Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 32

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 Minnisstæðir kennarar „Eg man vel eftir ýmsum kennur- um frá fyrstu árunum í Verzlunar- skólanum, sem settu svip á skólann og sinntu okkur af alúð. Eg minnist Sigurðar Guðjónssonar, Þorsteins Bjamasonar bókara og Guðrúnar Arinbjarnar meðal annarra. Síðan kom til leiks ný kynslóð af kennur- um með nýjum skólastjóra. Þar voru t.d. mjög öflugir Sölvi Ey- steinsson, sem kenndi okkur ensku, Sigurður Ingimundarson efnaverk- fræðingur, sem kenndi okkur stærðfræði af miklum dugnaði, síð- an alþingismaður fyrir Alþýðuflokk- inn, Grímur M. Helgason, sem kenndi okkur íslensku, einnig af miklu kappi, Egill Stardal, sem barði í okkur sögu og fleiri góðir menn. Mér er líka sérstaklega minnisstæður frá fyrstu árunum kennari, sem tók við okkur í byrjun og leiddi okkur í gegnum fyrstu tvö árin. Það var Ingi Þ. Gíslason, skil- virkur kennari og fágæt persóna. Hann kenndi okkur dönsku, stærðfræði og einnig íslensku, þ.m.t stilfræði og ritsmíðagerð og gaf sér jafnframt tíma til að ræða við okkur um eitt og annað varðandi námsefn- ið. Hann var myndhöggvari og hafði lært til þess í einu af Eystra- saltslöndunum á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Það er höggmynd eftir hann við Reykjavíkurhöfn á austanverðum Miðbakkanum. Styttan heitir Horft til hafs, er af tveimur sjómönnum og sómir sér þar vel. Ingi kom úr mikilli menn- ingarfjölskyldu eins og alkunna er.“ Eftirminnileg ár - umbrotatímar Þama var ýmislegt að gerast á sjötta áratugnum, bæði hér innan- lands og þá ekki síður erlendis, sem vakti verulega athygli. Er ekki margs að minnast frá þessum árum? „Jú, þetta voru rnikil umbrotaár. Ég fylgdist af miklum áhuga með stjómmálum á þessum tíma og geri reyndar enn. Þetta vom mikil átakaár hér á landi. Ég minnist þessara ára allt fram til 1958 sem mikils óreiðu- eða glundroðatíma í stjórnmálum og efnahagsmálum. Það var aldrei að vita hvað kom næst. Tímabilið einkenndist af skammlífum ríkisstjómum. Þetta var tímabil mikillar ráðvillu, það vom endalausar deilur um alla hluti og allir vildu ráða. Mikil átök vom innan verkalýðshreyfmgarinnar og tíðar kosningar í verkalýðsfélögun- um. Fyrri hluti þessa tímabils, þeg- ar ég var í Verzlunarskólanum, var heldur dapurlegur hér í atvinnumál- um. Kalda stríðið, sem upphófst í lok síðari heimsstyrjaldarinnar og voru alvarleg átök á milli vestur- veldanna og Sovétríkjanna og fylgi- fiska þeirra, setti einnig mikinn svip á alla pólitíska umræðu og margvís- legar athafnir manna. Margt hér á landi endurspeglaði þessi átök í alþjóðastjómmálum. Dæmi um það vom harkalegar deilur um vamar- samninginn við Bandaríkin. En dæmi um jákvæð átök og þrótt hér innanlands má einnig nefna. Landhelgin var færð út í 12 mílur 1. september 1958. Sements- verksmiðjan á Akranesi hóf starf- semi sína það sama ár. A þessu ári varð Friðrik Ólafsson einnig stór- meistari í skák. A erlendum vett- vangi gerðist það t.d. að Rússar skutu fyrsta gervitunglinu, Spútnik, út í himinngeiminn árið 1957. Það vakti mikla athygli og leiddi til mikillar umræðu um hnignandi menntun á Vesturlönd- um. Þetta var m.a. talið tákn um, hvemig Sovétmenn væm t.d. komnir mun lengra í raungreinum en Vesturlandabúar. Allt þetta gekk þó ekki þannig eftir. Þetta varð hins vegar til þess að Vestur- landabúar tóku sig á og settu sér metnaðarfyllri markmið. í skólanum man ég eftir alvarleg- um og vel sóttum fundum t.d. í fram- haldi þess að rauði herinn réðst inn í Ungverjaland árið 1956. Það var