Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 56
5(5 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Eitur dauðans , HVERT klúðursmálið öðru verra varðandi starfsemi fíkni- efnadeildarinnar hefur verið til umfjöllunar sl. tvö ár, sem hefur m.a. leitt til tímabundis brott- hvarfs lögreglustjórans í Reykja- vík. Það þjónar engum tilgangi að rekja sögu þessara mála hér, heldur líta til framtíðar og leita úrlausna. Öll þessi mál og umfjöll- un þeirra hefur skapað ákveðna tortryggni milli almennings og löggæslunnar. Þá gjá verðum við að brúa hið allra fyrsta, því að í .j?ngum málaflokki er jafnbrýnt að viðhalda gagnkvæmu trúnaðar- trausti og í fíkniefnamálum. Arangur löggæslunnar byggist fyrst og síðast á almennu og skipulögðu upplýsingastreymi. Hvernig getur löggæslan öðlast traust og virðingu þjóðarinnar á þessum vettvangi? Hvernig getur hún samtímis því að framfylgja lögum og reglum, sem leiðir til ýmissa kærumála og sekta, verið jafnframt ein af máttarstoðum heimilanna þegar í nauðir rekur? Vissulega er reynsluheimur og réttarvitund fólks afar breytileg og því engin ein allsherjarlausn sem við á í þessum efnum. En þegar um er að ræða sameiginleg- an óvin okkar allra fíkniefnin (eit- ur dauðans) þá hljótum við að sameinast og berjast til þrautar. Brúa bilið Við þurfum að finna einfaldar og öruggar leiðir til að auka Satt best að segja er ég orðinn leiður á 30 ára forvarnarkjaftæði, seg- ir Kristján Pétursson, og hvetur til skipu- lagðrar kennslu sér- hæfðra löggæslumanna í leik- og grunnskólum um skaðsemi fíkniefna. traust og samvinnu löggæslunnar við heimilin í landinu. I því sam- bandi gæti reglubundin og vel skipulögð dagskrá lögreglu í sam- ráði við skólayfirvöld og foreldra- samtök í öllum leik-, grunn- og framhaldsskólum verið veigamik- Vinningaskrá 2. útdráttur 22. mai 1998. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000__________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 43603 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr, 200.000 (tvðfaldur) 29109 43945 44554 49801 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur) 7251 15195 17958 18940 55041 65387 10060 17488 18641 23380 62561 70435 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 148 8733 19558 29000 42033 50237 63343 72288 2300 10799 20416 30957 42063 51613 63979 73972 2934 11385 21035 32173 42543 51883 64110 74119 3570 12181 21383 32574 43981 52015 64461 74167 3642 13365 21542 33007 45414 52424 64484 74197 4247 14260 22419 33111 45688 52807 64642 76106 5807 14589 23419 33140 47882 53287 64661 76990 6179 15901 25105 34036 49060 53717 65354 77588 6377 16399 25351 34893 49489 54970 65426 78300 7455 16454 26272 35346 49582 55321 68070 8023 18143 26766 36080 49700 56321 71334 8326 18524 26999 36302 49757 56945 71650 8681 19079 28596 38966 49982 59913 72041 Húsbúnaðarvinningur Kr, S 000 Kr. 10.000 (tvafoldur) 152 9604 17097 24878 40493 50902 60993 70584 536 10213 17264 25197 40554 51010 61012 70770 1052 10245 17485 25254 40927 51247 61061 71014 1203 10365 17678 25290 40986 51574 61103 71133 1407 10747 18108 25707 41781 51627 61108 71227 1912 10804 18373 26293 41959 51653 61785 71502 2202 10919 18527 26473 42152 51907 61985 71573 2342 10938 18781 26959 42456 51922 62018 71652 2437 11422 19054 28061 42587 51935 62519 71670 2851 11659 19374 28689 42734 51988 62587 71700 3002 11699 19397 28981 42760 52063 62702 72493 3032 12165 19722 29111 42898 52100 62796 73074 3043 12196 19925 30148 43025 52556 62864 73128 3176 12217 20123 30166 43078 52646 62893 73376 3491 12556 20211 30508 43160 52686 63033 73403 3703 12578 