Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 52
J>2 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kanaríeyj abréf HINN mikla hreinsara (The great eleaner) kallaði móðurbróðir minn Sigurður Haralz (1901-1990) alltaf sjóinn. Taldi hann, að ekkert gæti komið í veg fyrir, að sjórinn hreinsaði allan óþverra, sem í hann væri kastað. Hann áleit sig tala af reynslu, því hann sigldi sem far- maður um öll heimsins höf á árun- um 1925-30. Þegar ég lít hér út um r. gluggann á Flugleiðavélinni á leið til Gran Canaria þann 15. apríl, þá verður mér hugsað til Sigga frænda og spyr: „Hvað varð um hinn mikla hreinsara?" Thor Heyerdahl, sem fæddur er 1914 og býr einmitt hér á Kanaríeyjum, lýsir ekki fagurlega menguninni í hafínu eftir að hafa siglt á Kon-Tiki frá Suður-Ameríku til Polý- nesíu árið 1947 og frá Marokkó til Mexíkó á RA- II árið 1970. Síðan eru þó mörg ár sbr. og viðtal Matthíasar Johannessen við Thor í M Samtöl III, bls. 224-31 (árið 1971). En Siggi frændi hafði miklar ’1< áhyggjur af öðru. Það var mengun andmmsloftsins af völdum útblásturs frá þot- unum. Þar taldi hann að stefndi í algert óefni, enda sýna mælingar, að ózonlagið er viðkvæmt og má lítið út af bera, að þar verði ekki stórslys. Víða um heim er verið að gera stórátak í mengunarvömum, en betur má, ef duga skal. Þegar ég fletti upp í nýja lagasafninu frá 1995, em ^a.m.k. þrír lagabálkar eða alþjóða- samningar um vamir gegn mengun sjávar, lög nr. 32/1986 o.fl. En það er ekki nóg að setja lög, það verður að veita fé til þess að fylgja löggjöf- inni eftir, viðurlög við brotum verða einnig að vera það þung, að skipstjórnarmenn taki mark á þeim. „Lengi tekur sjórinn við“ mega ekki lengur vera einkunnar- orð okkar. Ef við mengum sjóinn fram yfir ákveðin mörk er úti um allt mannh'f á jörðinni. „Sjórinn lætur ekki að sér hæða“ er gamalt spakmæli og það fékk ég svo sannarlega að reyna í mktóber 1983 fyrir framan E1 Remo hótelíbúðirnar á Torremol- inos á Spáni. Eg hafði synt mikið í Eyrarsundi, er ég dvaldi sumar- langt í Horneby á Sjálandi hjá Júlíönu Sveinsdóttur föðursystur GREINARHÖFUNDUR í blómaskrúði. HUSASKREYTING á Villa Atlantico. og ég næ landi blóðugur, en sundskýl- an full af sandi og skeljadrasli.“ Leifur Sveinsson lýsir hér er hann hugðist storka Neptúnusi. minni árið 1947. Þar synti ég dag hvern, þrátt fyrir rauð flögg til aðvömnar (sem ég uppgötvaði 5 ámm síðar). Arið 1957 keyptum við Haraldur bróðir minn jörðina Alftanes á Mýrum. Þar var gott að synda, hvort sem var út við Kúaldarey eða í Asdísarvíkinni skammt frá Kvíslhöfða. Faxaflói er ekki tiltakanlega kaldur í júlí og ég hefí stundað sundlaugar svo til dag hvern í 45 ár. En víkjum aftur að Torremolinos, þegar ég hugðist storka Neptúnusi. Logn og blíða hafði verið dögum saman, en nú var hann farinn að hvessa, brim allnokkuð og þar sem höfðu verið 15-20.000 manns á strönd- SUNDLAUGIN á Barbacan-hótelinu, bungalow-ar í fjarska. inni, voru aðeins 5-10 Spánverjar á sundi. Aldrei skal það um Leif Sveinsson spyrjast, að hann þori ekki í sjóinn, ef innfæddir þora það. Ég sting mér í gegnum brim- skaflinn og allt virðist í besta lagi. Fyrir utan brimgarðinn er sjórinn sléttur. Nú hyggst ég taka land, en stend upp allt of snemma. Brimskafl lemur mig niður í sjávarlöðrið, ég reyni að standa upp aftur, en þá lemur næsta alda mig niður og ég skríð á hnjám og olnbogum og næ landi blóðugur, en sundskýlan full af sandi og skeljadrasli. Þetta hafði verið barátta upp á líf og dauða og þetta gerðist svo eldsnnöggt, að enginn kom mér til hjálpar. Sjávarguðinn hafði kennt mér í eitt skipti fyrir öll: „Að standa aldrei upp í brim- skafli, heldur láta ölduna bera sig alveg upp í fjöruborðið." Vinur minn og körfuboltafélagi frá háskólaárunum drukknaði einmitt á þessum stað 8. júlí 1969. Sjólag er gerólíkt á Torremolin- os og Gran Canaria. Það dýpkar snögglega rétt við ströndina á Torremolinos, en sundmaður botnar allt að 100 m frá landi á Gran Canaria. Það er aldrei farið of varlega á sólarströndum, straumarnir geta líka verið stór- hættulegir, þótt aðgrunnt sé. III Þegar ég er staddur í þessu greinarkorni miðju rekst ég á leið- SKRAUTLEG blómaker á Senador. Tvær dvergþjóðir í fremstu víglínu ÝMSAR