Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hefur hrossasóttin verið landlæg? SÝNT er að hitasótt sú, eða pest, sem hrjáð hefír hrossastofn Islendinga á undanförnum mán- uðum, ætlar að verða hrossaeig- endum þung í skauti. Sérstaklega kemur hún illa við þá sem hafa einhvers konar hrossabúskap að aðalatvinnu, því segja má að öll venjuleg starfsemi hafi farið úr skorðum eða stöðvast. Hvers kon- ar hrossaverslun er úr sögunni, eins og nú horfir, og enginn veit hvenær sala hrossa út úr landinu verður aftur möguleg, en segja má að hún hafi verið lykillinn að jákvæðum hrossabúskap á undan- förnum árum og hafi þar margur lagt mikið undir. Efalítið er það svo að fjölmargir þeir er atvinnu- gi-einina hafa stundað sem aðal- starf sjá ekki efnahagsafkomu sinni borgið eða hvar þeir muni lenda fjárhagslega er þessum óvissutíma lýkur og að nýju verð- ur hægt að hefja skipuleg störf í atvinnugreininni. Sérkennilegt er við hrossapest- ina að hvorki leikir né lærðir kunna á henni nokkur skil og í rauninni engin ráð önnnur en þau sem alltaf er gripið til er sjúk- dóma ber að höndum, hvort sem um er að ræða menn eða skepnur, það að fara vel með hinn sjúka og veita honum hjúkrun, svo sem best verður við komið. Sérkenni- legt er einnig með hrossapestina hversu dularfull hún er um smit- unarleiðir og ótrúlega næm. Talið er að hún berist jafnvel með fugl- um og vindinum og hvað þá með dauðum hlutum svo sem fatnaði, reiðverum eða jafnvel með hjól- börðum bifreiða sem rúlla eftir vegum landsins. Sé svo er varla möguleiki á því að „hafa hendur í hári“ pestarinnar og hún fari því sína leið í tímans rás. Skýrt var frá því í hádegisfréttum ríkisút- varpsins á páskadaginn að sagt sé frá því í Brandsstaðaannál að skæð hrossapest hafí gengið yfir landið árið 1805 og svo aftur tutt- ugu og átta árum síðar eða 1833. Sjúkdómslýsing annálsritarans Björns frá Brandsstöðum virðist svo lík og nú er sagt frá pestinni að þar skeikar í rauninni engu um einkenni: hár hiti, ör hjartsláttur, mæði og lystarleysi. Vegna þeirra sem ekki heyrðu frásögnina á páskadaginn og ekki hafa Brands- staðaannál tiltækan til þess að skoða set ég hér orðrétta lysingu annálsritarans: Um árið 1805 segir hann: „Fáheyrt var að hrossapest fór yfir landið. Veiktust þau flest á engjaslætti. Drapst á fleiri bæjum 1-3 og varð óhægð mikil af. Fór- ust helst þau vænstu og voru veik 3-7 daga. Blóðsláttur þeirra var líkt og mest getur orðið á reiðmóðum hesti. Sjáanlega tóku þau út kvöl mikla.“ Um árið 1833 segir Björn: „Hrossapest færðist yfir að sunn- an hér um sýslu, allt austur að Blöndu, milli sumarmála og krossmessu, drap í Vatnsdal og Þingi um 40, helst hryssur og roskna eldishesta. Hún var smit- andi og gat flust með manni, þá mikið hár af þeim veiku hrossum toldi við hann og komst að heil- brigðum í húsi. Ei kom hún á heiðar og með grænum grösum tók fyrir hana. Ei var hún eins skæð og sumarið 1805. Mörgum gjörði hún baga við lestaferð vest- ur og ymsar reisur." Arið 1837 kom út bæklingur um búfjársjúkdóma á Islandi saman- tekinn af lækninum Jóni Hjaltalín (1807-1882) að beiðni landstjórn- arinnar. Jón var prestssonur frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, fjöl- hæfur að þekkingu en ól að mestu aldur sinn erlendis. Mjög svipar lýsingu Jóns af pestinni til frá- sagnar annálsritarans. Virðist sem læknirinn telji hana einn af landlægum sjúkdómum í hrossum er geri vart við sig annað slagið og nefnir árið 1833, að