Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 15 ára gamall drengur fremur voðaverk í framhaldsskóla í Bandarikjunum Fór upp á borð og skaut í allar áttir Tveir nemendur látnir, 22 særðir og áður hafði hann banað foreldrum sínum Springfield. Reuters. ÍBÚARNIR í Springfield, 50.000 manna bæ í Oregon í Bandaríkjun- um, voru enn í gær að reyna að átta sig á atburðum fimmtudagsins en þá kom 15 ára gamall drengur inn í mötuneyti eins skólans vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og skaut af honum á skólafélaga sína. Lést einn þeirra strax en annar af sárum sínum í gær. 22 eru særðir og sumir alvarlega. A heimili hans fundust síðar lík foreldra hans. Kipland „Kip“ Kinkel, sem situr í haldi fyrir manndrápin, hefur átt í útistöðum við yfírvöld og umhverfi sitt og hafði verið rekinn úr Thur- ston-framhaldsskólanum fyrir að koma þangað vopnaður. Nemendur lýsa atburðinum þannig, að hann hafí komið inn í mötuneytið, farið upp á eitt borðið og tekið að skjóta í allar áttir. Nemendumir reyndu að leita skjóls á bak við borð og stóla og þegar Kinkel hafði tæmt riffilinn ætlaði hann að grípa til annarrar af tveimur skammbyssum, sem hann var einnig með. Réðust þá nokkrir nemendanna á hann og sneru hann niður. Einn þeirra, Jake Ryker, hafði orðið fyrir skoti en sleppti samt ekki takinu á Kinkel fyrr en lögreglumenn komu að. Er hann nú á sjúkrahúsi þungt haldinn eins og raunar nokkrir aðrir og var jafnvel talið tvísýnt um líf þeirra Einn nemendanna, sem réðust á Kinkel, segir, að hann hafi horfst í augu við sig þar sem hann lá á gólf- inu og sagt: „Drepið mig, drepið mig núna.“ Þegar lögreglumenn fóru heim til Kinkels fundust þar lík foreldra hans og var talið víst, að hann hefði ráðið þeim bana. Undarlegur og með sprengiefni á heilanum Skólafélagar Kinkels og lögregl- an segja, að hann sé í mörgu líkur þeim unglingum, sem gripið hafa til ástæðulausra ofbeldisverka í Bandaríkjunum á síðustu misser- um og árum. „Hann er dálítið und- arlegur," segir David Willis, einn skólafélaga hans. „Hann stærði sig til dæmis af því að hafa drepið köttinn sinn.“ Kinkel var með allan hugann við sprengiefni, bjó til rörasprengjur Reuters KIPLAND Kinkel. Myndin er úr árbók Thurston-framhaldsskól- ans á síðasta ári. Tvær vinkon- ur og nemendur við Thurston- framhaldsskólann hugga hvor aðra. „Vandamálið er, að hér getur hver sem er komist yfir byssu," sagði Bill Morrisette, bæjarstjóri í Springfield. og gortaði af því að hafa haft eina slíka með sér í skólann án þess eft- ir væri tekið. Sumir félaga hans segja þó, að hann hafi ekki verið svo slæmur við nánari kynni en betra að styggja hann ekki því að þá umturnaðist hann. Foreldrar Kinkels, Bill og Faith Kinkel, voru kennarar, kenndu bæði spænsku, og gerðu allt, sem þau gátu, til hjálpa syni sínum að því er haft er eftir vinafólki þeirra. Kvaðst það ekki vita hvað gengi að drengnum en hann hefði þó verið til meðferðar hjá sálfræðingi og einkunnir hans hefðu heldur farið batnandi að undanfömu. Hótaði að hefna sín Kinkel var rekinn úr skólanum á miðvikudag fyrir að vera vopnaður og Tony McCowan, sem segist vera besti vinur hans, telur, að það hafi riðið baggamuninn hjá honum. „Hann var æfur