Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 35 GUÐRIÐUR Hannesdóttir og Guðrún G. Bergmann. Eldað undir jökli ELDAÐ undir jökli nefnist upp- skriftabók sem þær Guðrún G. Bergmann og Guðríður Hannes- dóttir hafa tekið saman og kom ný- lega út. „Kveikjan að bókinni er fæðuóþol mitt og sá skortur sem hefur verið á uppskriftum fyrir þá sem þjást af Candida sveppasýk- ingu,“ segir Guðrún sem býr ásamt eiginmanni sínum, Guðlaugi Berg- mann, og þremur öðrum fjölskyld- um að Hellnum á Snæfellsnesi. „Hér í samfélaginu bjóðum við upp á tveggja til fimm daga ævin- týraferðir á sumrin og stöndum fyrir námskeiðum allt árið. Gest- irnir okkar hafa verið hrifnir af matnum og alltaf að biðja um upp- skriftir. Við ljósrituðum uppskriftir en uppskriftir á blöðum eiga til að týnast og því ákváðum við Guðríð- ur í vetur að koma þessum upp- skriftum í matreiðslubók.“ Guðríður er eins og Guðrún bú- sett í vistvæna samfélaginu undir jökli. „Hér eru fjögur einbýlishús og við notum gamla íbúðarhúsið sem miðstöðina okkar og þar borð- um við ávallt saman. Guðríður hef- ur eiginlega eldamennskuna á sín- um herðum og við spörum orku með því að kveikja bara á einni eldavél í stað fjögurra sem sam- ræmist markmiði okkar að búa vistvænt. Það er líka spamaður í matarkostnaði þegar við eldum eina máltíð í stað fjögurra og borð- um saman.“ Guðrún segir að þau skipuleggi matseðil fram í tímann og geri innkaupin í samræmi við það. - Ræktið þið grænmeti á staðn- um? „I vor stendur til að setja niður kartöflur og grænmeti eins og róf- ur, gulrætur og ýmsar tegundir af káli. Einnig spínat því við borðum mikið af því og það er tiltölulega auðvelt að rækta það. Þá erum við að sanka að okkur því sem margir kalla illgresi, spánarkerfli, njóla, hvönn, fíflum og svo framvegis sem við notum í salatgerðina og matar- gerð.“ - Hvemig em einkenni hjá þeim sem hafa fæðuóþol? „Þau geta verið marvísleg en al- gengustu einkenni em höfuðverk- ur, vökvasöfnun og hægða- vandamál auk almennra melting- aróþæginda." - Fallið þið aldrei í freistni þarna í samfélaginu og borðið hamborg- ara, franskar, kók og súkkulaði? „Eg get bara svarað fyrir mig. Hér áður fyrr var ég gjarnari á að falla fyrir freistingunum en varð þá bara veik. Með tímanum hef ég lært að muna eftir líðaninni þegar ég er búin að borða svona mat áður en ég borða hann. Þegar því er náð að borða holla fæðu dags daglega sem gerir manni gott þá hættir ruslfæðið að hafa sjarma." Guðrún er beðin að velja upp- skrift úr bókinni að næringarríkri máltíð sem lesendur geta spreytt sig á að elda fyrir langa kosn- inganótt. Fyi-ir valinu varð hnetu- buff með hýðishrísgrjónum, spínati og paprikusalati með samurai sósu. Hnetubuff 2 msk sykurlaust hnetusmjör 4 msk sojamjólk 3 vel þeytt egg __________1 saxaður laukur________ __________1 bolli haframjöl_______ 1 sk kjúklingakrydd Ví-1 tsk sjávarsalt Canola olía til steikingar Ofninn er stilltur á 200°C. Hnetusmjör er hrært með mjólk- inni og hinu blandað saman við eft- ir röð og hrært vel saman. Olía er hituð á pönnu. Deigið sett með skeið á heita pönnu og steikt báð- um megin. Buffum raðað í smurt eldfast mót og sósu hellt yfir. Bak- að í 10-15 mínútur. Athugið að það má halda buffum heitum í ofni þar til allt hefur verið steikt og bera sósu fram með þeim. Hnetusmjörssósa __________3 dl canola olía________ ______1 lítill laukur, fínt saxaður _______3 pressuð hvítlauksrif_____ _______örlítið af cayenne pipar___ _________4 msk hnetusmjör_________ _________4 msk tamari sósa________ _________2 msk sítrónusafi________ __________1 tsk hrásykur__________ _______sjávarsalt eftir smekk_____ 3 dl hrísgrjónamjólk Olían er hituð í litlum potti. Laukur og hvítlaukur