þá hafi veikin gert vart við sig bæði sunn- an lands og austan, en það er einmitt seinna árið sem Björn á Brandsstöðum nefnir í annál sín- Hefur hrossasóttin ver- ið landlæg hér um ald- ir? spyr Grímur Gísla- son, og vitnar í Brands- staðaannál 1805 og 1833 og bækling Jóns Hjaltalín um búfjár- sjúkdóma 1837. um. Má telja líklegt, eftir þessum frásögnum báðum, að veikin hafi farið a.m.k. víða um landið á því ári. Hjaltalín læknir gefur ráð til lækningar á pestinni, sem í aðal- atriðum er að taka hrossunum blóð og setja þeim stólpípu með hafraseyði íblönduðu m.a. salt- pétri og kamfúru, en blóðtaka virðist hafa verið mjög algeng er margs konar sjúkdómar í hross- um gerðu vart við sig. í allri þeirri miklu umræðu sem orðin er á þessu ári um hrossa- pestina hefir sá er þetta ritar ekki orðið þess var að hinir vísu búfjársjúkdómafræðingar hafi nokkurn tíma litið um öxl og virt fyrir sér sögulega atburði er skráðir eru um sjúk- dóma í hrossum Is- lendinga fyrr á öldum. I stað þess hafa þeir slegið því föstu að hér væri um nýjan sjúk- dóm að ræða og leitað um lönd og jafnvel álf- ur til þess að finna or- sakir hans eða upp- runa, og virðast þó engu nær ennþá. Á meðan hefir pestin haldið sína leið, eins og skráðar heimildir segja frá 19. öldinni, en hafa verður í huga hversu aðstæður hafa breyst á flestum sviðum þjóðlífsins og ekki síst í meðferð og fjölda hrossa. Hrossin voru svo miklu færri og dreifðari en nú og fjöldi þeirra tak- markaðist af harðræði og stund- um algjöru bjargarleysi, svo að aðeins sterkustu einstaklingarnir héldu velli. Þarna gilti hið harða náttúruúrval. Allt fram á þessa öld, sem nú kveður brátt, voru samgöngur fólks og /énaðar víðs fjarri því sem nú er. Ár voru flest- ar óbrúaðar og fólk og fénaður miklu staðbundnari en er í dag. Stórar hrossahjarðir þekktust ekki eða samþjöppun hundraða hrossa á litlum svæðum eins og nú er og skapar hin ákjósanleg- ustu skilyi'ði til hvers konar sam- skipta sem ekki eru ákjósanleg þegar um smitsjúkdóma er að ræða sem hrossapestin er. Eins og pestarmálið horfir nú við sýnist fullkomin ástæða til þess að sjúkdómafræðingar þeir sem um það fjalla líti til baka og leiti eftir því hvort hrossapestin sé búin að vera hér landlæg um aldir þó að hún hafi ekki, af duld- um ástæðum, látið á sér kræla um óralangt skeið, a.m.k. svo að eftir hafi verið tekið eða skráð í heim- ildarrit. I safnritinu Öldin okkar, þar sem skráðir eru þeir viðburðir í þjóðlífinu sem athyglisverðastir eru, er ekki minnst á hrossapest- ina áður tilgreind ár 1805 og 1833. Bendir það óneitanlega til þess að þar hafi í rauninni verið um hversdagslega viðburði ræða sem ekki hafi þótt ástæða til að geymdust í minni, þótt sagnaritar- anum Birni á Brands- stöðum þætti svo vera. Sé aftur á móti flett upp í árinu 1918 er í tiltölulega löngu máli sagt frá Spönsku veik- inni svokölluðu, sem herjaði á landsmenn og var mannskæð. Gagnvart henni var samdóma viðhorf almennings og ráðamanna að hindra útbreiðslu þess skæða sjúkdóms svo sem auðið væri. Óðru máli gegnir um hrossapest- ina, þar sem hver höndin hefir ljóst og leynt verið upp á móti annarri, og það er næsta furðu- legt að það skuli vera til það sjón- armið að sækjast eftir sjúkdómi í hross landsmanna. Slíkt er í and- stöðu við hagræn og mannúðar- sjónarmið, jafnt þótt hrossapestin umrædda sé engan veginn sá vá- gestur sem blásið hefir verið upp í umræðum, því staðreyndin er nefnilega sú að sárafá hross hafa farist