Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 39 AÐSENDAR GREINAR Frumkvæði í ís- lenzku atvinnulífi NÚ LIGGUR fyrir Alþingi frum- varp um gagnagrunna á heilbrigðis- sviði og hefur nokkur umræða staðið um ágæti þessa frumvarps en verði frumvarpið að lögum stendur til að gagnagrunnur þcssi verði unninn og kostaður af Islenskri erfðagreiningu. I skýringum með frumvarpinu er bent á að gagnagrunnurinn geti orðið heilbrigðiskerfinu að verulegu gagni „...við stjórnun og stefnumót- un í heilbrigðismálum og nýst öðr- um heilbrigðiskerfum til líkana- srníðar" svo og „...greiningu og meðferð sjúkdóma." Heilbrigðisráðherra virðist ekki í vafa um gildi gagnagrunnsins fyrir íslenska heilbrigðiskerfið og hef ég ekki heyrt sérfræðinga mótmæla frumvarpinu á forsendum gagn- semi grunnsins til vísindarann- sókna. Frumvarpið sem hér um ræðir takmarkar heldur ekki á neinn hátt aðgang að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga, né að- gang aðila sem starfrækja nú gagnagrunna svo sem Hjartavernd og Krabbameinsfélagið. Einnig hef- ur heilbrigðisráðherra í hyggju að setja skilyrði um nefnd sem hafi umsjón með aðgangi íslenskra vís- indamanna að gagnagrunninum og leggur ráðherra til að hún verði skipuð fulltrúum Háskóla íslands, heilbrigðisráðuneytis og e.t.v. fleiri aðilum. Til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf íslensk erfðagreining, sem hefur lýst áhuga sínum á að vinna gagna- grunninn og kosta gerð hans, er fyrirtæki sem hefur sýnt það með starfsemi sinni að það er líklegt til stórræða í framtíðinni. Umsvif fyr- irtækisins eru þegar orðin umtals- verð og er ekki séð fyrir endann á þeim en þau lofa góðu íyrir reyk- vískt atvinnulíf. Fyrirtækið veitir nú um 200 manns atvinnu og mun sá fjöldi starfsmanna líklega fara upp í um 600 ef frumvarpið verður samþykkt. A ársgrundvelli er hér um að ræða 600-700 milljónir í launagreiðslur en sú tala mun að öllum líkindum fara upp í um 2 milljarða verði frumvai-pið að lögum. Útsvar til Reykjavíkurborgar af þeirri upp- hæð eru rúmar tvö hundrað milljón- ir ef allir starfsmenn byggju í Reykjavík. Hagsmunir Reykjavíkurborgar og reyndar allra landsmanna sem liggja í því að fyrirtæki á borð við ÍE starfi í landinu eru því augljósir og ætti allur almenningur að geta glaðst yfír slíku frumkvæði í ís- lensku atvinnulífi. Ekki má heldur gleyma því að ólíkt mengandi stóriðjuframkvæmdum þá snýst starfsemi ÍE um að rannsaka og finna gen sem valda sjúkdómum og skilst mér að ekki sé ósennilegt að með þeirri tækni verði hægt í fram- tíðinni að bjarga íslenskum mannslífum, bæði með lækningum og fyrirbyggjandi aðgerðum. Með ofansagðar staðreyndir í huga er mér það illskiljanlegt að IÐNAÐARHURÐIR FEILIHUROIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELOVARNARHURÐIR ÍSVAL-ÖOHGA t rlr. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK SÍMI 58/ 8750 - FAX 587 8751 komið hafa fram aðilar sem hafa veist að framvarpi þessu af mikilli hörku og fundið því flest til foráttu. Gagnrýnin hefur aðallega komið úr röðum lækna og háskólamanna sem halda því fram annars vegar að gagnagrunnurinn sem verði í hönd- um fyrirtækisins og muni geyma persónuupplýsingar um Islendinga sé ekki öruggur þar og hins vegar að ekki sé eðlilegt að fyrirtækið hafi 12 ára einkaleyfi til að hagnast á honum. Ekki um persónuupplýsingar að ræða Eftir að hafa lesið frumvarpið á ég erfitt með að skilja ótta manna við að persónuleyndar verði ekki nægjanlega gætt. I 3. grein frum- varpsins er skýrt tekið fram að skil- yrði fyrir starfsleyfi til að höndla þessar upplýsingar séu m.a. „Að fyrir liggi tækni-, öryggis- og skipu- lagslýsing sem að mati tölvunefndar tryggir á fullnægjandi hátt: ...