hliðstæður má finna í sögu íslands og Eistlands ef grannt er skoðað. Bæði þessi lönd hlutu sjálfstæði 1918 í styrjaldarlok en höfðu þá lotið erlendum þjóðum um aldir, Eistar Rússum, en Islending- ar Dönum. Raunar höfðu bæði lönd- in verið hluti Danaveldis þó ekki samtímis, því að Valdemar Atterdag hafði selt Eistland áður en danskur kóngur réð hér lögum og lofum á norðurslóðum. Danir gripu öðru hverju til þess ráðs að selja skækla af ríki sínu væru þeir í fjárþröng. En það fannst enginn kaupandi að ' íslandi þó að falt væri, jafnvel ekki talið sómasamlegur heimanmundur. íslendingar sátu því uppi með danska arfakónga fram til 1944. í upphafi síðari heimsstyrjaldar voru íslenskir kommúnistar hat- rammir andstæðingar Hitlers en ventu snarlega sínu kvæði í kross er hann og Stalín gerðust samherjar 'um hríð, enda átti Kremlarbóndi Hvernig væru íslend- ingar á vegi staddir í dag, spyr Jón A. Giss- urarson, hefðu þeir mátt þola sömu bola- brögð í hálfa öld og Eistar af hálfu Rússa í kalda stríðinu. hönk upp í bakið á þeim sumum. Þeir samfögnuðu Eistum er þeir sem nýtt sovét „hoppuðu" inn í sam- veldi Rússa. Fyrir réttri hálfri öld gengu íslend- ingar í Atlantshafssambandið en fólu nokkru síðar Bandaríkjamönnum vamir íslands. Þá trylltist rauða pressan og brigslaði ráðamönnum um landráð. Aðfór var gerð að Alþingi og reynt að hindra það í starfi. Þegar varnarliðið kom 1951 þurfti að reisa því húsakost. Islenskir aðil- ar vildu sjálfir annast þá starfsemi sem lyrir höndum var og stofnuðu félagið Sameinaða verktaka. I upp- hafi skyldu samtökin ekki sjálf ann- ast framkvæmdir heldur vera eign- arhaldsfélag. Það breyttist brátt svo um munaði. Félagið var lokað frá stofnun, en 1954 tókst SÍS að ná fót- festu í því á hæpnum forsendum, enda framsóknarmaður þá utan- ríkisráðherra. Var nú stofnað nýtt félag með heitið íslenskir aðalverk- takar og SÍS eigandi að fjórðungi þess. Fyrra félagi var boðinn helm- ingur nýja félagsins með nýja nafn- inu. Gengu þeir að því. Árið 1992 var félagið opnað. Þá þótti rétt að skipta uppsöfnuðum hagnaði milli fyrri eigenda. Þjóðvilj- inn umhverfðist og hamraði á skattsvikum, þótt farið væri að gild- andi lögum. Hin síðari ár hefur ríkt sæmilegur friður um vamarmál. Einn og einn siðbótarmaður hef- ur þó öðru hverju upp raust sína, síðast nú Sigurður A. Magnússon í DV þann 20. apríl. Grein sína nefnir hann: Spurt um sjálfsvirðingu Þegar gamalkunnu smjatti um fjármálaspill- ingu suður á Miðnesheiði sleppir, stendur þetta eftir í grein Sigurðar: Of- sjónir yfir hagnaði verk- taka, enda illa fenginn að hans dómi, Loftleiðir, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Samband ís- lenskra samvinnufélaga hafi „í skipt- um fyrir þjónkun íslenskra stjóm- valda við bandaríska hagsmuni" notið fríðinda vestanhafs og að lokum hafi herstöðin verið „forgangsskotmark Rússa“ í yfirvofandi atómstyrjöld. Athugum nánar þessi atriði. Skipt- ing arðsins fór fram fyrir opnum tjöldum og því leikur einn íslenskri skattheimtu að grípa þar inní ef maðkar voru í þeirri mysu. I engu getur Sigurður þeirra fríðinda sem fyrirtækin þrjú áttu að hafa notið vestanhafs - aðeins getgátur einar. Honum virðist í nöp við fyrirtæki sem sýna arð en hin sem fara á hausinn honum meir að skapi. Hann ætti því að vera sáttur við SIS, öllum er nú ljóst hvernig fór fyrir því. Um sameiginlegar varnir vitnar Sigurður í orð utanríkisráðherra Bandaríkjanna 1975. Orðrétt segir: „Að her- stöðin í Keflavík sparaði bandarískum skattborg- umm 22 milljarða doll- ara árlega ...“ Ein- hverjum hefði þótt þetta framlag þó nokkuð. Þá er það „forgangs- skotmark" Rússa sem aldrei reyndi á. Hnatt- staða íslands og Eistlands er slík, að hefði til vopnaskaks komið í kalda stríðinu, gátu bæði þessi lönd lent í fremstu víglínu risaveldanna. Hefði ísland verið óvarið og Rússum að- gengilegt hefðu þeir verið búnir að mynda hér sovét svo sem í Eist- landi. Vörnum Bandaríkjamanna eiga íslendingar að þakka eða kenna, að á þetta „forgangsskot- mark“ Rússa reyndi aldrei. En hvernig er ástatt í Eistlandi eftir hálfrar aldrar samkrull við Rússa? Tugþúsundir Eista voru fluttar nauðugar austur í Síberíu og Jón A. Gissurarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.