Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 10

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 10
10 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Innheimtuaðgerðir vegna þungaskatts og bifreiðagjalda Númer klippt af bflum í skuld ÚTISTANDANDI bifreiðagjöld og þungaskattur vegna álagningar fyiir 1997 og fyrri ár var 138 millj- ónir króna og er þá miðað við höfuðstól skuldanna 19. maí síðast- liðinn. Næstkomandi mánudag hefjast aðgerðir til innheimtu á þessum gjöldum og hefur tollstjór- inn í Reykjavík beint því til inn- heimtumanna ríkissjóðs að þeir geri ráðstafanir til þess að skrán- ingarnúmer verði tekin af þeim bíl- um þar sem þessi gjöld eru komin í eindaga. Sé litið á einstök ár verður útistandandi skuld mun hærri þeg- ar bætt er við dráttarvöxtum og kostnaði. Þannig standa úti um 218 miUjónir króna vegna vanskila fyr- ir síðasta ár og fyrir gjöldin það sem af er þessu ári nemur upp- hæðin 227 milljónum. Þá er í frétt tollstjóra bent á að þeir sem greitt hafí með gíróseðl- um gætu átt á hættu að skráning- arnúmer bíla þeirra verði klippt af þeim þar sem upplýsingar um greiðslurnar berast ekki embætt- inu fyrr en í fyrsta lagi daginn eftir greiðslu. Eru gjaldendur hvattir til að hafa sýnileg í viðkomandi bílum afrit af greiðslukvittunum. --------------- Óku á vegrið Benda hver á annan ÞRIR menn fengu að gista fanga- geymslu lögreglunnar í Reykjavík eftir að bifreið sem þeir voni í lenti á vegriði í Vonarstræti um klukkan þijú í fyrrinótt. Þegar lögregla kom að voru félagamir komnir út úr bílnum og ekki var ljóst hver þeirra var undir stýri þegar óhappið varð. Að sögn lögreglu eru þeir allir grunaðir um ölvun og bendir hver á annan. Fiskeldi Eyjafjarðar hefur náð mjög góðum árangri í lúðueldinu Fyrirtæki stofnað í Kanada FISKELDI Eyjafjarðar hf„ FISKEY, hefur náð mjög góðum árangri í framleiðslu lúðuseiða og er framleiðsla fyrirtækisins úr síð- ustu hausthrygningu um 150 þúsund seiði, sem er um 50% af heimsframleiðslu síðasta árs. Olaf- ur Halldórsson, framkvæmdastjóri FISKEY, gerir sér vonir um að framleiða um 300 þúsund lúðuseiði á þessu ári. Fiskeldi Eyjafjarðar hf., í sam- vinnu við Sigfús Jónsson hjá Nýsi hf., hefur undanfarin 3-4 ár átt í viðræðum við kanadíska aðila um samstarf í lúðueldi í Kanada. Þess- ar viðræður hafa leitt til þess að í upphafí ársins var fyrirtækið Scoti- an Halibut Ltd. stofnað. Fiskeldi Eyjafjarðar á helmingshlut í fyrir- tækinu. Olafur segir að framlag FISKEY til hins kanadíska fyrir- tækis sé í formi þekkingar og lúðu- seiða. Nálægð við markaðinn „Unnið er að uppbyggingu fyrir- tækisins í Kanada og við gerum ráð fyrir að flytja fyrstu lúðuseiðin þangað í lok þessa árs, eða í byrjun þess næsta. Með starfsemi í Kanada lítum við til þess að landið er í nálægð við mjög stóran markað í Norður-Ameríku, auk þess sem Kanada er með fríversl- unarsamning við Bandaríkin. Auk þess að leggja til lúðuseiði til fram- leiðslunnar, munum við einnig taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins og þjálfa starfsfólk.“ Fiskeldi Eyjafjarðar hefur und- anfarin ár unnið að þróunarverk- efni í lúðueldi. Fyrstu seiðin fram- leiddi fyrirtækið árið 1990 en árið 1996 var framleiðslan um 30 þúsund seiði og í fyrra um 50 þúsund seiði. „Við reiknuðum með að fjöldinn yrði meiri á síðasta ári en þá komu upp ákveðin vandamál. Við teljum okkur hafa komist yfír þau og í kjölfarið hefur gengið mjög vel. Hjá fyrirtækinu er hrygningu stjómað með ljósi, þannig að hrygning stendur yfir meira og minna allt árið. 300-400 tonn af eldislúðu Úr hausthrygningunni, sem stendur yfir frá því í nóvember og Morgunblaðið/Þorkell TVEIR starfsmenn Fiskeldis Eyjafjarðar áttu fullt í fangi með þessa risalúðu. íram í janúar, er búið að framleiða rúmlega 150 þúsund seiði. Vor- hrygningin stendur yfir í mars og apríl og úr henni er farið að fóðra lirfur og við vonumst til að fjöldinn verði sá sami og úr hausthrygning- unni. Þannig að við erum að vona að framleiðslan í ár verði nálægt 300 þúsund seiði sem er mikil aukning hjá okkur. Til samanburð- ar má geta þess að heimsfram- leiðslan í fyrra var um 300 þúsund seiði.