Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 13 FRÉTTIR Deilt um rými fyrir bfla Borgarstjórnarflokkana greinir á um það hvort greiða skuli leið bíla í borginni eða treysta á almenningssamgöngur og reiðhjól og draga þannig úr útblæstri og vernda græn svæði. Helgi Þorsteinsson ræddi við fulltrúa borgarstjórnarflokkanna um framtíðarumhverfí Reykvíkinga allt frá Vesturbænum að Geldinganesi. Farþegafjöldi SVR frá árinu 1968 og framlag Reykjavíkurborgar síðustu 10 ár UMFERÐARMÁL í vesturhluta borgarinnar og skipulag Geldinga- nessins hafa verið aðalágreinings- efni R- og D-lista í umhverfísmálum fyrir kosningarnar. Skýr munur kemur fram á stefnu flokkanna, þó að báðir telji þeir sig talsmenn um- hverfisverndar. Báðir vilja þeir auka vægi umhverfismála sem hlutfall af heildarútgjöldum borgarsjóðs. Miðað við aðrar borgir í Evrópu gengur bílaumferð í Reykjavík greiðlega fyi-ir sig, enda hefur verið tekið mikið tillit til hennar í skipu- lagi borgarinnar. R-listamenn boða nýja stefnu sem fram kemur í Aðal- skipulagi Reykjavíkur. Peii’ vilja að umferðarrýmd verði ekki aukin í vesturhluta borgarinnar. Þeir benda meðal annars á að breikkun gatna hljóti að verða á kostnað grænna svæða, umferðarhávaði og mengun aukist. í staðinn boða þeir fleiri hjól- reiðastíga, bættar almenningssam- göngur og betri umferðarstjórnun og skipulag. Einnig telja þeir að ein- setinn skóli og heilsdagsleikskóli dragi úr umferðarþörf. Mengun og slysahætta ef um- ferðarrýmd minnkar „Ef stofnbrautir í borginni eru ekki greiðar brýst umferðin inn í íbúðarhverfi og því fylgir mengun og slysahætta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðismanna. „Við erum ekki þeirr- ar skoðunar að gera eigi einkabílum erfiðara fyrir.“ Vilhjálmur segir að taka verði til- lit til þess að landfræðileg og verð- urfræðileg skilyrði séu með öðrum hætti hér á landi en í nágrannalönd- unum og því velji svo margir einka- bílinn sem aðalsamgöngutæki sitt sem raun ber vitni. Hann segir þó að Sjálfstæðismenn séu sammála því meginmarkmiði að gera eigi al- menningssamgöngur að raunhæfum valkosti við einkabflinn, en hafi ekki séð neinar skynsamlegar tillögur í þá átt í aðalskipulagi R-listans. „Borgarsjóður leggur nú tæpar fjögur hundruð milljónir króna til Strætisvagna Reykjavíkur árlega. Við erum ekki tilbúnir að auka þær niðurgreiðslur og við höfum ekki séð að núverandi borgaryfirvöld séu það heldur." Stefnt að minni útblæstri I stjórnartíð R-listans hefur þó framlag borgarinnar til SVR aukist verulega, úr 181 milljón króna árið 1994 í 381 milljón árið 1998. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, telur að 9% aukning sem orðið hefur í fjölda farþega hjá SVR á fjórum fyrstu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í íyrra sýni árangurinn af stefnu R-listans. Hún segir að áfram verði haldið á sömu braut á næsta kjörtímabili, þó ekki vilji hún gefa ákveðin loforð um einstakar aðgerð- ir í þeim efnum. „I aðalskipulagi Reykjavíkur var á yfirstandandi kjörtímabili í fyrsta sinn tekið mið af alþjóðasáttmála um umhverfisvernd, það er að segja svonefndri „Dagskrá 21“, sem Is- lendingar samþykktu á heimsráð- stefnunni í Ríó 1992. Þar var meðal annars stefnt að því að minnka út- blástur bifreiða. Hluti af framlagi Reykjavíkurborgar í því efni er að auka ekki umferðarrýmd vestan Elliðaáa." Guðrún segir að Sjálfstæðis- mönnum hafi tekist að gera um- hverfisverndaráætlanir tortryggi- legar í kosningabaráttunni. „Það er uppi krafa um að aldrei þurfi að bíða á ljósum nema örfáar sekúnd- ur. Það fer ekki saman að hafa að markmiði annars vegar að umferðin gangi algerlega hindrunarlaust og hins vegar að stefna að hreinu lofti og minni hávaðamengun. Það verð- ur að finna eitthvert jafnvægi þarna á milli.