Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
ara í Morgunblaðinu hinn 19.
aprfl: „Verndun hafsins." Þar er
allt á sömu nótum og í þessu rabbi
mínu, enda hafa Sameinuðu þjóð-
irnar tileinkað árið 1998 málefnum
hafsins og þeim vanda, sem mann-
kynið stendur frammi fyrir í
mengunarmálum í heimshöfunum.
IV
í gær 24. apríl var heitasti dag-
urinn hér á Gran Canaria. Hita-
mælar sýndu frá 29-32 stiga hita
á Celsius. Við hjónin gengum okk-
ar hefðbundnu leið, niður að sjó
og eftir allri ströndinni út á Odda
og þaðan út að Faro-vitanum, 7
km ganga. Brim var nokkuð og
þeir hörðustu léku sér á brim-
brettum. Það er nokkuð erfitt að
ganga í mjúkum sandi í 30 stiga
hita með storminn í fangið og feg-
in vorum við að koma í veitinga-
húsið Senador til vina okkar og fá
okkur þar mat og drykk. Þetta
var sjöunda ferð okkar eftir
ströndinni í röð.
V
Við hjónin vorum þátttakendur
í fyrstu sólarlandaferð Urvals,
sem var til Mallorca í ágúst 1970.
Síðan höfum við farið meira og
minna árlega með Urvali og síðan
Úrval-Útsýn eftir að þessar ferða-
skrifstofur sameinuðust. Farar-
stjórar hin síðari ár hér á Gran
Canaria hafa yfirleitt reynst hinir
traustustu, einkum þegar hjúkr-
unarfræðingar hafa verið með í
nóvemberferðunum. Það skapar
mikið öryggi að hafa þá með í för.
Samkeppni er mikil um sólar-
landafarþega, sem hingað sækja,
a.m.k. fjórar ferðaskrifstofur berj-
ast um farþegana.
VI
Ferðalok
Nú er komið að ferðalokum. Er
ég keypti farmiða okkar var brott-
fór frá Gran Canaria með flugi 911
kl. 17.40 að staðartíma. Hinn 27.
mars er tilkynnt í síma, að brott-
för verði kl. 23.10. í upphafí ferðar
frá Keflavík var einnig 103
mínútna seinkun, samtals tæpur
714 tími í seinkanir. Seinkun, sem
orsakar næturflug, eyðileggur oft
vel heppnaða orlofsferð og mega
ferðaskrifstofurnar vara sig á
svona breytingum. Gamla setning-
in „Iceland always late“ verður að
hverfa úr fluginu. Eg hefði þurft
10 daga í viðbót til þess að ná full-
um húðbata, en sá sem hefur haft
psoriases í 57 ár er orðinn vanur
því, að ekki náist fullur bati nema
á 3-4 vikum.
Höfundur er lögfrædingur
í Reykjavík.
áttu ekki afturkvæmt. í þeirra stað •
fluttu Rússar til Eistlands og tóku
sér þar bólfestu. Ái-ið 1941 voru 8%
eistnesku þjóðarinnar af rússnesku
bergi brotin en nú fjórðungur.
Hvorki lærðu innflytjendur né af-
komendur þeirra eistnesku, enda
rússneska þá jafnrétthá máli heima-
manna í Ráðstjórnarríkjum. Ekki
hirti fólk þetta um að afla sér eisU
nesks ríkisfangs, enda Rússum þá
óþarfi. Eistar telja fólk þetta útlend-
inga sem komið hafi inn í land þeirra
heimildarlaust og vilja það burt, en
það hefur að engu að hverfa og
aðstæður þess allar hinar ömurleg-
ustu. Rússar krefjast þess að Eistar
sjái fólki þessu farborða ella beiti
þeir þá efnahagsþvingunum. Hóta
þeir að sniðganga hafnir þeirra en
beita viðskiptum sínum til annarra
hafna eða jafnvel byggja nýjar.
Þetta setur Eista í mikinn vanda
sem ekki sér fyrir enda á.
Væri nú til of mikils mælst að Sig-
urður A. Magnússon í næstu kjall-
aragrein sinni lýsti hvernig Islend-
ingar væru á vegi staddir hefðu þeir
sl. hálfa öld mátt þola sömu bola-
brögð af hendi Bandaríkjamanna og
Eistar urðu að þola af hendi Rússa í
Kalda stríðinu?
Höfundur er fyrrv. skólastjóri.
___________________________________LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 53
AÐSENDAR GREINAR
Öttinn við
fíkniefni
Að virða skoð-
anir annarra
VÍMUEFNI hafa
fylgt mannkyni frá örófi
alda. Afengi þekktist á
steinöld, fornleifa-
fræðingar hafa fundið
merki um kannabis í kín-
verskum fornleifum og
dæmi um neyslu kókaíns
er að finna í S-Ameríku
frá því fyrir daga Kól-
umbusar. Eftirsókn í
vímu og annað hugará-
stand virðist því vera
nánast algildur fylgifisk-
ur mannlegrar tilveru.
