Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, S/jVfí 6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 23. MAI1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Um 193.700 kjósendur á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum Kosið er til 124 sveitarstjórna í dag KOSIÐ er til 124 sveitarstjóma í sveitarstjómarkosningunum sem haldnar em í dag og er það 47 sveit- arstjórnum fæma en í seinustu sveitarstjómarkosningum fyrir fjór- um árum. Fjöldi kjósenda er 193.698 samkvæmt kjörskrárstofni Hagstofunnar, í alls 162 sveitarfélög- v.ym. Vegna sameiningar sveit- arfélaga fækkar þeim hins vegar eftir kosningarnar og verða sveit- arfélögin þá 124 talsins. Um 16.900 nýir kjósendur Kjósendur eru rúmlega 7 þúsund fleiri nú en í síðustu sveitarstjómar- kosningum, eða um 4% fleiri. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn sökum aldurs em um 16.900, eða tæplega 9% af heildar- fjölda kjósenda, skv. upplýsingum Hagstofunnar. Heldur fleiri konur en karlar hafa kosningarétt að þessu sinni. Eru þær 97.268 talsins en karlar eru 96.430. Kjósendum hefur fjölgað á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra en fækkað á öðmm landsvæðum, mest á Vest- fjörðum, um 11,1%. Flestir kjósendurnir era i Reykjavík og Kjalarneshreppi, lið- lega 78.800, sem er 5,4% fleira en við síðustu kosningar. Af einstökum sveitarfélögum hefur kjósendum fjölgað mest í Kópavogi, um 18,9%, en þar eru nú rúmlega 14.300 á kjörskrá. í Hafnarfírði era rúmlega 12.500 kjósendur á kjörskrá og á Akureyri rúmlega 10.800 manns. Fyrstu talna að vænta fljótlega eftir klukkan 22 Samkvæmt upplýsingum sem fengust í félagsmálaráðuneytinu má opna kjörstaði á tímabilinu frá kl. 9 til kl. 12. í flestum stærri sveit- arfélögum hefjast kjörfundir kl. 9 eða kl. 10. Kjörfundum á alls staðar að vera lokið kl. 22 og er fyrstu talna að vænta skömmu eftir að kjörfundi lýkur. í Reykjavík hefst flokkun at- kvæða upp úr kl. 18 og má búast við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl. 22 að sögn Eiríks Tómassonar, for- manns kjörstjórnar í Reykjavík. Eiríkur bendir á að kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum í kjördeildum áður en þeir fá at- kvæðaseðil í hendur. Tæp 6.000 höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík í gær Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur gengið vel að undanförnu að því best er vitað. I Reykjavík höfðu tæplega 6.000 manns greitt atkvæði utan kjörfundar kl. 18 í gær og er það heldur betri kosningaþátttaka en fyrir síðustu sveitarstjómarkosn- ingar. Kjósendur sem staddir era fjarri kjörstöðum þar sem þeir eiga lögheimili eiga þess kost að greiða atkvæði utan kjörfundar til kl. 18 í dag, en þeir verða sjálfír að sjá um að koma atkvæðaseðli sínum til skila. _ Mynd eftir handriti Jarmans FRIÐRIK Þór Friðriksson hefur tekið að sér að leikstýra kvikmynd- inni Neutron, framtíðarmynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins, og verða framleiðendur myndar- innar Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist og James MaeKay. „Þetta er vísindaskáldskapur,“ sagði Friðrik Þór Friðriksson í samtali við Morgunblaðið á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- ^c_Jandi í gær. ■ Saga um/6 --------------- Banaslys á Tjiirnesi STÚLKA um tvítugt lést þegar bifreið sem hún ók fór út af vegin- um og fram af 25 metra háum hömram við Skeiðsöxl austarlega á Tjörnesi. Talið er að hún hafí látist samstundis, að því er fram kemur í frétt frá iögreglunni á Húsavík. > Engin vitni vora að slysinu og •*fcekki er vitað nákvæmlega hvenær það varð eða hvernig það bar til en lögreglunni á Húsavík barst um það tilkynning um kl. tíu í gær- morgun. ------♦-♦-♦---- Tveir sviptir ökuskírteini