Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 66
t)6 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MEÐ ORKUNA AÐ VOPNI GEGN NÁTTÚRU OG ÞJÓÐ ÍSLENDIN GAR standa á krossgötum í einstöku landi. Þar sem vegir mætast hafa _^þeir uppgötvað rfkidæmi í harðbýli og hrjóstri á öræfum en hafa jafnframt haft her manna í vinnu ár- um saman er stundað hafa þá iðju að gera áætlanir sem eyði- leggja þessi ríkidæmi í von um að skapa at- vinnu og auð. A þess- um krossgötum verður þjóðin að vega áleitnar spurningar sem munu á örlagaríkan hátt end- urspegla viðhorf hennar gagnvart náttúru og framtíð, hvort sem hún svarar þeim eða ekki. Þær varða m sambúð við náttúru og siðferði þjóð- "^ar, umhverfís- og atvinnumál og þá ekki síst hvort hún virkilega ætlar að láta stjórnmálamönnum einum eftir að ráðstafa þessu fjöreggi sínu og frumburðarrétti. Guðmundur E. Sigvaldason jarðfræðingur hefur kallað viðhorf stjórnvalda til umhverfis og stóriðju „mestu martröð nútímans" og Gunnar Kristjánsson prestur og heimspekingur hefur lýst umhverf- ismálum sem „mikilvægustu um- ræðu nútímans". Fjölmargir aðrir — númir Islendingar til sjós og lands deila áhyggjum af stóriðju, náttúni- spjöllum, mengun og framtíð Is- lands og íslendinga. Þeirra á meðal er forseti lýðveldisins, Ólafur Ragn- ar Grímsson. Þingmeirihluti og ríkisstjóm Is- lands með Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra í fararbroddi hefur um langt skeið lagt ríka áherslu á það að peningaöflin hafi frjálsar hendur í stóriðju, orkunýtingu, hugsanlegri málmvinnslu, vikur- og gjallvinnslu og jafnvel í einka- væðingu á náttúruperlum. Slagsíð- an er mikil, stóriðju og athafna- brölti í hag. Öryggisventlar til * vemdar náttúm Islands svo sem umhverfismat, opinber náttúru- vernd og afskipti almennings era í besta falli sýndarmennska. Stjórn- völd hafa frítt spil og þegar hálend- isframvörp verða samþykkt á Alþingi þarf ekki að spyrja að leikslokum. Fátt virðist geta stöðvað framrás vondra verksmiðja og komið í veg fyrir geigvænleg um- hverfisslys sem era í uppsiglingu nema að þjóðin rísi upp til varnar náttúra lands síns. Ahyggjum al- mennings af mengun, náttúraspjöll- um og loftslagsbreytingum hefur sama forysta vísað á bug sem hræðsluáróðri og svartnættisragli, sem runnið sé undan rifjum öfga- •?fullra umhverfissinna og nú síðast jafnaðarmanna! Umhverfismál eru stjórnmál. Þau eru kjarni stjórnmála um allan heim og án nokkurs efa mikilvægustu málefni nútímans. Þau snúast um velferð og framtíð náttúru jarðar og mannkyns og hafa nú á allra síðustu árum orðið að álíka uppsveiflu í at- vinnu- og nýsköpun og tölvuiðnað- urinn. Á landinu okkar bláa era um- hverfismál enn sem komið er horn- reka meðal stjórnmálamanna, eink- um ráðherra landsins, sem hafa málað hana út í horn með einhæfni ’^og fordómum. Varkárni er vonin okkar Lítum yfir farinn veg til að átta okkur á stefnu stjómvalda í um- hverfismálum. Kannski er ofrausn að tala um stefnu í því sambandi því engin stefna var til fyrr en í lok ^íðasta árs í tengslum við Kyoto- fundinn. En hafi hún verið óljós hafa stjórn- völd síðar lagt línur sín- ar svo ekki er um að villast hvert stefnir. í ávörpum til þjóðar- innar á síðustu áramót- um höfðu bæði forsæt- isráðherra og forseti ís- lands umhverfismál að meginþema í ræðum sínum. Það var nýlunda. Á meðan for- seti Islands ræddi um umhverfismál í víðasta skilningi með heimssýn alþjóðahyggjunnar og langa framtíð íslands í huga notaði forsætis- ráðherra tækifærið til að gera lítið úr umhverfisvanda og náttúrafræð- um og tyllti sér þar á bekk með stóriðjuhöldum, mestu náttúruböðl- um nútímans, vonandi þó aðeins um stundarsakir. Á nýárskvöld gerðist sá einstæði atburður í frétta- mennsku að ríkissjónvarpið rit- skoðaði áramótaræðu forsetans. Fréttalesari gat þess að ræðan hefði snúist um áfengi og vímuvarn- ir en sleppti umhverfismálunum sem voru