Yfii'leitt tengist neyslan
menningunni órjúfanleg-
um böndum en einnig
þekkjum við sagnir af
margvíslegum vanda
sem vímuefni geta haft í för með sér.
En hvers vegna er óttinn við fíkni-
efni svo djúpstæður sem raun ber
vitni þegar við höfum í huga hversu
löng saga vímuefna er?
Olögleg fíkniefni eru tiltölulega ný
í okkar heimshluta og ný efni valda
skiljanlega meiri titringi í samfélag-
inu. Efnin eiga iðulega uppruna sinn
í fjarlægum löndum og bera tor-
kennileg nöfn og eru því skynjuð
sem utanaðkomandi hætta sem geti
grafið undan samhug og staðfestu
samfélagsins. Ekki síst verður þetta
áberandi á Islandi þar sem við erum
Við verðum að leitast
við að draga úr þeim
skaða sem vímuefni
geta haft í för með sér,
segir Helgi Gunnlaugs-
son, og læra að um:
gangast þau á sóma-
samlegan hátt.
fámenn þjóð sem lengi hefur búið við
einangrun frá umheiminum. Við
bregðumst því enn sterkar við en
ella til varnar hinum útlenda vágesti
sem talinn er ógna æskunni og þar
með framtíð þjóðarinnar. En á hvern
veg er neyslu fíkniefna háttað í dag?
Eðli fíkniefnaneyslunnar
Neysla ólöglegi-a fíkniefna birtist
með ýmsu móti í samfélaginu en í
grófum dráttum má skipta henni í
tvennt. Annars vegar er um einhvers
konar tilrauna- eða félagsneyslu að
ræða. Ýmis efni eru prófuð, sér í lagi
kannabisefni, og finnst neysla af
þessu tagi í öllum þjóðfélagshópum
og er umfangið hverju sinni mjög
háð tískusveiflum. Neyslan er eink-
um bundin við yngra fólk sem notar
efnin á svipaðan hátt og áfengi er
notað af meirihluta fólks. Ástæður
geta verið ýmsar eins og t.d. nýj-
ungagirni, áhrif frá jafningjahópi,
spenna því þetta er jú bannað og iðu-
lega fylgir þessu einhver kúltúr.
Einhver hluti þessa hóps fer út í
þráláta neyslu ýmissa efna, ekki síst
áfengis, en fleiri gefa hins vegar
neyslu fíkniefna upp á bátinn þegar
kemur fram á fullorðinsár, um þetta
vitna bæði innlendar og erlendar
rannsóknh-. En þetta er einungis
annar hluti fíkniefnaneyslunnar.
Hinn hópurinn felur í sér (jafnvel
enn) stæn'a vandamál. Hér erum við
í megindráttum, en þó alls ekki á
einhlítan hátt, að tala um neyslu jað-
arhópa sem hafa orðið undir í lífinu
einhverra hluta vegna. Rannsóknir
hafa ítrekað sýnt að fíkniefnaneyslan
er mest hjá undirmálshópunum, þeh-
sökkva dýpst í fen harðra fíkniefna.
Þeir versla með efnin, þeh- leita
þeirra og neyta og nota ýmis ráð
bæði lögleg og ólögleg til að komast
á sinn hátt í gegnum táradal von-
brigða og örvæntingar. Handtöku-
skýrslur fíkniefnalögreglu, bæði hér
á landi og erlendis, draga skýrt upp
þessa mynd. Stærstur hluti handtek-
inna er ýmist atvinnulaus eða
ófaglærður og í mun ríkari mæli en
gengur og gerist í samfélaginu.
Margir telja að fíkni-
efnaneyslan sé orsök
þessa vítahrings og ef
þau væru tekin burt
snerist dæmið algerlega
við. Þetta samband er
hins vegar mun flókn-
ara en svo. Það gerist
e.t.v. hjá litlum hópi
sem hefur félagslegan
stuðning, t.d. frá fjöl-
skyldu. En þar sem fjöl-
skyldutengsl eru meir
eða minna rofin, óregla
og vesöld verið ríkjandi,
skólaganga í molum og
jafnvel slóð afbrota og
ofbeldis, er hins vegar
ekki hægt að reiða sig á
slíkan stuðning. En að
mörgu leyti getur það þó verið þægi-
legt fyrir stjórnvöld og okkur öll að
geta bent á slíkan óvin eða blóra-
böggul og litið á fíkniefnin sem upp-
sprettu vandamála í hinu flókna
samfélagi nútímans.
