Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Heildstæð Qöl- skyldustefna Á RÁÐSTEFNU um málefni fjölskyldunnar í síðustu viku kynnti ASÍ stefnu sambandsins í jafnréttis- og fjölskyldumálum. Stefnan hefur vakið athygli og fel- ur í sér hugmyndir um heildstætt réttindakerfí foreldra á vinnu- markaði. Þessu framtaki ASI ber að fagna. Jafnframt er mikilvægt að umræðan haldi áfram, þannig að þær hugmyndir sem fram hafa komið nái sem mestum þroska. Við þurfum að kynna okkur reynslu annarra þjóða, tileinka okkur það sem vel hefur tekist, en einnig að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margt bendir til þess að málefni fjölskyldunnar verði efst á baugi í næstu kjarasamningum. Þannig hefur kjarabaráttan í nágranna- löndunum að stórum hluta snúist um fjölskyldutengd málefni á und- anförnum árum. Bregðast þarf við nýrri tækni, framþróun atvinnulífs- ins og breyttum vinnuaðstæðum. Mörg börn eru afskipt og kalla á fleiri samverustundir með foreldr- um. Jöfn staða kynjanna hvað varðar atvinnu og heimili á enn langt í land. Allt þetta kallar á heildstæða endurskoðun á rétt- indakerfi foreldra á vinnumarkaði, auk þess sem nauðsynlegt er að einfalda kerfið og samræma regl- ur. Dæmi um óánægju með stöðu mála, ekki síst ungra foreldra, er ágæt grein sem birtist hér í Morg- unblaðinu laugardaginn 16. maí sl. undir yfirskriftinni: „Opið bréf til Geirs H. Haarde fjármál- aráðherra". Höfundurinn er Egill Ólafsson, blaðamaður, og lýsir hann á gamansaman hátt því mótlæti sem mætir nýbökuðum tveggja barna fóður. Undirtónninn er á hinn bóginn alvarlegur og ætlað að vekja mig og aðra til um- hugsunar um málefni fjölskyldunn- ar. Um leið og ég þakka honum greinina vil ég í stuttu máli koma inn á nokkur þau atriði sem hann nefnir, en sum þeirra voru einnig til umfjöllunar á framangi-eindri ráðstefnu ASI. Fjölskyldugreiðslur Fjölskyldugreiðslum Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík er ætlað að tryggja jafnstöðu foreldra hvað varðar ún-æði í umönnun ungra bama. Þeim er jafnframt ætlað að auka valfrelsi foreldra þannig að þeir geti staðið að um- önnun og uppeldi bama sinna eins og best hentar, bæði þeim og börn- unum. Til að gæta samræmis verða þessar greiðslur að vera skatt- skyldar hjá móttakandanum með sambærilegum hætti og laun þeirra sem hafa atvinnu af barnaumönnun. Vilji foreldrar á hinn bóginn nýta framlagið til að borga öðrum laun fyrir umönnun bama sinna þarf auðvitað að ganga þannig frá málum að ekki verði um tvísköttun að ræða. Barnabætur í tengslum við kjarasamninga fyrir rúmu ári var barnabótakerf- inu breytt og tóku breytingarnar gildi í upphafi þessa árs. Almennu barnabætumar og tekjutengdi bamabótaaukinn vom sameinuð í eitt tekjutengt bamabótakerfi. Þetta þýðir að bætur þeirra sem hafa háar tekjur lækka eða falla niður, en bætur til tekjulágra ein- staklinga hækka. Ekki er áætlað að breytingin hafi áhrif á útgjöld ríkissjóðs, en í fjárlögum 1998 eru þau áætluð 4.500 m.kr. Hið nýja bamabótakerfí var liður í þeiiri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka tekjuskattshlutfallið um 4%, en síðasti áfangi þeirrar lækkunar (1%) er fyrirhugaður 1. janúar á næsta ári. Þannig haldast þessar breytingai- í hendur og tryggja fjölskyldum aukið ráðstöfunarfé, bæði þeim sem eru með háar og lágar tekjur. Feðraorlof í september á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að veita feðmm í starfi hjá ríkinu rétt til launa í Allt þetta kallar á