Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 23. MAÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á KJÖRDEGI SJÓNVARPSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi á milli forystu- manna fjögurra framboðslista, sem bjóða fram til borgar- stjórnar Reykjavíkur í kosningunum, sem fram fara í dag leiddu athyglisverða staðreynd í ljós. Þótt Sjálfstæðisflokkur- inn sé enn með minna fylgi í skoðanakönnunum en Reykjavík- urlistinn virðast þau málefni, sem flokkurinn hefur barizt fyr- ir í kosningabaráttunni hafa orðið ofan á. Alla vega voru þau meginatriði í umræðum fjórmenninganna í gærkvöldi. Geldinganesið var einn af meginþáttum umræðnanna en Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og kunnugt er barizt fyrir annars konar nýtingu og skipulagi á Geldinganesi en Reykja- víkurlistinn áformar. Skoðanamunur Sjálfstæðisflokksins og Reykjavíkurlistans er í meginatriðum sá, að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins leggja áherzlu á íbúðarhverfí í Geldinga- nesi en Reykjavíkurlistinn vill leggja töluverðan hluta þessa landsvæðis undir höfn og athafnasvæði. Frá því að Reykjavík- urlistinn setti fyrst fram hugmyndir sínar um Geldinganes hefur Morgunblaðið verið þeim andvígt og eina vörn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, í umræðunum í gærkvöldi var að spyrja, hvar annars staðar höfnin ætti að vera. Auðvitað er eðlilegt, að umræður fari fram um aðra möguleika í hafnarmálum en í þessu máli hefur Sjálfstæðis- flokkurinn rökin augljóslega sín megin. Umræður um hverfamál sýndu einnig, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur skýrari og framsæknari stefnu í málefnum hverf- anna en Reykjavíkurlistinn. Báðir aðilar leggja áherzlu á aukna sjálfstjórn hverfanna en frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hafa gengið mun lengra en Reykjavíkurlistinn og lagt til, að tekið verði upp virkt lýðræði með því að íbúar ein- stakra hverfa taki í atkvæðagreiðslu ákvörðun um einstök málefni. Hugmyndir Reykjavíkurlistans um sjálfstjórn hverf- anna eru óijósari. Sú röksemd borgarstjóra, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafí ekki viljað atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um ráðhúsið á sínum tíma dugar ekki. Nú undir lok aldarinnar eru að vakna nýjar hugmyndir um framþróun lýðræðisins, sem m.a. hefur töluvert verið fjallað um hér í Morgunblaðinu með tilvísun í merka úttekt í brezka blaðinu Economist og er ánægjulegt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert þær hug- myndir að stefnumáli sínu að nokkru leyti í þessum kosning- um. Það sem kannski kom mest á óvart í umræðunum í gærkvöldi var sú staðreynd, að Árni Sigfússon, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, virtist hafa hugmyndalegt frumkvæði í skoðanaskiptum um dagvistarmál og fjölskyldugreiðslur en dagvistarmál eru sá málaflokkur, sem Reykjavíkurlistinn hef- ur frá upphafí lagt mesta áherzlu á. Borgarstjóri lagði áherzlu á þann fjölda leikskóla, sem byggður hefur verið á kjörtíma- bilinu en oddviti sjálfstæðismanna setti fram nýstárlegar hug- myndir, sem hafa verið umdeildar en fjölga óneitanlega val- kostum fyrir ungt fólk með mörg börn. í umræðum um málefni aldraðra sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að ráðið við vandamálum, sem upp kæmu væri ekki alltaf að kalla á steypubíl en engu að síður virtust hugmyndir hennar í dag- vistarmálum fyrst og fremst einkennast af þeirri lausn. Þótt kosningabaráttan hafí verið daufleg lengst af og litla athygli vakið liggur þó tvennt fyrir nú þegar komið er að kjör- degi og kjósendur taka sína ákvörðun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð málefnalegu frumkvæði í kosningabaráttunni og þau málefni, sem flokkurinn hefur sett á oddinn hafa að lokum orðið þau mál, sem kosningabaráttan hefur snúizt um. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð því mikilsverða marki að ráða umræðum í kosningabaráttunni. Þetta er að sjálfsögðu mikill veikleiki hjá Reykjavíkurlistanum, sem hefur haft fjögur ár til þess að móta stefnu sína í borgarmálum. í annan stað er alveg ljóst, að þegar framboðslistarnir tveir eru bornir saman sem heild hvor um sig fer ekki á milli mála, að mun meiri styrkur er í framboðslista Sjálfstæðisflokksins en Reykjavíkurlistans. Raunar hefur öll kosningabarátta Reykjavíkurlistans snúizt um borgarstjórann sjálfan. Það er út af fyrir sig ekki nýtt, að þeir sem með völdin fara í Reykja- vík leggi megináherzlu á persónu borgarstjórans en það er hins vegar nýtt að öðrum frambjóðendum sé nánast ekki teflt fram. Þótt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafí á margan hátt unnið gott starf sem borgarstjóri er alveg ljóst, að framboðslistinn, sem hún er í forystu fyrir er einhver sá veikasti, sem lengi hefur verið boðinn fram til borgarstjórnar Reykjavíkur og allt á huldu um, hvort henni tekst yfírleitt að ráða við meðfram- bjóðendur sína að kosningum loknum haldi Reykjavíkurlistinn meirihlutanum. Þennan styrkleika og veikleika framboðslistanna tveggja þurfa kjósendur í Reykjavík að vega og meta áður en þeir greiða atkvæði í dag. Morgunblaðið/Ragna Sara Jónsdóttir GENGIÐ til byggða. Jökullinn í baksýn og farið yfir frosið jökullónið í átt að þorpinu Kangerlussuaq, en þangað kom hópurinn á fimmtudag. Skemmtiferð yfír Græn- landsjökul Fjórar konur hafa nýlokið við að ganga þvert yfír Grænlandsjökul og eru þær fyrstu ís- lensku kvenmennirnir sem gengið hafa yfír jökulinn. Ragna Sara Jónsdóttir hitti þær við jökulröndina í Syðri Straumfirði og spjallaði við þær um ferðina. FINNIÐ þið lyktina af gróðrin- um, stelpur?" segir María Dögg Hjörleifsdóttir þar sem hún gengur upp gróðri vaxna hlíðina ásamt stöllum sínum, þeim Önnu Maríu Geirsdóttur, Dagnýju Indriða- dóttur og Þóreyju Gylfadóttur er þær taka fyrstu sporin á landi eftir tutt- ugu og fjögurra daga göngu þvert yf- ir Grænlandsjökul. Þær bera hluta birgða sinna upp á Hæð 660 og búa sig undir að tjalda í fyrsta sinn á landi eftir rúmar þrjár vikur í snjó. Þær fagna ákaft þegar þær ásamt Einari Torfa Finnssyni leiðangurs- stjóra standa á mörkum jökuls og lands, enda löng og stíf ganga að baki. Á móti þeim tók Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, eiginkona Einars Torfa, með kampavínsflösku sem fljótt hvarf ofan í þyrsta te- og kakó- drykkjuhálsa. Með 75 kfló í eftirdragi Ferð kvennanna fjögurra hófst 25. apríl sl. með því að hópurinn flaug til Ammassalik á Austur-Grænlandi. Gangan sjálf hófst svo í 1250 m hæð á Hahn-jöklinum fyrir botni Sermilik fjarðar eftir að hópurinn hafði verið fluttur þangað með þyrlu daginn eft- ir komuna til Ammassalik. I fyrstu var hver og einn með um 75 kg búnað og vistir í eftirdragi, en kílóunum fækkaði eftir því sem leið á ferðina. Gengið var upp í móti og til þess að skíðin veittu viðnám voru fest undir þau skinn. Síðan var stefnt til vesturs, upp á hábunguna, fram hjá yfirgefnu ratsjárstöðinni Dye-2 og niður að Hæð 660 sem er nokkurn veginn eina greiða leiðin niður af jöklinum á þessum slóðum vegna þess hve sprunginn hann er. Þar þarf þó að fara yfir rúmlega 20 kílómetra langan kafla af öldóttum jöklinum og voru leiðangurskonur sammála um að þessi síðasti áfangi hafi líklega verið sá erfiðasti í jökulgöngunni. Til þess að vera örugg með að komast yfir hann í einni dagleið var vaknað klukkan fimm um morguninn og lagt af stað klukkan sjö. Stöllurnar voru því nokkuð þreyttar þegar þær loks settust niður í tjaldbúðunum á Hæð 660 eftir að hafa komið þeim upp. Þar var borðaður kvöldverður, drukkið kakó á eftir og spjallað um ferðina. Vanar fjallakonur Þær Anna María, Dagný, María Dögg og Þórey voru ánægðar með að hafa lagt áfangann að baki þegar þær horfðu yfir jökulbreiðuna á Hæð 660 í Syðri Straumfirði. Á hverjum degi höfðu þær gengið tugi kílómetra og sett sér markmið fyrir hvern dag. Þær eru allar reyndar fjallakonur, þrjár eru meðlimir í björgunarsveit- inni Ingólfi í Reykjavík og ein í Hjálparsveit Skáta. Þær eru á aldrin- um 22ja til 36 ára og starfa á ólíkum vettvangi. Anna María er