Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 42

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 42
42 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ætlar Alþingi að virða að vettugi ákvæði stj ornarskrárinnar ? í BREYTINGARTILLÖGUM meirihluta félagsmálanefodar AI- þingis við frumvarp til sveitarstjórn- arlaga segir m.a.: Við 7. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: „Sveit- arfélög skulu setja sér stefnu um arðgjafar- og arðgreiðslumarkmið í rekstri fyrirtækja sinna og stofnana og er heimilt að ákveða sér eðlilegan afrakstur af því fjármagni sem bund- ið er í rekstri þeirra.“ Krafa um „af- rakstur“ af opinberum þjónustufyr- irtækjum er að sjálfsögðu ekkert annað en krafa um skattlagningu og því brot á 77. gr. stjórnarskrár íýðveldisins íslands. Aðdragandi að breytingu á 7. gr. sveitarstjómarlaga Telja má fullvíst að umrædd til- laga er fram komin vegna kæru greinarhöfundar á afgjaldi Hitaveitu Reykjavíkur, sem nú er til úrskurðar hjá umboðsmanni Alþingis. Nú á að lögleiða það lögbrot sem Reykjavík- urborg hefúr að mati undirritaðs framið og m.a. skattlagt ekki aðeins sína eigin borgara heldur einnig íbúa nágrannasveitarfélaga. Opinber fyrirtæki eru eign fólks- ins og er ekki gert ráð fyrir að þau skili arði á annan hátt en þann að selja þjónustu sína á kostnaðarverði. Þau eru skattfrjáls lögum sam- kvæmt og því er fráleitt að hugsa sér að hægt sé að koma yfir þau óbeinni skattlagningu með því að krefjast „afraksturs“ af þeim. Slíkt mundi brjóta gegn stjórnarskrá landsins. í tillögu nefndarinnar er talað um „... afrakstur af því fjármagni, sem bundið er í rekstri..." Vakin skal at- hygli á því að ef Hitaveita Reykjavík- ur er tekin sem dæmi má á það benda að Reykjavíkurborg hefur ekki lagt eina einustu krónu í upp- byggingu veitunnar. Hver á svo að fá arð af fjármagninu, sem bundið er í fyrirtækinu? Hjá einkafyrirtækjum og hlutafélögum eru það þeir sem leggja peninga í fyrirtækin sem fá arðinn, ef einhver er, og sem ákvarð- ast af markaðsaðstæðum og hag- kvæmni rekstrarins. Hjá Hitaveitu Reykjavíkur, svo hún sé notuð sem dæmi um opinbert einokunarfyrir- tæki, hefur afgjald til Reykjavíkur- borgar fyrst verið ákveðið og síðan notuð einokunaraðstaðan til að ákveða nauðsynlegt gjald á þjónust- unni. Á þann hátt er búið að koma skattlagningunni, sem kölluð hefur verið afgjald, í 30% af veltu, sem þýð- ir að gjaldið þarf að vera 50% hærra en ella svo til sé fé til skattgreiðsl- unnar. Þama er því um að ræða 50% skattlagningu á hitaveitugjöldin. Af framanrituðu er ljóst að það er ekki hægt að velta arðsemissjónarmiðum einkafyrirtækja og hlutafélaga yfir á opinber einokunarfyrirtæki. Með afgjaldi því, sem Reykjavík- urborg krafði Hitaveitu Reykjavíkur um á árinu 1997, greiddu Hafn- firðingar um 80 milljónir króna í skatt í borgarsjóð eða sem nemur um 4.500 kr. á hvern íbúa. Það er örugglega vandfundið dæmi um það í öðru Evrópulandi að eitt sveitarfélag komist upp með það að skattleggja íbúa annars sveitarfélags. Álit bæjarstjóranna á höfuð- borgarsvæðinu í Morgunblaðinu hinn 6. maí sl. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: „Miðað við þau viðhorf, sem uppi eru í dag, þá held ég að það sé betra fyrir sveitarfélögin að hafa lagagrunn til að standa á en ekki bara hefðina.“ Skýrari yfirlýsingu um að afgjald- staka Reykjavíkurborgar af m.a. Hitaveitu Reykjavíkur hafi ekki Knýi meirihluti félags- málanefndar Alþingis fram þá breytingu á 7. gr. sveitarstjórnarlaga, sem hann hefur lagt fram, segir Gísli Jóns- son, kemur Alþingi til með að brjóta ákvæði stjórnarskrár landsins. lagastoð, heldur aðeins hefð, er ekki hægt að fá. í sama blaði sagði bæjar- stjórinn í Hafnarfirði, Ingvar Vikt- orsson, að sér litist nokkuð vel á breytingartillöguna. Hann er sem sagt harla ánægður með framan- greindar skattgreiðslur Hafnfirðinga í borgarsjóð Reykjavíkur. Frekar hefði mátt búast við því að bæjar- stjórinn styddi við bakið á greinar- höfundi í baráttunni gegn skattlagn- ingu Reykjavíkur á Hafnfirðinga. Mæðravernd - U ngbarnavernd Á HEILSUGÆSLUSTÖÐVUM líkamsbyggingu, þyngd, blóðþrýst- fer fram meðal annars mæðra- og ungbarnavemd. Stefnt er að því að sama ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur og læknir sinni konunni á meðgöng- unni og í gegnum ungbamavemd- ina. Þannig fæst sú besta þjónusta sem völ er á og samfella verður í starfinu. Með mæðravernd er átt við að gæta að og efla heilsu, vöxt og þroska móður, barns og fjöl- skyldu, með eftirliti, stuðningi og fræðslu. Að fyrirbyggja og greina óeðlilegt ástand á meðgöngutíman- um, bæði líkamlegt og andlegt. Einnig að sjá fyrir ástand sem get- ur haft áhrif á fæðinguna og greina þá áhættuhópa sem aukið eftirlit þarf að vera með. Við fyrstu skoðun er gerð mæðra- skrá þar sem eru skráð persónuat- riði, fyrri fæðingar- og fjölskyldu- saga, ásamt hefðbundinni skoðun sem felur í sér að huga að almennri líðan konunnar t.d. verkjum, ógleði, andlegri líðan, næringarástandi, ingi og mörgu fleiru. Við 18.- 19. viku meðgöngunnar er mælt með einni ómskoðun. Meðgöngulengd er Mæðra- og ungbarna- vernd á heilsugæslu- stöð, segja Margrét N. Svane og Sigríður Brynja Sigurðardóttir, er til að veita verðandi móður og barni sem besta þjónustu. reiknuð út í þeirri skoðun, aðrar ómskoðanir, bæði snemma og undir lok meðgöngunnar eru gerðar ef læknisfræðileg ástæða er fyrir hendi. Hjúkrunarfræðingar í ungbarna- Svo hefur ekki verið en þess í stað hefur hann leitast eftir því að fá hluta af kökunni. Að lokum skal vitnað í viðtal við bæjarstjórann í Garðabæ, Ingimund Sigurpálsson, í um- ræddri Morgunblaðs- grein. Ingimundur segir m.a.: „Þá er einnig á það að líta að vafasamt er að sveitarfélög stefni sér- staklega að því að hagn- ast á þjónustu við íbúana. Eðlilegt er og óumdeilt að sveitarfélög skuli á ákveðnum svið- um innheimta að fullu gjöld á móti þeim kostnaði, sem þau hafa veitt við þjónustu, en tekjuöflun sveitarfélaga hlýtur að öðru leyti að eiga að byggjast á skattheimtu í sam- ræmi við lög um tekjustofna sveit- arfélaga." Ingimundur fjallar mjög málefnalega og faglega um málið, enda tók leiðari Morgunblaðsins dag- inn eftir undir sjónarmið hans með svofelldum orðum: „Er það eðlilegt að sveitarfélög hafi sjálfdæmi um, hvað þau sækja mikla fjármuni í verði veittrar þjónustu, umfi'am