“ Lagning göngustíga og hjólreiða- brauta fór af stað löngu áður en R- listinn náði meirihluta í Reykjavík árið 1994 og Vilhjálmur segir að í þeim efnum hafi R-listamenn tekið við og haldið áfram því sem Sjálf- stæðismenn höfðu þegar hafið. Guðrún segir á móti að framkvæmd- ir í þessum efnum hafi verið meiri á yfírstandandi kjörtímabili en áður og að markmiðin séu önnur. „Sjálf- stæðismenn lögðu fyrst og fremst áherslu á að göngustígarnir veittu útivistarmöguleika. Við sjáum þá einnig sem samgönguleiðir og í gild- andi aðalskipulagi Reykjavíkur er í fyrsta sinn fjallað um þá í sam- göngukaflanum.“ Athafnasvæði eða svefnhverfi? Eitt af þeim málum sem hefur verið mest áberandi í kosninga- baráttu Sjálfstæðisflokksins er skipulag Geldinganessins. „Þetta er í raun umhverfismál því að með nýt- ingu eins og R-listinn gerir ráð íyrir er verið að eyðileggja eina fegurstu perlu í borgarlandinu," segir Vil- hjálmur. „Eg er viss um að íbúar Reykjavíkur munu koma í veg fyrir þetta.“ Sjálfstæðismenn hafa bent á að með þeirri nýtingu sem R-listinn gerir ráð fyrir á Geldinganesinu muni Reykjavík halda áfram að tapa mikilvægum skattgreiðendum til nágrannabæjarfélaganna, það er að segja ungum bamafjölskyldum sem eru að leita sér að stærra húsnæði og öraggara umhverfi. Þeir hafa nefnt að stórskipahöfn megi reisa í Álfsnesi í þess að hafa hana á Geld • inganesi. Guðrún gagnrýnir á móti skipu- lagstillögur Sjálfstæðismanna. „Það að skipuleggja svefnhverfi, þar sem íbúarnir þurfa að sækja atvinnu langt frá heimili sínu er slæmt frá umhverfissjónarmiði. Geldinganesið nýtist vel sem blandað íbúða- og at- hafnasvæði, sérstaklega eftir að Kjalarnesið byggist upp. Við ætlum ekki að hafa þar athafnastarfsemi sem mengar eða veldur hávaða. Varðandi höfnina bendi ég á að Vesturbæingar hafa búið í nágrenni hafnarinnar um langt skeið og líkað vel. Flestir íslendingar búa reyndar í grennd við hafnir.“ „Græna byltingin" hófst í tíð Sjálfstæðismanna Sátt er um flest önnur umhverfis- verndarmál milli borgarstjómar- flokkanna. Vilhjálmur segir enda að R-listamenn haldi í flestum efnum áfram því sem Sjálfstæðismenn hófu. Hann bendir á að „Græna byltingin" svonefnda hafi hafist í tíð Birgis ísleifs Gunnarssonar. í tíð Sjálfstæðismanna hafi Elliðaárdal- ur, Oskjuhlíð og Heiðmörk verið skipulögð og sköpuð þar góð skilyrði til útivistar. Einnig hafi Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn risið í Laug- ardal undir forystu Sjálfstæðis- manna. Önnur umhverfisbylting hafi hafist með stofnun Sorpu árið 1986, einnig undir stjóm Sjálfstæðis- manna. Á sama ári var mótuð stefna um hreinsun strandlengjunnar en framkvæmdir hófust tveimur áram síðar. Þessar tvær síðastnefndu framkvæmdir telur Vilhjálmur vera eitthvert mesta umhverfisátak í Reykjavík á þessari öld. Nokkra fyrr hófst einnig gerð göngu- og hjólreiðastíga. Aukin sorpflokkun og vistvænt eldsneyti Bæði Vilhjálmur og Guðrún segj- ast fylgjandi því að lengra verði gengið í því að flokka sorp á heimil- um heldur en nú er. Guðrún segir að á næsta kjörtímabili verði stigin ný skref í þá átt, en vill þó ekki tiltaka nákvæmlega hver þau verða eða nákvæmlega hvenær þau verði stig- in. Hún bendir þó á að í skipulagn- ingu byggðar í Grafarholti, sem sé það hverfi sem næst byggist, sé tekið mið af því að hægt verði að koma við sorpflokkun í fjölbýlishús- um. Vilhjálmur segir að finna verði fjárhagslegan grandvöll fyrir flokk- un sorps. „Ein leið er að leggja um- hverfisgjöld á vörur, en varlega verður að fara í að leggja slíkar álögur á - þær era nægar fyrir.