töluverður pólitískur áhugi í Versl- unarskólanum og menn tókust á um innlend og erlend málefni. Eitt árið ákvað t.d. hópur nemanda að bjóða fram hóp kvenna til stjómar málfundafélagsins. Ef ég man rétt, þá vora þátttakendur í ffamboðinu m.a. þær Guðrún Agnarsdóttir lækn- ir og Ragnheiður Briem mennta- skólakennari. Líklega fékk þetta framboð þó ekki mikið fylgi. Þær fyrmefndu náðu þó þeim frama að Ragnheiður var ritstjóri Verzlunar- skólablaðsins 1958 og Guðrún árið 1959. Enn dæmi um það, að forystu- hæfíleikar koma snemma í ljós.“ Evrópuferð sumarið 1958 „Það var til siðs að 6. bekkingar ráku verslun í kjallaranum í skóla- húsinu. Það var gert í tekjuöflunar- skyni, og grannhugmyndin var að safna fé til utanferðar að loknu stúdentsprófi. Þama var höndlað með sælgæti, bækur og glósur. Við Hróbjartur Hróbjartsson vorum þama verslunarstjórar, en sá hluti hópsins, sem tók þátt í þessum rekstri, tólf manns, fór síðan sum- arið 1958 í þriggja vikna ferðalag til Evrópulanda. Utanlandsferðir vora þá ekki sjálfsagður hlutur eins og þær era núna. Fyrst fóram við til London og þaðan áfram til Brassel, en þá var þar heimssýning og mikið um að vera. Sovétmenn vora þá að spila úr sínum Spútnikferðum og Bandaríkjamenn að berja á þýðingu rafreikna. Frá Belgíu fórum við í gegnum endilangt Þýskaland og enduðum í Kaupmannahöfn, þar sem við áttum nokkra sæludaga. Ég hafði einu sinni áður farið stutta ferð til útlanda. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag og mikil upp- lifun fyrir okkur öll.“ í framhaldsnám til Bandaríkjanna Hvað tókst þú þér fyrir hendur að loknu stúdentsprófi? „Ég kom heim úr þessu ferðalagi í byrjun júlí 1958. Ég minnist þess að ég fór beint norður á Raufarhöfn EFRI RÖÐ FRÁ VINSTRI: 1. Margeir Sigurbjömsson, látinn 2. Einar Ólafsson, látinn 3. Örn H Bjarnason 4. Þórður Guðjohnsen 5. Sigurður Jónsson iæknir 6. Sveinn R. Eyjólfsson útgefandi 7. Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt 8. Steinar Hallgrímsson 9. Gústaf Þór Tryggvason lögfræðingur 10. Jón Hjartarson framkvæmdastjóri 11. Óli G. Þórðarson arkitekt 12. Bragi Kristjónsson fornbókasali 13. Hörður Sígurgestsson forstjóri FREMRI RÖÐ FRÁ VINSTRI: 1. Eiður Einarsson 2. Helga Sigríður Bachmann kennari 3. Bernhard Petersen 4. Anna Þráinsdóttir bóndakona Noregi 5. Jón Gíslason skólastjóri 6. Steinunn Gunnsteinsdóttir kennari 7. Gunnar Þór Ólafsson útgerðarmaður 8. Guðrún Lýðsdóttir 9. Garðar Sigurgeirsson forstjóri 10. Rafn Johnson framkvæmdastjórí og vann þar sem kontóristi á söltun- arstöð. Ég fór síðan um haustið í viðskiptadeildina í Háskólanum og datt á kaf í stúdentapólitíkina, varð formaður Stúdentaráðs og hótel- stjóri, en lauk prófi í viðsldptafræð- um að lokum vorið 1965. Ég vann síðan í rúmt ár, sem fulltrúi hjá framkvæmdastjóra Almenna bóka- félagsins og sá um framleiðslu- hliðina á útgáfunni. Ég kvæntist sumarið 1966, Áslaugu Ottesen, og við fóram til Bandaríkjanna og ég var þar í framhaldsnámi við Uni- versity of Pensylvania, Wharton School, og Aslaug vann á einu af bókasöfnum háskólans. Ég lauk þaðan meistaraprófi. Við komum til baka í október 1968. Síðan vann ég fimm ár í fjármálaráðuneytinu og önnur fimm ár starfaði ég sem framkvæmdastjóri fjármála hjá Flugleiðum og síðan 1979 hef ég sinnt núverandi starfi.“ °P»'ð /augardag 12 til 76 Umboðsmenn: Akranes: Bdás sf. • (safjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs Syngur þú í bíl? Verö frá Mazda 323 F 1.595.000 Nú fylgir geislaspilari ásamt geislaplötu að eigin vali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.