þungamiðja ávarpsins og algjör andstæða við ræðu forsætis- ráðherra. Það var í anda þeirrar pólitísku fréttamennsku sem birst hefur sem langtíma fréttasvelti um umhverfismál, fræðslusvelti um fjölfræðirannsóknir á kerfum náttúrunnar, jarðsögu og áhyggjum fræðimanna um framtíðina að óg- leymdu Svæðisskipulagi á miðhá- lendi Islands í þessum sterkasta fjölmiðli landsins. Ég saknaði ábyrgðar hjá forsæt- isráðherra íslands og velvildar gagnvart landinu og náttúrafari sem þjóðin býr við. Eflaust hefur hann kynnt sér í þaula rannsóknir á fornveðurfari á Grænlandsjökli, á Suðurskautslandinu og í sjávarseti. Eflaust er hann prýðilega að sér um efnafræði háloftanna og keðjuverk- andi áhrif í náttúrunni. En hvers vegna hann kaus þá að taka meira mark á lítilsigldri grein úr Economist, sem samin var fyrir þá sem græða ennþá á umhverfis- spjöllum og hafði það eitt markmið að bera út óhróður um náttúru- fræðirannsóknir, get ég ekki svarað. Hins vegar er það hárrétt hjá for- sætisráðherra að vísindamenn vita ekki nóg og skjátlast eins og stjóm- málamönnum er gjamt. Sannleikur- inn er sá að samfélag náttúravís- indamanna er rétt að byrja að skynja heildarsamhengið í vist- og veðurkerfum jarðar. Þetta era lík- lega flóknustu fræði sem manns- hugurinn glímir við og tvímælalaust þau mikilvægustu, vegna þess að framtíð mannsins stendur og fellur með sambúð hans við móður jörð. Framtíð hans verður hvorki borgið með alræði frjálshyggju né öreiga. Báðar kreddurnar era álíka hættu- legar. En nú þegar maðurinn er rétt að byrja að átta sig á sögunni um fiðrildið sem blakaði vængjum milli skýjakljúfa Manhattanborgar og olli að lokum fellibyl í Kína eins og fjölfræðingar skálduðu til þess að útskýra sívirkni náttúrunnar, þá hamast menn við að ögra lofthjúpi og vistkerfum jarðar. íslensk stjórnvöld era þar engir eftirbátar og láta þekkingu sína og skilning á virkni náttúrannar sem vind um eyru þjóta. Þau hafa einnig sagt vatnafari á öllu íslandi stríð á hend- ur með allri þeirri keðjuverkan sem það hefur í för með sér og varúðar- reglur era sniðgengnar gefíst tækifæri til þess; Fljótsdalsvirkjun, Búrfellslína... Þegar forsætisráðherra gerði lítið úr náttúravísindum, áhyggjum af loftslagsbreytingum og taldi Kyoto- sáttmálann óviðunandi fyrir Islend- inga gerði hann lítið úr íslensku þjóðinni og um leið sjálfum sér og embætti sínu sem leggur honum á herðar þær skyldur að hugsa ekki síður til framtíðar heldur en vandamála nútímans. Hann höfðaði til peningahyggju og lífsþæginda, talaði um hagvöxt en aldrei um djúpstæð menningar- og tilfinninga- tengsl þjóðarinnar við náttúru lands síns. Ekki var orð um að vernda náttúrugersemar hennar sem eru í hættu. Hann hafði að engu gildi náttúrunnar og vó þau á mæli- kvarða kaupmáttar og hagvaxtar. Afstaða Davíðs fosætisráðherra var ófrumleg. Hún endurspeglaði viðhorf margra stjórnmálamanna fyrir heilum áratug - á meðan þeir hvorki áttuðu sig á né vildu trúa al- * Islenska þjóðin stendur frammi fyrir áleitnum spurningum sem varða sambúð við náttúru og siðferði þjóðar, um- hverfís- og atvinnumál, skrifar Guðmundur -------?--------------- Páll Olafsson, og þá ekki síst hvort hún virkilega ætlar að láta stjórnmálamönnum einum eftir að ráðstafa fjöreggi sínu og frum- burðarrétti. vöra loftslagsbreytinga. Upplýstir forystumenn flestra þjóða hafa kveikt á perunni. Þann hóp átti for- sætisráðherra íslands að fylla með djörfung og dug landi sínu til sóma. Ég leyfi mér að vitna í heimsku- nna veðurfarsfræðinga og höfunda nýlegrar bókar, „Atmosphere, Climate, and Change" sem Sci- entific American Library gaf út árið 1995. Thomas Gradel og Paul Cratzen taka þannig til orða í laus- legri þýðingu minni: „Tæknivætt nútíma þjóðfélag hvetur okkur til að halda að við höfum færnina til að leysa öll okkar vandamál, ef til vill meðtalin þau er varða loftslags- breytingar. Auðveldasta leiðin til að gera það, auðvitað, er að neita því í fyrsta lagi að vandamálið sé til stað- ar, eins og sumir hafa reynt að gera með því að draga í efa hugmynda- fræði og hugmyndir sem samfélag vísindamanna hefur lagt til mál- anna.