Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.05.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * „Rangfærslum Alfhildar Andrésdóttur svarað“ HRANNAR B. Ai-narsson hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi yfirlýsingu í tilefni af yfirlýsingu frá Álfhildi Andrésdóttur sem birtist í Morgunblaðinu í fyrra- dag: ,Alfhildur Eygló Andrésdótth' hefur að undanförnu gert skatta- mál sín að umfjöllunarefni fjöl- miðla og reynir nú að afsaka þau með síendurteknum ávirðingum í minn garð, nú síðast í Morgun- blaðinu fimmtudaginn 21. maí (bls. 14). Morgunblaðið birtir sama dag (á bls. 73) yfirlýsingu fjöi-utíu og þriggja fyrrverandi og núverandi samstarfsmanna minna þar sem þeir bera mér aðra sögu. Vegna yfirlýsingar Alfhildar Eyglóar vil ég árétta eftirfarandi: 1. Skattstofan í Reykjavík fékk upplýsingar frá Markaðsmönnum um tekjur allra starfsmanna minna árið 1994 - þar á meðal Álfhildar Eyglóar. 2. I framhaldi af því óskaði Skattstofan^ eftir tekjuskráning- argögnum Alfhildar, sem ég sendi þeim, sbr. bréf Mai'kaðsmanna sem birtist í Morgunblaðinu 21.5.1998. 3. Fullyrðingum Álfhildar um að ég hafi ekki skilað skattyfirvöldum upplýsingum um tekjur hennar eða annarra starfsmanna er því enn einu sinni vísað á bug. 4. Fullyrðingum ÁJfhildai' um að vafi hafi leikið á stöðu hennar sem verktaka er einnig vísað á bug. Sjálf hefur hún staðfest í fjölmiðl- um að ég hafi í upphafi starfsferils hennar neitað að móttaka skatt- kort hennar í ljósi þess að hún hafi stöðu verktaka. 5. Þá er fullyrðingum Álfhildar um að Markaðsmenn hafi lent í skattrannsókn einnig vísað á bug. Það hefur aldrei gerst. 6. Að síðustu er þvi einnig vísað á bug að ég hafi í samtölum við Áfl- hildi fullyrt að hún þyrfti ekki að skila reikningum með virðisauka- skatti. Þvert á móti er starfsmönn- um Markaðsmanna gert Ijóst að fari tekjur þeirra yfii' ákveðin mörk beri þeim að innheimta þær með lögleg- umreikningi ásamt 24,5% vsk. Eg mun ekki elta frekar ólar við síendurteknai' rangfærslur Alfhild- ar Andrésdóttur. Hún verður að axla ábyrgð á eigin gerðum og ég á mínum. Mér þykir hins vegar mið- ur að þurfa að verja síðustu dögum kosningabaráttunar í að bera af mér upplognar sakir og ávirðingar sem enga stoð eiga í raunveraleik- anum. Eg vona að slík vinnubrögð hverfi úr íslenskum stjórnmálum. Hrannar Bjöm Arnarsson Morgunblaðið/Þorkell Kynntu öldruðum stefnumál R-listans SIGRIJN Magnúsdóttir og Helgi Pétursson, frambjóðendur Reykjavíkurlistans, heimsóttu þjónustumiðstöðvar aldraðra á Álfagranda og Vesturgötu í gær og kynntu þar m.a. stefnu- mál Iistans og frambjóðendur hans. Kosningavefur Morgunblaðsins Nýjustu tölur birtar jafnóð- um í nótt NÝJUSTU tölur úr talningu at- kvæða í stærstu sveitarfélögum landsins verða birtar jafnóðum á Kosningavef Morgunblaðsins í nótt. Úrslit kosninga í öllum sveitarfélög- um verða jafnframt sett á vefinn þegar þau liggja fyrir. Á Kosninga- vefnum er að finna upplýsingar um hátt í 2.200 frambjóðendur í sveit- arfélögum um allt land, auk marg- víslegra upplýsinga annarra. Með því að tengjast Kosningavef Morgunblaðsins ættu t.d. Islending- ar, sem búsettir eru erlendis, að geta fylgzt með talningunni á kosn- inganóttina með auðveldum hætti. Slóð vefjarins er http://www.mbl.is/- kosningar/. Jafnframt er hægt að tengjast vefnum frá Fréttavef Morgunblaðsins. Til þess að sjá stöðu talningar í sveitarfélögum velja menn „úrslit“ efst til vinstri á forsíðu Kosninga- vefjarins eða í valmynd, sem er efst og neðst á hverri síðu vefjarins. Þegar inn á úrslitasíðuna er komið má annaðhvort slá inn