Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 77
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 77
KEPPENDUR í flokki barna 12 ára og yngri. Frá vinstri: Sandra
Espesen, Sigurður R. Arnarson, Signý Jóna Vigfúsdóttir, Vigfús Krist-
jánsson, Sigrún Anna Knútsdóttir og Benedikt Þór Ásgeirsson.
Gott gengi í alþjóð-
legri danskeppni
ALÞJÓÐLEG danskeppni var
haldin fyrir skömmu í Fleetwood
á Englandi. Nokkur íslensk pör
sem lokið höfðu keppni í Black-
pool skelltu sér til Fleetwood og
kepptu þar við danspör í flokki
þeirra sterkustu í heimi í flokki
unglinga og barna.
I fyrsta sæti í suður-amerísk-
um dönsum í flokki unglinga
12-15 ára urðu þau Snorri Engil-
bertsson og Doris Ósk Guðjóns-
dóttir sem einnig urðu í 2. sæti í
standard-dönsunum. Öðrum ís-
lenskum pörum í flokki unglinga
gekk einnig mjög vel og fengu
flest með sér verðlaun heim.
Einnig kepptu unglingar í tveim-
ur dönsum og unnu þau Snorri
og Doris rúmbu- og sömbu-
keppnina.
Þrjú íslensk danspör kepptu í
hópi barna 12 ára og yngri, þau
Sandra Espesen og Sigurður R.
Arnarson, Signý Jóna
Tryggvadóttir og Vigfús Krist-
jánsson og Sigrún Anna Knúts-
dóttir og Benedikt Þór Ásgeirs-
son. Pörin kepptu bæði í suður-
amerískum dönsum og standard-
dönsum allt frá eins dans keppni
upp í fjögurra dansa keppni í
ÞAU Doris Ósk Guðjónsdóttir
og Snorri Engilbertsson urðu í
1. sæti í suður-amerískum döns-
um í flokki unglinga 12-15 ára.
báðum greinum. Þeim gekk öll-
um nvjög vel og lentu í úrslitum í
báðum greinum.
Sjö alþjóðlegir dómarar
dæmdu keppnina, þar af einn ís-
lenskur danskennari, Níels Ein-
arsson.
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra var viðstödd opnun nýju
heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ.
Mannrækt í Mosfellsbæ
HEILSUGÆSLA Mosfellsbæjar
var flutt frá Reykjalundi í nýtt
húsnæði í Kjarnanum á uppstigning-
ardag. Að því tilefni var efnt til
hátíðardagskrár í bænum undir yfir-
skriftinni Mannrækt í Mosfellsbæ.
Að sögn Elísabetar Gísladóttur,
framkvæmdastjóra Heilsugæslu
Mosfellsumdæmis, var ákveðið að
nýta þetta tækifæri til að þjappa
fólki bæjarins saman við skemmtun,
fræðslu og leik og stefnt að því við
skipulagningu dagsins að hann
höfðaði til allra fjölskyldumeðlima.
Dagskrá hátíðarinnar hófst með
kyndilhlaupi frá Reykjalundi að
Kjarnanum og átti það að sýna tákn-
rænan flutning heilsugæslustöðvar-
innar. Nýja stöðin var síðan form-
lega opnuð við hátíðlega athöfn þar
sem Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra afhenti Björgvini
Njáli Ingólfssyni, formanni stjórnar
heilsugæslunnar, lykla hennar og sr.
Jón Þorsteinsson vígði nýja
húsnæðið.
Að athöfninni lokinni voru fyrir-
tæki og stofnanir í Kjarnanum opin
almenningi. Þá var boðið upp á ýmis
skemmtiatriði í bænum auk þess
sem íþróttafélagið stóð fyrir íþrótta-
hátíð á Varmá þar sem sveitarstjórn-
arframbjóðendum var m.a. boðið að
takast á í raunverulegum átökum.
Starfsfólk sýslumannsins á Akranesi
Yilja fund um fyrirætlanir
ráðuneytisins
STARFSFÓLK sýslumannsins á
Akranesi hefur ritað dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu bréf og
óskað eftir fundi með fulltrúum
ráðuneytisins, starfsfólki embættis-
ins og framkvæmdastjóra Starfs-
mannafélags ríkisins til að kynna
fyrirætlanir ráðuneytisins varðandi
starfsemi embættisins.