20273 30710 43370 52791 63229 73676 3721 12738 20395 30952 43725 53930 63328 73761 3768 12789 20501 31122 43741 53976 63552 73816 3776 12938 20981 31345 43800 53983 63596 73818 3875 12979 21065 32014 43833 54044 63851 73883 4083 12983 21110 32242 44293 54184 63921 74036 4084 13012 21188 32271 45316 54342 63930 74179 4107 13150 21292 32289 45366 54896 64027 74183 4123 13161 21490 32500 45744 54914 64046 74410 4131 13395 21658 33213 45832 55050 64504 74543 4332 13427 21671 33734 46180 55328 64699 74550 4562 13583 21744 33807 46335 55790 65380 74591 5053 13648 22132 33844 46393 55954 65540 74754 5160 13810 22289 34041 46415 56158 65759 75147 5270 13856 22291 34369 46492 56489 66549 75407 5343 14107 22511 34984 46493 57395 66763 75427 5966 14425 22552 35028 47238 57465 66866 75578 6047 14503 22848 35236 47435 57486 67312 75610 6244 14525 22918 36279 48471 57783 67399 75673 6373 14668 23061 36585 48747 57937 67909 75678 6438 14961 23131 36639 48810 58182 67918 76120 6975 14989 23374 37211 49058 58431 67982 76477 7039 15323 23445 37489 49246 58506 68174 76715 7221 15609 23568 37600 49270 58603 68553 76734 7937 15823 23578 37704 49364 58706 68699 76954 8021 16018 23598 37833 49764 59195 68885 77310 8062 16136 23728 37915 50004 59236 69140 77685 8272 16190 23830 38103 50144 59410 69301 77858 8477 16726 23838 38201 50263 59501 69306 78351 8703 16777 24130 38628 50301 59764 69591 78558 8961 16857 24434 38990 50383 60116 69746 78700 9025 16882 24529 39353 50403 60520 70116 78711 9109 16889 24555 39441 50551 60588 70325 78753 9514 16953 24561 39825 50559 60754 70405 78768 9570 17079 24633 40286 50604 60776 70566 79341 Næsti útdráttur fer fnim 21. maí 1998 Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das/ ill þáttur. Hér er átt við skipu- lagða kennslu löggæslunnar allt skólaárið er varðar m.a. umferð- ar- og útivistarmál og ýmsar lög- reglu- og félágsmálasamþykktir sem varða hagsmuni ungmenna og síðast en ekki síst fíkniefna- mál. Eg legg áherslu á að sér- hæfðir löggæslumenn annist þessa kennslu og þeir starfi jafn- framt að hluta til innan fíkniefna- deildar lögreglunnar. Starfsemi löggæslunnar innan skólanna hefði ákveðin forvarnar- gildi og einnig gætu þeir hafist strax handa ef með þarf' vegna meintra fíkniefnabrota á vett- vangi. Það er staðreynd að flestir sem neyta fíkniefna í dag eru inn- an skólanna og því gætu sérhæfð- ir löggæslumenn haft daglegt eft- irlit með neyslu og dreifingu með sértækum uppljóstrunarleiðum (lokuðum upplýsingakerfum). Hér er ekki verið að innleiða neitt lög- regluríki eða skapa óþarfa tor- tryggni innan skóla eða heimila, heldur fyrst og síðast að vernda ungmennin og heimilin fyrir neyslu fíkniefna. Við megum og getum ekki lengur horft nánast aðgerðarlaus á að börnin okkar verði utan sem innan skólanna eitri dauðans að bráð. Eilífar umræður um oftast óskilgreindar aðgerðir í fíkniefna- málum um áratugaskeið hafa gert meira ógagn en gagn, því þjóðin heldur að verið sé að vinna með skipulögðum hætti að forvarnarmálum. Svo er alls ekki, hvorki er lýtur að tolleftirliti né aðgerðum lögreglunn- ar. Aðgerðir tollgæslu og lögreglu eru meira og minna múlbundnar í gamalkunnum starfs- háttum og óhefðbundn- ar rannsóknarleiðir og upplýsingakerfi hafa ekki náð fram að ganga. A meðan þessi svefndrungi hvílir yfír löggæslunni ganga síbrotamenn og sölumenn fíkni- efna nánast óáreittir. Þessu er hægt að breyta, en þá verða menn að taka til höndum í stað enda- lausra umræðna sem engu skila. Satt best að segja er ég orðinn hundleiður á þessu forvarnar- kjaftæði í hartnær þrjátíu ár. Eg hef skrifað fjölda