Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 73 v
Píanótónleikar á Ísafírði
HESTAR
Fram-
kvæmt
*
fyrir Is-
landsmót
UNDIRBÚNINGUR fyrir ís-
landsmótið í hestaíþróttum er að
komast í fullan gang að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
hestamannafélaginu Dreyra á
Akranesi og nágrenni. Mótið verð-
ur sem kunnugt er haldið 24. til 26.
júlí nk. Nú standa yfir fram-
kvæmdir við nýjan fjölnota völl
sem staðsettur er sjávarmegin við
hesthúsahverfið á Æðarodda en
einnig er unnið við endurlagningu
skeiðvallar í landi félagsins í
Barðanesi rétt innan við Æðar-
odda. Formaður félagsins, Ragn-
heiður Þorgrímsdóttir, telur að
hitasóttin muni ekki hafa nein áhrif
á þátttöku í mótinu og minnt er á
að Hvalfjarðargöngin verði komin í
notkun þegar mótið fer fram.
-----------
Hugað að vali
landsliðs fyrir
NM ‘98
SIGURÐUR Sæmundsson hefur
verið ráðinn landsliðseinvaldur í
hestaíþróttum fyrir Norðurlanda-
meistaramótið sem haldið verður á
Hedeland á Sjálandi í Danmörku 5.
til 9. ágúst nk. Mun Sigurður al-
farið sjá um val á landsliðinu fyrir
mótið.
Valið fer fram með þeim hætti að
þeir sem hyggjast gefa kost á sér
til þátttöku á mótinu setja sig í
samband við skrifstofu LH og mun
Sigurður velja úr þeim hópi. Síð-
asti frestur til að skrá sig er 5. júm'
nk.
Einnig verður sent lið ungmenna
á mótið og mun unglinganefnd LH.
sjá um val á þeirri sveit.
ÞORSTEINN Gauti Sigurðsson
heldur píanótónleika í tónleikasal
Grunnskólans á Ísafirði í dag, laug-
ardag, kl. 17.
A efnisski'ánni eru nokkrar perl-
ur píanóbókmenntanna. Fyrir hlé
eru eingöngu verk eftir Chopin,
m.a. valsar, Fantaisie-Impromptu
og pólónesan í As-dúr. Eftir hlé eru
þekkt lög eftir Prokofieff, Debussy,
Rachmaninoff og Franz Liszt.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson lauk
einleikaraprófi frá Tónlistarskólan-
um í Reykjavík árið 1979 og
stundaði framhaldsnám við Juilli-
ard-tónlistarskólann í New York og
Róm á Ítalíu. Þosteinn Gauti hefur
komið víða fram á tónleikum, bæði
hér heima og erlendis. Arið 1993
sigraði hann í Tónvakanum, tónlist-
arkeppni Ríkisútvarpsins. Arið 1996
kom út hljómplata með leik Þor-
steins Gauta. Hann kennir nú við
Tónlistarskólann 1 Reykjavík.
Tónleikarnir í kvöld eru haldnir á
vegum Tónlistarfélags Isafjarðar.
Aðgangsmiðar eru seldir við inn-
ganginn og kosta kr. 1.200, en að-
gangur er ókeypis fyrir nemendur
Akvarðanatöku
seinkað vegna
ósættis
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd:
„I tilefni af frétt í Ríkisútvarpinu
þann 19. maí sl. vill Þorsteinn Njáls-
son, heilsugæslulæknir, og oddviti B-
lista Framsóknai-flokks í Hafnarfirði
að eftirfarandi komi fram:
Stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í
Hafnai-firði sér ástæðu til að senda
út fréttatilkynningu vegna ummæla
frambjóðenda Framsóknarflokksins
varðandi Heilsugæsluna að Sólvangi
á framboðsfundi í Ríkissjónvarpinu
17. maí síðastliðinn. Stjórn stöðvar-
innar hreykir sér af því að hún sé
ekki flokkspólitísk. Annað verður þó
lesið úr fréttatilkynningu hennar.
Fé er veitt á fjárlögum ár hvert
fyrir framkvæmdum næsta árs.
Þannig vai' fé veitt í innréttingar fyr-
ir viðbótarhúsnæði fyrir heilsugæslu
í Hafnarfirði á fjárlögum 1998. Það
Tónlistarskólans 20 ára og yngri.
60. skólaslit og lokahátíð Tónlist-
arskóla Isafjarðar verða í sal
Grunnskólans á ísafirði sunnudag-
inn 24. maí kl. 17. Flutt verða ávörp,
skírteini afhent og verðlaun fyrir
góðan árangur í vetur. Hljómsveit
skólans flytur Barnasinfóníu eftir
Josef Haydn, harmoníkusveit og
lúðrasveit leika, barnakórinn syng-
ur nokkur lög í tilefni vorkomunnar,
kammersveit leikur foma dansa á
gömul hljóðfæri, leikið verður fjór-
hent á píanó og fiutt nýtt sönglag
eftir Jónas Tómasson tónskáld, sem
hann samdi í tilefni af drottningar-
heimsókn nú nýverið.