I bréfi fulltráa starfsmanna til
ráðuneytisins segir að i tilefni þess
sem fram hafi komið hjá ráðuneyt-
inu um fjárhagsvanda fyrirtækisins
sé farið fram á að fundinum verði
tafarlaust komið á. Síðan segir:
„Eins og kunnugt er, þá eru launa-
gjöld langviðamesti kostnaðarliður-
inn við rekstur sýslumannsembætta
og hlýtur áðurnefndur boðskapur
ráðuneytisins að snerta starfskjör
og starfsöryggi starfsfólks beint og
óbeint svo og þjónustu- og verksvið
embættisins gagnvart almenningi á
Akranesi almennt." Vísað er til um-
mæla í bréfi til sýslumanns, sem
veki spurningar og tortryggni og
þarfnist nánari skýringar við, en
þar segir: „Er það mat ráðuneytis-
ins að grípa verði til raunhæfra
aðhaldsaðgerða, virkrar fjármála-
stjórnunar og áætlanagerðar sem
rúmist innan fjárheimilda, til að
koma rekstri embættisins í viðun-
andi horf.“
Göng-udagur
Ferðafélagsins í
Hraunum
GÖNGUDAGUR Ferðafélagsins
sem er hinn 20. í röðinni verður að
þessu sinni í náttúruperlunni
Hraunum og nágrenni með
skemmtilegum gönguferðum fyrir
alla. I boði verða tvær gönguferðir,
sunnudaginn 24. mars.
Kl. 10.30 Gjásel - Straumsels-
stígur - Þorbjarnarstaðir. Um 4-5
klst. ganga undir leiðsögn Jónatans
Garðarssonar frá Umhverfis- og
Útivistarfélagi Hafnarfjarðar.
Brottfór kl. 11 frá rallý-krossbraut-
inni við Krísuvíkurveg. KJ. 13
Straumur - Kúarétt. Um 1,5-2 klst.
fjölskylduganga. Brottför kl. 13.30
frá listamiðstöðinni Straumi.
Verð 500 kr. fyrir fullorðna en
frítt fyrir börn. Rútuferð er frá
BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6,
en frítt ef komið er á eigin vegum
beint í Straum. Allir frá merki
göngudagsins og í boði verða léttar
veitingar.
Niðurstaða
s veitar stj ór nar-
kosninga
FÉLAG stjómmálafræðinga held-
ur hádegisverðarfund á efri hæð
veitingastaðarins Lækjarbrekku
mánudaginn 25. maí um niðurstöð-
ur sveitarstjórnarkosninganna.
Frummælendur fundarins verða
Ólafur Þ. Stephensen, stjórnmála-
fræðingur og blaðamaður á Morg-
unblaðinu, Valgerður Jóhannsdótt-
ir, fréttastjóri á dagblaðinu Degi
og Linda Blöndal, stjómmála-
fræðingur.
Ólafur og Valgerður munu fjalla
um niðurstöður kosninganna og
spá í pólitískt landslag framtíðar-
innar, einkum með tilliti til sam-
fylkingar vinstri manna fyrir
næstu alþingiskosningar. Linda
mun síðan sérstaklega fjalla um
hlut kvenna og karla í sveitar-
stjórnarkosningunum.
Almennar umræður verða að af-
loknum framsögum.
Fundurinn hefst kl. 12 og em
allir velkomnir.
Dansleikir á
Ingólfstorgfi
„KOMIÐ og dansið“ standa fyrir
dansleikjum á Ingólfstorgi í miðbæ
Reykjavíkur sunnudagana 24. maí,
7. júní og 14. júní nk. Um er að
ræða tilbreytingu í miðborgarlífinu
í samstarfí við menningarsveit
Hins Hússins.
Danstónlist verður flutt af
geisladiskum með hátalarakerfi og
val tónlistar miðað við að flestir
finni eitthvað við sitt hæfi, segir í
fréttatilkynningu. Létt sveifla og
línudansar verða þó í fyrirrúmi.
Dansinn hefst kl. 14 og stendur til
kl. 16. Enginn aðgangseyrir.
Tónleikar
Kvöldvöku-
kórsins
KVÖLDVÖKUKÓRINN heldur
tónleika í Háteigskirkju kl. 16
laugardaginn 23. maí.
Jóna Kristín Bjarnadóttir
stjómar kórnum en undirleik ann-
ast Mgr. Pavel Manásek og Ragn-
ar Leví Jónsson sem leikur á
harmoniku. Á söngskrá eru lög,
flest gömul og þekkt frá ýmsum
löndum.
Aukið umferðar-
eftirlit á Vestur-
lands- og Suður-
landsvegi
AKVEÐIÐ hefur verið að auka
veralega umferðareftirlit á Vestur-
landsvegi og Suðurlandsvegi frá
því sem nú er. „Athyglinni verður
einkum beint að því að draga úr
ökuhraða og koma í veg fyrir
hættulegan framúrakstur.
