Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipstjórinn á nýrri Reykjaborg RE 25 Anægður með vandaða smíði REYKJABORG RE 25 verður næstu daga gerð klár á snurvoð. Reri gamla Reykjaborgin frá Keflavík á sumrin en Sandgerði að vetrinum. Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Jónsson skipatæknifræðingur (t.v.) og Friðrik Óskars- son skipstjóri við Reylqaborgina nýju. NÝR snurvoðarbátur, Reykjaborg RE 25, kom til heimahafnar í gær- morgun eftir 18 tíma stím frá ísafirði, nánast í rjómablíðu þrem- ur til fjórum vindstigum. „Mig langaði að fá átta til tíu vindstig til að prófa bátinn en við fengum samt hreyfingamar ágætlega á tilfinn- inguna. Ég er ánægður með skipið sem er vönduð smíð,“ sagði Friðrik Óskarsson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið við komuna til Reykjavíkur. Reykjaborg er 57 tonna stálbát- ur í eigu samnefndrar útgerðar. Að henni standa Guðbjörg Gunnars- dóttir og synir hennar Haraldur og Rafn en faðir þeirra var Haraldur heitinn Ágústsson, útgerðarmaður og skipstjóri. Nýi báturinn kemur í stað eldri Reykjaborgar sem var seld og er nú gerð út frá Patreks- firði en hún var 30 tonna trébátur. Báturinn er smíðaður hjá Skipa- smíðastöðinni hf. á ísafirði undir stjórn Sigurðar Jónssonar skipatæknifræðings. Reykjaborg var hönnuð að stærstum hluta þar en eigendur lögðu til eitt og annað varðandi endanlega útfærslu. Gengið var frá samningum um smíði bátsins í lok júlí í fyrra. Hófst hún i október og var Reykjaborg sjósett 2. maí. Fóru þá fram ýmsar prófanir á vél, spilum og öðrum tækjabúnaði og síðustu handtökin voru unnin í fyrradag áður en bátn- um var siglt suður. Vönduð vinnubrögð og góð samvinna Ailt ofan lunningar í nýja bátnum er úr áli og segir Friðrik skipstjóri það gera bátinn léttari. Hann segir allan aðbúnað til fyrirmyndar, koj- ur eru fyrir sex manna áhöfnina og öll vinnuaðstaða tii fyrirmyndar. Segir hann engar framfarir hafa orðið í þessum efnum á minni bát- unum í áratugi og talar þar af reynslu því Friðrik hefur stundað sjóinn frá því um 1950. í brúnni eru líka fullkomin tæki, siglingatölva, dýptarmælir, sjálfstýring og sónar, svo nokkuð sé nefnt. Aðalvélin er 470 hestafla frá Cummins og ljósa- vélar eru tvær. Rafn Haraldsson segir endanlegt verð ekki liggja fyrir, en það sé milli 60 og 70 milljónir og telur hann þá með nærri fimm milljónir króna sem greiða þurfti vegna úr- eldingar. Telja þeir Rafn og Friðrik að úreldingarreglur komi nánast al- gjörlega í veg fyrir að eigendur minni bátanna geti endumýjað þá. Þróunin hafi verið sú að með full- komnari tækjum um borð sé sífellt verið að bæta á gömlu bátana stærri spilum og þyngri veiðarfær- um og ganga þannig nærri öruggi þeirra og stöðugleika í stað þess að menn geti losað sig við þá og keypt stærri báta til að standa betur und- ir slíkum breytingum. Þeir luku upp einum munni um smíðina, sögðu hana mjög vandaða hjá starfsmönnum Skipasmíðastöðvar- innar. Sögðu þeir samvinnuna hafa verið ánægjulega og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af stöðu íslensks skipaiðnaðar þegar svo vönduð vinnubrögð væru annars vegar. Sigurður Jónsson segir að á und- an Reykjaborg hafi síðasta nýsmíðaverkefni verið 30 tonna bátur sem fór til Sauðárkróks árið 1996 og þar áður hafi síðasti bátur verið smíðaður 1989. Skipa- smíðastöðin er að hefja smíði á nýj- um báti sem gerður verður út frá Akranesi og bjóst hann við að henni lyki með haustinu. Eftir það er ekk- ert bókað, ýmsar