Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu meö nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaösins www.mbl.is Stóðhestamynd- band á mettíma Upptaka frá dómum og yfirlitssýn- ingu, sem fram fóru á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku, var komin út á mynd- bandi sem boðið var til sölu á vor- sýningu stöðvarinnar á laugardeg- inum. Pað var Bjarni Þór Sigurðs- son kvikmyndagerðarmaður sem enn einu sinni lagði á sig langar vökur til að gera þetta mögulegt. A myndbandinu, sem reyndar heitir Vorsýning Stóðestastöðvarinnar í Gunnarsholti 16. maí 1998, koma fram 27 stóðhestar, 9 fjögurra vetra hestar, 11 fimm vetra og 7 hestar sex vetra og eldri. Myndbandið er þannig upp byggt að fyrst eru sýndir fjögurra vetra hestamir og síðan koll af kolli. Byrjað á þeim hesti í hverjum flokki sem hefur lægstu einkunn og endað á efsta hestinum. Áður en hestur er sýndur í reið birtist ljósmynd af honum ásamt nafni hans, sundur- liðaðri byggingareinkunn og aðal- einkunn. Síðan er hesturinn sýndur í reið og þá birtist aftur nafn hans ásamt heiídar hæfiieikaeinkunn. Skrá yfir hestana fylgir með Ef til vill má finna að því að hæfi- leikaeinkunnin skuli ekki birtast sundurliðuð, en myndbandinu fylgir skrá yfir alla hestana sem koma fram. Þar er að finna allar upplýs- ingar um hestinn eins og þær birt- ast í sýningarskránni. Einnig má deila um hvort betra hefði verið ef þulur hefði talað inn á myndina, en það hefði án efa tafið vinnslu mynd- bandsins, auk þess sem allar upp- lýsingar um hestana koma fram í skránni. Þrátt fyrir rigningu og hvassviðri dagana sem dómar fóru fram koma sýningarnar vel til skila. Bjarni Þór er í fámennum hópi góðra hesta- kvikmyndatökumanna og er greini- legt að hann veit eftir hverju hesta- grúskarar eru að slægjast. Sem dæmi má nefna að undantekn- ingalítið heyrast hófaslögin greini- lega og auðveldar það „brekkudóm- urum“ til muna að heyra taktinn og leggja mat sitt á hvort kynbóta- dómaramir hafi nú gefið hestunum rétta tölt- eða skeiðeinkunn. Myndband sem þetta hefur mikið að segja fyrir áhugafólk um hesta og ekki síst hrossaræktendur. Ekki gefst betra tækifæri til að leggja mat á kynbótohesta en skoða þá á myndbandi. Á myndböndunum sem gerð hafa verið á sýningum Stóðhestastöðvarinnar á undanförn- um árum er nú orðið heilmikið heimildasafn um stóðhesta á Islandi sem enn eru í fullu fjöri og því handhægt að grípa til þeirra þegar ræktendur velja stóðhesta fyrir hryssumar sínar. Það er Hestamaðurinn ehf. sem framleiðir myndbandið og sér um dreifingu á því og um myndstjórn sá Bjarni Þór Sigurðsson. Verður vonandi framhald á þessu lofsverða framtaki. Svanhildur Hall tekur við á Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MYNDBAND af sýningum Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti er nauðsynlegt gagn fyrir hrossaræktendur og áhugafólk um hrossarækt. Hvanneyri ÁKVEÐIÐ hefur verið að Svanhild- ur Hall muni taka við starfi Ingi- mars Sveinssonar við hrossarækt- arbrautina við Bændaskólann á Hvanneyri 1. janúar næstkomandi. Svanhildur Hall hefur frá unga aldri stundað hestamennsku. Hún út- skrifaðist frá Bændaskólann á Hól- um árið 1993. Það haust hóf hún nám við Oregon State University í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á ýmis fræði sem tengjast hestum og hestamennsku. í haust lýkur hún meistaragráðu frá Uni- versity og Albany. Á síðustu ámm hefur athygli hennar beinst að at- ferli hesta og hefur hún m.a. stundað nám við sálfræðideild Háskólans. Þess má geta að Svanhildur hefur kynnt sér ýmsar nýstárlegar tamn- ingaaðferðir í Bandaríkjunum, en ítarlegt viðtal birtist við hana í Morgunblaðinu í janúar síðastliðn- um. GSM utbreiöslusvæöi Simans nær nú til yfir 90% landsmanna - og þaö er stöðugt aö stækka. Þú ert því í góöu GSM sambandi hjá Símanum í öllum stærstu byggðakjörnum landsins og á nálægum þjóðvegum. Farsímaþjónustan allan sólarhringinn fleima 800 6330
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.