steiktur í 2-5 mínútur. Hnetusmjöri, tamaiú sósu, sítrónusafa, hrásykri og kryddi bætt saman við. Hrært vel. Þynnt með hrísgrjónamjólk. Ef sósan er of þunn er hægt að láta hana sjóða aðeins upp og þá þykknar hún. Spínat- og paprikusalat 100 g ferskt spínat, þvegið og þeytiþurrkað 1 lítið höfuð jöklasalat 2 tómatar, þvegnir og skornir í báta V* rauð paprika, þvegin og __________skorin í strimla________ Ví gul paprika, þvegin og skorin í strimla 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt sólblómafræ eftir smekk Grænmetið er þvegið, saxað og sett í stóra salatskál. Raðað í lög- um svo litirnir njóti sín. Sólblóma- fræjunum dreift yfir salatið. í stað spínats má nota túnfíflablöð, túnsúrur, grænkál eða annað grænt grænmeti. Samurai salatsósa 1/2 bolii kaldpressuð sesamolía 14 bolli nýpressaður sítrónusafi __________1A msk hlynsíróp_________ 1/2 msk smátt söxuð fersk engiferrót '/2 tsk sjávarsalt (má sleppa) Allt sett í litla skál og þeytt sam- an. Hellt yfir salatið og kælt áður en það er borið fram. NEYTENDUR Spurt og svarað Er kúrbítur hollur? Hvaða næringarefni eru í zuccini eða kúrbít? Kúrbítur tilheyrir sömu ætt og gúrka. Að sögn Hólmfríðar Þor- geirsdóttur hjá Manneldisráði er kúrbítur orku- og fítulítill eins og flest annað grænmeti en gefur tals- vert af vítamínum og steinefnum, mun meira en gúrka. „Helstu vítamínin sem hann veit- ir eru A-vítamín, ýmis B-vítamín og C-vítamín. Af B-vítamíni má sérstaklega nefna fólasín, en það vítamín er mikið í umræðunni í dag þar sem rífleg neysla þess er talin geta dregið úr líkum á ýmsum fóst- ursköðum (hryggrauf, heilaleysu) og er því víða farið að ráðleggja konum á barneignaraldri að taka þetta vítamín. 1100 g af kúrbít eru 50 mg af fólasíni sem er um 17% af ráðlögðum dagskammti fyrir það vítamín.“ Gott í gogginn MARGIR vakna upp við kröftugan fuglasöng þessa dagana og það eru ýmis dæmi um að fuglar fylgist óhræddir með þegar garðeigendur róta í moldinni hjá sér. Nýlega var lesendum bandaríska tímaritsins Better homes and gar- den bent á að hægt væri að gleðja fuglana með ýmsu góðgæti. Þeim var ráðlagt að strekkja kröftugan bandspotta milli trjáa eða á annan hentugan stað úti í garði. Á bandið eða snúruna má síðan þræða litla eplabita, vínber, rúsínur, cheerios og annað sem smáfuglarnir geta nartað í. Passið bara að strengja snúruna ekki nálægt stað sem kettir sækja í. Morgunblaðið/Golli Matartími Fyrir fag- menn til matargerðar FYRR í vikunni efndu Samtök iðnaðarins og 25 íslensk mat- vælafyrirtæki til kynningar á hráefnum og afurðum fyrir þá sem sinna innkaupum og fram- reiða fyrir stóreldhús, vinnu- staði, hótel, gisti- og veitingahús ásamt fulltrúum úr ferðaþjón- ustu á íslandi. Kynningin bar yf- irskriftina Matartími og var at- hygli beint að því sem fslensk matvælafyrirtæki bjóða fag- mönnum til matargerðar. I fréttatilkynningu frá Samtökum iðnaðarins segir að það sé yfir- lýst stefna íslensks matvæla- iðnaðar að leggja áherslu á nýsköpunar- og þróunarstarf með hliðsjón af þörfum og kröf- um markaðarins. Á hveiju ári koma fram nýjar lausnir og nýj- ungar. Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Kefiavík: B.G. Bíiakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvéíasalan, s: 471 2011 HOJXTDA Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri 115 hestöfl Fjarstýrðar samlæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- Verð á götuna: 1.455.000.- Sjálfskipting kostar 1 00.000,- HONDA Sími: 520 1100 1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar fyrir ökumann og farþega 1 Rafdrifnar rúður og speglar4 ABS bremsukerfi4 SamlæsingaM 14" dekkt Honda teppasett4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.