LÖGREGLAN á Húsavík gómaði ökumann sem var á hraðferð í _ Ljósavatnsskarði í gærkvöld og 'varð hann fyrir vikið að sjá á bak ökuskírteini sínu. Hann mældist á 142 km hraða, þar sem leyfílegur hámarkshraði er 90 km. Þá var annar ökumaður sviptur ökuskírteininu í fyrrakvöld eftir að hafa ekið á 105 km hraða innan- bæjar á Húsavík, þar sem leyfíleg- -' itr hámarkshraði er 50 km. Morgunblaðið/Ásdís Vaskar og vel gallaðar ÞÆR voru heldur betur vaskar og vel gallaðar, konurnar úr hestamannafélaginu Fáki, sem fjölmenntu í hina árvissu kvennareið Fáks í gær. Þær létu rigninguna ekki á sig fá en klæddu sig samkvæmt aðstæðum. Við Reynisvatn var sprett af gæðingunum og áð um stund, því þar biðu kvennanna miklar kræsingar á grillinu og tóku þær hraustlega til matar síns. Morgunblaðið/Ragna Sara GLAÐBEITTUR hópur við rætur jökulsins. Anna María Geirsdóttir, Dagný Indriðadóttir, María Dögg Hjörleifsdóttir og Þórey Gylfadóttir stilla sér upp fyrir ofan Einar Torfa Finnsson. Islensku konurnar komnar yf- ir Græn- landsjökul FYRSTU íslensku konurnar til að ganga yfír Grænlands- jökul komu niður af jöklinum á þriðjudagskvöld. Þá áttu þær ófama um 25 km fót- gangandi til byggðarinnar í Syðri Straumfírði og þurftu að selflytja birgðir hluta leið- arinnar. Ferðin yfír jökulinn gekk vel og vora allir vel á sig komnir þegar komið var á leið- arenda. „Þetta var ógleym- anleg upplifun og ferðin var frábær í alla staði,“ sagði María Dögg Hjörleifsdóttir, ein leiðangurskvennanna, og bætti við „auðvitað var þetta erfitt en ekki eins erfítt og ég bjóst við. Það reyndi mest á andlegu hliðina og skapgerð manns, og að trúa því ailan tímann að við kæmumst yftr.“ Lögðu að baki 540 km á 24 dögum Leiðangurinn lagði af stað frá Hahn-skriðjöklinum á Austur Grænlandi 26. apríl sl. og kom niður af jöklinum þriðjudaginn 19. maí. Yfír- ferðin tók þvi samanlagt 24 daga og lögðu þær að baki 540 km með nauðþurftir á sleða í eftirdragi. Hópurinn er enn á Græn- landi en er væntanlegur til Is- lands næstu daga. ■ Skemmtiferð/46 Endurfjármög-nun Islenska útvarpsfélag-sins til skoðunar Minni hluthafar keyptir út? ÁFORM um endurfjármögnun ís- lenska útvarpsfélagsins era nú til skoðunar þar sem Chase Manhatt- an-bankinn verður í lykilhlutverki. Bankinn hefur áður komið að end- urfjármögnun félagsins, en það var þegar fyrri aðaleigendur fjölmiðla- fyrirtækisins voru keyptir út úr því og núverandi aðaleigendur tóku yf- ir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í þessu samhengi einnig rætt um að Skífan hf., fyrirtæki Jóns Olafssonar, stjómarformanns IÚ, renni inn í Islenska útvarps- félagið með einum eða öðram hætti, og í kjölfarið verði nær allir minni hluthafar fyrirtækisins keyptir út úr því, þannig að félagið verði nánast alfarið í eigu Jóns Olafssonar og Sigurjóns Sighvats- sonar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ráða þeir tvímenningar rétt um 60% hlut í íslenska út- varpsfélaginu, gamlir samherjar þeirra svo sem Haraldur Haralds- son í Andra, Jóhann J. Ólafsson, Guðjón Oddsson og Gunnar Ólafs- son era með á þriðja tug prósentna í félaginu og loks er gamli Stöðvar 3-hópurinn sem sameinaðist IÚ með náiægt 10% hlut. Þá mun Sig- urður G. Guðjónsson eiga lítinn hlut í félaginu, en hann er almennt talinn nátengdur meirihlutanum. Af þessum minni hluthöfum náðist aðeins í Harald Haraldsson í gær sem sagði einungis að hlutir væra alltaf til sölu ef rétt verð fengist. Jón Ólafsson er hins vegar staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes um þessar mundir og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að menn væru alltaf að skoða ýmsa hluti og ekkert mundi liggja fyrir í þessu efni næstu vik- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.