“ Sá maður sem fólki í flestum heimshlutum þykir bera höfuð og herðar yfir stjórnmálamenn sam- tímans er Míkhaíl Gorbatsjov en hann hefur fyrir löngu fyllt þann flokk náttúravemdara sem gerir sér far um að vernda móður jörð og þjóðir heims, fyrst með því að reyna að stemma stigu við kjarnorku- vopnakapphlaupinu og nú síðar sem forseti Alþjóða græna krossins sem fáir Islendingar hafa heyrt nefndan. Græni krossinn var stofnaður til hliðar við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er náttúru- og mannvemdarsáttmáli samtak- anna. í yfirlýsingu sem Gorbatsjov undirritaði á öðram vettvangi fyrir skömmu stendur meðal annars þetta: „Loftslagsbreytingar af manna völdum gætu orðið víð- feðmasta umhverfisvandamál á jörðinni á næstu öld ... Á meðan nokkur óvissa ríkir um afleiðingar er óviturlegt og jafnvel glæfralegt að horfa fram hjá þessum sívaxandi áhyggjum." Milli draumsýnar og veru- leikafirringar Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan forsætisráðherra hélt sína dapurlegu áramótaræðu. Um þess- ar mundir er helsti talsmaður ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra. Hann hefur með nokkrum höfuðhreyfingum aflimað umhverf- isráðuneyti og gert það að verkfæri sínu og iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Fyrir hönd ríkis- stjórnar Islands ráða þeir umhverf- ismálum þjóðarinnar, að undan- skildum brunavörnum og fenemal- svefnlyfjadeildinni. I ræðu sem utanríkisráðherra hélt 7. maí sl. á aðalfundi VSÍ lýsti hann stefnu og náttúrusýn ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar. Hún er vorboðinn ljúfi um loftslagspólitík og skilning hennar á meðferð ís- lendinga á landinu sínu. Hér er brot úr ræðunni: „Nýlegt dæmi um mál af þessu tagi er samningaferlið um loftslags- breytingar þar sem skarast m.a. hreinir umhverfishagsmunir eða - sjónarmið, framtíðarmöguleikar okkar til nýtingar endurnýjanlegra orkulinda landsins og möguleikar okkar til að stunda nýjar og auknar fiskveiðar. Við getum því í reynd staðið frammi lyrir því að geta ekki nýtt fallvötn okkar og jafnvel ekki fiskimið vegna þrýstings á alþjóða- vettvangi í nafni umhverfisverndar. Er það umhverfisvernd í augum þjóðar sem á allt sitt undir endur- nýjanlegum auðlindum og hefur í ellefu hundrað ár lifað í betri sátt við umhverfi sitt en flestar aðrar þjóðir?" Aðeins verður að doka við yfirlýs- ingar utanríkisráðherra sem á ef til vill drýgstan þátt í því að Island er eina landið í Vestur-Evrópu sem hefur ekki samþykkt að skrifa undir Kyoto-bókunina til að sporna við loftslagsbreytingum. Við fyllum þann flokk sem leitar allra undan- bragða til að menga lofthjúp jarðar að vild. Utanríkisráðherra lýsir hins vegar þjóð sem „hefur í ellefu hund- ruð ár lifað í betri sátt við umhverfi sitt en flestar aðrar þjóðir?“ í hvaða gamanleik erum við stödd? Um hvaða þjóð er utanríkis- ráðherra íslands að tala? Ekki á hann við þjóðina mína sem elskar sitt land og tengist því órofa bönd- um en hefur farið verr með gróður- hulu þess en dæmi er um í Evrópu - á láglendi en ekki síður á afréttum og hálendi? Ekki á Halldór við þjóðina mína sem þeysti um landið á skurðgröfum og ræsti fram vot- lendi landsins af kappi en engri for- sjá; styrkt af ríkisvaldinu til náttúraspjallanna? Varla á hann við þá þjóð sem nóbelsskáldið fjallar um í tímamótaerindi sínu „Hernað- urinn gegn landinu". Er hugsanlegt að hann eigi við þingmenn þeirrar þjóðar sem hleyptu mink inn í land- ið til að glæða atvinnulíf í sveitum - aftur og aftur - styrkt af ríkisvald- inu? Varla á hann við laxeldisævin- týraþjóðina mína sem er hugsan- lega búin að ragla erfðum íslenska laxastofnsins - dyggilega hvött til þess af