út í sjálfan sig og hafði áhyggjur af því að hafa orðið fjölskyldunni til skammar. Hann talaði mikið um það, að for- eldrar sínir væru kennarar og hvemig vinafólk þeirra tækju þessu,“ sagði McCowan. Eftir öðrum skólafélögum er haft, að Kinkel hafi varað við því, að hann myndi „gera eitthvað" til að hefna sín á skólanum fyrir brottreksturinn. Mikael Nicklauson, 17 ára gam- all, var úrskurðaður látinn strax eftir skothríðina á fimmtudag og í gær lést Ben Walker. Yar hann 16 ára gamall og hafði fengið skot í höfuðið. Kinkel verður ákærður sem fullorðinn maður samkvæmt nýjum lögum í Oregon en vegna þess, að hann er aðeins 15 ára gamall, verður hann ekki dæmdur til dauða. Byssur í barnahöndum Voðaverk af þessum toga hafa verið nokkuð tíð í Bandaríkjunum að undanfömu og er þess skemmst að minnast er tveir drengir, 11 og 13 ára, myrtu fjóra skólafélaga sína og kennara í Jonesboro í Arkansas í mars sl. Vegna þessa er þess nú krafist af æ meiri þunga, að skorin verði upp herör gegn byssunni, sem gegnsýrir band- arískt þjóðfélag. Jeltsín gagnrýnir verkfallsaðgerðir Námamenn hóta hörðum viðbrögðum Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR kolanámamenn, sem ekki hafa fengið launin sín greidd í langan tíma, brugðust reiðir við ræðu Borís Jeltsíns, for- seta Rússlands, í gær þegar hann gagnrýndi þá harðlega fyrir að valda efnahagslífinu stórtjóni með verkfóllum. Kváðust þeir mundu bregðast við gagnrýninni með því að herða aðgerðirnar. Jeltsín sagði í útvarpsávarpi, að verkfóll gætu verið nytsamleg við að koma á breytingum en þess er skemmst að minnast, að kolanáma- menn stóðu sem klettur með Jeltsín á sínum tíma við að brjóta á bak aftur stjóm kommúnista. Hins vegar hefðu þau nú gengið allt of langt. „Með því að lama rekstur járn- brautanna hafa þau valdið efna- hagslífinu gífurlegu tjóni og sak- lausum borgurum miklum þjáning- um,“ sagði Jeltsín en Svetlana Alk- himova, framkvæmdastjóri sam- taka kolanámamanna í Kuzbass í Síberíu, sagði, að brugðist yrði við gagnrýni forsetans með þvi að herða aðgerðimar. „Við gerðum hann að forseta og við munum koma honum frá. Lest- irnar eru hættar að ganga en við erum aðeins að krefjast þess, sem okkur ber,“ sagði hún. Milljónir rússneskra launa- manna hafa mátt sætta sig við að vera launalausar langtímum saman á síðustu áram og þolinmæði þeima er á þrotum. Nokkur hund- rað starfsmanna við skipa- smíðastöð í Múrmansk fóru að dæmi námamanna og lögðu niður vinnu í gær vegna ógreiddra launa og lokuðu veginum til aðalstöðva rússneska norðurflotans. Ríkið á ekki fyrir laununum Jeltsín sagði, að námamenn vildu fá launaskuldirnar gerðar upp á stundinni en það væri ekki hægt. „Hvaðan á ríkisstjórnin að fá þetta fé? Frá ellilaunaþegum, námsmönnum, læknum, kennurum eða öðru verkafólki? Þarf það síður á laununum sínum að halda?