Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 92

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, S/jVfí 6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 23. MAI1998 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Um 193.700 kjósendur á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum Kosið er til 124 sveitarstjórna í dag KOSIÐ er til 124 sveitarstjóma í sveitarstjómarkosningunum sem haldnar em í dag og er það 47 sveit- arstjórnum fæma en í seinustu sveitarstjómarkosningum fyrir fjór- um árum. Fjöldi kjósenda er 193.698 samkvæmt kjörskrárstofni Hagstofunnar, í alls 162 sveitarfélög- v.ym. Vegna sameiningar sveit- arfélaga fækkar þeim hins vegar eftir kosningarnar og verða sveit- arfélögin þá 124 talsins. Um 16.900 nýir kjósendur Kjósendur eru rúmlega 7 þúsund fleiri nú en í síðustu sveitarstjómar- kosningum, eða um 4% fleiri. Þeir kjósendur sem nú fá að kjósa í fyrsta sinn sökum aldurs em um 16.900, eða tæplega 9% af heildar- fjölda kjósenda, skv. upplýsingum Hagstofunnar. Heldur fleiri konur en karlar hafa kosningarétt að þessu sinni. Eru þær 97.268 talsins en karlar eru 96.430. Kjósendum hefur fjölgað á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra en fækkað á öðmm landsvæðum, mest á Vest- fjörðum, um 11,1%. Flestir kjósendurnir era i Reykjavík og Kjalarneshreppi, lið- lega 78.800, sem er 5,4% fleira en við síðustu kosningar. Af einstökum sveitarfélögum hefur kjósendum fjölgað mest í Kópavogi, um 18,9%, en þar eru nú rúmlega 14.300 á kjörskrá. í Hafnarfírði era rúmlega 12.500 kjósendur á kjörskrá og á Akureyri rúmlega 10.800 manns. Fyrstu talna að vænta fljótlega eftir klukkan 22 Samkvæmt upplýsingum sem fengust í félagsmálaráðuneytinu má opna kjörstaði á tímabilinu frá kl. 9 til kl. 12. í flestum stærri sveit- arfélögum hefjast kjörfundir kl. 9 eða kl. 10. Kjörfundum á alls staðar að vera lokið kl. 22 og er fyrstu talna að vænta skömmu eftir að kjörfundi lýkur. í Reykjavík hefst flokkun at- kvæða upp úr kl. 18 og má búast við fyrstu tölum fljótlega upp úr kl. 22 að sögn Eiríks Tómassonar, for- manns kjörstjórnar í Reykjavík. Eiríkur bendir á að kjósendum ber að framvísa persónuskilríkjum í kjördeildum áður en þeir fá at- kvæðaseðil í hendur. Tæp 6.000 höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík í gær Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur gengið vel að undanförnu að því best er vitað. I Reykjavík höfðu tæplega 6.000 manns greitt atkvæði utan kjörfundar kl. 18 í gær og er það heldur betri kosningaþátttaka en fyrir síðustu sveitarstjómarkosn- ingar. Kjósendur sem staddir era fjarri kjörstöðum þar sem þeir eiga lögheimili eiga þess kost að greiða atkvæði utan kjörfundar til kl. 18 í dag, en þeir verða sjálfír að sjá um að koma atkvæðaseðli sínum til skila. _ Mynd eftir handriti Jarmans FRIÐRIK Þór Friðriksson hefur tekið að sér að leikstýra kvikmynd- inni Neutron, framtíðarmynd eftir handriti Dereks Jarmans heitins, og verða framleiðendur myndar- innar Þórir Snær Sigurjónsson, Skúli Fr. Malmquist og James MaeKay. „Þetta er vísindaskáldskapur,“ sagði Friðrik Þór Friðriksson í samtali við Morgunblaðið á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- ^c_Jandi í gær. ■ Saga um/6 --------------- Banaslys á Tjiirnesi STÚLKA um tvítugt lést þegar bifreið sem hún ók fór út af vegin- um og fram af 25 metra háum hömram við Skeiðsöxl austarlega á Tjörnesi. Talið er að hún hafí látist samstundis, að því er fram kemur í frétt frá iögreglunni á Húsavík. > Engin vitni vora að slysinu og •*fcekki er vitað nákvæmlega hvenær það varð eða hvernig það bar til en lögreglunni á Húsavík barst um það tilkynning um kl. tíu í gær- morgun. ------♦-♦-♦---- Tveir sviptir ökuskírteini LÖGREGLAN