vangaveltur þó uppi og vonaðist Sigurður til að Reykjaborgin nýja myndi kveikja í einhverjum. Björgunarleiðangurinn kominn úr Grímsvötnum Morgunblaðið/Guðmundur Ingi JEPPINN á kafi í snjó en einungis sást í hliðarspegilinn þegar björgunarmenn komu að honum. Jeppinn ónýtur en jarðskjálfta- mælar heilir JEPPABIFREIÐIN sem vísinda- mennimir tveir í leiðangri raunvís- indastofnunar fóm í fram af Grúns- fjalli nýlega kom mikið skemmd til Reykjavíkur í gær. Ellefu félagar úr Hjálparsveit skáta í Reylqavík vom í björgunarleiðangri sem fór til að ná í jeppann. Einn leiðangursmanna, Marteinn Heiðarsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferðin hefði geng- ið að óskum enda hefði veðrið leik- ið við þá lungann úr ferðinni. Á kafi í snjó Aðeins um 100 metra gangur var frá staðnum þar sem þeir lögðu bíl- um sfnum að staðnum þar sem jeppinn átti að vera. „Þegar við koraum upp í brekkuna sáum við glitta f hliðarspegil jeppans en hann var annars á kafi í spjó. Svo byrjuðum við að moka niður á bíl- inn og frá honum." Þegar þvf var lokið mddi snjótroðarinn snjó frá bflnum. „Hann tók örugglega svona 3-400 rúmmetra af snjó frá og mddi slóð þannig að hægt væri að draga bíl- inn niður hallann. Þvf var lokið um klukkan 10.30. Þvf næst fómm við að leita að tækjum og persónuleg- um munum sem týnst höfðu og fundum við flest það verðmætasta." Tækin, sem Marteinn segir að hafi mörg hver verið mjög verðmæt, þar á meðal jarðskjálfta- BÍLLINN kominn upp úr kafinu. mælar, virðast vera lítið eða ekkert skemmd. Ekki er sömu sögu að segja af bflnum en hann er ónýtur að sjá sagði Marteinn og hreint ótrúlegt að vísindamennimir hafi sloppið jafn vel úr þessu slysi og raun ber vitni. Loft í öllum hjólum Leiðangursmenn vom við öllu búnir, að sögn Marteins. „Við tók- um allar græjur með, til dæmis vor- um við með rafsuðugræjur og skíði til að draga bflinn á niður jökulinn. Þegar til kom þurfti ekki að nota þau enda var loft í öllum lijólum og við þurftum bara að hengja bílinn aftan f snjótroðarann og draga hann niður.“ Ferðin niður jökulinn gekk að óskum og f Jökulheima var leiðang- urinn kominn um miðnætti á fimmtudagskvöld. Hæstiréttur dæmir tvo menn fyrir lfkamsárás, sem leiddi til dauða á Vegas Sýknu annars breytt í tveggja ára fangelsi HÆSTIRÉTTUR íslands dæmdi í gær Sigurþór Amarsson til tveggja ára og þriggja mánaða fangelsisvistar og Sverri Þór Einarsson til tveggja ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem leiddi til dauða, á skemmtistaðn- um Vegas í Reykjavík aðfaranótt þriðjudagsins 13. maí 1997. Sigurþór var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í september, en Sverrir Þór hlaut þá sama dóm, tvö ár. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar að ósk ákærða Sverris Þórs, en einnig af hálfu ákæruvalds- ins til þyngingar á refsingu Sverris Þórs og til sakfellingar og refsiákvörðunar vegna Sigurþórs. Sigurþór krafðist staðfestingar héraðsdóms, en Sverrir Þór sýknu, segir í dómi Hæstaréttar. Málið er rakið í dómnum. Þar seg- ir að þegar lögregla hafi komið á Ve- gas hafi henni verið sagt að mannin- um hafi verið veitt höfuðhögg. Þrír karlmenn hefðu ráðist á hann og meðal annars tuskað hann til og sparkað í höfuð hans. Farið hefði verið með hinn slasaða á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Við skoðun í sneiðmyndatæki hafi sést heilaskúmsblæðing, en ekki hafi tekist að bjarga h'fi hans með aðgerð. Hann hafi látist sólarhring eftir