“ Ólafur segir að í kjölfarið verði uppbyggingu í eldisstöðinni í Þor- lákshöfn hraðað og stefnt að því að taka inn fleiri seiði en áætlað var í upphafi. Hann sagði ráðgert að fara með 100-150 þúsund seiði í matfiskeldi til Þorlákshafnar. „Það ætti að geta skilað okkur rúmlega 400-500 tonnum af eldislúðu eftir 3-4 ár.“ Kynbætur eru mjög mikilvægur þáttur í fiskeldi, að sögn Ólafs, m.a. til að auka hagkvæmni og lækka framleiðslukostnað. Hann bendir á að með kynbótum hafi framleiðslu- kostnaður lækkað í laxeldi í Noregi og arðsémi aukist mikið. Kynbætur mikilvægar „Við höfum ákveðið að fara í samstarfsverkefni um kynbætur í lúðueldi og munum vinna að því með Stofnfiski hf. og Hafrannsókn- arstofnun. Starfsmenn Stofnfisks hafa mjög mikla reynslu og þekk- ingu í kynbótum á fiski. Þá mun hluti rannsóknanna fara fram inn á Hafrannsóknarstofnun." Ólafur segir að Hafrannsóknar- stofnun hafi frá upphafi unnið með Fiskeldi Eyjafjarðar að rannsókn- um í lúðueldi og fyrirtækið átt mikið og gott samstarf við stofn- unina. A Hafró hefur verið ákveðið að auka tengsl stofnunar- innar við fyrirtæki í landinu um rannsóknir á eldi sjávardýra. I framhaldi af því var ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til ráðgjafar um rekstur tilrauna- stöðvar Hafró í fiskeldi á Stað við Grindavík. í nefndinni eiga sæti auk fulltrúa frá Hafró, Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf., og Ólafur Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarð- ar. Vigfús er jafnframt formaður stjómar Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. „Með þessu vonumst við til að rannsóknir í eldi sjávardýra á Is- landi muni eflast og að aðstaða og þekking sem til er í landinu muni nýtast enn betur,“ sagði Ólafur. Fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og tvær líkamsárásir NÍTJÁN ára piltur, Kristján Bragi Valsson, var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi og til greiðslu skaðabóta og sakarkostnaðar m.a. fyrir tvær líkamsárásir og tilraun til mann- dráps. Kristján Bragi var ákærður fyrir líkamsárás aðfaranótt 15. nóvember sl. í samkomusal KFUM og K í risi Austurstrætis 20 með því að hafa veist að manni með höggum og spörkum, sem lentu í andliti manns- ins og líkama, með þeim afleiðing- um að hann nefbrotnaði. I niður- stöðu dómsins segir að sannað þyki að Kristján Bragi hafi slegið mann- inn í andlitið áður en hann féll í gólfið og hann hafi síðan veist að manninum, þar sem hann lá í gólf- inu, með spörkum sem lentu í and- liti mannsins og víðar á líkama. Sló mann með steini í höfuðið Kristján Bragi var ákærður fyrir líkamsárás aðfaranótt sunnudagsins 14. desember sl. á Klapparstíg við Skúlagötu með því að hafa slegið leigubflstjóra tvö högg í ennið með steini með þeim afleiðingum að hann hlaut 1 til 1,5 cm sár. Aðdrag- andi árásarinnar var með þeim hætti að Kristján Bragi tók sér far með manninum í leigubfl frá Fellsmúla að Bíóbarnum. Er þangað kom neitaði Kristján Bragi að borga og ók þá leigubflstjórinn af stað niður Klapparstíg og sagði Kristjáni Braga að hann ætlaði að fara með hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Kristján Bragi brást illa við og stöðvaði þá bílstjórinn bíl- inn, fór út, dró Kristján Braga einnig út og hratt honum á undan sér frá bílnum. Kristján Bragi tók upp stein og viðurkenndi að hafa slegið bflstjórann í höfuðið með honum. Atburðarásin var stöðvuð