af öllum þeim fjölda sem veikina hafa tekið. Það að hrossa- búskapur snertir hag landsmanna á allt annan hátt en áður var gerir málið miklu viðkvæmara af þeirri einföldu ástæðu að líkur eru á að veikin kollvarpi efnahag þess fólks sem hefir hrossarækt og hvers konar hrossaviðskipti að at- vinnu og er það vissulega ömur- legt. En kannski kemur svo ís- lenski hrossastofninn sterkari út úr eldrauninni, er henni lýkur, og það yrði óneitanlega mikils virði, ef litið er til alþjóðaviðskipta á hrossum, en á þeim byggist í vax- andi mæli að hrossabúskapur geti verið hagræn atvinnugrein fyrir Islendinga í framtíðinni. Höfundur er fyrrv. bdndi, nú búsett- ur á Blónduósi. Grímur Gíslason Þjóðin blekkt SVO virðist sem jafnaðarmenn hafi með sínum óheiðarlega mál- flutningi um frumvarp til sveitar- stjórnarlaga tekist að bleklqa stóran hluta þjóðarinnar. Blekkingin felst í því að jafnaðarmönnum hefur tekist að telja fólki trú um að með lögfest- ingu frumvarpsins sé verið að af- henda nokkrum sveitarfélögum þar sem fámennur hluti þjóðarínnar býr allt miðhálendi íslands til eignar og ráðstöfunar. Þar með haíi hinn réttláti meirihluti þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu ekkert um þetta landsvæði að segja. Jafnaðar- menn hafa fengið hina ýmsu svo- nefnda „valinkunna“ aðila til liðs við sig í sínum dæmalausa málflutningi. Þar má m.a. nefna ritstjóra hins „frjálsa og óháða“ DV, en svo vill til að einn þeirra hefur ákveðin tengsl við þingflokk jafnaðarmanna og ann- ar er eiginmaður þingkonu sem er ötull fylgismaður jafnaðarmanna í málinu. Einn af jafnaðarmönnunum á dagblaðinu Degi er jafnframt rit- stjóri blaðsins og hefur tekið virkan þátt í blekkingarleiknum. Loks hafa jafnaðarmenn fundið sjálfskipaða „sérfræðinga“ á þessu sviði á ótrú- legustu stöðum og má þar m.a. nefna rithöfundinn Steinunni Sigurðar- dóttur, en í umræðum á Alþingi um fiumvarp til sveitarstjómarlaga hafa jafnaðarmenn hvað eftir annað vitnað í „lærðar" greinar og erindi rithöfundarins um málið og mátti sjá að þingmennimir héldu vart vatni af hrifningu yfir sérfræðiþekkingu rit- höfundarins. Hið rétta í málinu Með lögfestingu 1. greinar frum- varps til sveitarstjómai'laga er m.a. verið að staðfesta þá grundvallar forsendu stjómskipunarinnar að hér era tvö stjómsýslustig, ríkisvaldið annars vegar og sveitarfélög hins vegar. Þar segir að landinu skuli öllu skipað innan staðannarka sveit- arfélaga. Samkvæmt núgildandi lög- um er byggðinni í landinu, þar með afréttum á hálendinu, skipað innan marka sveitarfélaga. Samlwæmt því er stærstur hluti landsins nú innan sveitarfélaga, þar á meðal mestur hluti miðhálendisins. Sú breyting sem felst í því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi fjallar á engan hátt um eignarrétt á landi og það fjallar því síður um almannarétt fólks til aðgangs að landi. Allt önnur lög mæla fyrir um þessi atriði og má í því sambandi nefna náttúravernd- arlög og framvarp til laga um þjóð- lendur, sem kveður á um að þjóðin slái eign sinni á allt það land sem aðrir geta ekki sannað eignarrétt sinn á. Það má geta þess að við at- kvæðagreiðslu um það framvarp eft- ir aðra umræðu á Álþingi lýstu jafn- aðarmenn sérstakri ánægju sinni Málflutningur jafnaðar- manna er með ólíkind- um, en Magnús Stefánsson telur að al- menningur sé skyn- samari en svo að hann láti blekkja sig á þenn- an hátt. með það að með frumvarpinu sé ver- ið að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á