Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 14

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 14
14 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * „Rangfærslum Alfhildar Andrésdóttur svarað“ HRANNAR B. Ai-narsson hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af yfirlýsingu frá Álfhildi Andrésdóttur sem birtist í Morgunblaðinu í fyrra- dag: ,Alfhildur Eygló Andrésdótth' hefur að undanförnu gert skatta- mál sín að umfjöllunarefni fjöl- miðla og reynir nú að afsaka þau með síendurteknum ávirðingum í minn garð, nú síðast í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 21. maí (bls. 14). Morgunblaðið birtir sama dag (á bls. 73) yfirlýsingu fjöi-utíu og þriggja fyrrverandi og núverandi samstarfsmanna minna þar sem þeir bera mér aðra sögu. Vegna yfirlýsingar Alfhildar Eyglóar vil ég árétta eftirfarandi: 1. Skattstofan í Reykjavík fékk upplýsingar frá Markaðsmönnum um tekjur allra starfsmanna minna árið 1994 - þar á meðal Álfhildar Eyglóar. 2. I framhaldi af því óskaði Skattstofan^ eftir tekjuskráning- argögnum Alfhildar, sem ég sendi þeim, sbr. bréf Mai'kaðsmanna sem birtist í Morgunblaðinu 21.5.1998. 3. Fullyrðingum Álfhildar um að ég hafi ekki skilað skattyfirvöldum upplýsingum um tekjur hennar eða annarra starfsmanna er því enn einu sinni vísað á bug. 4. Fullyrðingum ÁJfhildai' um að vafi hafi leikið á stöðu hennar sem verktaka er einnig vísað á bug. Sjálf hefur hún staðfest í fjölmiðl- um að ég hafi í upphafi starfsferils hennar neitað að móttaka skatt- kort hennar í ljósi þess að hún hafi stöðu verktaka. 5. Þá er fullyrðingum Álfhildar um að Markaðsmenn hafi lent í skattrannsókn einnig vísað á bug. Það hefur aldrei gerst. 6. Að síðustu er þvi einnig vísað á bug að ég hafi í samtölum við Áfl- hildi fullyrt að hún þyrfti ekki að skila reikningum með virðisauka- skatti. Þvert á móti er starfsmönn- um Markaðsmanna gert Ijóst að fari tekjur þeirra yfii' ákveðin mörk beri þeim að innheimta þær með lögleg- umreikningi ásamt 24,5% vsk. Eg mun ekki elta frekar ólar við síendurteknai' rangfærslur Alfhild- ar Andrésdóttur. Hún verður að axla ábyrgð á eigin gerðum og ég á mínum. Mér þykir hins vegar mið- ur að þurfa að verja síðustu dögum kosningabaráttunar í að bera af mér upplognar sakir og ávirðingar sem enga stoð eiga í raunveraleik- anum. Eg vona að slík vinnubrögð hverfi úr íslenskum stjórnmálum. Hrannar Bjöm Arnarsson Morgunblaðið/Þorkell Kynntu öldruðum stefnumál R-listans SIGRIJN Magnúsdóttir og Helgi Pétursson, frambjóðendur Reykjavíkurlistans, heimsóttu þjónustumiðstöðvar aldraðra á Álfagranda og Vesturgötu í gær og kynntu þar m.a. stefnu- mál Iistans og frambjóðendur hans. Kosningavefur Morgunblaðsins Nýjustu tölur birtar jafnóð- um í nótt NÝJUSTU tölur úr talningu at- kvæða í stærstu sveitarfélögum landsins verða birtar jafnóðum á Kosningavef Morgunblaðsins í nótt. Úrslit kosninga í öllum sveitarfélög- um verða jafnframt sett á vefinn þegar þau liggja fyrir. Á Kosninga- vefnum er að finna upplýsingar um hátt í 2.200 frambjóðendur í sveit- arfélögum um allt land, auk marg- víslegra upplýsinga annarra. Með því að tengjast Kosningavef Morgunblaðsins ættu t.d. Islending- ar, sem búsettir eru erlendis, að geta fylgzt með talningunni á kosn- inganóttina með auðveldum hætti. Slóð vefjarins er http://www.mbl.is/- kosningar/. Jafnframt er hægt að tengjast vefnum frá Fréttavef Morgunblaðsins. Til þess að sjá stöðu talningar í sveitarfélögum velja menn „úrslit“ efst til vinstri á forsíðu Kosninga- vefjarins eða í valmynd, sem er efst og neðst á hverri síðu vefjarins. Þegar inn á