Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 73

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 73** Safnaðarstarf Skálholtskirkja Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí, kl. 14 munu þrír barnakórar syngja við messu í Skálholtskirkju. Það eru Barnakór Biskupstungna, Barnakór Oddakirkju og Bamakór Gnúpverja. Auk þess mun Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna flytja tónlist í messunni. Sr. Sigurður Jónsson í Odda mun prédika, en sr. Egill Hallgrímsson í Skálholti mun annast altarisþjónustuna. Eftir messuna verður kaffisala í Skálholtsskóla. Tónleikar verða síðan í kirkjunni kl. 16 að kaffiveitingum loknum. Þar mun Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leika og barnakóram- ir þrír syngja. Stjórnandi sin- fónínuhljómsveitarinnar er Ingvi Jónasson. Organisti Skálholts- kirkju, Hilmar Öm Agnarsson, stjómar Bamakór Biskupstungna en stjómendur hinna tveggja bamakóranna era Nína Morávik og Þorbjörg Jóhannsdóttir. ✓ Arleg kirkjureið til Langholts- kirkju Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí, eru hestamenn boðnir sérstaklega velkomnir í Langholtskirkju. Hestamenn leggja af stað á gæðingum sínum frá félagsheimili Fáks kl. 9.30 f.h. og kl. 10.30 frá hesthúsunum við Bústaðaveg. Hestamannafélagið Fákur setur upp rafmagnsgirðingu við kirkjuna og sér um gæslu hestanna meðan á messu stendur. Lesarar og tónlistarmenn koma úr röðurn hestamanna. Prestar eru séra Jón Helgi Þórarinsson og org- anleikari Jón Stefnánsson. Að sjálfsögðu eru allir hestamenn vel- komnir til kirkju. Þannig má t.d. benda á að hestamaðurinn og trompetleikarinn Láras Sveinsson hefur mætt ríðandi úr Mosfellsbæ í nánast öll skiptin og verður svo í ár. Stundum hefur hann mætt með all- ar dætur sínar þrjár sem spila allar á trompeta. Eftir messu gefst kirkjugestum kostur á að kaupa sér kjötsúpu í safnaðarheimili kii-kjunnar. Tutt- ugu og eitt ár era síðan þessi siður var tekinn upp og hefur haldist nær óslitinn síðan. Trúarleg tónlist eftir John Coltrane Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí kl. 20.30, verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju þar sem leikin verður trúarleg tónlist eftir djass- saxófónleikarann og tónskáldið John Coltrane. Meðal annars verð- ur flutt verkið A Love Supreme; svíta í fjórum þáttum frá árinu 1964. Guðsþjónustan er hluti af þeirri hefð sem mótast hefur í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra undan- farin ár að halda djass- guðsþjónustur. Umsjón með guðsþjónustunni hefur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og kvartett Sigurðar Flosasonar flytur tónlistina. Kvartettinn skipa: Sigurður Flosason, altó saxófónn, Kjartan Valdimarsson píanó, Þórður Högnason kontra- bassi og Matthías Hemstock trommur. Hafnarfjarðar- kirkja Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí, daginn eftir bæjarstjórnarkosning- ar munú 50, 60 og 70 ára ferming- arbörn Hafnarfjarðarkirkju sækja messu, sem hefst kl. 11 svo sem þessir afmælisárgangar hafa gert undanfarin ár á þessum árstíma. Séra Gunnþór Ingason mun annast messugjörðina. Eftir messuna verða teknar myndir af þessum hópum og þeir munu svo hittast í samkvæmi í Veitingahúsinu Skút- unni til að rifja upp fyrri samleið og kynni og treysta vinabönd. Poppmessa í Hjallakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 24. maí, á almennum messutíma kl. 11, verður poppmessa í Hjallakirkju. Er þetta jafnframt síðasta popp- messa vetrarins. Slíkar guðsþjónustur hafa að jafnaði verið einu sinni í mánuði í vetur og geng- ið mjög vel. Hópur fólks flytur tón- list í léttum dúr, en þessi hljómsveit var stofnuð síðstliðinn vetur, sér- staklega í tengslum við poppmess- ur í Hjallakirkju. Nú er kjörið tækifæri til að kynnast nýjungum í helgihaldi og lofa Drottin í gleðisöng. Fólk er hvatt til að koma og taka þátt í lifandi helgihaldi. Fríkirkjan 1 Reykjavík GUÐSÞJÓNUSTA kl. 11 árdegis, síðasta sunnudag fyrir hvftasunnu. Guðsþjónustan verður að hluta til helguð minningu þeirra sem látist hafa af alnæmi og munu félagar úr Alnæmissamtökunum á íslandi taka þátt í almennri kirkjubæn. Lista- menn flytja einsöng og tendrað verða kertaljós í minningu látinna. Komið verður saman í Safnaðar- heimilinu við Laufásveg 13, að lok- inni guðsþjónustu. Guðsþjónustunni verður útvai-pað á Rás 1. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík syngur. Organisti er Pavel Smid. Állir era hjartanlega velkomnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: I dag, laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að guðsþjón- ustu lokinni. Ræðumaður Einar Valgefr Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Hvíldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Derek Beardsell. Aðventkirkjan, Brekastig 17, Vest- mannaeyjum. Hvíldardagsskóli kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Hulda Jensdóttir. KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam- koma í dag kl. 14. Allir velkomnir. Ferming Ferming á Hvanneyri, 24. maí. Fermd verða: Árni Þórarinsson, Hvanneyri. Líf Steinunn Lárasdóttir, Hvanneyri. Margrét Þorgeirsdóttir, Hvanneyi’i. Salka Sigurðardóttir, Hvanneyri. vögguse+t. Sháfavðrðutflg21 StnU55U050 ReyklwUí. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 11.00 árdegis síöasta sunnudag fyrir hvítasunnu Guðsþjónustan verður að hluta til helguð minningu þeirra, sem látist hafa af völdum alnæmis og munu félagar úr Alnæmissamtökunum á Islandi taka þátt í almennri kirkjubæn. Listamenn syngja einsöng og tendruð verða kerta- Ijós í minningu látinna. Komið verður saman í safnaðarheimilinu við Laufás- veg 13 að lokinni guðsþjónustu. Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1. Kór Fríkirkjunnar í Reykjavík syngur. Organisti Pavel Smid. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur. tf' ...þá gengur þér betur í góðum skóm Gangur lífsins r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.