Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGAVEGI 61 - SÍMI 552 4930 mesti og áreiðanlegasti gagnaflutn- ingsmiðillinn í dag. Með tiltölulega einfaldri eðlisfræði má sýna fram á að stöðu þeirra verður seint hnekkt. Ljósleiðaranetið þarf hvorki að fást við það vandamál að það séu trufl- andi merki á rásunum (sem raf- magnsveitur þyrftu að glíma við) né heldur takmarkanir þröngs tíðnis- viðs sem hamlar jafnan öllum þráð- lausum samskiptum. Þessir yfirburðir eru það miklir að óraunhæft er að ætla að nokkurt annað kerfi komi til með að ógna yf- irburðum símkerfis Landssímans á sviði gagnaflutninga. Tillaga nefndarinnar um aðgrein- ingu breiðvarpsins frá annarri starf- semi Landssímans verður að teljast af hinu góða. I skýrslunni eru færð góð rök fyrir þessari aðgreiningu. Þar kemur fram að óeðlilegt sé að fyrirtæki sé í samkeppni við við- skiptavini sína. Við það má bæta að þetta á sérstaklega við um fyrirtæki sem eru með einokunaraðstöðu á einum markaði, sem þau geta mis- notað til að niðurgreiða þjónustu á öðrum. I Ijósi þessarar röksemdafærslu er óeðlilegt að nefndin skuli mæla gegn uppskiptingu Landssímans á öðrum sviðum. Skýrslan er þar komin í mótsögn við sjálfa sig. í dag er íyrirtækið starfandi á mörgum öðrum sviðum sem tengjast grunnnetinu (jarðsímanum) ákaflega lítið. Þar ber helst að nefna sölu símtækja, Intemetþjónustu, farsíma- kerfin og háhraðanetið. Lífleg samkeppni óháðra fyrir- tækja á sviði símtækjasölu og Inter- Ur opnu bréfí til sam- gönguráðherra vegna skýrslu Fjarskiptanefndar Rcykjavík 27.4.1998 Hæstvirti samgönguráðherra. Hin nýútkomna skýrsla um fjar- skiptamál á Islandi hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Formleg úttekt á fjarskiptamálum og framtíð þeirra var þarft verk og löngu tímabært. Það er samt mat undirritaðra að ýmsir vankantar hafí verið á gerð skýrslunnar og niðurstöðum nefnd- arinnar sem gerði hana. Nefndin Það hlýtur að teljast óeðlilegt að enginn nefndarmanna getur talist sérfróður um tæknilega hlið fjar- skipta. í ljósi þessa er það enn óeðli- legra að aðeins einn viðmælenda nefndarinnar er titlaður sérfræðing- ur í tæknimálum. Skýrslan almennt Nefndin átti að fjalla annars vegar um fjarskiptamál á Islandi almennt og um stöðu Landssíma Islands hins vegar. Það er mat undirritaðra að mun meira hefði mátt leggja í al- menna umfjöllun um fjarskiptamál en gert er í skýrslunni. Skýrslan tekur t.d. ekkert á því hver afstaða ríkisins á að vera til Internetmála, en hún hlýtur að skipta verulegu máli. Internetið sem slíkt hlýtur afar takmarkaða umfjöll- un í skýrslunni, sérstaklega útfrá sjónarhóli einstaklinga. Ekkert er spáð í þau áhrif á íslenskt þjóðfélag, menningu og neysluvenjur, sem al- menn notkun Internetsins mun örugglega hafa. Einnig hefði gjaman mátt bæta við almennri umfjöllun um Internetið og í hverju sérstaða þess liggur í dag. Einokunarstaða Landssímans í skýrslunni er því haldið fram að Landssíminn sé í þann mund að missa einokunaraðstöðu sína vegna samkeppni frá öðrum aðilum. Þetta eru helstu rökin þeirra fyrir því að Landssímanum megi halda óskiptum við einkavæðingu. Það er vissulega rétt að Landssíminn er að missa ein- okunaraðstöðu sína á nokkrum svið- um, en það gildir ekki um gamla jarðsímakerfið. Þar eru þeir með einokunaraðstöðu sem enginn getur keppt við á næstu árum. Bjartsýni nefndarinnar á þróun annarrar, nýrri tækni (t.d. gagna- sendingar yfir rafmagnslínur) til að afnema