“ spurði Jeltsín og bætti við, að sum- ir væru að biðja um aukna seðla- prentun. Það myndi þó aðeins enda með ósköpum. Mikill órói á markaði hefur íþyngt rússnesku efnahagslífi að undanfómu og vextir hafa verið hækkaðir í 50% til að verja gengi rúblunnar. Gengi hlutabréfa hefur ekki verið lægra í 16 mánuði. Hin nýja stjórn Sergeis Kíríjenkos hef- ur þegar lýst yfir, að ekki sé gert ráð fyrir neinum hagvexti á árinu. Hague segir EMU stórhættulegt London. Reuters, The Daily Telegraph. Aitken ákærður fyrir meinsæri London. Reuters, The Daily Telegraph. DEILUR innan brezka íhalds- flokksins um Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) hafa nú blossað upp að nýju eftir að leið- togi flokksins, William Hague, dró upp mjög svartsýna mynd af afleiðingum myntbandalags- ins fyrir efnahag Evrópu í ræðu sem hann flutti í Frakklandi í fyrrakvöld. Sagði Hague að leiðtogar ESB- ríkjanna hættu á að valda klofningi í álfunni og almennri uppreisn ef þeir héldu sig við „50 ára gamlar lausnir" á nútímavandamálum Evrópu. Rammar kvað að efa- semdum um Evrópusamrunann í ræðunni en Hague hefur látið uppi frá því hann tók við flokksleiðtoga- hlutverkinu. „Myntbandalagið er óafturkræft. (...) Svo gæti farið að menn lentu í efnahagslegri hliðstæðu þess að verða inn- lyksa í brenn- andi byggingu, sem engar út- gönguleiðir væra úr.“ Hague hélt því fram að pólitísk- ur samruni í Evrópu væri nærri því kominn að endamörkum sínum og að myntbandalagið gæti ýtt henni út yfir þessi mörk. En ennþá ynnu sumir evrópskir ráðamenn að því að mjaka álfunni enn lengra eftir þessari braut, sem óhjákvæmilega endaði í einu evr- ópsku allsherjarríki. Ræða Hagues rústaði hinu viðkvæma vopnahléi í Evrópumál- um sem flokksmenn hans höfðu samið um í fyrra. Evrópusinnar, undir forystu Michaels Heseltines, fyrrverandi varaforsætisráðheira, sögðu að Hague hætti á að kljúfa flokkinn og að hann spillti fyrir möguleikum hans á að vinna aftur hylli kjósenda. „Hann hættir á að fæla mjög mikilvægan hluta íhaldsflokksins úr röðum hans - það er miðjuna. Og kosningar vinnur maður ekki nema eiga sjálf- ur rætur á miðjunni," sagði Hes- eltine. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra, tók í sama streng og Heseltine. „Ef við getum ekki náð saman um Evrópustefn- una þá vinnum við engar kosning- ar,“ sagði hann. JONATHAN Aitken, fyrrverandi ráðherra í breska fjármálaráðu- neytinu, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni, hindra framgang réttvísinnar og samsæri um að leggja stein í götu réttvísinnar. Málið snýst um misheppnaða málshöfðun Aitkens á hendur The Guardian, sem hafði sakað hann um að hafa útvegað saudi-arabískum kaupsýslumönnunum vændiskonur, beitt sér fyrir sölu vopna til íraks fyrir Persaflóastyrjöldina og leyft saudi-arabískum samstarfsmanni sínum að greiða fyrir dvöl hans á Ritz-hótelinu í París 1993. Eiginkona Aitkens, Lolicia, og 17 ára dóttir þeirra áttu að bera vitni vegna málsins og höfðu undirritað yfirlýsingu um að eiginkonan hefði greitt hótelreikninginn. Aitken dró málshöfðunina til baka í fyrra eftir að lögð vora fram gögn, sem virtust sanna að mæðgurnar hefðu verið í Genf þegar reikningurinn var greiddur og að starfsmaður Mo- hammeds prins, sonar konungs Saudi-Arabíu, hefði greitt hann. Að sögn The Daily Telegraph hyggst Aitken halda því fram að hann hafi logið til að koma í veg fyr- ir að upp kæmist um leynileg tengsl hans fyrir hönd bresku stjórnarinn- ar við stjórnvöld í Saudi-Arabíu. Rangur vitnisburður hans hafi því verið í þágu Bretlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.