öryggi við söfnun og meðferð heilsufarsupplýsinga og annarra upplýsinga sem þar eru skráðar." Ennfremur segir: „upplýsingar sem safnað er til skráningar í gagna- granni á heilbrigðissviði séu íyrir skráningu í gagnagranninn af- tengdar persónugreindum eða per- sónugreinanlegum einstaklingum." Af þessu leiðir að þegar upplýsing- arnar eru komnar í gagnagrunninn era þær alls ekki lengur persónu- upplýsingar, og vísar framvarpið til skilgreiningar Evrópuráðsins á því hvað teljist persónuupplýsingar. Þar segir að einstaklingur skuli ekki teljast persónugreinanlegur ef verja þurfi verulegum tíma og mannafla til að persónugreining hans gæti átt sér stað. Þannig er það markleysa hjá þeim sem hafa haldið því fram að ríkisstjórnin sé að láta af hendi persónuupplýsingar um íslendinga til einkafyrirtækis þar sem hér er í reynd ekki um per- sónuupplýsingar að ræða. Skýrt er einnig tekið fram í frum- varpinu að gagnagranninn má ekki flytja úr landi og hann verði að vera í höndum íslensks lögaðila. Aukið öryggi persónu- upplýsinga ÍE starfar reyndar nú þegar með leyfi og undir ströngu eftirliti tölvu- nefndar sem hefur það hlutverk að fylgjast með því að lögum sé fylgt um meðferð þessara upplýsinga og sé ég ekki ástæðu til annars en að treysta opinberam aðilum á borð við tölvunefnd fyllilega til að sinna því eftirliti. Allt tal um að hægt sé að selja tryggingarfyrirtækjum upplýsingar tel ég heldur ósannfær- andi og bendi á að hafi þau áhuga á slíku hafa þau til þess mun betri aðstæður í gegnum hið opinbera heilbrigðiskerfi þar sem þegar era til persónugreindar skrár um krabbamein í einstaklingum, lyfja- skrár, þar sem kemur t.d. fram hverjir hafi notað geðlyf og lyf við kynsjúkdómum, skrór um hjart- veika svo og skrár SAA. Það kemur mér þannig einkennilega fyrir sjón- ir að á meðal þeirra sem hafa veist 099 U9S 'S ‘1l|9S ‘60AS8N/A unisjQAmfSi} cuunpi3 jnopjvj? rij. jnxnqniuop 3Nn-3i/\ins ■____________■ íslensk erfðagreining vinnur að rann- sóknum á sjúkdóma- valdandi genum, segir Þuríður I. Jónsdóttir, veitir hundruðum sérhæfðs fólks at- vinnu og skilar millj- örðum í þjóðarbúið. að framvarpinu era einstaklingar sem hafa sjálfir þessar skrár undir höndum. Að ofansögðu sýnist mér því að ef eitthvað er, þá muni þetta frumvarp einmitt auka eftirlit með upplýsingum frá því sem nú er. Ekki má gleyma að Islensk erfða- greining á allt sitt undir því að landsmenn treysti fyrirtækinu fyrir upplýsingunum, enda mun IE missa starfsleyfi sitt ef þar verður misbrestur á. Slík brot varða auk þess allt að þriggja ára fangelsi samkvæmt frumvarpinu (refsing yrði þyngd ef brotið varðaði einnig við önn- ur lög). Þetta tel ég gefa landsmönnum enn aukna vissu fyrir öryggi upplýsinganna. 12 ára einkaréttur sanngjörn krafa Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að ís- lensk erfðagreining standi undir kostnaði við að vinna gagnagrunninn að öllu leyti, en hér er um geysiháar fjár- hæðir að ræða, hlýtur það að vera sanngirnismál að ÍE fái einhverja umbun fyrir vikið sem ég tel ekki óeðlilegt að sé í formi einkaréttar til að hagnast á honum í 12 ár. Hafa verður í huga að mjög óljóst er hvort nokkur hagnaður verður af framkvæmdinni enda er hér um áhættufjárfestingu að ræða. Verði þetta frumvarp hins vegar ekki samþykkt eða það dregið á langinn þannig að erlendir fjárfest- ar missi hugsanlega áhugann, bend- ir ekkert til að gagnagrannur þessi komist á laggimar. Það tel ég stór- skaða fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi, framþróun vísindanna að ógleymdu því fjár- hagslega tjóni sem af því hlytist fyrir íslensku þjóðina. Andmælendur frum- varpsins hafa að mínu mati farið með órökstutt málþóf sem gefur að mínu mati til kynna að þeir hafa ekki gefið sér tíma til að lesa frum- varpið. Ekki er einnig ólíklegt að einhverjir þessara aðila sjái í hendi sér að starf þeirra muni hverfa í skuggann í samanburði við öflugt rannsóknarstarf IE, verði frumvarp þetta að lögum. Við Islendingar skulum líta fram á veginn og styðja framsækin verk- efni á borð við vinnslu þessa gagna- grunns en ekki keppast um að drepa hina fáu vaxtarbrodda sem spretta upp í íslensku atvinnulífi með óljósu nöldri aðila sem að mér virðist hafa ekki kynnt sér efni framvarpsins. Hægt er að nálgast framvarpið í gegnum Alþingi á Netinu og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á málinu til að lesa það þar áður en hlaupið er af stað í fjölmiðla. Höfundur er hrl. og skrifstofustjóri Neytendasamtakanna. „Töff tilboð frábær föt fyrir flotta krakka Við þökkum fyrir frábærar viðtökur við opnun stórverslunar okkar með því að halda áfram að bjóða frábær föt á góðu verði Vindjakkar 790 kr. Jogginggallar 2.490 kr. Joggingbuxur 990 kr. Spice Girls bolir 690 kr. T. bolir 790 kr. Smekkbuxur 1.990 kr. barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni Kl 13-lí Sendumí póstkröfu sími: 581 4565 Þuríður I. Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.