Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 flKU m MORGUNBLAÐIÐ U TI V E RT V I Gi L FRÁMREIDULUMANNI ÁRUI Verður að vera mátulega kærulaus Góður þjónn verður að vera mannþekkjari en jafnframt mátulega kærulaus, sagði framreiðslumaður ársins, Evert Víglundsson, þegar Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann yfír máltíð á Austur-Indíafjelaginu. ll 11 llii Morgunblaðið/Þorkell KOKKAR hafa í nokkur ár barist um titilinn mat- reiðslumaður ársins. Sam- hliða þeirri keppni tókust framreiðslumenn nú í fyrsta skipti á um það hver væri færastur í faginu. Þegar atkvæði höfðu verið talin kom í ljós að Evert Víglundsson, þjónn á Hótel Sögu, reyndist hafa verið hlut- skarpastur. Evert er fæddur á Húsavík árið 1972 og þar hóf hann jafnframt feril sinn sem þjónn er hann starfaði á Hótel Húsavík samhliða námi í menntaskóla. „Þetta vatt upp á sig. Menn voru ánægðir með starfskrafta mína og þjónar að sunnan sem snæddu hjá okkur sögðu að ég væri á réttri hiilu.“ Það varð því úr að hann hóf störf á Hótel Sögu í október 1995 og hefur starfað þar síðan, ef frá eru taldir þrír mánuðir sem hann starfaði á vínekrum í Búrgund í Frakklandi. Evert segir að vínekrustörfm í Frakklandi hafí verið lærdómsrík og hann fljótlega komist að því að þetta væri enginn dans á rósum, standandi boginn í baki allan daginn. Hann segist alla tíð síðan hafa haft mikið dálæti á Búrgundarvínum. Eftii' að hafa velt vínlistanum á Austur-Indía fyrh- okkur varð niðurstaðan hins vegar sú að panta ástralskan Chardonnay, Wolf Blass President’s Seleetion, sem við töldum líklegan til að geta ráðið við fjölbreytta og kryddaða indverska máltíð. Aðspurður á meðan við bíðum eft- ir víni og mat hvort það hafí falist mikil umskipti í því að koma suður í vinnu segir Evert að það hafi að mörgu leyti verið auðveldara að starfa fyrir norðan. „Maður þarf ekki að kunna jafnmargt og að mestu leyti takmarkast reynslan við rósavín og vodka í kók. Það eru sí- fellt gerðar meiri kröfur til okkar og vínseðlanna þó að enn séu margir sem vilji einungis Beaujolais eða Valpolicella." A dögunum segist Ev- ert hins vegar hafa brugðið sér norð- ur í land og snætt á Fiðlaranum og hafi það verið Ijómandi og að engu leyti verra en það sem hann þekkti í Reykjavík. Fyrstu réttirnir berast á borðið. Stökkt Papad-brauð með nokkrum chutney-tegundum, lauk-Pakodas, einnig með kóríander-chutney og Kheema Wade, lambabollur, kryddaðar með kúmen, kóríander, hvítlauk og fleiru. Með þessu Ástralíuvínið sem Evert samþykkir með glöðu geði. Unnið allar helgar Evert vinnur allar helgar fram undir morgun en á yfirleitt frí á virk- um dögum. Það er helst ef aðfanga- dagur er á laugardegi að hann fær helgarfrí. „Flestum fínnst þetta ef- laust hræðilegur vinnutími. Mér líð- ur hins vegar vel, ég myndi ekki finna mig í níu til fimm-vinnu. Maður snýr einfaldlega öllu á hvolf, þar með talið sólarhringnum. Vinnur þrjá daga yfir helgina og slakar síðan á hina dagana og stundar íþróttir. Ef maður fer út að borða verður það að gerast á virkum degi og er þá gjarn- an kallaður fyllibytta vegna þess að maður pantar sér vínflösku með matnum á mánudegi. Þjónar eru frægir fyrir það. Ég held þó ekki að við hefðum vinninginn ef þeir dagar sem við förum út og gerum okkur glaðan dag væru bornir saman við það sem gengur og gerist hjá öðr- um.“ En hvað telur framreiðslumaður ársins að séu mikilvægustu eiginleik- ar í fari góðs þjóns? „Hann verður að vera skapgóður, þótt auðvitað hafi maður heyrt sögur af frægum skap- hundum í faginu í gegnum tíðina. Að mínu mati verður þjónn að vera passlega kærulaus, ekki of stífur og jafnframt góður mannþekkjari. Mað- ur verður að geta lesið viðskiptavin- inn út að einhverju leyti. Það má alls ekki gantast við alla kúnna. Sumir vilja að maður þegi og að það fari sem minnst fyrir manni. í kennslu- bókum segir líka auðvitað að besti þjónninn sé sá sem maður tekur ekki eftir.