leiðsögumaður og myndlistarkona og aldursforseti hópsins, María Dögg er þjónn og yngst, Þórey er kennari og Dagný flugumferðarstjóri. En hvers vegna ákváðu þær að fara yfir jökul- inn? Þær voru sammála um að ferðin yf- ir Grænlandsjökul hefði verið tækifæri sem þær gátu ekki sleppt. „Maður setur sér alltaf einhver markmið í lífinu og þau verða alltaf hærri og hærri, og þetta var bara eitt af þeim,“ sagði María Dögg yfir kakóbollanum í tjaldinu sem leiðang- ursmenn kölluðu „Hótelið" og mun draga viðumefnið af nafni sínu „The North Face Himalayan Hotel“ og ku vera eitt hentugasta tjald til slíkra leiðangra. „Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Dagný, „ég hef eytt mikl- um tíma í Austurlöndum fjær og vildi kanna nýjar slóðir. Ég ákvað strax að þetta skyldi verða skemmtiferð yfír Grænlandsjökul og ekkert annað,“ sagði Dagný og María Dögg tók strax undir, „enda skemmtum við okkur al- veg frábærlega vel.“ „Já, þetta var tækifæri sem ekki var hægt að sleppa,“ bætti Þórey við. „Hugurinn ber þig hálfa leið“ Skemmtiferð yfir Grænlandsjökul hljómar undarlega fyrir suma sem vanir eru að slappa af á sólarströnd eða heimsækja stórborgir til að skemmta sér. Maður getur því ímyndað sér að það þurfi mikið út- hald og vilja til að fara í slíka ferð sem flestir líta á sem líkamlega og MARÍA Dögg smellir kossi á jörðina við komuna niður af jöklin- um eftir rúmar þrjár vikur á ísnum. ÞEGAR ísinn var ekki lengur til staðar var ekki um annað að ræða en að koma öllu dótinu fyr- ir á sleðanum og bera hann á bakinu. Dagný fær aðstoð við að koma kflóunum á bakið. ÍSKALT jökulvatnið virtist ekki hafa áhrif á Maríu Dögg sem greinilega var orðin ýmsu vön eftir veruna á jöklinum. andlega erfiða. „Þetta var erfitt á sinn hátt en alls ekki óyfirstígan- legt,“ sagði Anna María. „Þetta var ekki svo erfitt því ferðin er mikið bútuð niður, það er gengið í vissan tíma og svo tekur eitthvað annað við, þannig að við settum okkur mátulega stór markmið sem við sáum að við gátum ráðið við,“ bætti Þórey við. „Já, fýrst var stefnt að hábungunni, svo að Dye-2 og loks að land- tökunni," sagði María Dögg og sagði að það væri gott að fá að reyna svolítið á sjálfan sig. En kom aldrei upp efi í huga þeirra um hvort þær myndu komast yfir jökulinn? Þær þverneituðu því allar og sögðust alltaf hafa ætlað sér alla leið og bentu á að jákvætt hugarfar væri grundvallaratriði í svona ferð, og það hefðu þær allar haft. Einar Torfi Finnsson leiðangurs- stjóri var stoltur af stelpunum og sagðist sakna þess að fleiri konur færu ekki í ferðir sem slíkar. „Ég virði stelpumar mest fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að fara yfir jökul- inn. Svo er minna mál að fara yfir hann þegar ákvörðunin hefur verið tekin og hugarfarið er jákvætt." LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 47 Úrslita beðið með eftirvæntingu eftir harða baráttu um atkvæði óákveðinna Kosið um framtíð N orður-Irlands Reuters GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, veifar til stuðningsmanna sinna eftir að hafa greitt atkvæði um friðarsam- komulagið á Norður-írlandi í gær. Þótt fæstir séu himinlif- andi með samninginn sem kosið var um á ----------------------- Norður-Irlandi í gær, segir Davíð Logi Sig- urðsson, sem fylgist með kosningunum í Belfast, að svo virðist sem stór hluti íbúanna þjáist af „stríðsþreytu“ og geti einfaldlega ekki hugsað sér óbreytt ástand. ETTA er a.m.k. skref framávið, við getum ekki látið menn eins og Ian Paisley sí- fellt halda aftur af okkur,“ sagði leigubílsstjóri við blaðamann. En þótt Norður-Irar beri þannig nokkr- ar vonir til úrslita atkvæðagreiðsl- unnar um friðarsamninginn em menn enn uggandi um framtíðina, enda hafði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, alveg rétt fyrir sér þegar hann sagði samþykkt samningsins einungis fyrsta skrefið í átt að friði á Norður-írlandi. „Göngutíð“, sem valdið hefur óeirð- um og auknu hatri undanfarin sum- ur, er framundan og ekkert sam- komulag liggur fyrir um fram- kvæmd gangna