greina á undan- förnum árum um tillögur til úr- lausnar í fíkniefnamálum, þar áð- ur ræddi ég við ráðherra, þing- menn og ráðuneytismenn um leið- ir til úrbóta. Vilji einhverjir, kannski þeir sem boðað hafa Is- land fíkniefnalaust land árið 2001, koma til mín og fá upplýsingar um framlag mitt til þessa málaflokks, eru þeir hjartanlega velkomnir. Það þurfa fleíri en stjórnmála- og lög- gæslumenn að söðla um á þessum vett- vangi. Málsmeðferð dómara er tekur til forsendna refsimats á grundvelli þeirra af- leiðinga sem afbrot af þessu tagi valda, þarf að endurskoða. Ekki virðist hinn kerfis- bundni refsirammi laganna hamla dóms- niðurstöðum því öll fíkniefnamál rýmast vel innan hans. Stytt- ing á afplánun fyrir fíkniefnabrot eins og tíðkast hefur er réttarfar- skerfinu til skammar svo og ódeildaskipt fangelsi. Þá tala menn um fangelsin sem meiri- háttar fíkniefnabæli. Bein snert- ing gesta við fanga og slælegt fíkniefnaeftirlit leiðir að sjálfsögðu til slíkrar niðurstöðu. Það er eins og nánast öll fram- kvæmd hins opinbera á þessum vettvangi sé í molum. Ber ekki viðkomandi ráðherra ábyrgð í þessum efnum frekar en bankamálaráðherra á Landsbank- anum? Höfundur er fyrrv. deildarstjóri. Kristján Pétursson Um ánauð tækniframfara ALLT FRÁ upphafi iðnbyltingar hafa menn haft áhyggur af því að tækniframfarir leiði til atvinnuleysis og lágra launa þar sem vélarafl sé í auknu mæli notað í stað vinnuafls. Það var Ro- bert Owen, upphafs- maður sósíalisma, sem fyrstur ritaði um þetta vandamál í upphafi 19. aldar og varð þetta síð- ar kjarninn í hagfræði Marx. Óhætt er að segja að þessar hug- myndir séu einhverjar lífseigustu og skað- vænlegustu ranghugmyndir um hagfræði seinni tíma. Þó svo að sýnt hafi verið fram á hið gagn- stæða ótal sinnum bæði fyrir og eftir að Owen og Marx skrifuðu sín höfuðrit þá virðist enn gæta al- menns misskilnings hvað þetta varðar. Og því reynist þeim stjórn- málaöflum sem það hentar hverju sinni enn auðvelt að sannfæra stóran hluta kjósenda um hættuna sem stafar af þessu uppgerða fyr- irbæri sem ég ætla að kalla ánauð tækniframfara. Talsmenn þessara þunglyndis- legu hugmynda rökstyðja mál sitt oft á eftirfarandi veg: „Við tækni- framfarir s.s þær sem urðu í Bret- landi á 19. öld kemur ódýrt vélar- afl í stað vinnuafls. Snemma á 19. öld gátu til dæmis vélar sem nýttu sér vinnuafl 2500 manna framleitt meira en allir íbúar Skotlands hefðu getað með þeirri tækniþekk- ingu sem menn réðu yfir fimmtíu árum áður. Þegar vélar af þessu tagi eru teknar í notkun í auknum mæli koma þær í stað verkafólks sem þá verður atvinnulaust. Og þeir sem halda vinnunni verða að keppa við ódýrt vélarafl og sjá því laun sín lækka. Þannig hreppa tækniframfarir verkafólk í ánauð með atvinnuleysi og lágum laun- um.“ Málflutningur á þessu nótum hefur heyrst þúsundum sinnum víðs vegar um heim og hljómar vissulega sannfærandi í fyrstu en reynist byggður á fölskum for- sendum. Gary Becker var spurður að því skömmu eftir að hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1992 hvernig hann hygðist fara að því að eyða verðlaunafénu, rúmri milljón Bandaríkjadala. Becker bennti á að hagfræðin hefði nú svar við því. Það er nefnilega svo, sagði hann, að þarfir taka ávallt mið af þeim tækifær- um sem hver og einn stendur frammi fyrir hverju sinni. Skýrir það af hverju neytend- um í efnuðum löndum finnst þörfum sínum ekki vera fullnægt frekar en þeir sem fátækari eru. Grundvallarskissan sem þeir sem aðhyllast ánauð tækniframfara gera sig seka um er að átta sig ekki á af- leiðingum þess að þarf- ir okkar aukast í sam- ræmi við þau tækifæri