í þessu samhengi hefur norski af-
brotafræðingurinn Nils Christie skil-
greint fíkniefni sem hinn fullkomna
óvin þjóðfélagsins. Þau eru áþreifan-
leg, geta verið hættuleg og það er
því auðvelt að sameinast gegn þeim
(_sbr. ísland án eiturlyfja árið 2002).
Á sama tíma minnkar ábyrgð stjórn-
valda á vandanum því rót hans ligg-
ur jú í neyslu þessara framandi efna
og ef neysla þeirra væri upprætt
yrði okkur borgið, a.m.k. að ein-
hverju leyti. En misnotkun harðra
fíkniefna er iðulega fylgifiskur
félagslegra tapara og þótt neyslan
geri vandann óneitanlega erfiðari
viðureignar er hún eigi að síður ekki
orsök hans, nema að litlu leyti. Ef
stórfelld fjölgun á sér stað í hópi
undirmálshópa, til dæmis meðal at-
vinnulausra ungra karla, má fastlega
búast við þyngri fíkniefnavanda í
kjölfarið. En hvað eiga yfirvöld að
gera til að sporna við þessum vanda?
Kostir í stefnumótun
Sumir álíta fai-sælast að einfald-
lega leyfa fíkniefnin og setja þau á
frjálsan markað. Stríðið sé tapað og
rétt eins og með áfengisbannið sé
eðlilegast að viðurkenna það og
takast á við vandann með nýjum
hætti. En þótt fíkniefnalöggjöfin eigi
vafalítið eftir að færast í frjáls-
ræðisátt í framtíðinni væri varhuga-
vert að rasa hér um ráð fram. Lög-
leiðing þessara efna myndi án alls
vafa ekki leysa vandann í einu vet-
fangi frekar en refsilöggjöfin. Þótt
efnin virðist aðgengileg þeim sem
hafa áhuga myndi neytendahópurinn
vafalítið stækka og breikka og
kostnaður samfélagsins sömuleiðis
aukast. Ef yfirvöld vilja í alvöru leit-
ast við að uppræta verstu mein þessa
vanda, eins og hann blasir við í dag,
væri eðlilegast að fara beint í rætur
hans sem liggja í félags- og efna-
hagslegum vanda jaðarhópanna, sem
skilyrðir og plægir jarðveginn fjTÍr
misnotkun harðra fíkniefna. Þai- sem
félagsgerðin er í lamasessi, þar er
fíkniefnavandinn jafnframt mestur,
alþjóðlegar rannsóknir sýna þetta
svo ekki verður um villst.
Jafnframt má búast við því að á
meðan eftirspurnin eftir vímuefnum
er fyi-ir hendi verði framboðið líkast
til einnig alltaf til staðar. Ef við vilj-
um draga úr verstu meinum neysl-
unnar verðum við því að skilja for-
sendur eftirspurnarinnar. Við gerum
það fyrst og fremst með rannsókn-
um og pólitískri stefnumótun sem
tekur á vanda undirmálshópanna og
með fordómalausri fræðslu og upp-
eldi sem taka verður mið af öllum
ávana- og vímuefnum, ekki síst
tóbaki og áfengi. Vímuefni hafa ætíð
fylgt manninum og svo mun örugg-
lega verða áfram. Við verðum hins
vegar að leitast við að draga úr þeim
skaða sem þau geta haft í fór með
sér og læra að umgangast þau á
sómasamlegan hátt.
Höfundur er dósent í félagsfræði
við Háskóla Islands.
EITT það fyrsta
sem greinarhöfundur
lærði við móðurkné var
hversu mikilvægt væri
að virða skoðanir ann-
arra og aldrei að
bregða kunnugum eða
ókunnugum manni,
sem hefði aðrar skoð-
anir, um heimsku eða
fáfræði. Lýðræðisleg
umræða er mikilvæg,
skoðanir eiga rétt á sér
og tilfinningar einnig.
Hinn 14. maí sl. fór
mikinn á síðum Morg-
unblaðsins Jón Viðar
Sigurðsson og talar
eins og sá einn sem
veit og kann. Hann fellir dóma,
snýr útúr grein og skoðunum und-
irritaðs sem birtist í Morgun-
blaðinu 7. maí sl. sem bar heitið
Vegur á Heklu. Ég ætla ekki að
elta ólar við svívirðingar og mikil-
/
Eg ætla ekki að elta ól-
ar við svívirðingar og
mikilmennsku þessa
jarðfræðings, segir
Guðni Ágústsson, held-
ur í örfáum orðum að
ítreka mínar skoðanir.
mennsku þessa jarðfræðings held-
ur í örfáum orðum að ítreka mínar
skoðanir sem ég hef sett fram og
talið þess virði að þær yrðu rædd-
ar og kannað hvort það væri skyn-
samlegt, bæði fyrir landið og
náttúruna.
