ég játa. Þau eiga að láta nýta hana þannig að sem mest fáist út úr henni, bætir hann við. Og þau eiga að setja almennar reglur sem vemda auðlindina fyrir komandi kynslóðir. Jú, jú, satt er það. Þú veist að besta aðferðin, sem er þekkt við nýtingu auðlinda, er að beita kvótum. Þá eru kvótar settir á þá sem nýta viðkomandi auðlind, þeir vita úr hverju þeir hafa að spila og er í sjálfsvald sett hvernig þeir fara að. Ég er honum sammála og spyr hvort ekki sé í lagi að ég hafí diktafóninn í gangi. Honum er alveg sama og virðist reyndar nokkuð drjúgur yfir beiðninni. Það er þess végna nauðsynlegt að öllum auðlindum í sameign fylgi nýting- arréttur í séreign. Þá er tryggt að það er verið að nýta auðlindimar eftir hagsmunum þeirra, sem era þeim háðastir. Með þessu móti Eins og ekkert sé sjálfsagðara, segir Bjarni Hafþór Helga- son, fer unglingurinn að skilgreina fyrir mér hvernig þjóðir eigi að nýta auðlindir sínar. rennur langmesti arðurinn inn í samfélagið, enda era allar þjóðir heimsins á leiðinni inn í þetta fyrir- komulag. Þetta er kerfíð sem hent- ar mannskepnunni best; frelsi til athafna innan ákveðins ramma. Onnur ræða En hvað með auðlindaskattinn, spyr ég. A ekki að láta menn greiða sérstaklega fyrh- aðganginn að þessum auðlindum? Hann brosir og slær ösku af sígarettunni. Það er nú alveg fáránleg hug- mynd. Það kostar oft heil ósköp að nýta auðlindir þó sumir séu alltaf að tala um að þær séu ókeypis. Fyrir það fyrsta vitum við náttúralega ekkert hvort hægt er að græða á einstökum auðlindum. Aðalatriðið er að koma einhverjum að verki við að nýta þær. Þeir sem græða á auðlindinni greiða skatta til ríkisins í kjölfarið, hinir fara á hausinn. Það er óskap- lega vitlaust að ætla að taka skattinn út úr starfseminni fyi-irfram. Skatturinn kemur hvort sem er, ef arður er af nýtingunni. Fyrir nú utan það, að ef eitthvað hefst út úr þessu, þá vill maður frekar að það streymi fyrst í gegn- um fyrirtækin og þannig út í hag- kerfið, heldur en að fara milliliða- laust beint inn blessaðan ríkis- sjóðinn. Það er nú meiri trúin sem sumir hafa á þessum ríkissjóð. Viltu kannski leggja auðlindaskatt á Flugleiðir, spyr hann allt í einu. A Flugleiðir, segi ég forviða. Já, þú veist líklega að Þjóðverjarnir um borð í vélunum keyptu flugmiðana til að skoða sameignir íslensku þjóðarinnar; Gullfoss, Geysi, há- lendið og allt þetta dót. Hélstu kannski að þeir væru um borð af því bakkamaturinn er svona góður? Flugleiðir eru alltaf að auglýsa sameignir þjóðarinnar til að selja flugmiða, segir hann og brosir kankvís yfir þessari samlíkingu. Hann á greinilega margar fleiri í handraðanum. Þriðja ræða En hvað með framsalið á fiskikvótanum? Eiga menn að geta Bjarni Hafþór Helgason selt kvóta fyrir ein- hverjar milljónir út úr þessari sameign, spyr ég eldsnöggt. Þarna fannst mér að hann hlyti að reka í vörðurn- ar. Að sjálfsögðu, svar- ar hann án þessa að blikka auga. Ef kvót- arnir ganga ekki milli fyrirtækjanna tapast hagræðingin í nýting- unni. Það sparast gríð- arlegur útgerðar- kostnaður í landinu með tilfærslum á afla- heimildum. Verðmætið í kvótunum er tilkomið vegna þekkingar út- ISLENSKT MAL MARGRÉT Nýbjörg Guð- mundsdóttir (víst eina Nýbjörg nú á landi okkar) hafði upplýsingar að færa mér í hinu margrædda textamáli: Hversu gömul o.s.frv. Nú kom athyglisverð gerð: Hversu gömul ertu þá, Kittý K., Kittý K, hversu gömul ertu þá, Kittý káta? 11 Eg er sex sinnum sjö, tuttugu og átta, betur tvö, alitof ung til að fara frá henni mömmu. Þessa gerð hafði frændi Margrétar Nýbjargar lært fyrir 1930. Og nú er skammt milli stórra höggva: Anna S. Snorradóttir Ijóðskáld í Reykjavík sendir mér „sína“ gerð textans: Hversu gömul er hún þá, Kiddi Ká, Kiddi Ká, hversu gömul er hún þá Kiddi káti? Hún er sex sinnum sjö tuttugu’ogáttabeturtvö, hún er svo ung og má ekki fara frá henni möm... mu (þetta var dregið iengi í söng). Anna segist ekki vita „hvaðan í ósköpunum þetta bull“ sé til sín komið eða hvenær hún lærði það. Hún minnist síðan á ríkulegt sönglíf á æskuheimili sínu, enda mikið músíkfólk í ættum hennar, en einn brag segir hún að bannað væri að syngja á sínu heimiii: „Það var áreiðanlega í eina skiptið sem okkur var bannað að syngja!