á Húsavík gómaði ökumann sem var á hraðferð í _ Ljósavatnsskarði í gærkvöld og 'varð hann fyrir vikið að sjá á bak ökuskírteini sínu. Hann mældist á 142 km hraða, þar sem leyfílegur hámarkshraði er 90 km. Þá var annar ökumaður sviptur ökuskírteininu í fyrrakvöld eftir að hafa ekið á 105 km hraða innan- bæjar á Húsavík, þar sem leyfíleg- -' itr hámarkshraði er 50 km. Morgunblaðið/Ásdís Vaskar og vel gallaðar ÞÆR voru heldur betur vaskar og vel gallaðar, konurnar úr hestamannafélaginu Fáki, sem fjölmenntu í hina árvissu kvennareið Fáks í gær. Þær létu rigninguna ekki á sig fá en klæddu sig samkvæmt aðstæðum. Við Reynisvatn var sprett af gæðingunum og áð um stund, því þar biðu kvennanna miklar kræsingar á grillinu og tóku þær hraustlega til matar síns. Morgunblaðið/Ragna Sara GLAÐBEITTUR hópur við rætur jökulsins. Anna María Geirsdóttir, Dagný Indriðadóttir, María Dögg Hjörleifsdóttir og Þórey Gylfadóttir stilla sér upp fyrir ofan Einar Torfa Finnsson. Islensku konurnar komnar yf- ir Græn- landsjökul FYRSTU íslensku konurnar til að ganga yfír Grænlands- jökul komu niður af jöklinum á þriðjudagskvöld. Þá áttu þær ófama um 25 km fót- gangandi til byggðarinnar í Syðri Straumfírði og þurftu að selflytja birgðir hluta leið- arinnar. Ferðin yfír jökulinn gekk vel og vora allir vel á sig komnir þegar komið var á leið- arenda. „Þetta var ógleym- anleg upplifun og ferðin var frábær í alla staði,“ sagði María Dögg Hjörleifsdóttir, ein leiðangurskvennanna, og bætti við „auðvitað var þetta erfitt en ekki eins erfítt og ég bjóst við. Það reyndi mest á andlegu hliðina og skapgerð manns, og að trúa því ailan tímann að við kæmumst yftr.“ Lögðu að baki 540 km á 24 dögum Leiðangurinn lagði af stað frá Hahn-skriðjöklinum á Austur Grænlandi 26. apríl sl. og kom niður af jöklinum þriðjudaginn 19. maí. Yfír- ferðin tók þvi samanlagt 24 daga og lögðu þær að baki 540 km með nauðþurftir á sleða í eftirdragi. Hópurinn er enn á Græn- landi en er væntanlegur til Is- lands næstu daga. ■ Skemmtiferð/46 Endurfjármög-nun Islenska útvarpsfélag-sins til skoðunar Minni hluthafar keyptir út? ÁFORM um endurfjármögnun ís- lenska útvarpsfélagsins era nú til skoðunar þar sem Chase Manhatt- an-bankinn verður í lykilhlutverki. Bankinn hefur áður komið að end- urfjármögnun félagsins, en það var þegar fyrri aðaleigendur fjölmiðla- fyrirtækisins voru keyptir út úr því og núverandi aðaleigendur tóku yf- ir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er í þessu samhengi einnig rætt um að Skífan hf., fyrirtæki Jóns Olafssonar, stjómarformanns IÚ, renni inn í Islenska útvarps- félagið með einum eða öðram hætti, og í kjölfarið verði nær allir minni hluthafar fyrirtækisins keyptir út úr því, þannig að félagið verði nánast alfarið í eigu Jóns Olafssonar og Sigurjóns Sighvats- sonar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins ráða þeir tvímenningar rétt um 60% hlut í íslenska út- varpsfélaginu, gamlir samherjar þeirra svo sem Haraldur Haralds- son í Andra, Jóhann J. Ólafsson, Guðjón Oddsson og Gunnar Ólafs- son era með á þriðja tug prósentna í félaginu og loks er gamli Stöðvar 3-hópurinn sem sameinaðist IÚ með náiægt 10% hlut. Þá mun Sig- urður G. Guðjónsson eiga lítinn hlut í félaginu, en hann er almennt talinn nátengdur meirihlutanum. Af þessum minni hluthöfum náðist aðeins í Harald Haraldsson í gær sem sagði einungis að hlutir væra alltaf til sölu ef rétt verð fengist. Jón Ólafsson er hins vegar staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes um þessar mundir og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að menn væru alltaf að skoða ýmsa hluti og ekkert mundi liggja fyrir í þessu efni næstu vik- una.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.