heildstæða endur- skoðun á réttindakerfí foreldra á vinnu- markaði, auk þess sem nauðsynlegt er að ein- falda kerfíð og sam- ræma reglur, segir Geir Hilmar Haarde í svari sínu til Egils Olafssonar blaða- manns. tveggja vikna fæðingarorlofi. Rétt- urinn er óháður því hvort feðumir eru í stéttarfélagi opinberra starfs- manna eða í félagi sem tilheyrir al- menna vinnumarkaðnum. Þeir eiga rétt á dagvinnulaunum í tvær vikur án skerðingar, en auk þess nýtur faðir launa sem nema helmingi af meðalyfirvinnu og vaktaálagi. Leyfið hefur engin áhrif á rétt móður til greiðslna í fæðingaror- lofi. í kjölfar þessa samþykkti Reykjavík- urborg sambærilegar reglur. I desember samþykkti Alþingi síð- an frumvarp heil- brigðisráðherra um sjálfstæðan rétt feðra á almenna vinnu- markaðnum til tveggja vikna fæðing- arorlofs og hlutfalls- lega sömu greiðslna og til mæðra sem fá fæðingarorlofsgreiðsl- ur frá Trygginga- stofnun ríkisins. Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs af þessari réttarbót verði um 100 mkr. á ári. Ríkisstjórnin hefur þannig tekið ákveðin skref sem mikilvægt er að fylgja eftir. Fæðingarorlof Sérstakt feðraorlof er hluti af stærra máli sem eru réttindi mæðra, feðra og foreldra sameigin- lega til fæðingarorlofs. Hér er mik- ið verk óunnið hvað varðar einföld- un og samræmingu um leið og stefna ber að lengingu orlofsins og gi-eiðslum til allra, bæði karla og kvenna, í samræmi við laun. Þetta kostar á hinn bóginn mikið fé og þýðir óhjákvæmilega auknar álög- ur á atvinnulífið. Ýmislegt má gera til að draga úr kostnaði og því brýnt að aðilar vinnumarkaðarins nýti vel tímann fram að næstu kjarasamningum í þeim tilgangi að lágmarka hann. Æskilegast væri að komast hjá skattahækkunum og að það væru fyrst og fremst aðilar sjálfir sem stæðu undir kostnaðinum án beinn- ar þátttöku ríkisins. Án efa má mæta kostnaði at- vinnulífsins vegna óhagræðis við afleysingar eða fjarvistir starfs- manna vegna töku fæðingarorlofs að verulegu leyti með endurskipu- lagningu og auknum sveigjanleika t.d. hvað varðar vinnutíma og starfssvið einstakra starfsmanna. Launþegar verða að leggja sitt af mörkum og sýna það í verki með minni kröfum um launahækkanir. Og kanna ber þann möguleika að fela tryggingafélögum að ábyrgjast gi-eiðslur til launamanns í fæðing- arorlofi gegn samningi um iðgjaldagreiðslu á tilteknu tímabili starfsævinnar. Með sambærilegum hætti og í lífeyrissjóðakerf- inu gæti hluti af iðgjaldinu farið til samtryggingar og hluti þess verið í formi séreignar. Sveigjanlegur vinnumarkaður Heildstæð fjölskyldustefna hefur að markmiði að tryggja fólki aukna möguleika og sveigjanleika til að sinna þörfum fjölskyldunnar með því að hverfa tímabundið frá vinnu. Tilefnið getur verið af margvísleg- um toga, t.d. fæðing eða veikindi í fjölskyldunni, vilji til að sinna ungu barni eða öldruðu foreldri, þörf fyrir sumarfrí eða endurnýjaða starfsorku í formi endurmenntun- ar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Til að þessi stefna nái fram að ganga þarf að vinna bug á hefðbundnum viðhorfum til vinnunnar, m.a. þvi að starfsævi hvers manns eigi að spanna tiltekið aldursbil. Ég tek með öðrum orðum undir þau viðhorf foi’vera míns í starfi að tryggja þurfi rétt einstaklingsins til sveigjanlegra starfsloka. Jafn- framt er ég þeirrar skoðunar að or- lofsmálin verði að skoða í víðu sam- hengi og athuga vel þann mögu- leika að tvinna saman orlofsrétt- indi sem fram til þessa hafa verið hólfuð niður