“ Síð- an greinir hún upphaf bragsins. Nú vill svo til að umsjónarmað- ur kann þennan brag, enda var hann prentaður í revíunni Lausar skrúfur árið 1929. Óhætt ætti því að vera að birta hann: (Lag: Öckerö) Við Eyjafjörð eru átök hörð, og bamaskólabrak. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 954. þáttur Þeir klípa böm í bak, og brúka steinbítstak, en það sannar ekkert annað en hvað fólk er spilt, að Moggatetur tæpast getur tekið þetta gilt, og jafnvel Brynleifi brá, er bömin fjekk hann að sjá, og úrskurð um það fjekk, að út úr sjötta bekk þau kæmu ei barin og blá; því ef svo uppkomin böm þar yrðu mótþróagjöm, hvað yrði úr Steinþóri? hann yrði að kvikindi, og gæti ei veitt minstu vöm. Ég get þess til gamans, að ég var einu sinni í nefnd með hinum ágæta barýtónsöngvara Gísla Magnússyni múrmeistara. Þá sjaldan ági-einingur varð í nefnd- inni, söng hann með sínum mjúka barýtón þennan blessaða brag, og nefndin varð undireins sammála í öllum atriðum. [Útúrdúr lýkur.] En bíðið þið nú bara við. Ellen Sverrisdóttir í Reykjavík kann merkilega gerð „af vísunni góðu, en hana lærði ég án þess að vita af, á sokkabandsárum mínum“. Hversu gömul ertu þá Kittí ká, Kittí ká, hversu gömul ertu þá Kittí káta? Ég er sex sinnum sjö tuttugu og átta betur tvö, þó of ung til að giftast honum Láka. Umsjónarmaður þakkar þetta kærlega, og nú er svo komið að hann biður alla fundvísa menn að leita að prentuðum texta vísunnar sem við höfum sungið við lagið um Billy boy. Best væri að fínna höfundinn líka. ★ Vilfríður vestan kvað: Kötturinn kinnbeinagleiður átti kyngott við þijátíu bleyður, eða var það kannski annað, því að ekki fæst sannað af hveiju hann varð svo hundleiður. ★ í 949. þætti birti ég skopstæl- ingu á vísu eftir Steingrím Thor- steinsson, Við hafið ég sat. Ég sagði skopstælanda ókunnan. Nú hefur Ingibjörg Ingadóttir í Reykjavík gert mér þann greiða að senda mér ljósrit úr Vísnabók Káins (Kristjáns Níelsar Júlíusar Jónssonar); þar virðist vera hin upprunalega skopstæling og síðan einhver stælt eftir honum. Hér kemur skopstæling Káins: Hjá hafmey ég sat frammi á sævarbergsstall - hún sat þar nú hjá mér - þá kom upp úr hafinu há, há, hákall og hana tók frá mér, og hana tók frá mér. Líkt þessu er svo þegar Þór- bergur Þórðarson fór að leika sér að andstæðum, þótt efnið sé allt annað: Stormur lægir stríður, stillistæstursær. Yfir landið líður léttur hægur blær. Stormur æðir stríður, steypist Akrafjall. Yfir landið líður Htill piparkall. ★ Ungur fór ég fremst og innst um fjaUaslóð í leitum. Nú syndi ég bráðum sundið hinst sem við allir þreytum. (Ur syrpu Þorbjargar sál. á Skeri.) Ath. vel: Einhvem veginn rötuðu æviár Bjarna Thorarensens (1786-1841) ekki rétt inn í síðasta þátt. Beðist er velvirðingar á þessu. gerðanna við að ná í fiskinn. Það er engum öðram að þakka. Fiskur á sundi í niðamyrkri hafsins er verð- laus, þangað til einhver nær í hann án þess að tapa á því. Sá sem vill borga hátt verð fyrir kvóta tekur sína áhættu og verði honum að góðu. Sá sem selur kvóta og hættir í útgerð byrjar á því að gera upp skuldir sínar og ef afgangur verður, borgar hann helminginn af honum beint til ríkisins. Þá fær ríkið milli- liðalaust stóra skerfinn af kökunni. Er það ekki draumur þeiira sem vilja auðlindaskattinn, bætir hann við