stjórnvöldum með auðfengn- um peningum. Á hann við þjóð þess ráðherra sem leyfði og hvatti til fjöldadráps á selum fremur í krafti fordóma en forsvaranlegra Guðmundur Páll Ólafsson rannsókna - verðlaunað af hálfopin- beram aðilum? Skyldi hann eiga við þjóðina sem lét það afskiptalaust að seladráparar skæru neðri skolt og skaufa af selum en skildu hráefnin í kjöti og skinnum eftir út um allar fjörur? Gæti hann átt við þjóðina þar sem ákveðnir aðilar ofsækja konung fuglanna, hafórninn - og eitra náttúrana með góðfúslegu eit- urleyfi umhverfisráðherra? Varla á hann við ríkisstjórn íslands sem kýs stóriðju og virkjanir um allt há- lendi íslands í stað þess að virkja mannshuga og hendur og eiga ríkidæmi í villtum víðernum. Varla á hann við þá þjóð sem fórnar náttúruperlum fyrir umhverfissóða og því síður á hann við stjórnvöld þeirrar þjóðar sem hafa þrengt svo að opinberri náttúruvernd að hún er ekki aðeins bitlaus gagnvart stóriðju og slíkum náttúruböðlum; hún er aukinheldur févana og allt að því hornreka í umræðu um um- hverfismál. Skyldi hann eiga við þjóðina sem státar af hreinleika náttúrannar á meðan opinbert mengunareftirlit hennar er í molum og á um þessar mundir ríkisstjórn sem sækir í félagsskap mestu um- hverfissóða heims til að fá stuðning fyrir því að menga sem mest? Á hann við forystu þeirrar þjóðar sem fyrirlítur lýðræðislegt framlag náttúravemdarsamtaka á meðan þeir sem eyðileggja eldgíga, vikur- lönd, fossa og gróðurlendur era verðlaunaðir? Öragglega er þetta yndislega, málelska og sagnfróða þjóðin mín sem er njörvuð við náttúru landsins eins og barn við móðurbrjóst, en hefur ekki lánast að fara vel með landið. Stjómvöld eiga þar mesta sök og enn sýna þau náttúru Is- lands meiri fjandskap en fordæmi era fyrir. Draumsýn nútíma framsóknarmannsins er veru- leikafirring og á allra síst við ís- lensk stjómvöld. Ég vildi þó að hún væri sönn. Með orkuna að vopni gegn náttúru og þjóð Þótt íslensk þjóð sé elsk að land- inu sínu nægir það ekki til að vernda það og búa í sátt við náttúru þess. Sambúðin hefur löngum borið merki örbirgðar og umkomuleysis en líka fákunnáttu. Löngum skorti bæði þekkingu og yfirsýn. Náttúru- rannsóknir hafa ávallt verið útund- an þegar skipta á þjóðarkökunni til þarfaverka og þær íyrst og fremst fjármagnaðar til þess að gjörnýta náttúrana en ekki til þess að læra á hana, skilja hjartslátt hennar og lifa með henni óspilltri. Þjóðinni hefur aldrei auðnast að eiga svo menning- arsinnaða ríkisstjórn. Nú á tímum státar hún af ríkisforsjá sem hefur boðist til að breyta vatnafari norð- urhálendisins og eyða fjölmörgum náttúrugersemum reisi hersveit stóriðjunnar verksmiðjur á Norður- og Austurlandi. Verksmiðjur sem hafa verulega neikvæð áhrif á lofts- lag, ímynd þjóðar og ef til vill bein- an hernað gegn fiskveiðum Islend- inga. Óhemju náttúruspjöll eru yfir- vofandi og stórfelldur atvinnuskaði. Risaálver á Reyðarfirði, magnesíumverksmiðja á Reykja- nesi og olíuhreinsunarstöð í Skagafirði, sæstrengur til útlanda, rústun fjalla og fjallgarða til að vinna gull og fella það út með eitur- sýrum eru martraðir nútímans sem þjóðinni er boðið uppá. í áðurnefndri ræðu spurði Hall- dór Ásgrímsson: „Er það ekki um- hverfisvemd í þágu alls mannkyns að nýta endurnýjanlegar auðlindir með skynsamlegum hætti og hætta rányrkju og sóun auðlinda sem eyð- ast og koma aldrei aftur?“ Nú er gott að grípa til áttavita. Þarna mælir Halldór manna heilastur, en margt býr í þokunni. Líklega var það fyrst með svo- kallaðri Brandtland-skýrslu sem hugtakið „sjálfbær þróun" kom inn í tungumálið. Sjálfbær þróun þýðir einfaldlega að búa í sátt við um- hverfi sitt og leyfa náttúrunni að þróast með eðlilegum hætti. Með því eina móti tryggir maðurinn sér framtíð í fjölbreyttri og heilnæmri náttúru. Hugtakið sjálfbær þróun er ákveðin heimssýn til verndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.