m.t.t. endunnenntun- ar, fæðinga, veikinda og nauðsyn- legrar hvíldar eða tilbreytingar og svo framvegis. íslenski vinnumarkaðurinn þarf að geta þróast og staðist kröfur framtíðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að skapa fjölskyld- unni betri skilyrði. Þegar upp er staðið fer góður árangur í starfi saman við gott fjölskyldulíf. Höfundur er fjnrmnlaráðherra. Geir Hilmar Haarde Fjaðrafok í friðlandi AÐ UNDANFORNU hefur mik- il umræða blossað upp um refi og minka í friðlandinu á Homströnd- um. Því miður hefur þessi umræða verið mikið á tilfinningalegum nót- um og þær litlu rannsóknarniður- stöður sem til eru verið teygðar og togaðar eftir því hvað hverjum hef- ur hentað hverju sinni. Má segja að þar hafi ein fjöður orðið að nokkrum fuglabjörgum á stundum. Veiðistjóri vill því koma hér á fram- færi nokkrum staðreyndum í mál- inu. 1. Refa- og minkaveiði var stunduð í friðlandinu fram til ársins 1995. I greinargerð sem fylgir með þingsályktunartillögunni segir orðrétt: ,Árið 1985 var ákveðið að friðlýsa svæðið norðvestan Skorar- heiðar í N-ísafjarðarsýslu. Þar með voru veiðar á ref og mink bannaðar á svæðinu." Þetta er alrangt. Þess- ar veiðar voru stundaðar allt til árs- ins 1995. Eftirfarandi eru veiðitölur fyrir þessi ár. Ár Refir Minkar 1982 83 8 1983 87 17 1984 141 11 1985 112 7 1986 118 12 1987 63 9 1988 78 21 1989 26 16 1990 64 11 1991 185 18 1992 118 20 1993 126 15 1994 142 29 Þrátt fyrir mikla veiði á áninum ‘91-’94 fækkaði refum lítið í friðlandinu. Árin 1989 og 1990 er lægð í veiðum, en bæði þessi ár geta veiðimenn um óvenjumikil snjóalög. Minkaveiðin er lítil og gæti stafað af tvennu: 1) Minkar þrífast illa í friðlandinu. 2) Lítil áhersla lögð á að veiða minka. Það er líka mjög óábyrgt að setja ref og mink undir sama hatt hvað tjón varðar. Að áliti veiðistjóra er minkurinn mun meiri skaðvaldur, enda aðflutt tegund og full ástæða til að halda stofnstærð hans eins langt niðri og kostur er. 2. Hafa refir merktir í friðland- inu veiðst utan þess? Sú þjóðsaga að yrðlingar merktir í friðlandinu hafi veiðst utan þess er mjög lífseig, svo lífseig að sjálft Búnaðar- samband Vestfjarða tekur hana trúanlega svo vitnað sé í skrif þeirra í Vestra 2. apríl sl.: „... og samkvæmt okkar heimildum hafa þessir refir veiðst utan Vestfjarða- kjálkans.“ Hæstvirtir þingmenn Vestfjarða virðast því miður ekki hafa kynnt sér staðreyndir því í þingsályktun- artillögunni segir: „Hjarðir minka og refa streyma suður Strandir og inn í Djúp...“ Veiðistjóraembættinu barst aldrei fyrirspurn varðandi þessi mál hvorki frá Búnaðarsambandi Vestfjarða né þingmönnum Vest- fjarða. Hins vegar barst okkur fyr- irspurn frá ísafjarðarbæ og fleiri aðilum sem síðan gátu grundvallað afstöðu sína á eftirfarandi stað- reyndum: Á árunum 1980-1983 stóð dr. Páll Hersteinsson, fyrrverandi (þáverandi) veiðistjóri og núverandi prófessor í spendýrum við HI, fyrir merkingum á yrðlingum og voru 33 yrðlingar merktir á Vestfjarða- kjálka. Steggirnir ferðuðust að meðaltali 24 km (lengst 59 km) en læðurnar 20 km (lengst 39 km). Af þessum 33 yrðlingum voni 10 merktir inni í friðlandinu á Horn- ströndum og ferðuðust þeir sem endurheimtust að meðaltali 9 km (lengst 25 km) innan friðlandsins. Yrðlingar sem voru merktir í friðlandinu veiddust því ekki utan þess. Refir sem Páll Hersteinsson merkti í Ófeigsfirði á sínum tíma Málflutningur þeirra sem berjast fyrir veið- um í friðlandinu, segir Aki Armann Jdnsson, einkennist