Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 71 MINNINGAR + Sveinn Guð- mundsson fædd- ist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafírði 28. apríl 1912. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 22. maí. Við lát hans er fall- inn frá einn þeirra manna sem settu svip á samtíð sína. Hann kom ungur að árum til starfa í Skagafirði og gerðist fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Skag- firðinga. Stríðsárin voru að baki, þjóðfélagið í mótun, gamlar hefðir að víkja fyrir nýjum siðum. Gamla bændaþjóðfélagið var að breytast. Fólk flytur í þéttbýli, á mölina. Verslunin verður að laga sig að breyttum tímum. Pað verður hlut- skipti Sveins Guðmundssonar að taka þátt í og í raun og veru stjórna mestu þjóðfélagsbreyting- um sem orðið hafa á jafn skömm- um tíma í Skagafirði. Saga kaup- félagsins sem hinn ungi maður hef- ur tekið að sér að stjórna er samof- in lífskjörum fólksins í héraðinu. Hver aðgerð hans hafði áhrif út í samfélagið. Það gefur augaleið að ekki hafa alltaf allir verið sammála, en Sveini tókst að stýra skútunni þótt stundum blésu vindar. Hann var í senn ráðgjafi bændanna, fjár- málastjóri og sál- fræðingur um- bjóðenda sinna. Kaup- félagið var ekki bara verslunarfyrirtæki, það var líka banka- stofnun og bai- í raun og veru ábyrgð á af- komu byggðarlagsins. A tímabilinu 1947-1972, tímabilinu sem Sveinn stjórnaði kaupfélaginu á Krókn- um, hafa orðið meiri framfarir í Skagafirði en á nokkru öðru tíma- bili, jafnlöngu. í 26 ár, eða lengur en nokkur annar sem stjórnað hefur Kaupfélagi Skag- firðinga, stóð Sveinn við stjórnvöl- inn. Hann reisti á þeim grunni sem forverar hans höfðu byggt, skilaði af sér traustu fyrirtæki með blóm- lega byggð á bak við sig. Ekki verður hér rakinn æviferill Sveins Guðmundssonar og ekki heldur starfssaga hans um 26 ár sem hann starfaði fyrir Skagfirðinga, það munu aðrir gera. Sá sem þessi fáu orð setur á blað kom ungui- að árum til starfa hjá Sveini á sjötta áratugnum. Þá voru starfandi hjá kaupfélaginu margir gamalgrónir menn, með reynslu frá erfiðum tímum. En kaupfélags- stjórinn ungi valdi líka unga menn í trúnaðarstörf og vai' í senn leiðbeinandi og fyrst og fremst sá trausti bakhjarl sem ekki brást þótt á reyndi. Til hans var alltaf gott að leita. Eiginkona Sveins var Elín Hall- grímsdóttir og studdi hún mann sinn í einu og öllu meðan líf og heilsa entist. Um leið og ég þakka fyrir að hafa notið þess að starfa með Sveini Guðmundssyni í 17 ár flyt ég kveðjur til barna hans, tengda- barna og afkomenda og vona að góður Guð blessi þeim minningu um góðan föður, tengdafóður og afa. Magnús H. Sigurjónsson. Skilafrestur minningargreina EIGl minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyi-ir hádegi á fóstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. SVEINN GUÐMUNDSSON t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall konunnar minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mágkonu, VALGERÐAR SIGURÐARDÓTTUR sjúkraliða, og heiðruðu minningu hennar. Einnig færum við starfsfólki kvennadeildar Landspítalans hugheilar þakkir svo og starfsfélögum hennar af Gjörgæsludeild Borgarspítalans, sem veittu henni góðan stuðning. Kristján Pálmar Jóhannsson, Jóhann Kristjánsson, Guðmunda Birna Kristjánsdóttir, Indriði Arnórsson, Guðmunda Gestsdóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Jóhannes Ólafsson, Kristín Sigurðardóttir, Jóhann Helgason, Rafn Sigurðsson, Björg Kristjánsdóttir og barnabörn. + Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS S. HALLDÓRSSONAR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Einnig færum við starfsfólkinu á hjúkrunar- heimilinu Skjóli þakkir fyrir þá alúð og hlýju sem það sýndi honum. Margrét Pétursdóttir, Hannes G. Helgason, Róbert Pétursson, Kolbrún Gunnarsdóttir, Halldór Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 26. maí 1998 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Brautarholt 10B, Skeiðahreppi, þingl. eig. Skeiðahreppur, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna. Búðarstígur 14B, Eyrarbakka, þingl. eig. Örn Sigurðarson, gerðarbeið- endur Landsbanki Islands, Eyrabakka, Landsbanki íslands, lögfr.deild. Landsbanki íslands, Selfossi, Sparisjóður Reykjavikur og nágr. og sýslumaðurinn á Selfossi. Eyrarvegur 22, Selfossi, 1. hæð, 0101., þingl. eig. Arnar Ö. Christens- en, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, (slandsbanki hf., höfuðst. 