Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGAKDAGUR 23. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR / Morgunblaðið/Jón Svavarsson Utför Einars J. Gíslasonar ÚTFÖR Einars J. Gíslasonar, fyrrverandi forstöðumanns Ffla- delfiusafnaðarins, sem lést 14. maí sl., var gerð frá Hvítasunnu- kirkjunni Ffladelfíu í gær að viðstöddu fjölmenni. Prestur var Vörður Leví Traustason, minn- ingarorð flutti Hafliði Kristins- son og kveðjur báru Snorri Óskarsson, sr. Sigurður Pálsson og Sam Daníel Glad. Ffla- delfíukórinn söng undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar. Líkmenn voru (f.v.) Daníel Glad, Einar G. Jónasson, Ágúst Halldórsson (pær), Hreinn Bernharðsson, Óli Ágústsson og Kornelíus Trausta- son. Bergljót Jónsdóttir Kom söngurinn ekki á óvart Ný símaskrá komin út SÍMASKRAIN 1998 er komin út og tekur hún gildi fimmtudaginn 28. maí nk. Viðskiptavinir fá skrána afhenta á öllum afgreiðslustöðum íslandspósts og í þjónustumiðstöðvum Lands- símans í Reykjavík. Símaskráin kemur út í 220 þúsund eintökum. Skrá með kartonkápu og í einu bindi er af- hent án endurgjalds. Skrá með harð- spjöldum, í einu bindi kostar 190 kr. og skrá með harðspjöldum í tveimur bindum kostar 380 kr. Símaskráin er alls 1.302 bls. og þar af eru 16 bls. yfir ný og breytt símanúmer sem bættust við á meðan á vinnslu skrárinnar stóð. Meðal nýjunga í skránni eru götu- kort af öllum þéttbýlisstöðum lands- ins. Netföng og vefföng eru nú skráð hjá þeim sem það kjósa og er (jóst að á næsta ári verður mikil fjölgun í þeim skráningum. BERGLJÓT Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðai'innar í Björgvin, segir uppákomuna að lok- inni setningarathöfn hátíðarinnar síðastliðinn miðvikudag, þegar gestir í Grieg-höllinni sungu Björgvinjar- sönginn umtalaða, ekki hafa komið sér á óvart, en sem kunnugt er ákvað hún að fella hann út úr athöfninni. „Ég var undir þetta búin en sem bet- ur fer biðu gestimir, þeir sem sungu, sem voru aUs ekki allir, þangað tU at- höfninni var formlega lokið og kon- ungur og fylgdarlið farin úr salnum. Maður getur ekki leyft sér hvað sem er í nærveru konungshjónanna." En heyrði hún sjálf sönginn? „Nei, ég heyrði hann ekki!“ Bergljót telur að þar með sé mál- inu lokið - „að minnsta kosti þar til á næsta ári“ - en deilan sem spannst af ákvörðun hennar mun ekki hafa bitnað á aðsókn og eftir- spurn eftir miðum á hátíðina. „Hátíðin hefur farið virkilega vel af stað og við átt alveg frábæra daga hér með konungi og öðrum gestum. Björgvinjarsöngurinn er afskaplega léttvægur í samhengi við það sem hér er á seyði.“ Morgunblaðið/Shannon L. Beardsley RÚSSNESKI skipstjórinn hífður um borð í þyrlu varnarliðsins í Keflavík. Rússneskur skipstjóri sóttur út á rúmsjó RÚSSNESKI skipstjórinn, sem sóttur var út á rúmsjó eftir að hann fékk hjartaáfall á fimmtu- dag, var í gær á batavegi. Hann fór í þræðingu á Landspítalanum og var víkkuð kransæð. Hann verður á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. Landhelgisgæslunni barst á fimmtudagsmorgun beiðni um að sækja skipstjóra rússneska tog- arans „Volní veter“ vegna þess að hann hafði fengið hjartaáfall. Togarinn var þá staddur um 240 sjómílur suðvestur af landinu. Þar sem Super Puma-þyrla Landhelgisgæslunnar var í skoðun var leitað til varnarliðsins