glottandi. Hann er að ljúka við sígarettuna, horfir í glóðina og verður heimspekilegur í fasi. Ann- ars öfunda ég engan sem á peninga, hvað svo sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Margur verður af aurum api. Ég held að fátt sé aumara en eiga fullt af peningum og hafa enga vinnu. Það jafngildir sálarlegu böli atvinnuleysis. Það er náttúralega þess vegna sem menn selja sig yfirleitt ekki út úr atvinnu- rekstri, þó það gæti gefið eitthvað í aðra hönd. Það er verst ef öllum er sama um mann. Aðalatriðið fyrir mannskepnuna er að skipta ein- hverju máli, segir hann og drepur í sígarettunni, setur á sig vettlingana og gengur í átt að vinnsluhúsinu. Þú verður að hætta að reykja, kaUa ég á eftir honum eins og til að taka undii' þessi sjónarmið, þetta er bráðdrepandi andskoti. Þegiðu, kallar hann á móti og skellir á eftir sér hurðinni. Höfundur er framkvæmdastjórí Ut- vegsmannafélags Norðuríands. Guðrún Ólafsdóttir Margrét Valdimarsdóttir Sigrún Stefánsdóttir Hlutverk skólahjúkr- unarfræðinga innan heilsugæslu SKÓLAHJUKRUN tekur við af ung- og smábamavemd og fylgir eftir áherslum sem þar hafa verið lagðar. Markmið starfsins er að stuðla að því að skólaböm fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Eitt veigamesta hlut- verkið felst í einstaklingsbundnum stuðningi, ráðgjöf og hjúkranar- meðferð, en reglulegum skoðunum, ónæmisaðgerðum og eftirliti er fylgt eftir samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins. Skóla- hjúkranarfræðingur er starfsmað- ur heilsugæslustöðvar, vinnur ýmist eingöngu í skóla eða sinnir Hlutverk hjúkrunar- fræðinga í skólum, segja Guðrún Ólafs- dóttir, Margrét Valdi- marsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir, er fjölbreytt, áhugavert og gefandi. jafnframt öðram störfum innan stöðvarinnar. Hann hefur aðstöðu í skólanum, hefur þar fasta viðveru, mismikla eftir nemendafjölda. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í skólum er mjög fjölbreytt, áhuga- vert og gefandi. I áranna rás hefur starfssvið hjúkranarfræðinga tekið miklum breytingum, frá því að aðaláhersla var lögð á líkamsskoð- anir og yfir í að sinna einnig and- legum og félagslegum þáttum ásamt forvörnum, fræðslu og heil- brigðishvatningu. Nemendur leita til skólahjúkr- unarfræðinga af ýmsum ástæðum. Talning slíkra heimsókna síðast- liðið ár í okkar skólum sem era BreiðholtsskóU, Seljaskóli og Ölduselsskóli, sýndi 3.352 heimsóknir en heildarfjöldi nem- enda var 1.866. Könnun sem Elín Bima Hjörleifdóttir skólahjúki'un- arfræðingur í Austurbæjarskóla gerði í marsmánuði s.l. sýndi að af 127 einstaklingum sem leituðu til hennar voru 84 böm, 8 foreldrar, 26 kennarar og 9 aðrir starfsmenn. Þess ber að geta að skipulagðar skoðanir, fundir eða símaviðtöl voru ekki talin með. Að vinna fyrir og með bömum og unglingum era forréttindi. Þau eru framtíð okkar lands og svo sannarlega eru þau efnileg. En þau lenda í hremmingum rétt eins og við fullorðna fólkið. Viti skóla- hjúkrunarfræðingur af vanda barns, getur hann komið inn sem stuðningsaðili og trúnaðarmaður. Skólahjúkrunarfræðingar hafa for- sendur til að koma oft fyrstir að málum, aðstoða nemendur og fjöl- skyldur þeirra í vanda. Aðstoð get- ur verið ráðgjöf, fræðsla eða til- vísun til annarra sérfræðinga. Félagslegur vandi bama og fjöl- skyldna þeirra hefur aukist í ár- anna rás, koma þar til breyttir lífs- hættir, breyttar áherslur, í raun breytt menning. Areiti kemur víða að og getur val á lífsstíl verið ung- mennum okkar vandasamt. Því er öflugt styrktar- og forvarnarstarf nauðsynlegt, til að efla sjálfsímynd, sjálfstraust og það að taka ábyrgð á eigin lífi. Höfundar eru hjúkrunar- fræðingar við Heilsugæslu- stöðina ( Mjódd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.