Vegur og pósthús
Það er siður öfgamanna að berja
sér á brjóst og tala með lítils-
virðingu til landsbyggðarmanna og
ekki síst sveitamanna og telja þá
ekki hæfa til að fara með sín skipu-
lagsmál. Hér eru að verða til sjálf-
skipaðir riddarar sem telja sig
eina náttúruverndarmenn.
Staðreyndin er sú að bændur og
landsbyggðarmenn unna landinu
og náttúru þess og vilja vinna gegn
náttúruspjöllum. Það var bónda-
dóttirin í Brattholti sem bjargaði
Gullfossi forðum og þær tilfinning-
ar búa enn í brjóstum sveita-
manna. Hinu ber hins vegar að
fagna að hún Sigga litla í Bratt-
holti á marga stuðningsmenn í dag
í bæjum og borg, sanna unnendur
íslenskrar náttúru.
I dag aka tröllauknir jeppar um
öll fjöll og firnindi og víða sér sá
sem hér ritar hjólfór og eyðilegg-
ingu utan slóða, þar sem ævintýra-
menn rista landið og
skilja eftir óbætanleg
sár. Jeppar eru að
steypa sér fram af
fjöllum ofaní gljúfur og
jökulsprungur, þeir
breyta fjöllum og
jökulbungum í umferð
sem minnir á Lauga-
veginn í Reykjavík.
Ekki vill sá er þettft
ritar banna þessa
þróun enda hluti af því
að kenna mönnum að
elska veturinn og úti-
veruna. Hitt þarf að
grandskoða hvort ekki
vanti leikreglur og
skipulag.
Hekla er merkilegt fjall og þar,
ekkert síður en í Þórsmörk og víð-
ar, ber að skipuleggja aðkomu
ferðamanna. Jarðfræðingurinn tal-
ar um jarðýtusár, tól og tæki, sér
fyrir sér vinnuflokka og djöfulskap
í hlíðum fjallsins. Þetta er ekki
svona hugsað. Hekla er akfær í
dag, almennur akstur yrði bannað-
ur en brautin merkt með stikum,
ekkert malbik, engin möl. Það yrði
að laga aðstæður í einu og einu gili
og stinga í gegnum einn og einn
snjóskafl á vorin. Eldvagninn hefði
svo einkaleyfi til að flytja ferða-
menn upp í eldgíginn eða á toppinn
og væri undir ströngu eftirliti, aðr-
ir færu ekki á fjallið á
torfærutröllum, við því lægi bann.
Pósthús og fatlaðir
Pósthúsið er ekki hugsað sem
bygging. Það er þekkt í ferða,-
mennsku að stimpla komu ferða-
manna i skirteini og milljónir
manna hafa metnað til að koma á
slíka staði. Pósthúsið er nú nánast
komið upp á Heklu með þeirri
gestabók sem nú er í kassa á
Heklutindi. Þar mætti til viðbótar
setja skírteini sem þeir sem upp
kæmust myndu fá stimplað í
Heklumiðstöðinni í Bi-úarlundi
þegar þeir kæmu niður. Göngu-
menn ættu Heklu jafngóða eftir
sem áður, það ættu einnig véls-
leðamenn. En eldvagninn sem einn
mætti aka hinn merkta slóða undir
ströngu eftirliti myndi ekki bara
flytja þá ríku heldur einnig
fátæka. En ekki síður stóran hóp
fólks sem þráir að ferðast, snerta
og sjá. Þar á ég við aldraða, göng-
umóða og fatlaða sem vilja upplifa
náttúruperlur ekki síður en aðrir.
Hekla myndi ekki bíða skaða af
merktum slóða sem ég kalla veg en
hún öðlaðist nýjan sess í
ferðaþjónustunni og yrði þannig
eitt af undrum veraldar.
Höfundur er alþingismaður.
Trjáplöntur
runnar - túnþökur
Tilboð á eftirtöldum tegundum:
Runnamura, Gljámispill, Alparifs, Blátoppur, Birki, Hansarós,
Rifsberjarunnar, Fjallafura, Birkikvistur, Sírena, Yllir, Sólbrodd-
ur, Skriðmispill, Rauðblaðarós, Himalayaeinir, Gljávíðir, Dökk
viðja, Brekkuvíðir, Hreggstaðavíðir, Aspir.
Verðhrun á Alaskavíði, brúnn(tröllavíðir)
Einnig túnþökur, sóttar á staðinn eða fluttar heim.
Mjög hagstætt verð.
Verið velkomin
Trjáplöntu- og túnþökusalan,
Núpum, Ölfusi. (Beygt til hægri við Hveragerði).
Sími 892 0388 og 483 4388.
Helgi
Gunnlaugsson
Guðni
Ágústsson