um aðstoð og klukkustund eftir að beiðnin barst fóru tvær þyrlur og Hercules eldsneytisvél frá Keflavík. Veður var gott hjá skipinu að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, að öðru leyti en því að það var þoka og skyggni aðeins um ein sjómíla. Sjúklingurinn var hífður um borð í aðra þyrluna og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli síðdegis á fimmtudag eftir að hafa tekið eldsneyti á flugi á leiðinni. Morgunblaðið/Scott R. Swanson ÞYRLA varnarliðsins fær eldsneyti hjá Hercules-vél á bakaleið með hjartasjúkling úr rússneska togaranum Volní veter, sem merkir Hinn fijálsi vindur, á fimmtudag. Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir mynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins Canncs - Morgunblaðið FRIÐRIK Þór Friðriksson hefur tekið að sér að leikstýra kvikmyndinni Neutron, framtíðarmynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins, og verða framleiðendur myndarinnar Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist og James MacKay. Friðrik Þór, Skúli og Þórir Snær eru einnig með tvö önnur verkefni í vinnslu. Eru það myndirnar Fíaskó, í samstarfi við Kvik- myndasjóð íslands, sem verður kvikmynduð í janúar árið 1999, og Feldur, í samstarfi við Scottish Screen. Ragnar Bragason mun leikstýra báðum myndunum. „Það gengur bara vel að kynna myndina," segir Þórir Snær í viðtali við Morgunblaðið á svölum Norðurlandaskrifstofunnar í Cannes þar sem íslendingarnir hittast gjarnan um eftirmiðdaginn. „Við erum að funda núna og munum byrja að prófa leikara á næstu 3 til 4 vikum. Það verða væntanlega einhver nöfn. Bowie var orðaður við myndina á sínum tíma en ekki hefur verið ákveðið hvort við tölum við hann aftur.“ Verkefnið er mjög stórt á íslenskan mæli- kvarða og verður fjármagnað í Bandaríkjun- um og á Englandi. Áætlað er að tökur hefjist eftir ár. „Þetta kemur til með að kosta nokk- ur hundruð milljónir," segir Þórir Snær. „Við munum framleiða myndina í samstarfi við James MacKay sem framleiddi myndir Jarmans á sínum tíma.“ Þá verður Christopher Hobbs leikmyndahönnuður en hann vann með Jarman að myndum á borð við „Caravaggio“ og „Edward II“. Síðasta verkefni hans var kvikmyndin „Velvet Gold- mine“ sem er í aðalkeppninni í Cannes. Derek Jarman var vel þekktur og fjölhæf- ur listamaður og lést úr alnæmi árið 1994. Hann var rómaður jaðarleikstjóri, málari og rithöfundur og líklega var hann kunnastur fyrir myndina „Blue“. Handritið skrifaði hann síðla á áttunda áratugnum og urðu Friðrik Þór, Skúli og Þórir Snær sér úti um réttinn í gegnum dánarbúið. „Þetta er nán- ast fullunnið handrit en ekki hefur verið ákveðið hver lýkur við það.“ Keith Collins, sem er yfir dán- arbúi Jarmans, gaf út yfírlýs- ingu í tilefni af samningnum: „Það gleður mig að Neutron, sem var uppáhalds verkefni Jarmans af þeim sem hann hafði ekki lokið við, verði gert að kvik- mynd af Friðrik Þór Friðriks- syni. Jarman hélt mikið upp á myndir Friðriks Þórs og ég get ekki hugsað mér nokkurn leik- stjóra sem er betur til þess fall- inn að gera mynd eftir handrit- inu í anda Jarmans en halda að sama skapi sínum sérkennum." „Þetta er vísindaskáldskapur," segir Friðrik Þór Friðriksson þegar hann er beðinn að lýsa myndinni. „Sagan gerist eftir tortímingu mannlegs samfélags. Hún er samt ekki á svörtu nótunum því það er ástarsaga í þessu." Er hún súrrealísk? „Sumir myndu segja það en hún er það ekki. Leikmyndin á eftir að spila stórt hlutverk.1* Friðrik Þór er með nokkur önnur handrit á vinnslustigi. „Þetta er eins og veiðar - maður hendir út fullt af netum. Aðstæður geta breyst mjög fljótt og verkefni sem erfitt er að fjármagna í dag verður ef til vill auðvelt að fjármagna á morgun. Ætli ég sé ekki með um 20 verk- efni i gangi á einhverjum stig- um.