í vor lýkur 50. starfsári skólans
og hafa tónleikar og viðburðir
tengdir afmælinu verið á dag-
skránni í vetur. Lokahátíðin á
sunnudag er síðasti liðurinn í af-
mælishaldinu í bili. Björn Teitsson,
skólameistari og sagnfræðingur,
hefur tekið saman allítarlegt ágrip
af sögu skólans og Tónlistarfélags
ísafjarðar í 50 ár og mun grein hans
birtast í Ársriti Sögufélags ís-
firðinga á þessu ári.
er því rangt sem kemur fram í
fréttatilkynningunni að ríkisvaldið
hafi kippt að sér höndum með fé til
verksins.
Kjami málsins er þessi:
Stjómendur stöðvarinnar hafa ekki
getað komið sér saman um það með
hvaða hætti hið nýja húsnæði skyldi
notað. Þetta ósætti hefur leitt til
þess að ákvarðanatöku hefur seinkað
langt umfi-am það sem eðlilegt er.
Lykilatriði hlýtur ávallt að vera það
að heimamenn verði á eitt sáttir.
Þess vegna getur það vart talist
annað en óeðlileg yfirlýsing af hálfu
stjórnar þegar hún reynir að beina
athyglinni frá hinum raunvemlega
vanda, þ.e. innra ósætti, og varpa
ábyrgðinni yfir á ríkisvaldið. Það
kallast að hengja bakara fyrir smið.
Það er alvarlegur hlutur að opin-
ber stofnun beiti útúrsnúningum í
fréttatilkynningu sinni til að reyna
að hafa áhrif á pólitískt framboð í
Hafnarfirði."
Virðingarfyllst,
Þorsteinn Njálsson.
FRÁ Islenska handverkshúsinu.
Islenska hand-
verkshúsið
opnað
VERSLUNIN íslenska handverks-
húsið hefur verið opnuð í Lækj-
argötu 4 í Reykjavík.
Verslunin mun leggja áherslu á
vandað vöraúrval og úrval af því
besta í handverki, segir í fréttatil-
kynningu. Ull, gler, keramik og
skartgripir era dæmi um vörur sem
íslenska handverkshúsið sérhæfir
sig í.
---------------
Billausir dagar í
Hveragerði
Á VEGUM verkefnis um heilsuefl-
ingu var ákveðið að hafa bíllausa
daga í Hveragerði í vor. Heilsuefl-
ing í Hveragerði óskar eftir sam-
stöðu Hvergerðinga og þátttöku í
bíllausum dögum frá 25.-29. maí,
þ.e. mánudegi til fóstudags að báð-
um dögum meðtöldum.
Kjörorð daganna verður: Göng-
um inn í sumarið, hvflum bflinn eftir
veturinn.
„Við hvetjum alla Hvergerðinga
til að takast á við þetta skemmtilega
og heilsusamlega verkefni. Legðu
bflnum þessa daga, gefðu þér aðeins
meiri tíma til fararinnar og þú eflir
heilsu þína um leið og þú gengur
eða hjólar allra þinna ferða í bæn-
um okkar,“ segir í frétt frá fram-
kvæmdastjórn Heilsueflilngar í
Hveragerði.
Opið hús í
Lyngási
FJÖRUTÍU ár voru liðin 23. maí sl.
frá stofnun Styrktarfélags vangef-
inna. Eitt af fyrstu verkefnum
félagsins var að stofna dagheimili
fyrir vangefm börn. Upphaflega var
starfsemin í leiguhúsnæði en byrjað
var á byggingu Lyngássheimilisins
1960.
Starfsemin hófst í húsinu 1961.
Alla tíð síðan hefur Lyngás þjónað
fótluðum bömum og fjölskyldum j
þeirra og verið í fararbroddi hvað ;
varðar nýjungar í þjálfun og umönn-
un fatlaðra, segir í fréttatilkynningu.
í tilefni þessara tímamóta í sögu
félagsins verður „opið hús“ í
Lyngási, Safamýri 5 í dag 23. maí kl.
14 og 17. Öllum vinum og velunnur-
um Lyngássheimflisins er boðið að
líta inn, skoða sig um og þiggja veit-
ingar.
-----------------
Hana-nú
heimsækir
flokkana
Á UNDANFÖRNUM áram hefur
gönguklúbbur Hana-nú sett svip t
sinn á bæjarbraginn í Kópavogi að *■
morgni kosningadags með því að j
heimsækja kosningaskrifstofur list- >'
anna.
Þessari venju verður viðhaldið í
ár. Lagt verður af stað frá
Gjábakka kl. 10 í dag. Það eru allir
velkomnir með í för.
+
wmmgmm
________________i L
il » ’ |
ad beiiDcm
Á feröalagi erlendis er mikilvægt aö geta veriö í góðu
GSM sambandi. Alþjóölegir samningar Símans viö erlend
símafyrirtæki tryggja aö þú ert í góöu GSM sambandi
hvort sem leiöin liggur til Parísar, New York eöa Hong Kong.
Vinnan og heimilið eru því aldrei nema í símtalsfjarlægö.
Andorra Italía Svíþjóð
Austurríki Lettland Tékkland
Bandaríkin* Litháen Tyrkland
Belgía Lúxemborg Tævan
Bretland Malasía Ungverjaland
Búlgaría Malta Þýskaiand
Danmörk Noregur
Eistland Portúgal
Finnland Pólland
Frakkland Rúmenia
Gíbraltar Rússland
Grikkland Slóvakía
Holland Slóvenía
Hong Kong Spánn
írland Sviss
* Nota jjart sérstaka terjund GSM farsíma scm gerðir eru fyrir
1900 Mh/ kerfi og vcrða til leírju hjá Símanum.