500, Landsbanki íslands, Selfossi og Ríkisútvarpið. Kartöflug. með lóð úr landi Einarshafnar, Eyrarbakka, þingl. eig. Helga Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Neðristígur nr.2 í landi Kárastaða, Þingvallahreppi., þingl. eig. Fanney Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldskil sf. og íslandsbanki hf., höfuðst. 500. Sólvellir 10, Stokkseyri., þingl. eig. Valdimar Sigurður Þórisson, gerð- arbeiðendur Stjórnunarfélag íslands og Sýslumaðurinn á Selfossi. Sýslumadurinn á Selfossi, 22. maí 1998. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Ólafsvegi 3, Ólafsfirði, fimmtudaginn 28. maí kl. 10.00 á neðangreindum eignum: Hlíðarvegur 14, Ólafsfirði, þinglýst eign Björgvins Björnssonar og Vöku Njálsdóttur, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og íslandsbanki hf. Hlíðarvegur 48, Ólafsfirði, þinglýst eign Arnbjörns Arasonar, Soffíu Húnfjörð og Brauðvers ehf., gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rikisins. Hrannarbyggð 15, Ólafsfirði, þinglýst eign Ægis Ólafssonar og Guðnýjar Agústsdóttur, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kirkjuvegur 6, vesturhluti, Ólafsfírði, þinglýst eign Viðars Haf- steinssonar og Sólveigar B. Agnarsdóttur, gerðarbeiðandi íslands- banki hf. Vesturgata 1, efri hæð og ris, Ólafsfirði, þinglýst eign Helgu Guðmundsdóttur, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins. Ólafsfirði, 20. maí 1998. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 8, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Reynivellir 12, Egilsstöðum, þingl. eig. Jóhanna Birna Sigbjörnsdóttir og Birgir Vilhjálmsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Egilsstaðabær og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, fimmtudaginn 28. maí 1998 kl. 14.00. Sunnuhlíð, ásamt gögnum og gæðum o.fl. Vopnafirði, þingl. eig. Haukur Georgsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins, fimmtudaginn 28. mai 1998 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 22. maí 1998. KENNSLA Söngskólinn í Reykjavík Skólaslit og lokatónleikar í íslensku óperunni sunnudaginn 24. maí: 14.30 Skólaslit og afhending prófskírteina. 16.00 Nemendatónleikar — lokatónleikar — ókeypis aðgangur — allir velkomnir. Inntökupróf fyrir skólaárið 1998—1999 fara fram þriðjudaginn 26. maí. Upplýsingar á skrifstofu skólans, sími 552 7366 kl. 10.00-17.00. Skólastjóri. 3 Framhaldsaðalfundur Hótels ísafjarðar hf. verður haldinn á Hótel ísafirði föstudaginn 12. júní 1998 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga stjórna um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga stjórnar um aukningu hlutafjár. 4. Önnur mál. Stjórn Hótels ísafjarðar hf. Reykjanesbær Til kjósenda og stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesbæ. Á kjördag bjóðum við ykkur að þiggja: • Kosningakaffi á Hótel Keflavíkfrá kl. 14.00-18.00. • Kosningavöku á Flughóteli frá kl. 22.00. • Aðstoð við að komast á kjörstað, sími 421 6552. • Vinnuaðstöðu á kosningaskrifstofum í Keflavík og Njarðvíkfrá kl. 10.00—22.00. Komið og takið þátt í vinnunni með okkur, um- ræðunum og öðru sem tengist kjördegi. Allir velkomnir. Allar nánari upplýsingarfást á kosningaskrif- stofunni við Hafnargötu í símum 421 6552 og 421 6553. DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN STÉTTARFÉLAG Aðalfundur Aðalfundur Dagsbrúnar og Framsóknar- stéttarfélags verður haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig fimmtudaginn 28. maí nk. Fund- urinn hefst kl. 19.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórn Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags. HÚ5NÆÐI OSKAST Bráðvantar húsnæði Rúmlega þrítugurtveggja barna helgarpabbi með sjálfstæðan rekstur og tvö gæludýr, hund og kött, óskar eftir herbergi eða einstaklings- íbúð. Flest kemurtil greina, jafnvel utan stór- Rvíkursvæðisins. Hafið samband í s. 566 8004. FUN R/ MANNFAGNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.