“ Ekki fleiri myndir á íslensku? Af þeim eru tvö á lokastigi fyr- ir utan Neutron. Annað er Englar alheimsins sem tökur hefjast á í haust og hitt nefnist Fákur. „Við Einar Kárason skrifuðum tvö fyrstu handritin að henni og írskur höfundur er að ljúka við handritið. Tökur munu hefjast á næsta ári og þar verða margir erlendir stórleikar- ar enda verður myndin með ensku tali. Ég geri ráð fyrir að Englar alheimsins verði síðasta myndin mín á íslensku, - nema íslensk stjórnvöld breyti um pólitík. Það þýðir ekki að reka íslenska kvikmyndagerð fyi’ir 70 milljónir á ári. Á sama tíma fá leikhús og aðrar listgreinar um milljarð. Á síðasta ári voru framleiddar fjór- ar íslenskar myndir og það var tap á öllum. Þá er ekkert til að falla á. Það er ekki hægt að framleiða mynd með 20 milljóna styrk sem kostar 100 til 150 milljónir í framleiðslu. Annars staðar á Norðurlöndum eru styrkirnir 90% af heildarkostnaði myndar- innar.“ Annars segir Friðrik Þór að það hafi gengið mjög vel að koma íslenskum myndum á framfæri í Cannes. „Myndirnar hafa allar verið að hreyfast eitthvað. Stikkfrí hefur gengið best. Hún er komin til Ítalíu og 5 til 6 lítilla landa. Þá er nýbúið að ganga frá Þýskalandi þannig að hún er að verða best dreifða íslenska myndin frá upphafi.11 Hvernig stendur á því? „Það er mun auðveldara að selja barna- myndir og markaðurinn er afar stór. Síðan er þetta mjög góð mynd.“ Friðrik Þór segir að einnig hafi tekist að selja myndina Blossa í bíódreifingu í Frakk- landi sem sé mjög góður árangur. „Þjóðverj- ar hafa í'jármagnað íslenska kvikmyndagerð hingað til. Þeim er sama um tungumál þar sem talað er inn á myndirnar hvort eð er og það kemur ágætlega út með íslenskar mynd- ir. Það er hins vegar erfiðara að selja ís- lenskar myndir til annarra landa. Þau hafa ekki áhuga á íslenskra menningu. Sem dæmi um hvað Frakkland er erfiður markaður má nefna að Cold Fever verður sýnd í fyrsta skipti í París í júni næstkomandi." Þessu fylgir mikið sukk Friðrik Þór segist hafa komið í fyrsta skipti til Cannes árið 1987 og að hann hafi verið á flestum hátíðunum síðan þá. En hvernig finnst honum? „Þreytandi og leiðinlegt," svar- ar hann. „Þessu fylgir mikið sukk þannig að þetta tekur á mann. Flest af viðskiptasam- böndunum verða til í partíum og á börum þannig að það þarf úthald í þetta. Þótt hér sé aragrúi af fólki skiptir mikið af því engu máli. Það eru aðeins um þúsund manns sem verða til þess að hlutirnir gerast." Friðrik Þór segist halda að mynd Ang- elopotous „Eternity And A Day“ vinni keppn- ina. „Ég hef það bara á tilfinningunni," segir hann og bætir við að síðustu - eins og til að réttlæta það: „Bruno Ganz leikur aðalhlut- verkið." Saga um tortím- ingu mannlegs samfélags Friðrik Þór Friðriksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.