einokunina er óeðlilega mik- il. Ljósleiðarar, sem eru grunndvöll- ur dreifikerfisins, eru langafkasta- Bjarni Rúnar Einarsson netþjónustu er til staðar nú þegar, og farsímakerfið og háhraðanetið eru bæði í raun virðisaukandi þjónusta sem tengist ekki rekstri grunnnetsins frekar en breiðvarpið. Samkeppni í farsímakerfinu er í þann mund að hefjast, og fullyrða má að Intemetþjónustur séu í raun að keppa við háhraðanetið á sviði tölvusamskipta. Því má fullyrða að eðlilegt væri að skipta Landssímanum ekki í tvö fyr- irtæki heldur mörg, eitt fyrirtæki fyrir hvert starfssvið. Hins vegar má hugsa sér að Landssíminn eigi stór- an hlut í einhverjum þessara fyrir- tækja, en geti þá ekki nýtt yfir- burðastöðu eins fyrirtækis til að þröngva sér inn á aðra mis-tengda markaði. Einkavæðing Landssímans Við drögum í efa ágæti þess að einkavæða einokunarfyrirtæki á borð við Landssíma Islands. Einka- rekin fyrirtæki bera eðlilega fyrst og fremst eigin hagsmuni fyrir brjósti, og þeir samrýmast ekki nauðsynlega hagsmunum neytenda. Frjáls markaður og samkeppni duga vel til að veita fyrirtækjum aðhald, en þar sem einokun íTkir er ekki um neitt aðhald að ræða. Engin ástæða er til að ætla að við slíkar ástæður muni einkarekið fyrirtæki koma betur fram við neytandann eða vera betur rekið en samskonar ríkisrekið fyrirtæki. Landssíminn er með einokunaraðstöðu á ein- um markaði um leið og hann á í harðri sam- keppni við einkaaðila á öðrum nátengdum mörkuðum. Því er ljóst að einkavæðing og aðskilnaður samkeppn- issviðanna mun tryggja eðlflega samkeppnis- stöðu þeirra, og það mun betur en eftirlit og íhlutun Fjarskiptaeftir- litsins gæti nokk- urntíma. Enn sem komið er, er óeðlilegt að einkavæða jarðsímann því þar ríkir fullkomin einokun. Uppskipting Landssímans er því algjör forsenda þess að hægt sé að einkavæða þá hluta rekstursins sem eru, eða koma til með að verða, í samkeppni á hin- um frjálsa markaði. Okkur finnst eðlilegt að selja ekki Landssímann í heilu lagi, heldur skipta honum fyrst upp í mörg aðskilin fyrirtæki, eitt fyrir hvert samkeppnissvið. Við tökum ekki af- stöðu til þess hvernig fyrirtækin skulu seld. Póstur & Sími var búinn að koma sér upp geysiöflugu símtala- og gagnaflutningskerfi um allt land - kerfi sem mun reynast erfitt að keppa við. Þetta kerfi má nota á ein- faldan hátt til að nettengja flest það sem íslenskt er. Við teljum að það sé best geymt í eigu íslenska ríkisins, sem yrði svo sanngjam leigjandi til hins frjálsa markaðar, undir ströngu eftirliti Fjarskiptaeftirlitsins. Virðingarfyllst. ATH: Þetta er stytt útgáfa af upphaflega bréfinu. Bréfið má lesa í fullri lengd á http://www.mmedia.is/— bre/ fjarskipti.html. Bjarni Riínar Einarsson er stærðfræðinemi við H.í. og starfar sem netstjóri. Már Örlygsson er vef- hönnuður. Már Orlygsson | Nú geta allir eignast Benz! MERCEDES BENZ Vinstrimenn á villi- götum í LIN-málum? Höfum fengið einkasöluleyfi á þessum frábæru úrum sem hafa eingöngu verið fáanleg í höfuðstöðvum Mercedes í Stuttgard. AÐ undanförnu hefur staðið yfir endurskoðun úthlutunarreglna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Fulltrúar meirihlutans í Stúdent- aráði Háskóla Islands hafa verið aðilar að þessari vinnu. Megin kröfur þeirra hafa verið að hækka frítekju- markið og hækka námslánin í sam- ræmi við almenna kjaraþróun. Þess- ar hugmyndir eru í sjálfu sér góðra gjalda verðar og fela í sér bættan hag námsmanna. Þeim fylgja hins vegar engar