fyrstu stafina í nafni sveitarfélagsins, sem skoða á, eða fá lista yfir öll sveitarfélög í einstökum landshlutum og velja sveitarfélagið, sem við á. Birtar eru nýjustu tölur, ásamt úrslitum síð- ustu sveitarstjórnarkosninga í viðkomandi sveitarfélagi, nema um sé að ræða nýtt sveitarfélag þar sem ekki hefur verið kosið áður. Á Kosningavefnum er að finna upplýsingar um hátt í 2.200 fram- bjóðendur, aldur þeirra og starfs- heiti. í sumum tilvikum hafa viðkom- andi íramboð sent inn ýtarlegri upp- lýsingar um frambjóðendur og yfir 500 myndir af írambjóðendum era á vefnum. Þau ft'amboð, sem enn hafa ekki sent Kosningavefnum upplýs- ingar um frambjóðendur sína, geta bætt úr því fyrir kvöldið með því að senda framboðslista, ásamt kennitöl- um frambjóðenda, á netfangið kosn- ing@mbl.is. Framkvæmd kosninga, kannanir og heimasíður framboða Á síðum Kosningavefjarins má enn fremur finna upplýsingar um öll sveitarfélög á landinu og helztu kennitölur úr rekstri þeirra. Á vefn- um eru upplýsingar um fram- kvæmd kosninganna, þ.á m. hvem- ig standa ber að atkvæðagreiðslu og hvernig kjósendur geta breytt röð á framboðslista eða strikað út fram- bjóðendur. Leiðbeiningar um slíkt eru í lögum um sveitarstjórnar- kosningar, sem birt eru á vefnum. Niðurstöður langflestra skoðana- kannana, sem gerðar hafa verið fyr- ir kosningarnar, er að finna á Kosn- ingavefnum. Þaðan er ennfremur hægt að tengjast heimasíðum fram- boðslista, en þær eru nú orðnar á sjötta tug. Árni Sigfússon Ekki á stefnuskránni að hlutafélagavæða SVR ÁRNI Sigfússon, oddviti framboðs- lista sjálfstæðismanna vegna borgar- stjómarkosninganna, segir að það sé ekki á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks- ins að hlutafélagavæða Strætisvagna Reykjavíkur ef flokkurinn nær meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Árni var spurður um stefnu Sjálf- stæðisflokksins í málefnum Strætis- vagna Reykjavíkur vegna umræðu sem verið hefur um að flokkurinn muni breyta rekstrarformi fyrirtæk- isins komist hann í valdaaðstöðu í borgarstjórn. Árni sagði þær raddir tilhæfulausar. Aðspurður á hvað flokkurinn legði áherslu í málum SVR sagði hann: „Við teljum fulla þörf á að almenn- ingssamgöngur séu góður valkost- ur,“ sagði Árni „og það þarf að huga að bættu leiðakerfi. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa ekki alls kostar gengið upp og það þarf að styrkja og efla starfsandann á vinnu- stað. Það gerist ekki með því að brjóta hann upp með þeirri ólgu sem mundi skapast af breyttu rekstrar- formi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði gesti hátíðarinnar á uppstigningardag. Vel heppnuð hátíð Reykj avíkurlistans GÓÐ þátttaka var er Reykjavíkurlistinn bauð Reykvíkingum til hátíðar í Húsdýra- og fjölskyldu- garðinum á uppstigning- ardag. Að sögn Þóruimar Sveinbjarnardóttur, kosn- ingastjóra R-Iistans, tóku 9.000 manns þátt í hátíðinni sem fór afskap- lega vel fram. Á meðal þess sem boðið var upp á á hátíðinni var skrúðganga með þátttöku töframanna, trúða og tón- listarmanna, leiðsögn um garðinn, reiðtúrar, sögu- stund og hátíðardagskrá. Á hátíðardagskránni sungu Telpna-, Kvenna- og Karlakór Reykjavíkur auk þess sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- sljóri flutti ávarp. Að hátíðardagskránni lokinni var síðan boðið upp á fjöl- breytt skemmtiatriði um allan garð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á MEÐAL atriða á hátíð R-listans í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum var skrúðganga með þátttöku trúða og töframanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.