atburðinn. " Saksóttir fyrir stórfeUda lfkamsárás Ákærðu voru saksóttir fyrir „stórfellda líkamsárás sem hafi leitt til dauða“. Sverrir Þór á að hafa ráðist á hinn látna og „veitt honum þungt högg aftanvert á höfuð þannig að hann féll á gólfið meðvit- undarlaus" og Sigurþór á síðan að hafa „sparkað í höfuð“ hans „er hann lá á gólfmu“. „Takmarkast álitaefni málsins nokkuð af þessari verknaðarlýsingu í ákærinu," segir í dómnum. Rakið er að mikið beri á milli skýrslna ákærðu og vitna um átök- in. Þau hafi tekið stuttan tíma og fleiri blandast inn í málið en sá látni og ákærðu. Sagt er að samkvæmt gögnum málsins virðist Sigurþór hafa átt upptökin að átökunum. Einnig segir að nægjanlega þyki komið fram að Sigurþór hafi sparkað í höfuð mannsins þar sem hann lá í gólfinu. Héraðsdómur komst í september að þeirri niður- stöðu að ósannað væri að hann hefði sparkað í höfuð hins látna. í dómnum segir að fallast beri á það með héraðsdómi að sannað sé að hinn látni hafi látist af heila- skúmsblæðingu, sem hafi hlotist af höggi eða höggum á höfuðið. Á höfði mannsins hafi ekki verið aðra ytri áverka að sjá en mar í hársverði á hnakkanum og blóðgúl undir höfuð- leðrinu. Ekki hafi verið sýnt fram á að áverkinn hafi hlotist af þungu höggi eða höggum á hnakkann og nægjanlega sé fram komið að slíkur áverki geti hlotist af tiltölulega vægu höggi. Þá skipti máli að hinn látni hafi verið mjög ölvaður þannig að hann hafi ekki verið fær um að taka þátt í átökum eða verjast falli. ,Áf öllu framangreindu leiðir, að sannað telst, að ákærðu hafi báðir ráðist á þann er lést,“ segir í dómn- um. „Verður ekki talið öðrum til að dreifa, sem gætu hafa valdið honum áverka þeim, sem leiddi hann til dauða. Ákærðu máttu búast við að veruleg meiðsl gætu hlotist af árás þeirra.“ Afleiðingar afdrifaríkari en búast mátti við Segir að atferli mannanna varði við 2. mgr. 218. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19/1940. Hins vegar hafi afleiðingar atlögunnar orðið af- drifaríkari en við hafi mátt búast eins og fram hafi komið í krufning- arskýrslu og framburði krufningar- læknis og beri að líta til þess við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar Sigurþórs er tekið fram að hann hafi átt upp- tökin að átökunum og eigi alvarleg- an brotaferil að baki. Því þyki tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi hæfileg refsing, en frá henni dragist gæsluvarðhald frá 14. maí til 4. júní 1997 og 9. júní til 19. september sama ár. Refsiákvörðun héraðsdóms um að Sverrir Þór skuli sitja í fangelsi í tvö ár er staðfest, en gæsluvarðhald frá 14. maí til 4. júní 1997 og 9. júní til 23. september sama ár ber að draga frá refsingu hans. Sigurþór og Sverri Þór er gert að greiða réttargæslu og málsvarnar- laun skipaðra verjenda sinna, Hilm- ars Ingimundarsonar og Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlög- manna, samtals 1,1 milljón króna. Einn dómaranna vildi staðfesta sýknu Bogi Nilsson ríkissaksóknari sótti málið. Dómarar voru Pétur Kr. Hafstein, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. Gunnlaugur skilaði sératkvæði þar sem hann kveðst telja að „ákæru- valdinu hafi ekki tekist að sanna með fullnægjandi hætti sök ákærða Sigurþórs og þvi beri að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um sýknu hans í málinu". Gunnlaugur kveðst hins vegar sammála hinum dómur- unum um að refsing Sverris Þórs skuli vera fangelsi í tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.