Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 KOSNINGAR ‘98 MORGUNBLAÐIÐ Rauður eða blár EIN helsta ástæða lýðræðisjafnaðar- fl.anna til samfylkingar með öðrum félags- hyggju- og vinstri mönnum er hin einhliða og sterka áróðursstaða Sjálfstæðisflokksins sem ræður í raun beint eða óbeint öllum helstu fjölmiðlum landsins. Umræðan um Hafn- arfjörð og síðan Kópa- vog og Reykjavík hefur orðið til að sýna mörg- um enn fram á hversu Jftaðir fjölmiðlar eru af því hvar hagsmunir Sjálfstæðisflokksins liggja. Sveitarfélög og stjórnendur þeirra eru fegruð eða svert eftir því hvort sjálfstæðismenn ráða þeim eða ekki. Þegar samtímis veikri fjölmiðlastöðu jafnaðarmanna verð- ur sífellt óskýrari annar megin- klofningsás íslenskra stjómmála sem eru utanríkismálin og afstaðan til Sovétríkjanna sálugu, þá er ekki lengur nein forsenda fyrir jafnaðar- og félagshyggjumenn að starfa í mörgum flokkum. Sameiginlegir hagsmunir þeirra liggja í því að snúa bökum saman til vamar og *ýalda í það sem áunnist hefur. Kópavogur, Hafnarfjörður Kópavogi er nú lýst sem skattap- aradís og skínandi leiðarljósi þó skattar og gjöld á mann séu þar hæst á höfuðborgarsvæðinu. Hamrað er á skuldum Hafnfírðinga þó Kópavogsbúar skuldi mest allra stærri sveitarfélaga á íbúa. Kópavogur var eitt sinn fyrir- mynd og var þá kallaður „félags- málabærinn" því Kópavogur hafði ^grystu um þjónustu við íbúa sína. f dag er svo komið að samkvæmt töl- um bæjarskrifstofanna og skýrslum sem t.d. fyrirtækið Nýsi hf. hefur gert fyrir bæjarstjóm stendur Kópavogur langt að baki t.d. Hafn- fírðingum um þjónustu við bæjar- búa. Hafnfírðingar leggja þrefalt meira til æskulýðs- og tóm- stundamála en Kópa- vogsbúar, 50% meira til íþróttamála og hafa yfir að ráða tvöfalt fleiri vistunarrýmum fyrir aldraða en Kópa- vogur. Hafnfírðingar hafa þegar byggt sitt glæsilega hús undir tónlistarskóla án þess mikið væri úr því gert, engu minna hús en tónskálinn sem nú rís í Kópavogi. Að slepptum byggingarkostnaði verja síðan Hafn- firðingar þrefalt hærri fjárhæð til lista og menningar en bæjaryf- irvöld í Kópavogi þó svo það séu þau blóm sem Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi helst vill ski-eyta sig með þessa dagana. Svikin loforð Fyrir tveimur og hálfu ári lét bæjarstjórinn í Kópavogi leita að óskráðum íbúum sem hann taldi að hlytu að vera í bænum þar sem ekki hafði fjölgað neitt að ráði þrátt fyrir gríðarlegt lóðaframboð, uppgröft og jarðvegsflutninga í sex ár. -Hann fann þá ekki. Þegar þeir svo birtust, vonum seinna, er látið sem það hafí komið bæjaryfírvöldum í opna skjöldu. -Og að það skýri hvers vegna sjálfstæðismenn hafí brugðist endurteknum loforðum sínum um að greiða niður skuldirnar. Staðreyndin er hins vegar sú að í málgagni sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar, þ.e. í Vogum, 7. tbl., maí 1994, er ekki aðeins gert ráð fýrir enn hraðari uppbyggingu en varð heldur er þar langur lof- orðalisti yfir dýrar framkvæmdir sem allar hafa verið sviknar. Má þar nefna fjölskylduland í Fossvogsdal, almennt samkomusvæði vestan Digraneskirkju, lystigarð í Kópa- vogsdal, unglingafargjöld í AV- vagna, félagsmiðstöðvar fyrir ung- linga, gönguleið niður Kópavogsdal, fyrir Kársnes og upp Fossvogsdal yrði lokið, Lindaskóli byggður, skólalóðir frágengnar, og bættar Sameining jafnaðar- manna er brýn, segir