“ Þeir eru mjög þægilegir Siðir íslenskra frami'eiðslumanna byggjast á vestrænni fyrirmynd og því lék mér forvitni á að vita hvernig hin austurlenska þjónusta Austur- Indíafjelagsins legðist í framreiðslu- mann ársins. „Þeir eru mjög þægi- legir hérna, ekki hægt að kvarta yfir því. Annars er maður nú yfirleitt lítið að pæla í því þegar maður fer út. Ekki nema maður ætli að gera ein- staklega vel við sig og vilji þá hafa allt fullkomið. A meðan maður var að læra var maður auðvitað alltaf að fylgjast með hvort þjónamir gerðu hlutina rétt. Nú er maður kominn yf- h slíkt og ver tímanum frekar til að njóta matarins.“ Við ráðumst á aðalréttina, kjúklingaréttinn „Chicken 65“, sem er einn af helstu réttum hússins, og lambaréttinn „Rogan Josh“. „Hann er mjög góður,“ segir Evert um kjúklinginn. „Það er gott að fá sér svona til tilbreytingar. Það vill brenna við að maður panti alltaf naut eða önd ef maður hyggst vera flottur á því. Og svo auðvitað lamb. Ég held að ég væri til í að panta mér þennan rétt aftur,“ segir hann og bragðar næst á kjúklingarétti úr tandoor-ofn- inum, Murgh Malai Kabab. Sjóðandi heitur kjúklingur með möndlum, kóríander og lauk. ,Á maður að mæla með stöðunum í svona viðtöl- um?“ spyr Evert. „Ég myndi alveg treysta mér til þess að mæla með þessum. Það er svo oft sem maður er að rúnta um og velta fyrir sér hvar eigi að borða.“ Það að hann ákvað að taka þátt í keppninni um framreiðslumann árs- ins segir Evert að hafi atvikast þannig að formaður Félags fram- reiðslumanna hafi komið og spurt hvort ekki væri sniðugt að halda keppni af þessu tagi. „Við sögðum já og lofuðum að taka þátt í keppninni ef af henni yrði. Síðan hugsuðum við ekki meir um það. Það kom hins veg- ar að því að við vorum rukkaðir um loforðið og ákveðið var að einn þjónn af Sögu keppti og varð ég fyrir val- inu. Auðvitað var ég svolítið hikandi. Þetta var í fyrsta skipti sem keppnin var haldin og maður vissi ekki alveg á hverju maður ætti von.“ Gagnrýndur fyrir fullkomnunaráráttu Evert segir að það hafi farið nokkuð í taugarnar á þjónum að í allri umfjöllun um keppnina hafi ver- ið gert mikið úr hlut matreiðslu- manna en síðan að lokum bætt við að einnig myndu þjónar leggja á borð. „Keppnin var mun meira en það. Erfiðasti þáttur hennar var vín- fræðihlutinn, sem var viðamikill.“ Meðal annars hafi keppendur fengið fimm mínútur til að velja vín úr 60 síðna vínseðli með fimm rétta matseðli. „Margir kvörtuðu yfir að þessi hluti keppninnai- hefði verið of þungur. Verklegi þátturinn var hins vegar í raun það sem við erum að gera dags daglega og það tel ég mig kunna. Maður kallar sig fagmann og á því að geta staðið skil á þeim þætti, t.d. flamberingu, transeringu og að leggja á borð.“ Mjótt var á munum í keppninni en Evert segist, á meðan við hámum í okkur ljúffengan matinn með rífleg- um skömmtum af hrísgrjónum og naan-brauði, telja að þjónustan hafi verið sín sterkasta hlið. Það að bera fram og eiga samskipti við gesti. „Það er sá þáttur sem er mér eðlislægastur." Hann sagðist sérstaklega vilja hrósa dómgæslu í keppninni. Sér- dómari hafi séð um hvert atriði og líklega hefði ekki verið hægt að skipuleggja hana betur. En hverju skilar keppni af þessu tagi? „Það felst mikil endurmenntun í því að taka þátt í svona keppni og það skilar sér beint í starfi. Margt úr náminu vill gleymast með árunum og því er mjög gott að rifja það upp reglulega. Mitt eigið fólk í nema- hópnum á Sögu gagnrýnir mig stundum fyrir að vera of mikill perfeksjónisti. Ég held sjálfur að réttara sé að ég sé minna reiður en margir aðrh'. Ég held að það skili ekki mestu að öskra á nemana. Það er betra að byggja upp agann með því að gera hlutina rétt sjálfur. Þá er auðveldara að ætlast til þess að nem- arnir geri það sömuleiðis.