Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ 1® JM LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 33 Vakivað fyrir allar aldir DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns MORGUNHANAR eru þeir kallaðir sem vakna fyrir allar aldir og eru fyrstir manna á fæt- ur. Þeir njóta því langra stunda að sinna störfum sínum og þörf- um í hraðvaxandi tímaleysi og ná hámarksnýtingu á góðum degi. Þessir menn fara með fyrra fallinu í rúmið og komast því á draumstig strax um miðnætti sem varir í skorpum fram undir þrjú en þá tekur við draumlaus hvíldarsvefn fram undir morgun. En þá, í svefnrof- unum, birtast draumar sem eru oft merkari öðrum draumum sakir skýrleika í táknum og tímalengd, þeir draumar tengj- ast tímaferðum og innra minni dreymandans um fyrri lífsskeið jafnt sem ókomin. Þetta draum- stig eða ástand kallast „Déja vu“ eða endurblik og eru einskonar vísindaferðir í vísindaskáld- sagnastíl um heim draumsins, því geta menn „vaknað“ í draumi fyrir allar aldir og upplifað þann tíma þegar tíminn var ekki hugs- un og engin öld byrjuð. Þessi hæfileiki draumsins að „sjá“ það hulda, leynist í genum mannsins sem geyma sögu hans í læstu munstri sínu en draumurinn get- ur opnað með lyklum sínum og þannig gert manninum kleift að skynja forsögu sína og „sjá“ upphaf sitt í Guði. Draumurinn býður mönnum upp á söguferðir um tímann sem eru bæði til gagns og yndis, það eru ferðir til Mynd/Ki-istján Kristjánsson MEÐ seiðmanni draumsins um aldir alda. dýpri skilnings, andlegs frama Þar geta menn gengið um sögu- og raunverulegrar hugvíkkunar. svið forfeðra sinna og draum- lifað Njálu, Grettlu og Eglu sem spegil á tímann í dag, rölt um borg drauma sinna og vaknað við þann veruleika að sú borg er til, þótt hún sé þeim ekki kunn en þeir gjörþekkja þegar í hana er komið í vöku og þar með „fundið“ í raun fyrra líf sitt. Endurblikið beislar allan tíma- skalann og þar með framtíðina og þá undarlegu staðreynd að hún sé þegar til en samt ókomin. En þessi stöð draumsins getur virst þeim afrugluð sem ekki þekkja til eða sinna því lítt að varpa lífeggi draumsins milli svefns og vöku og læra þá kúnst að grípa í breiðari enda draums- ins sér til visku fyrir vöku. „Kari“ dreymdi draum Ég var úti að ganga að sumri til er ég lenti skyndilega í roki og rigningu. Ég fann ekkert skjól og varð því fljótt gegndrepa. Ekki virtist ætla að stytta upp og ég varð blautari en orð fá lýst. Ég fór því úr rennblautum fötunum og hélt áfram ferð minni nakinn, en vissi um leið að það væri lög- brot að ganga um nakinn meðal fólks. Þá fannst mér ég vakna og fara fram í eldhús að fá mér vatnsglas. Þar var þá fyrir hópur af englum, þeir tróðu í miklum flýti kvikmyndaspólum í poka, eins og þeir vildu koma í veg fyr- ir að ég sæi spólurnar en allt kom fyrir ekki. Ég krafði þá um skýr- ingu og þá sagði einn snoppufríð- ur engill að þeir væru að skoða fortíð mína og ókominn tíma minn. Ég hváði en spurði jafn- framt um tímann nú og líf mitt en engillinn svarar og segir að þeir hafi ekkert um líf mitt í dag. Þá teygi ég mig aftur fyrir engilinn og kveiki á sýningaivélinni sem þeir höfðu. Líkt og af eldingu lýs- ist tjaldið upp af skjannahvítri birtu, svo skærri að hún blindar mig og líkt og brennir burt alla skynjun og allt verður snjóhvítt. Ráðning Draumurinn er táknrænn og fjallar um uppgjör í lífi þínu, skil og skipti á lífsmunstri. Regnið er tákn huglægrar sem hlutlægrar hreinsunar og sú hreinsun er al- gjör. Eldhúsið er orkubúr þitt og þar er þér sýnt fram á líf eftir breytinguna, jafnt sem fyrir. Englarnir eru þínir verndarar en þú stýrir þínu Mfi og ert of ákafur að vita hvað verður, nokkuð sem þér verður ekki veitt, þó gefur birtan og afleiðingar hennar í skyn að breytingin fæði af sér nýjan mann, þig. OÞeir lesendur sem vilja fá draunia sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heim- ilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reybjavík RÝMIIVGARSALA Yid hættum versluii á íslandi og höldum því alls- lierjar i'vmingarsölu og seljum lagerinn okkar með afsl. frá 35-60% af fullu verði m.v. staðgr., 30-55% ef greitt er með korti. Verðdæmi: Stærð: Verð áður: Nú: 2 stk Afghan, ca 200x300 84.800 42.800 stk. 20 Balutch extra ca 85x135 10-15.000 5-7.500 stk. 2 Gl. Afghan Kurk ca 200x300 195.800 114.800 20 stk. Pakistan „sófaborðsstærð" ca 125x175-190 35-38.000 23.800 stk. 30 stk. Pakistan rúml. 60x93 9.800 5.800 stk. Chachun, Afghanistan 210x158 79.800 47.800 Gl. Afghan Kilim 2,52x3,27 49.800 28.800 ANTIKMUNIR Brúðarkistill, Danmörk, ca 1750 80x70x130 139.000 55.800 Stofuskápur, Kína 19. öld 44x98x163 69.800 34.900 Skrifborð, Kína 19. öld 60x115x70 44.800 22.400 Og margt margt fleira RAÐGREIBSLUR HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni Afgreiðslutími; Laugardaginn 23. maí frá kl. 12-19 Sunnudaginn 24. maí frá kl. 13-19 Mánudaginn 25. maí frá kl. 12-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.