Helgi Jóhann Hauks- son, og hvetur til stuðnings við sameigin- leg framboð þeirra. samgöngur við Vatnsenda svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Allt var það svikið nema að bjóða lóðir. Þó lofuðu þeir líka að greiða niður skuldir. Það sviku þeir þó auðvitað líka og tvöfólduðu þær í staðinn. - Hversu mikið hefðu skuldimar þá aukist ef sjálfstæðismenn hefðu staðið við svo sem hálfan loforðalistann? Þrátt fyrir þetta fá þeir að spila sig upp í fjölmiðlum sem skínandi leiðarljós og kalla nýja íbúa bæjar- ins „flóttamenn" úr Reykjavík og Hafnarfírði sem nú muni greiða nið- ur skuldir okkar hinna. En er raun- in sú að þau sveitarfélög sem byggj- ast hraðast „græði“ mest, og þau hægvöxnu eins og Seltjarnarnes, Garðabær og Bessastaðahreppur séu þyngst í rekstri? - Reyndar þvert á móti. Kópavogur á tilvist sína að þakka nálægðinni við höfuð- borgina, staðsetningin er auðlegð bæjarins. En landið fer ekkert, aðeins skipulagsmistök geta eyðilagt það. Mest hætta er á slík- um mistökum þegar stórar sveiflur eru í vexti bæjarins. Nóg er af slík- um mistökum í Kópavogi í dag. Nægir að benda aðkomufólki á að taka eftir nýbyggða háhýsinu gegnt Elko sem er svo fast við veginn að hljóðmönin, sem þar er á milli, ligg- ur utan í veggjum hússins. Með réttu ættu allar þessar hlið- ar málsins að hafa verið í um- ræðunni líka en ekki aðeins Pótem- kíntjöldin hans Gunnars. Það að svo er ekki sýnir okkur hversu samein- ing jafnaðarmanna er brýn, til varn- ar og sóknar, þrátt fyrir drengilega frammistöðu Morgunblaðsins t.d. með birtingu þessarar greinar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Helgi Jóhann Hauksson Fleiri valkostir fyrir nútímafj ölsky ldu MARGIR leggja hugmyndir sín- •ar á vogarskálamar í yfirstandandi kosningabaráttu, þar á meðal leikskólastýran Unnur Jónsdóttir með grein sinni í Morgunblaðinu 21. maí sl. undir yfirskriftinni „Ofurkonan aftur inn á heimiliö". í grein Unnar kem- ur mjög skýrt fram hin hvimleiða en því miður vaxandi ofurtrú á sér- fræðinga í öllu því er snýr að uppeldismál- um. Gott og vel, þetta er hennar skoðun og sýn á þörf nútímafjöl- skyldu. ' En það er áreiðan- lega stór hópur fólks sem fagnar þessari nýju og fersku hug- mynd í uppeldismálum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt fram. Ég undrast þá staðhæfingu sem kemur fram í grein Unnar að heimastarfandi foreldrar geti lagt það eitt til uppeldis barna sinna, eins og hún segir orðrétt: „að setja þau fyrir framan sjónvarpið til að fá stundarfrið". Fyrir þá sem hafa alið tóim sín upp án hjálpar sérfræðinga nljómar þetta sem algjör van- virðing. Af þessum skrifum mætti ætla að heimavinnandi foreldrar væm van- hæfir til að sjá um uppeldi bama sinna og eina svarið sé að setja þau inn á uppeldisstofnun frá hálfs árs aldri að skólagöngu. Þykir mér þetta uggvænleg hugmyndafræði. Við sem eigum böm vitum að það er vel hægt að sinna heimilisstörfum og hlúa að börnunum okkar um leið bæði í leik og starfí og í flestum tilvikum engir betur t:l þess fallnir en foreldrarnir. Lengi býr að íyrstu gerð, gleym- um því ekki! Það er tvennt ólíkt að stunda bamauppeldi sem at- vinnu eða sem foreldri. Unnur segir þetta stefnumál D-listans „börnum landsins fjandsamlegt“, þar sem hún kemur inn á auglýstan sparnað vegna leikskólagjald- anna. Unnur sýnir mikinn hroka og