“ Kyngeta og aldur MAGNÚS JÓHANNSSON UEKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Það eru alkunn sann- indi að kyngeta karla minnkar með aldrinum. Er eitthvað hægt að gera til að spoma við þessu, t.d. með lyfjainntöku eða einhverj- um æfingum? Svar: Það er rétt að bæði kyn- hvöt og kyngeta karla minnkar með aldrinum. Þetta verður að teljast eðlilegt þegar komið er yf- ir miðjan aldur. Hvenær þetta gerist og í hve miklum mæli er þó mjög einstaklingsbundið og það er einnig misjafnt hvernig menn taka þessu. Sumir eiga erfitt með að sætta sig við þessar breytingar og leita sér aðstoðar. Hægt er að hjálpa stórum hluta þessara karl- manna með ýmsum ráðum. Stundum em þessir erfiðleikar aðallega af sálrænum toga en þegar aldurinn færist yfir stafa þeir venjulega af minnkandi framleiðslu karlhormóna í líkam- anum. Svo gæti virst að beinast lægi við að gefa mönnum karlhor- món en slíkri meðferð fylgja of miklar aukaverkanir til að hægt sé að mæla með slíku. Spurt er um æfingar og það gildir um kynlíf eins og allt sem við gemm að líkamlegt ástand skiptir máli. Þess vegna er um að gera að halda sér í góðu líkamlegu ástandi, allra hluta vegna. Sú meðferð sem kemur til greina er af margvíslegum toga. Til eru ým- is gamalþekkt náttúruefni sem hafa haft orð á sér fyrir að auka kyngetu karlmanna. Þar má helst nefna ginseng og yóhimbín en áhrif þeirra eru óviss. Til eru rannsóknir sem benda til þess að yóhimbín geti hjálpað í 15-20% slíkra tilfella en aukaverkanir eru talsverðar (höfuðverkur, sviti, svimi, ógleði). Það sem reynst hef- ur einna best er sérstakt sogtæki sem sett er yfir getnaðarliminn, sogið veldur því að limurinn fyllist af blóði eins og gerist við eðlilega stinningu og henni má halda við í 30 mínútur. Þessi aðferð dugir í 90% tilfella og er hættulaus og án aukaverkana ef henni er beitt rétt. Sogtækin eru til frá nokkrum framleiðendum í mismunandi út- gáfum. Til er náttúrulegt efni (alprostadil) sem eykur blóðfyll- ingu getnaðarlimsins og veldur stinningu ef það er gefið staðbundið. Þetta efni er gefið með tveimur mismunandi aðferð- um, annars vegar er eins konar stíll sem stungið er upp í þvagrás- ina og hins vegar er efninu sprautað í gegnum nál sem stung- ið er í getnaðarliminn ofanverðan. Árangur næst í um 70% tilfella með stungulyfinu en sjaldnar með stíl. Sumum finnst það óbærileg tilhugsun að stinga nál í getnaðar- liminn en öðrum líkar þessi aðferð ágætlega þegar þeir hafa vanist henni. Notuð er mjög grönn nál og lyfinu er sprautað inn í liminn nálægt rótum hans. Eftir 10-15 mín. fæst stinning sem varir í 30-60 mín. Ef gefinn er of stór skammtur fæst langvarandi, sárs- aukafull stinning sem getur skemmt vefi getnaðarlimsins ef hún stendur mikið lengur en 4 klst. Mönnum er ráðlagt að leita aðstoðar læknis ef stinning hefur staðið í 4 klst. og getur læknirinn þá sprautað í liminn lyfi sem upp- hefur stinninguna. Sem síðasta úrræði, þegar allt annað hefur brugðist, má gera skurðaðgerð og setja inn í getnað- arliminn spelku sem heldur hon- um stöðugt lengdum og stífum. Það nýjasta á þessu sviði er lyf á töfluformi (Viagra) sem komið er á markað í Bandaríkjunum. Þetta lyf hefur verið í þróun í mörg ár og er skylt nokkrum vel þekktum hjartalÁjum. Þetta lyf hefur sáralítil áhrif á hjartað en aðalverkun þess er á blóðfylling- arvefi getnaðarlimsins. Lyfið hef- ur alls engin áhrif á kynhvöt en eykur stinningu. í nokkrum rannsóknum náðist viðunandi árangur í 65-90% tilfella. Lyfið hjálpar helst þeim sem fá ein- hverja en ófullnægjandi stinningu en síður þeim sem fá htla sem enga stinningu. Enn sem komið er hafa ekki sést alvarlegar auka- verkanir. Þeir sem nota ni- tróglýserín við hjartaöng ættu þó ekki að nota þetta lyf. Þekktar aukaverkanir eru höfuðverkur (um 10% fá hann), andlitsroði, meltingartruflanir og truflað lita- skyn. Verkun fæst um klukku- stund eftir að tafla er tekin inn og lyfið veldur ekki stinningu nema til komi kynferðisleg örvun. GLesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ( súna 5691100 og bréíum eða símbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.