Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 16
16 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rikissjónvarpið og Stöð 2 Kosningavaka undirbúin MIKIÐ var um að vera við undir- búning kosningavaka sjónvarps- stöðvanna er ljósmyndari Morgun- blaðsins leit þar inn í gær. Kosningavaka Ríkissjónvarpsins hefst klukkan 21.30 í kvöld. í sjón- varpssal munu Kristín Þorsteins- dóttir og Logi Bergmann Eiðsson taka við kosningatölunum og Helgi Már Arthursson og Ólafur Þ. Harð- arson stjórnmálafræðingur spá í spilin. Þá mun Helgi H. Jónsson taka á móti forystumönnum stjórn- málaflokkanna í sjónvarpssal er líða tekur að miðnætti og Örn Ámason stökkva inn í dagskrána þegar svigrúm gefst og flytja gamanmál og söng við undirleik Jónasar Þóris. „I kosningavöku Ríkissjónvarps- ins munum við leggja áherslu á nýj- ar tölur og grafíska framsetningu á þeim,“ sagði Árni Þórður Jónsson, annar umsjónarmaður kosninga- vöku Ríkissjónvarpsins, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Reynsla okkar á undanförnum árum er sú að það hafí verið svo mikið talnaflóð fyrstu tvo, þrjá klukkutímana að skemmtikraftar hafí varla komist að fyrr en löngu eftir miðnætti. Tækn- in er orðin það mikil að talningin gengur hratt og tölurnar koma jafnt og þétt. Það er þvi ekki hægt að líkja þessu við þá tíma þegar menn þurftu alltaf að hafa eitthvað í hand- raðanum til að drepa tímann. Við þykjumst því reynslunni ríkari og ætlum ekki að leggja upp með mikla skemmtidagskrá enda lít ég svo á að áhorfendur séu fyrst og fremst að sækjast eftir tölum og upplýsing- umí tengslum við þær.“ Árni segir að auk þess sem fylgst verði með talningu í sjónvarpssal stefni Ríkissjónvarpið að því að nota nýjan útsendingarbíl sinn til að fara sem mest með dagskrána út úr húsi. Þannig verði t.d. bein útsend- ing úr Ráðhúsinu þar sem oddvitar stóra flokkanna I Reykjavík muni koma við þegar fyrstu tölur liggi fyiir. í Ríkissjónvarpinu verða einnig beinar útsendingar frá Kópavogi, Hafnarfirði, Akureyri, Isafírði, Reykjanesbæ, Árborg og Austfjörð- um. Þá er stefnt að því að Texta- vai'pið verði notað markvisst þannig að fólk á smærri stöðum úti á landi geti komist í uppplýsingar þar áður en þær birtast á skjánum. Stuðmenn skemmta á milli atriða Á Stöð 2 hefst útsending kosn- ingavöku strax að loknum fréttum klukkan 20.05 í kvöld. Að sögn Elín- ar Sveinsdóttur útsendingarstjóra verður fylgst náið með talningu at- kvæða auk þess sem spáð verður í stöðuna og boðið upp á ýtarlegar skýringar og umfjöllun um stöðu mála. „Við verðum með beinar útsend- ingar frá talningastöðum í Reykja- vík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykja- nesbæ, Isafjarðarbæ, Akureyri, Eg- ilsstaðabæ, Árborg og Aki-anesi auk þess sem við birtum tölur frá 32 stöðum," sagði hún. „Einnig verðum við á ferð um höfuðborgarsvæðið og Akureyri þar sem við munum m.a. koma við á kosningavökum flokk- anna. Páll Magnússon, Sigmundur Ern- ir Rúnarsson og Edda Andrésdóttir Morgunblaðið/Þorkell STUÐMENN voru við æfingar fyrir Kosningavöku Stöðvar 2 í gær. Morgunblaðið/Þorkell FRETTAMENN Ríkissjónvarps reyndu ýmsar niðurstöður er þeir kynntu sér nýtt kosningatölvukerfl í gær. munu taka við kosningatölum í sjón- varpssal og Kristján Már Unnars- son stjórna umræðum í stúdíói. Kristján mun fá til sín góða gesti, m.a. Markús Öm Antonsson, Hann- es Hólmstein Gissurarson og for- menn flokkanna. Þá munu Stuð- 23. MAI Varaborgarfulltrúi R-lista gengur úr Alþýðuflokki ATVR lokað með lagaboði á kjördag ÁFE N GISÚTSÖLUR verða lokaðar á í dag, kjördag. Þetta er samkvæmt ákvæði í áfeng- islögum. Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins auglýsti lokun- ina í Morgunblaðinu í gær. _ Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði að þetta ákvæði hefði lengi verið í áfengislögun- um en hefði ekki haft mikla þýðingu undanfarin ár. Versl- anir ÁTVR voru lokaðar á laugardögum frá árinu 1969 og þar til fyrir rúmu ári að farið var að hafa þær opnar fyrir hádegi á laugardögum. Höskuldur sagði að fyrir Alþingi hefðu legið frumvarp til nýrra áfengislaga sem ekki hlýtur afgi-eiðslu á þessu þingi. í því frumvarpi væri þetta ákvæði um lokun áfengisversl- ana á kjördag fellt niður. Hann kvaðst því búast við því að þetta yrðu síðustu kosningarn- ar þar sem áfengisútsölur yrðu lokaðar samkvæmt lagaboði. GUNNAR Levý Gissurarson, varaborgarfulltrúi Reykjavíkur- listans í núverandi borgarstjórn, lýsti því yfir á fimmtudag að hann hefði að „vandlega athuguðu máli og eftir áratuga langt starf innan Alþýðuflokksins" ákveðið að segja sig úr flokknum. Gunnar Levý segir í bréfi til Sighvats Björgvinssonar, for- manns Alþýðuflokksins, að Alþýðuflokkurinn hafí sennilega verið sá flokkur, sem hvað mest hafi lagt á sig og fórnað á sínum tíma til að Reykjavíkurlistinn gæti orðið að veruleika, en nú væri svo komið að hann ætti engan fulltrúa í efstu sætum listans. I gegnum árin áhersla á heiðarleika „í gegnum árin hafa Alþýðu- flokkurinn og verkalýðsfélög lagt ríka áherslu á heiðarleika og bætt siðferði í viðskiptum, barist gegn svartri atvinnustarfsemi, kennitöluflökkurum og óheiðar- legum viðskiptaháttum almennt," skrifar hann. „Hef ég stutt þá baráttu heilshugar. Nú berast fréttir og frásagnir frá fjölmörg- um einstaklingum, sem hafa jafnt unnið hjá fyrirtækjum eins af frambjóðendum R-listans eða átt viðskipti við þau, þar sem fram hefur komið að þessi grundvallar- atriði hafa ekki verið í hávegum höfð.“ Gunnar Levý rekur án þess að nefna nöfn að hjá þessum fyrir- tækjum virðist launagi’eiðslur hafa verið með þrenns konar hætti. Dæmi séu um að engin laun hafi verið gi’eidd, þau hafí verið greidd undir borðið og þá virðist dæmi um að laun hafí verið greidd Kveðst eiga meiri samleið með sjálf- stæðismönnum gegn undirritun fyrir móttöku á greiðslu og það kallað að viðkom- andi hafi starfað sem „verktaki" hjá fyrirtækinu og engum opin- berum gjöldum verið skilað af þeim greiðslum. Óánægja vegna siðleysis R-lista og Alþýðuflokks „Fróðlegt væri að vita hvort slík- Verktaki stendur skil á opinber- um gjöldum VERKTAKI ber ábyrgð á því að standa skil á opinberum gjöldum vegna starfsemi sinnar, svo sem virðisaukaskatti, tryggingagjaldi og öðru slíku, samkvæmt upplýs- ingum skattyfirvalda. Verkkaupinn ber ekki ábyi’gð á þessu að öðru leyti en því að hann þarf að fá fullgild skjöl fyrir þeirri greiðslu sem hann innir af hendi og gefa upp til skattyfirvalda í árslok. Verktakastarfsemi hefur færst í vöxt hér á landi á síðustu árum. í skýrslu sem sex nemendur við Rekstrarfræðadeild Samvinnu- skólans hafa unnið um samanburð á skyldum og réttindum launa- manna og verktaka kemur fram að