sem við stöndum. frammi fyrir. Þessi óseðjanleiki mannkyns veldur því að þjóðfélag- ið hefur alltaf not fyrir vinnuafl. Þannig er alltaf eitthvað sem þjóðfélagið hefði áhuga á að gera en hefur ekki tækifæri til þar sem allt vinnuafl þess er bundið við framleiðslu nauðsynlegri lífgæða. Tækniframfarir eru einmitt það sem gerir þjóðfélaginu kleift að nota minna vinnuafli við fram- Að segja að tæknifram- farir séu orsökin að atvinnuleysi, segir Jón Steinsson, er eins og að segja að matur sé orsök þess að fólk borðar yfír sig. leiðslu nauðsynja og opnar því ný tækifæri til aukinna lífsgæða. Hugmyndin um ánauð tæknifram- fara er oft notuð til að rökstyðja kröfu hagsmunahópa í samfélaginu um sérstaka ríkisvernd til handa ákveðnum atvinnugreinum eða fyrirtækjum. Hagsmunagætend- urnir halda því fram að án ríkis- verndar gætu skjólstæðingar þeirra ekki staðist samkeppni við tæknilega þróaðari einingar í hag- kerfinu og myndu því verða undir. Svo mikið er áreiðanlega rétt. En þeir halda hins vegar áfram og segja að þetta leiði þá til atvinnu- leysis og erfiðis fyrir fólkið í land- inu. Hér koma þeir hins vegar upp um skilningarleysi sitt á verkfær- um nútíma hagkerfis sem, ef notuð eru skynsamlega, leiða til þess að svigrúm til sköpunar nýrra at- vinnutækifæra í stað þeirra sem tapast við gjaldþrot og aðrar skipulegsbreytingar er ávallt nógu mikið til að eyða atvinnuleysi sem hlýst af slíkum skipulagsbreyting- um. Að segja að tækniframfarir séu orsökin að atvinnuleysi er eins og að segja að matur sé orsök þess að fólk borðar yfir sig. Tæknifram- farir eru þvert á móti uppspretta aukinna lífsgæða. Atvinnuleysi er ekki óhjákvæmileg afleiðing tækniframfara heldur afleiðing þess að uppbygging hagkerfisins er ekki nógu hagkvæm til að skapa skilyrði fyrir nýjum atvinnu- tækifærum þegar þörfin fyrir vinnuafl minnkar í undirstöðuat- vinnugreinunum. Nú er vissulega rétt að það er margt sem getur komið í veg fyrir að þeir sem missa vinnuna á einum stað í hagkerfinu geti fundið sér vinnu annars staðar. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að slíkt millibilsástand er erfitt fyrir þá sem í því lenda hverju sinni. En til að geta notið ávaxtanna af þeirri framþróun sem á sér stað í hag- kerfinu verðum við að sætta okkur við að taka á okkur óhjákvæmileg tímabundin óþægindi sem framþróunin hefur í för með sér. Við stöndum því frammi fyrir vali um að búa i hagkerfi þar sem ein- ingar sem ekki standast sam- keppni er leyft að verða gjaldþrota til að ryðja fyrir hagkvæmari ein- ingum; eða í hagkerfi sem ekki hefur slíkan aðhaldsventil en býr við stöðuga hnignun þar sem engir velgengnishvatar eru fyrir hendi. Verkfærin sem stjórnvöld geta nýtt sér til að hlutirnir gangi greiðlega í nútímahagkerfi eru orðin það flókin að erfitt er fyrir leikmann að skilja þau til hlítar og því reynist auðvelt fyrir and- stæðinga góðrar hagfræði að sann- færa kjósendur um patentlausir sínar. Ég er til dæmis nokkuð viss um að enginn stjórnmálamaður myndi treysta sér til að útskýra peningamálastefnu Seðlabankans fyrir almenningi í einnar mínútu sjónvarpsviðtali þó svo að flestir þeirra geri sér (vonandi) grein fyr- ir því að hún er einn af hornstein- um efnahagskerfisins. Þær breytingar sem átt hafa sér stað á Islandi á þessum áratug s.s. verðstöðugleiki, frelsi á fjármála- markaði og afnám ríkisstyrkja til fyrirtækja í ýmsu formi eru allar stór skref í rétta átt. Enn leynist þó sumstaðar gamaldags málflutn- ingur sem varast þarf til að hag- kerfið haldi áfram að vaxa og dafna. Höfundur er hagfræðinemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.