þröngsýni gagnvart heimavinnandi foreldr- um. Auðvitað kostar að ala upp bam í heimahúsum, en telur Unnur virkilega að fjölskyldan komist hjá slíkum útgjöldum jafnvel þó barnið dveljist á leikskóla allan daginn? Það er eins og Unnur haldi að upp- eldi bamsins ljúki eftir að leikskóla- degi lýkur. Unnur talar um réttindi foreldra, en hvað með réttindi bamsins sem einstaklings? Böm em ekki öll mót- uð í sama form. Sum börn beinlínis líða fyrir að vera á leikskóla og sakna sárt þess öryggis og ástar sem umhyggjusamir foreldrar geta einir veitt! Böm em manneskjur, engir tveir em eins og það ættum við að hafa í huga þegar umbætur í Af þessum skrifum mætti ætla að heima- vinnandi foreldrar væru vanhæfír til að sjá um uppeldi barna sinna. Ingigerður Jóns- dóttir gagnrýnir grein Unnar Jónsdóttur. málefnum barna þessa þjóðfélags eru til umræðu! En fjölskyldan er og verður horn- steinn samfélagsins, að henni eigum við að hlúa. Kröfurnar hafa breyst í tímans rás, konur mennta sig til jafns við karla og er það vel, en þarfir barnanna era þær sömu, þess vegna er það tímanna tákn en ekki tímaskekkja, að okkur gefist kostur á að velja það sem við teljum að sé börnunum okkar fyrir bestu, sem sagt fleiri möguleika en verið hafa fram til þessa. Leikskólar halda áfram að gegna mikilvægu uppeldishlutverki í ís- lensku þjóðfélagi. Valkosturinn að geta sinnt barninu sínu heima á launum til jafns við þá sem vilja hafa börnin sín á leikskóla er löngu tímabær, og fagna ég því að D-list- inn ætli að koma fjölskyldugreiðsl- um í framkvæmd, nái hann meiri- hluta í Reykjavík. Höfundur er skrifstofumaður og fjögurra bama móðir. Ingigerður Jónsdóttir Frumkvæði að öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi Á Seltjarnarnesi er nú rekið kraftmikið æskulýðs- og íþrótta- starf. Félagsmiðstöðin Selið er vinsæll sam- verustaður unglinga í grunnskóla og fram- haldsskóla þar sem markvisst og gott starf er haft að leiðarljósi. Á Seltjarnarnesi er unnið kröftugt for- varnastarf. Þessu starfi er stýrt af þriggja manna framkvæmda- nefnd ásamt fjölmörg- um öðmm sam- starfsaðilum og síðast en ekki síst foreldrum sem meðal annars hafa tekið þátt í foreldrarölti um helgar. I íþróttamiðstöð Seltjarnarness fer fram margs konar íþróttastarf. Má þar nefna sundæfmgar, sundleik- fími, frjálsar íþróttir, ballett, yoga, frúarleikfimi, leikfimi aldraðra, leik- fími fatlaðra og skokk og göngu- hópa. Innan íþróttafélagsins Gróttu era þrjár deildir starfandi. Hand- knattleiks-, fímleika- og knatt- spyrnudeild. Gróskumikið barna- og unglingastarf fer fram í öllum deildum. íþróttaskóli fyrir 4-6 ára er mjög vinsæll af yngstu iðkendunum og í vetur var starfræktur íþróttaskóli i fyrsta skipti fyrir börn 7-10 ára. Markmið skólans er meðal annars fagleg kynning á sem flestum íþróttagreinum. Sam- eiginleg lið Gróttu-KR í meistaraflokki karla og kvenna leika í fyrstu deild næsta vetur og er óhætt að fullyrða að aðstaða til handknatt- leiksiðkunar á Sel- tjarnarnesi er með besta móti. Fimleikadeild á stúlkur í landsliði íslands og horft er björt- um augum til framtíðar með glæsi- legri fimleikaaðstöðu við íþrótta- miðstöðina sem verður fullbúin á næsta ári ásamt félagsaðstöðu Gróttu sem verður mikil lyftistöng fyrir allt félagsstarf innan félagsins. I knattspymudeild er barna- og unglingastarf blómlegt eins og