þessum landsvæðum. Það er enn eitt dæmið um hinn óheiðarlega mál- flutning jafnaðannanna í þessum málum, að eftir að hafa talið almenn- ingi trú um að með frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sé verið að af- henda fámennum sveitarfélögum miðhálendið þá lýsa jafnaðarmenn ánægju sinni með að framvarp til laga um þjóðlendur tryggi eignaraétt þjóðarinnar á sama landsvæði! Það er athyglisvert í umræðunni um framvarpið til sveitarstjómar- laga að helsti ágreiningurinn snýst um skipulagsmál, þ.e.a.s. hvemig skipulagsmálum skuli háttað á hálendinu og hvaða aðilar skulu hafa þau á sinni hendi. Fyrir ári samþykkti Alþingi ný skipulags- og bygg- ingalög. Það er athyglis- vert í ljósi hamfara jafn- aðarmanna í umræðunni um sveitarstjómarlög nú að skipulags- og byggingalögin vora samþykkt samhljóða á Alþingi, þar á meðal af þingmönnum jafnaðar- manna. Fulltrúi jafnað- armanna í umhverfis- nefnd Alþingis stóð að nefndaráliti nefndarinn- ar án fyrirvara, þar sem lagt var til að lögin yrðu samþykkt. En um hvað fjalla þessi lög, sem jafnaðarmenn stóðu að fyrir ári? Skipulags- og byggingalögin sem lögfest vora fyrir ári kveða á um að sveitarfélögin hafi skipulagsvald á miðhálendinu. Þar er kveðið á um svæðisskipulag og að sveitarfélög eigi að standa að því. Samkvæmt þessu vildu jafnaðarmenn við af- greiðslu málsins íyrir ári að sveit- arfélögin hefðu skipulagsvald yfir, stærstum hluta miðhálendisins. Nú vefa jafnaðarmenn blekkingarvef með aðstoð ýmissa „valinkunnra" aðila og telja fólki í landinu trú um að núverandi stjómarflokkar vilji færa fámennum sveitarfélögum úti um landið allt vald yfir miðhálendinu. Þessi málflutningur jafnaðarmanna er með ólíkindum, en sem betur fer er almenningur í landinu skynsamain en svo að fólk láti blekkja sig á þenn- an hátt og mun sjá í gegnum þennan blekkingarvef fýrr en síðar. Skipulagsheildin Það hefur hvað eftir annað komið fram í umræðunni um frumvarp til sveitarstjórnarlaga að stjórnar- flokkarnir vilja styrkja ákvæði skipulags- og byggingalaga þess efnis að tryggt verði að miðhálendið verði ein skipulagsleg heild. í því efni þarf að líta til for- senda gildandi laga, sem jafnaðarmenn studdu svo dyggilega fyrir ári. Lögin gera ráð fyrir að sveitarfélög á viðkomandi svæði hafi um málið að segja. Hins vegar er vilji til þess að tryggja að fulltrúar fólks á öðram svæðum hafi einnig eitthvað um málin að segja. Á þann hátt leitast stjórnarflokkarnir við að skapa sem víðtækasta sátt um málið, sem er mikilvægt fyrir þjóðina ekki síst ef litið er til fram- tíðar. Niðurlag I Ijósi þess sem átt hefur sér stað í umræðunni um sveitarstjórn- arlög og miðhálendið liggur fyrir að jafnaðarmenn og þeirra fylgis- menn hafa talað mjög niður til landsbyggðarinnar og sveitar- stjórnarmanna úti um landið. Þetta er mikið áhyggjuefni, en kemur þó ekki alveg á óvart miðað við það hvernig umræðan gagnvart lands- byggðinni hefur oft og tíðum verið. I umfjöllun um þessi mál hafa jafn- aðarmenn valið þann kostinn að hlaupa á eftir sjónarmiðum sem þeir telja eiga hljómgi'unn í þétt- býlinu, með það að markmiði að fiska þar fleiri atkvæði. Á sama tíma virðast þeir gefa lítið fyrir til- veru fólksins í hinum dreifðu byggðum, sem kemur ekki heldur á óvart. Höfundur er ulþingismaður. Brúðhjón Allur borðbúnaður - Glæsileg gjafavara Brúöarhjóna listar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Magnús Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.