á þessari stundu af upphrópun- um og gífuryrðum. ferðuðust einnig mjög lítið eða 25 km. Indriði Aðalsteinsson á Skjald- fönn segir það staðfesta að refir séu ekki átthagabundnir. Misjafnt er hvaða skilningmenn leggja í hug- takið „átthagabundin dýr“ en spendýr sem aðeins ferðast fáeina tugi km á lífsleiðinni teljast að mínu mati heldur átthagabundin en hitt. Hvort breyting hafi orðið á fari refa við friðun skal ósagt látið því engar rannsóknir liggja því til grundvall- ar en í byrjun júní mun Páll Her- steinsson á ný merkja refi í friðlandinu og fylgjast með ferðum þeirra. Nú kann einhver að mis- skilja ofangreind skrif og halda að veiðistjóri sé þeirrar skoðunar að refir fari alls ekki út úr friðlandinu. Svo er ekki heldur er ég að vekja á því athygli að rannsóknir fyrir friðun benda til þess að svo sé en rannsóknir eftir friðun skorti. Skyn- samlegra er að treysta þekkingargi’unn okkar áður en veiðar hefjast því annars er t.d. ekki hægt að meta árangur veiða. Vistfræði hefur margar hliðar og er rétt að benda á að dýrin gætu allt eins leitað inn á friðlandið til þess að fá að vera í friði. 3. Hefur fuglalífi hrakað í friðlandinu á Hornströndum? Hér skortir báglega rannsóknarniður- stöður. Þegar friðlandið var stofnað lagði þáverandi veiðistjóri, Páll Hersteinsson, á það ríka áherslu að tækifærið yrði notað til þess að rannsaka áhrif friðunar á minka- og refastofna og síðan áhrif þeirra á fuglalíf. Fjárveitingavaldið sá ekki ástæðu til þess að veita fé í verk- efnið og því datt það upp fyrir. Ég er sammála Indriða í því að á þeim tíma gekk okkur einstakt tækifæri úr greipum. Þannig stöndum við í dag á veikum þekkingargi-unni og umræðan mótast af því. Indriði segir í sinni grein 3. maí; „Friðlandið er sérstakt að þvi leyti að þar er óþijótandi fæðu að hafa sem er egg og fugl í björgunum, vor og sumar. Sá takmarkandi þáttur í viðkomu, sem fæðuöflunin er, stendur því varla í vegi fyrir gegnd- arlausri fjölgun...“ Pétur í Öfeigs- firði segir í grein í Bæjarins Besta 16. apríl: „Einnig er mér sagt að bjargbrúnin sé sem sviðið land, allstaðar þar sem rebbi kemst er allt varp eyðilagt." Hér ber nokkuð í milli í mikilvægri röksemd því eins og Indriði bendir réttilega á þá verður refurinn að hafa nóg að éta til þess að geta komið upp stórum yrðlingahópum. Hér vantar klárlega óháðan aðila á borð við N áttúrufræðistofnun til þess að komast að hinu sanna í málinu. Úlfur, tílfur!! Málflutningur þeirra sem berjast fyrir veiðum í friðlandinu einkennist á þessari stundu af upphrópunum og gífuryrðum. Verst þykir mér að þingmenn á hinu háa Álþingi skuli ekki hafa leitað sér betri upplýsinga áður en þeir rjúka til og leggja fram jafnilla ígrundaða tillögu. Slík vinnubrögð eru mikill álitshnekkii’ fyrir þá merku stofnun. Að öllu samanlögðu er ljóst að stórefla verður rannsóknir á áhrif- um friðunar refa og minka á annað dýralíf. Einungis þannig er unnt að komast að því hvernig meint fjölg- un þessara dýrategunda er orðin að vandamáli í sveitum vestra. Ég legg því til að niðurlagi þingsálykt- unartillögunnar verði breytt á eftir- farandi hátt. „Hér ber allt að einu. Öll rök hníga að þvi að rannsóknir á áhrif- um friðunar minka og refa á Horn- ströndum verði stórefldar svo hægt sé að komast að því hvort meint fjölgun þessara dýrategunda sé orðin að alvarlegu vandamáli.“ Höfundur er líffræðingur og setlur veiðistjóri til l.júnf. Áki Árniann Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.