verktaki þurfi að bæta 35-50% of- an á laun launamanns að viðbætt- um virðisaukaskatti til að hafa sömu kjör. Kemur fram að verk- taki og verkkaupi geri sér oft ekki grein fyrir hvað felist í verksamn- ingi sín í milli og að mörkin séu oft óljós og því sé æskilegt að sett verði löggjöf um verktöku á ís- landi. menn, Fóstbræður og hinn óborg- anlegi Marteinn Mosdal skemmta á milli atriða." Kosningavaka Stöðvar 2 verður send út í opinni dagskrá. Hún verð- ur einnig send út á Netinu og á Bylgjunni þegar ástæða þykir til. ir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir í úthringingum Reykja- víkurlistans árið 1994 sem eitt af þessum fyrirtækjum sá um,“ segir Gunnar Levý. Hann segir að óánægja sín nú sé ekki vegna þeirrar „atlögu sem gerð var að mér í prófkjöri Alþýðu- flokksins í vetur“ heldur „það við- skiptasiðferði eða öllu heldur sið- leysi sem Reykjavíkurlistinn og Alþýðuflokkurinn virðast nú styðja og verja“ og bætir við að lokum: þessum ástæðum tel ég mig eiga meiri samleið með sjálfstæðis- mönnum í þessum kosningum en með Reykjavíkurlistanum." Yfírlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfírlýsing: „Vegna umræðu í fjölmiðl- um undanfarið viljum við for- menn Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík lýsa því yfir að fyr- ir hendi er fullur og óskoraður stuðningur Alþýðuflokksins við Reykjavíkurlistann og Ingibjörgu Sólránu Gísladótt- ur, borgarstjóra, í komandi borgar stj órnarkosningum. Hvetjum við allt Alþýðu- flokksfólk til að sýna stuðning í verki á kjördag. Formaður Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, Rúnar Geirmundsson, varaformaður Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur, Tómas Waage, formað- ur Félags frjálslyndra jafnað- armanna, Vilhjálmur Þor- steinsson, formaður Kven- félags Alþýðuflokksins, Aðal- heiður Frantzdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, Kol- beinn Stefánsson, formaður Landsfélags jafnaðarmanna, Rósarinnar, Birgir Dýrfjörð, formaður fulltráaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, Pétur Jónsson, og fonnaður Sambands alþýðuflokks- kvenna, Bryndís Kristjáns- dóttir. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hjá SYR og í Kringlunni Vagnstjórar liggja ekki á skoðunum sínum FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins þeir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Kjartan Magnús- son, áttu fund með vagnstjórum Strætisvagna Reykjavíkur á Hiemmtorgi í hádeginu í gær. „Þetta var góður og skemmtileg- ur fundur eins og alltaf þegar vagnstjórar SVR eru annars veg- ar,“ sagði Vilhjálmur. „Þeir liggja ekki á skoðunum sínum og tala kjarngóða íslensku.“ Að sögn Vilhjálms, voru málefni fyrirtækisins aðallega til umræðu, launamál, tryggingar Morgunblaðið/Porkell VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræðir við vagnstjóra SVR um málefni Strætisvagna Reykjavikur. starfsmanna og starfsaðstaða þeirra, sem þrengt hafí verið að á kjörtímabilinu. „Það var rætt um nýtt vaktafyrirkomulag, sem vagnstjórar hafa mjög ákveðnar skoðanir á,“ „ sagði hann. „Síöan var einnig rætt um það mál, sem er á allra vörum eða trúverðug- leika frambjóðenda, spurninguna uin að standa við kosningaloforð og fjármálalegt siðferði," sagði Vilhjámur. I » I > I I I ( ) I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.