tillögur um fjármögnun og því ekki annað séð en krafíst sé bættra kjara námsmanna á kostnað annarra í þjóðfélaginu. Tillögur til úrbóta Ásdís Magnúsdóttir formaður SHI skorar á stjórnvöld að meðhöndla kjör námsmanna með sama hætti og annarra hópa þjóðfélagsins í grein sinni í Morgun- blaðinu 9. maí sl. Við skorum á Ás- Tillaga okkar til að auka lánsfjármagn til námsmanna, segja Benedikt Pálmason og Smári Rúnar Þorvalds- son, er að leggja niður ---7----------------------- LIN í núverandi mynd og fela lánastofnunum að veita námslánin. dísi Magnúsdóttur að hverfa frá þröngsýni í Lánasjóðsmálum og átta sig á því að námsmenn verða að benda á leiðir til úrbóta sem ekki þýða stórfelldan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð og þar með allan almenning í iandinu ef hún ætlast til að tekið sé Benedikt Pálmason tillit til krafna stúdenta. Tillaga okk- ar til að auka ijármagn til úthlutunar námslána er að leggja niður Lána- sjóð íslenskra námsmanna í núver- andi mynd og að bankastofnanir taki að sér að veita námslán. Þetta má gera með því að ríkið semji við bank- ana um lánakjör og niðurgreiði vexti á lánunum þannig að námsmenn búi við sömu lánakjör og i dag. Með þessum hætti má spara nánast allan rekstrarkostnað Lánasjóðsins því viðbótarkostnaður bankanna er lítill sem enginn vegna stærðarhag- kvæmni í fjármálastarfsemi. Námslán verða því í raun ríkis- tryggð skuldabréf og má vel hugsa sér virk markaðsviðskipti með þau á sama hátt og húsbréf. Núverandi meirihluti SHÍ hefur einblínt á hækkun frítekjumarksins. Frítekjumarkið í dag er 180.000 kr. (60.000 á mánuði yfir sumarið) en eftir það skerðist lán um 50% af viðbótartekjum. Þetta er meiri skerðing viðbótartekna en vegna tekjuskatta. Ef námsmaður þarf einnig að greiða tekjuskatt vegna tekna maka þá skerðast viðbótar- tekjur hans um 90%, þ.e. ef náms- maður vinnur sér inn aukalega 100 krónur þá fær hann 10 krónur í sinn vasa. Augljóst er að þetta fyrirkomulag er mjög vinnuletjandi. Því leggjum við til að frí- tekjumarkinu verði haldið óbreyttu en skerðing lánanna minnkuð. Þessi aðgerð mun vissulega hafa út- gjaldaauka í för með sér fyrir ríkissjóð en ein- hver hluti þeiiTar aukn- ingar mun þó skila sér til baka vegna aukinnar atvinnuþátttöku náms- manna og minni hvata til að vinna óframtalda vinnu. Ef menn eru vantrúaðir á slík áhrif má benda á að þegar skattur á hagnað fyrirtækja var lækkaður jukust, skatttekjur ríkisins. Ómarkvissar kröfur I grein Ásdísar kvartar hún yfir viljaleysi stjómvalda til að mæta kröfum stúdenta. Þessi daufheym stjórnvalda er eflaust eðlileg í ljósi ómarkvissra krafna. I raun er haldið uppi sömu kröfu á tveimur vígstöðv- um, annars vegar hækkun frítekju- marks og hinsvegar hækkun lána. Áhrif slíkra aðgerða eru þau sömu fyrir alla lántakendur nema fyrir þá sem eru með árstekjur undir 180.000 kr. (að húsaleigubótum meðtöldum), en þeir eru örugglega mjög fáir. Við hvetjum fulltrúa Röskvu að koma með heilsteyptari og markvissari lausnir í stað óeðlilegara krafna um sífellt aukið fjármagn. Þó svo að það sé mikilvægt að fjárfesta í mannauði þá er það svo og verður að al- mannafé er af skomum skammti og ber að nýta sem best. Höfundar eru viðskiptavinir LÍN.. Smári Rúnar Þorvaldsson B0LIR, PEYSUR, BUXUR, ÍÞRÓTTASKÓR, SUND- FATNAÐUR, JAKKAR, GALLAR, REGNFÖT, TJÖLD, VEIÐIVÖRUR 0G GRILLVÖRUR. Gerið góð kaup! UTILIF GLÆSIBÆ *S: 581 2922
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.