áður sagði. Þar er einnig starfræktur Petrea I. Jónsdóttir Flokkurinn tilbeðinn EINS og öllum ís- lendingum er kunnugt þá er mikil spilling í röðum stjórnmála- manna. Þetta er ekkert nýtt og þjóðin veit að svona hefur þetta alltaf verið þótt nú síðasta misserið hafí spillingin opinberast betur en nokkm sinni fyrr. Margir þeir sem beðnir hafa verið að gefa kost á sér á framboðslista stjórnmálaflokka í ár- anna rás hafa hafnað því þrátt fyrir vilja og löngun til að láta gott af sér leiða á stjórnmála- sviðinu fyrir land sitt og þjóð. Þeir óttuðust og það ekki að ástæðulausu að með því að taka sæti á framboðs- lista hefðu þeir þurft að setja sig undir spillingaranda flokksins. Allir stjórnmálaflokkamir, sem nú ráða þingsætum Alþingis, eru einskonar skrímsli sem heimta til- beiðslu. Oft eru skrímsli þessi nefnd flokksvélar og flokksmenn óttast þær bæði og elska og sýna þeim takmarkalausa hlýðni. Sverrir Her- Allir stjórnmálaflokk- arnir, sem nú ráða þingsætum Alþingis, eru að mati Guðmund- ar Arnar Ragnarsson- ar einskonar skrímsli sem heimta tilbeiðslu. mannsson sem fyrrum var einn „vélstjóra" Sjálfstæðisflokksins hef- ur að undanfomu, jafnvel dag eftir dag á síðum Morgunblaðsins, verið að lýsa vélabrögðum þessara flokksvéla. Hann var bundinn Sjálf- stæðisflokksskrímslinu, en er nú laus og ekki þræll þess lengur. í stað hinnar óttablöndnu virðingar og elsku er nú komið hatur sem gef- ur honum kjark til að snúast gegn skrímslinu með því að hrópa á þök- um uppi það sem talað hefur verið og gert í skúmaskotum. Ekki er það allt fallegt. Þarf þetta að vera svona? Margir svara þessari spurningu á þessa leið: „Það er eins og pólítíkin sé af hinum illa og allir sem í hana fara verða spill- ingunni að bráð.“ Mik- ið er til í þessu. Jesús átti samtal við djöfulinn, í svokallaðri freistingarsögu, þar sem satan segir Jesú að sér séu fengin í hendur öll ríki verald- ar (pólítískt) og ef hann falli fram og til- biðji sig skuli þetta allt verða hans. Jesús mótmælir því ekki að djöfullinn ráði ríkjum þessa heims (íslenska ríkið er þá með talið). En svar Jesú var: „Drottin Guð þinn skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum.“ Hann segir á öðrum stað: „Höfðingi þessa heims kemur. í mér á hann ekki neitt.“ Menn falla sannarlega fram og tilbiðja djöfulinn þegar þeir gefa sig á vald ríkjandi stjómmálaflokkum þessa lands. Og að nokkru leyti stendur satan við sitt. Hann (í formi flokksskrímslisins) stendur við fyr- irheit sín. Menn þurfa að vísu að fara í biðröðina eftir embættum og fyrirgreiðslu en vei þeim sem gæta þess ekki að óttast hann og elska í hlýðni og undirgefni. Hvernig ætli framtíð Sverris verði? Fær hann tækifæri til að gera iðrun og yfirbót? Ég held að skrímslið sýni enga vægð úr þessu. En til er annar Guð sem er náðugur og miskunnsamur og tekur að sér hvern þann sem leitar hans af öllu hjarta. Ritningin segir okkur að einn daginn verði Jesús orðinn Konung- ur konunganna á jörðu (pólitískt). Þetta sýnir okkur að stjórnmál er hægt að stunda í tilbeiðslu á Drottin Jesú Krist. Byggjum þess vegna upp frá grunni öflugan kristilegan stjórnmálaflokk. Fullkominn sigur vinnist ekki fyrr en Jesús kemur sjálfur til jarðarinnar með mætti og mikilli dýrð og sest í hásæti sitt. Höfundur er prestur. Guðmundur Örn Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.