kostnað af henni, í vasa fólks og fyr- irtækja? Bryti slíkt ekki í bága við 77. gr. stjórnarskrárinnar?" Hvað næst? Hollt er að hugleiða, hvernig sveit- arfélög kynnu að notfæra sér þá galopnu skattheimtuheimild, sem verið er að reyna að troða inn í 7. gr. sveitarstj órnarlaga. Mundu þau t.d. ekki vilja fá arð af því fjár- magni, sem íbúarnir hafa byggt upp í vatns- veitukerfinu og í hol- ræsakerfinu og með því móti fá hækkun á vatnsgjaldi og holræsa- gjaldi? Hinn 13. maí sl. kvað Hæstiréttur upp mjög athyglisverðan dóm varðandi vatnsgjald. í greinargerð dómsins er staðfest það álit um- boðsmanns Alþingis að gjöld fyrir opinbera þjónustu megi ekki vera hærri en sem svarar til eðlilegs kostnaðar. Dulbúinn ai'ður af ímyndaðri eign getur ekki talist til eðlilegs tilkostnaðar. Viðbótargjöld tO að standa undir dulbúnum arði eru því hreinn skattur, sem ekki verður lagður á nema með sérstök- um lögum sbr. 77. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands. Knýi meirihluti félagsmálanefndar Alþingis fram þá breytingu á 7. gr. sveitarstjórnarlaga, sem hann hefur lagt fram, kemur Alþingi til með að brjóta ákvæði stjórnarskrár landsins og má fullvíst telja að við það verði ekki unað. Þótt vald Alþingis sé mik- ið er hægt að fá ákvarðanir þess ógiltar, brjóti þær í bága við stjórn- arskrá lýðveldisins íslands. Höfundur er fv. prófessor við Háskóla íslands. Gísli Jónsson Margrét N. Sigríður Brynja Svane Sigurðardóttir vernd fylgjast með vexti, þroska og félagslegu umhverfi barnsins, ásamt líðan móðurinnar og fjöl- skyldunnar í heild. Fyrstu vikurnar eftir fæðingu barnsins er foreldrum boðið upp á vitjanir hjúkrunar- fræðinga heim. Nær undantekn- ingalaust er það boð vel þegið. Að koma inn á heimili fjölskyldu í þeim tilgangi að fræða og leiðbeina krefst mikillar tillitssemi og ávallt þarf að hafa þarfir fjölskyldunnar í huga. Vitjanir eru um það bil einu sinni í viku og oftar ef þörf krefur. Síðan er reglubundið ungbarnaeftirlit á heilsugæslustöð, þar sem læknir og hjúkr- unarfræðingur fylgjast með baminu. Stuðningur við for- eldra er mikilvægur fyrst eftir fæðingu og sérstaklega við fyrsta barn því mikil breyting verður á lífi fjölskyld- unnar. Foreldrar eru fræddir um meðferð ungbarna og örvaðir til sjálfstæðis því það eru fyrst og fremst for- eldramir sem bera ábyrgð á að barnið þroskist við góð skil- yrði. Markmið ungbarna- og smá- barnaverndar er að stuðla að góðri líðan og heilsu ungbarna, einnig er mikilvægt að finna frávik frá and- legum og líkamlegum þroska og grípa inn í á viðeigandi hátt. Ef vandamál koma upp við umönnun bamsins aðstoðar hjúkrunar- fræðingurinn foreldrana við að leysa úr þeim eða vísar þeim réttu leiðina sé þess þörf. Höfundar eru hjúkruníirforsijóri og hjúkrunardeildarstjóri á Heilsugæslustöðinni í Grafarvogi. Syngur þú í bíl? Verð frá Mazda 323 Sedan 1.330.000 Nú fylgir geislaspilari ásamt geislaplötu aö eigin vali. Umboðsmenn: Akranes: Bdás sf. • ísafjörður: Bílatangi ehf. • Akureyri: BSA hf. • Egilsstaðir: Bílasalan Fell • Selfoss: Betri bílasalan • Vestmannaeyjar: Bifreiðaverkstæði Muggs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.