“ Báðir borgarstjórnarflokkarnir era áfram um að kannaðar verði leiðir til að nýta vetni, lífrænt gas, rafmagn eða annað vistvænt elds- neyti fyrir bílaflota borgarinnar. Húsavemd og vemd náttúraminja leggja fulltrúar beggja flokka áherslu á. Nokkur stefnu- munur hefur þó komið fram í borg- arráði varðandi varðveislu Foss- vogsbakka. Núverandi borgaryfir- völd hafa sótt um friðlýsingu sam- kvæmt náttúravemdarlögum en Sjálfstæðismenn telja að borgin geti sjálf sinnt varðveislu þessara minja undir heitinu „Staðfest borgar- vernd“. Okeypis í strætó Húmanistaflokkurinn vill ganga mun lengra í því að koma á almenn- ingssamgöngum en R- og D-listi. Stefnumál flokksins er að strætis- vagnaferðir verði ókeypis og ferðir á 10 mínútna fresti. Einnig vilja þeir að opinberum gjöldum verði létt af leigubflaferðum þannig að þær verði ódýrari. Með þessum aðgerðum telja H-listamenn að umferð í borginni dragist saman um að minnsta kosti helming. Þannig minnki einnig mengun og umferðarhávaði, umferð- arslysum fækki og fé sparist sem annars hefði farið í umferðarmann- vh-ki. Eins og borgarstjómarflokk- arnir tveir vilja Húmanistar að borg- aryfirvöld stuðli að því teknir verði upp mengunarlausir orkugjafar í umferðinni, tíl dæmis rafmagn eða vetni. Launalistinn vísar til R-lista varðandi stefnu í umhverfismálum. Forskot R-lista eykst lítillega skv. könnun Félagsvísindastofnunar R-listinn með 55,2% og D-listinn með 43,9% LÍTIL breyting hefur orðið á fylgi framboðslista til borgarstjórnar í Reykjavík frá því í síðustu viku, samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir Morgunblaðið frá þriðjudegi til fimmtudags. R-listinn hefur nú fylgi 55,2% kjósenda og D- listi 43,9%. Munurinn á listunum er 11,3%, sem er tölfræðilega mark- tækur munur. í könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var í lok síðustu viku, fékk R-listinn 53,3% en Sjálfstæðisflokk- urinn 45,6%. Því hefur heldur dregið í sundur með listunum, þótt breyt- ingin á fylgi hvors um sig sé innan skekkjumarka. H-listi Húmanista fær 0,6% fylgi samkvæmt könnuninni og L-listi Launalistans 0,3%. Fylgi R-listans meðal kvenna hef- ur aukizt á ný og er nú 61,1%, en 38,9% kvenna styðja Sjálfstæðis- flokkinn. Fylgi flokkanna meðal karla er hins vegar nokkurn veginn jafnt. I meðfylgjandi töflu má sjá hvernig fylgi framboðslistanna tveggja meðal hvors kyns um sig hefur breytzt í könnunum Félagsvís- indastofnunai-. Þá nýtur R-listinn nú meirihluta- fylgis í öllum aldurshópum og í öllum hverfum borgarinnar, en fylgi R- og D-lista nálgast þó að vera jafnt í Ár- bæ og Grafarvogi. Rúmlega 6% óákveðin, 3,4% neita að svara Könnunin náði til úrtaks 1.200 Reykvíkinga á aldrinum 18-80 ára, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Nettósvörun, þegar frá upphaflegu úrtaki hafa verið dregnir þeir, sem eru nýlega látnir, erlendir ríkisborgarar eða fluttir frá Reykja- vík, var 72,3%. Félagsvísindastofnun telur úrtakið endurspegla viðkom- andi aldurshóp meðal Reykvíkinga ágætlega. Spurt var tveggja spurninga. Fyrst var spurt: „Ef borgarstjómar- kosningar væru haldnar á morgun, hvaða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“ Þeir, sem sögðust ekki vita það, voru spurðir áfram: „En hvaða lista heldurðu að sé líklegast að þú myndir kjósa?“ Með þessu móti lækkar hlutfall óákveðinna úr 13,7% eftir fyrri spurninguna niður í 6,3%. Þetta er nánast sama hlutfall óákveðinna og í síðustu könnun. Þeir, sem sögðust myndu skila Fylgi framboðslista í borgarstjórnar- kosningum ef þær væru haldnar nú Skoðana- könnun gerð R-listi H-listi 0,6% L-listi 0,3% Könnun Félagsvísindastofnunar. Gerð 19.-21. maí 1998 niv. 1997 apr. 1998 13.-15. mai 1998 19.-21. maí 1998 nóv. 1997 apr. 1998 13.-15. maí1998 19.-21. maí 1998 Samanburður á fylgi D-lista og R-lista í síðustu fjórum skoðanakönnunum, skipt eftir kvni. D-listi auðu eða ekki kjósa, era 4,7% og 3,4% neita að svara spurningunni. Skýrslu Félagsvisindastofnunar má lesa í heild á Kosningavef Morg- unblaðsins. Slóð vefjarins er http://www.mbl.is/kosningar/.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.