þegar að kom maður sem tók Krist- ján Braga tald og sneri hann niður. Stakk afa sinn margoft Rristján Bragi var ákærður fyrir tilraun til manndráps að morgni 26. desember sl. með því að hafa veist að afa sínum, manni á sjötugsaldri, á heimili hans í risíbúð við Klappar- stíg og stungið hann mörgum stungum með tveimur hnífum og skærum í líkama og höfuð svo að hann hlaut fjöldamörg sár í andlit, handleggi, bak, háls, brjóst og kvið og náði sár á hálsi inn að barka, sár á brjósti inn í hægra brjósthol, inn á lunga og komst loft inn í brjóstholið og sár á kviði náði inn í kviðarhol og blæddi þar inn. Verulegt magn alkóhóls og lyfja mældist í blóði Kristjáns Braga 26. desember en hann var handtekinn á hádegi. Hann bar við minnisleysi en neitaði ekki að hafa ráðist að afa sínum með hnífi. Ekkert er vitað um ástæðu árásarinnar. Sár á hálsi afans náði inn að barka og sár á brjósti náði inn í hægra brjósthol, inn á lunga og komst loft inn í brjóstholið. Enn- fremur náði sár á kviði inn í kviðar- hol og blæddi þar inn. „Áverkar þessir voru lífshættulegir og þá var atlaga ákærða [Kristjáns Braga], sem af öllum ummerkjum á vett- vangi að dæma, auk tuga stung- uáverka á líkama ..., augljóslega mjög ofsafengin og hrottaleg. Var árásin öll á þann veg, að ákærða hlaut að vera ljóst að langlíklegast var að bani hlytist af henni. Hend- ing ein réð að svo fór ekki. Hefur ákærði með háttsemi sinni orðið sekur um tilraun til manndráps," segir í niðurstöðu dómsins. Mennimir þrír, sem Kristján Bragi réðist á, gerðu allir kröfu á hendur honum um greiðslu skaða- bóta. Kristján Bragi var auk árásanna þriggja ákærður fyrir að hafa í félagi við tvo menn brotist tvisvar inn í veitingastað við Sóltún og stolið þaðan peningakassa með 1.500 krónum í skiptimynt, 12 gos- flöskum og 8 plastpokum með 3.317 krónum í skiptimynt. Kristján Bragi játaði brot sitt. Sjö refsidómar frá 1995 Um sakhæfi Kristjáns Braga og sakarferil segir eftirfarandi í dóm- inum: „Ákærði, sem er fyllilega sak- hæfur að mati dómsins, hefur, frá árinu 1995, hlotið sjö refsidóma fyr- ir umferðarlagabrot, skemmdar- verk, nytjastuld, auðgunarbrot og líkamsárásir. Hann var, hinn 16. maí 1997, dæmdur í 3 mánaða fang- elsi fyrir nytjastuld, ölvun og rétt- indaleysi við akstur og var jafn- framt sviptur ökurétti í 4 mánuði. Með þeim dómi var dæmdur skil- orðshluti dóms frá 6. júní 1996, en þá var ákærði dæmdur í 3 mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðs- bundið fyrir líkamsárás. Hinn 4. júlí sl. var ákærða dæmdur hegningar- auki fyrir þjófnað, þjófnaðartilraun og fjársvik, en honum var ekki gerð sérstök refsing. Loks var ákærða, hinn 31. október sl., dæmdur hegn- ingarauki fyrir minni háttar líkams- árás en honum var ekki gerð sér- stök refsing." Gæsluvarðhald dregst frá Skaðabótakröfum mannanna tveggja, sem Kristján Bragi réðst á, var vísað frá dómi en fallist var á hluta skaðabótakröfu afans og Kristján Bragi dæmdur til að greiða honum 300 þús. krónur auk 30 þús. króna í lögfræðikostnað. Þá var Kristján Bragi dæmdur til að greiða tryggingafélagi veitingastaðarins, sem hann braust inn á, tæplega 30 þús. krónur í skaðabætur. Frá fang- elsisrefsingunni dregst gæslu- varðhald Kristjáns Braga frá 27. desember sl„ alls 147 dagar. Hann var dæmdur til að greiða allan sak- arkostnað, þar með talin saksóknar- laun í ríldssjóð, 100.000 krónur og réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Kristjáns Stefánssonar hrl., 150 þús. krónur. Ragnheiður Harðardóttir, settur saksóknari, sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Dóminn kváðu upp Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari ásamt héraðsdómur- unum Sigríði Ólafsdóttur og Helga I. Jónssyni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.