úrslitasíðuna er komið má annaðhvort slá inn fyrstu stafina í nafni sveitarfélagsins, sem skoða á, eða fá lista yfir öll sveitarfélög í einstökum landshlutum og velja sveitarfélagið, sem við á. Birtar eru nýjustu tölur, ásamt úrslitum síð- ustu sveitarstjórnarkosninga í viðkomandi sveitarfélagi, nema um sé að ræða nýtt sveitarfélag þar sem ekki hefur verið kosið áður. Á Kosningavefnum er að finna upplýsingar um hátt í 2.200 fram- bjóðendur, aldur þeirra og starfs- heiti. í sumum tilvikum hafa viðkom- andi íramboð sent inn ýtarlegri upp- lýsingar um frambjóðendur og yfir 500 myndir af írambjóðendum era á vefnum. Þau ft'amboð, sem enn hafa ekki sent Kosningavefnum upplýs- ingar um frambjóðendur sína, geta bætt úr því fyrir kvöldið með því að senda framboðslista, ásamt kennitöl- um frambjóðenda, á netfangið kosn- ing@mbl.is. Framkvæmd kosninga, kannanir og heimasíður framboða Á síðum Kosningavefjarins má enn fremur finna upplýsingar um öll sveitarfélög á landinu og helztu kennitölur úr rekstri þeirra. Á vefn- um eru upplýsingar um fram- kvæmd kosninganna, þ.á m. hvem- ig standa ber að atkvæðagreiðslu og hvernig kjósendur geta breytt röð á framboðslista eða strikað út fram- bjóðendur. Leiðbeiningar um slíkt eru í lögum um sveitarstjórnar- kosningar, sem birt eru á vefnum. Niðurstöður langflestra skoðana- kannana, sem gerðar hafa verið fyr- ir kosningarnar, er að finna á Kosn- ingavefnum. Þaðan er ennfremur hægt að tengjast heimasíðum fram- boðslista, en þær eru nú orðnar á sjötta tug. Árni Sigfússon Ekki á stefnuskránni að hlutafélagavæða SVR ÁRNI Sigfússon, oddviti framboðs- lista sjálfstæðismanna vegna borgar- stjómarkosninganna, segir að það sé ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins að hlutafélagavæða Strætisvagna Reykjavíkur ef flokkurinn nær meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Árni var spurður um stefnu Sjálf- stæðisflokksins í málefnum Strætis- vagna Reykjavíkur vegna umræðu sem verið hefur um að flokkurinn muni breyta rekstrarformi fyrirtæk- isins komist hann í valdaaðstöðu í borgarstjórn. Árni sagði þær raddir tilhæfulausar. Aðspurður á hvað flokkurinn legði áherslu í málum SVR sagði hann: „Við teljum fulla þörf á að almenn- ingssamgöngur séu góður valkost- ur,“ sagði Árni „og það þarf að huga að bættu leiðakerfi. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa ekki alls kostar gengið upp og það þarf að styrkja og efla starfsandann á vinnu- stað. Það gerist ekki með því að brjóta hann upp með þeirri ólgu sem mundi skapast af breyttu rekstrar- formi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði gesti hátíðarinnar á uppstigningardag. Vel heppnuð hátíð Reykj avíkurlistans GÓÐ þátttaka var er Reykjavíkurlistinn bauð Reykvíkingum til hátíðar í Húsdýra- og fjölskyldu- garðinum á uppstigning- ardag. Að sögn Þóruimar Sveinbjarnardóttur, kosn- ingastjóra R-Iistans, tóku 9.000 manns þátt í hátíðinni sem fór afskap- lega vel fram. Á meðal þess sem boðið var upp á á hátíðinni var skrúðganga með þátttöku töframanna, trúða og tón- listarmanna, leiðsögn um garðinn, reiðtúrar, sögu- stund og hátíðardagskrá. Á hátíðardagskránni sungu Telpna-, Kvenna- og Karlakór Reykjavíkur auk þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- sljóri flutti ávarp. Að hátíðardagskránni lokinni var síðan boðið upp á fjöl- breytt skemmtiatriði um allan garð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á MEÐAL atriða á hátíð R-listans í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum var skrúðganga með þátttöku trúða og töframanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.