Þetta átak byrjar næstu daga og
verður um óákveðinn tíma. Því
geta menn enn frekar en áður búist
við að sjá ökutæki lögreglunnar á
þessum vegum alla daga og á öllum
tímum sólarhrings. Og það á við
allt að Botnsá í Hvalfjarðarbotni,
en þangað nær löggæslusvæði lög-
reglunnar í Reykjavík," segir í
fréttatilkynningu frá lögreglunni.
Ennfremur segir: „Þegar talað
er um hámarkshraða verða menn
að hafa í huga að allur hámarks-
hraði er miðaður við bestu aðstæð-
ur. Þá standa margir í þeirri trú að
það sé allt í lagi að aka svo og svo
mikið hraðar en hámarks-
hraðaákvæðin segja til um. Þetta
er misskilningur, allur hraði yfir
hámarkshraðamörkum, jafnvel við
bestu aðstæður, er ólöglegur.
Menn eiga von á sektum fyrir of
hraðan akstur í samræmi við
ákvæði reglugerðar um sektir og
önnur viðurlög við umferðarlaga-
brotum. Auk sekta eiga menn svo
von á einum eða fleiri punktum í
ökuferilsskrána sína.
Það er ástæða til að minna sér-
staklega á þessi atriði, því mai-gs
konar misskilningur er á ferðinni í
þessu efni.“
Ljósmyndir í
Kaffíleikhúsinu
SÝNINGIN Dimmblá verður opn-
uð í Tehúsi Kaffileikhússins laug-
ardaginn 23. maí.
Á sýningunni era ljósmyndir
nemenda sem hafa í vetur verið á
ljósmyndanámskeiði Sissu. Við
opnunina verður boðið upp á léttar
veitingar ásamt flautuleik og era
allir velkomnir.
Sýiiingin er opin laugardaga og
sunnudaga kl. 12-18 og stendur til
31. maí.
Samvera í
Friðrikskapellu
í TILEFNI þess að 130 ár era
liðin frá fæðingu æskulýðsleiðtog-
ans sr. Friðriks Friðrikssonar, 25.
maí 1868, verður efnt til samvera í
Friðrikskapellu á Hlíðarenda
sunnudaginn 24. maí kl. 20.30.
Þórarinn Björnsson flytur þar
erindi, sr. Bjarni Þór Bjarnason
hefur hugleiðingu, auk þess verður
mikill almennur söngur undir
stjórn Kára Geirlaugssonar. Kaffi
og rúsínur í lok samverannai'.
Allir velkomnir.
Kosningakaffi
Kópavogslistans
KOSNINGAKAFFI Kópavogslist-
ans verður á kjördag í Þinghóli,
Hamraborg 11 og Hamraborg 14a.
Kosningavaka Kópavogslistans
verður í Félagsheimili Kópavogs
og hefst kl. 21.30.
Erindi um
Alzheimer
TAUGALÆKNIRINN Oliver
Sacks heldur erindi í Háskólabíói í
dag kl. 11.
Erindið, sem er í boði lyfjafyrir-
tækisins Novartis, íjallar m.a. um
Alzheimers-sjúkdóminn en Sacks
kemur jafnan víða við í fyrirlestr-
um sínum. Fyrirlesturinn er ölluffl
opinn og aðgangur ókeypis.
Phoenix-
klúbbfélagar
ganga á Keili
INNSÝN sf. _ Brian Tracy
International á Islandi hefur und-
anfarin 5 ár staðið að því að þátt-
takendur Phoenix námskeiðanna
„Leiðin til hámarksárangurs" hafa
getað sótt endurþjálfun í formi
klúbbs sem opinn er þátttakend-
um. Klúbbfélagar hittast mánaðar-
lega (síðasta mánudag hvers
mánaðar).
Nú hafa klúbbfélagar ákveðið að
klífa Keili næstkomandi mánu-
dagskvöld eða þann 25. maí. Farið
verður frá Hótel Loftleiðum kl. 19.
Heimkoma fer eftir veðri og vindi.
Allir þátttakendur Phoenix nám-
skeiðanna, eldri sem yngri, era vel-
komnir. Fólk þarf að taka með sér
góðan útbúnað og smá nesti.
LEIÐRÉTT
Nafnavíxl
í GREIN Sigurðar Hólm Gunnars-
sonar og Brynjólfs Þórs Guð-
mundssonar fimmtudaginn 21. maí
sl., Skólinn og vímuefnin, víxluðust
nöfn þeirra undir myndunum. Eru
þeir beðnir velvirðingar á mistök-
unum.