Öraníureglunnar. Öllum er því ljóst að friðurinn er ekki í höfn. Kosningabaráttan fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna náði sennilega há- marki á fimmtudagskvöld þegar for- svarsmenn andstæðra fylkinga átt- ust við í sjónvarpssal í fýrsta skipti. Degi fýrir kosningamar samþykkti Ian Paisley, leiðtogi andstæðinga samningsins, loksins að mæta David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP) í örstuttu spjalli í sjónvarpsfréttatíma BBC á N-ír- landi og sögðu stjórnmálaskýrendur að Paisley hlyti að vera svartsýnn á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar fýrst hann tæki þessa ákvörðun. Paisley segist hins vegar sannfærð- ur um að meirihluti sambandssinna muni hafna samningnum. Meðhmur í írska lýðveldishernum (IRA) sagðist telja að þrátt fyrir að forysta Sinn Féin styðji samninginn sé Ijóst að margir óbreyttra liðs- manna hersins ætli að hafna honum. Sjálfur ætlaði hann þó að samþykkja samninginn, „svo sjáum við til hvað við gerum“. Margir óttast einmitt að IRA hafi alls ekki í hyggju að hætta herferð sinni þótt samningurinn verði samþykktur og þennan ótta hafa andstæðingar hans nýtt sér. Sjónvarpssamtal þeirra Trimbles og Paisleys var býsna merkilegt því ekki er ofmælt að segja að þeir hafi farið í hár saman. Þeir sökuðu hvor annan um svik og pretti í kosninga- baráttunni og hljóp svo mikill hiti í umræðuna að stjómandi hennar átti fullt í fangi með að halda aftur af viðmælendum sínum. Hamagangur- inn sýndi svo um munar að talsverð harka hljóp í kosningabaráttuna á endasprettinum, enda gáfu allar skoðanakannanir í vikunni til kynna að mikill fjöldi kjósenda ætti enn eft- ir að gera upp hug sinn. Reyndar hafa sumir talið að tölur um fjölda óákveðinna væru villandi því margir hefðu gert upp hug sinn en kærðu sig einfaldlega ekki um að upplýsa hver hann væri. Það em gömul sannindi hér á N-írlandi að stjórnmál ræðir maður ekki við hvern sem er, helst ekki nema við fólk sem maður treystir. Stuðningurinn jókst síðustu dagana Það er mat flestra að stuðnings- menn samningsins hafi á undanforn- um dögum verið að bæta stöðu sína nokkuð. Samt er í raun ómögulegt að segja til um hvort fýlgi við samn- inginn verður nægjanlegt og Peter Bell, aðalritari ensk-írsku samráðs- nefndarinnar í Belfast, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að í raun myndi ekkert koma honum á óvart. „Ég býst alveg eins við því að fólk felli samninginn. Allavega myndi það ekki vekja neina sérstaka undr- un mína ef tölur úr skoðanakönnun- um reyndust fjarri raunvemleikan- um.“ Talið er að eftir flokksþing Sinn Féin 10. maí, þar sem dæmdir IRA- skæmliðar komu fram og fógnuðu innilega, hafi rannið tvær grímur á margan sambandssinnann. Fyrst IRA var að fagna sigri þá hlaut það jú að vera á kostnað sambandssinna. Á síðustu dögum hafa stuðnings- menn hins vegar eflst á nýjan leik og herferð þeirra, sem áður var illa skipulögð og klúðursleg, styrkst mjög. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ritaði grein i dagblöðin Irish News og Newsletter í gær, en þau em annars vegar helsta dagblað kaþólskra á N-írlandi og hins vegar helsta vígi mótmælenda, og hvatti kjósendur enn á ný til að hugleiða framtíðina og að með samþykkt samningsins sé fólk að taka fýrsta skrefið í átt að varanlegum friði. Blair kom í fýrradag fram ásamt Trimble og Hume og saman biðluðu þeir til kjósenda um að sýna skyn- semi. Það er athyglisvert að svo virðist sem Ian Paisley og Bob McCartney, samstarfsmaður hans, eigi í baráttu við alla málsmetandi aðila. IRA jafnt sem sambærileg samtök sambandssinna, Clinton Bandaríkjaforseta, öll dagblöð á Ir- landi og Bretlandi auk manna á borð við Richard Branson Virgin-for- stjóra, sem hafa lýst yfir stuðningi við samninginn. UUP klofnaði Það hefur valdið Trimble ómæld- um erfiðleikum að 6 af 10 þingmönn- um UUP, flokksins sem Trimble fer fyrir, fylgdu ekki foringja sínum heldur beita sér grimmt gegn samn- ingnum. Raunar má segja að UUP hafi klofnað í tvennt í afstöðunni til samningsins og þar kristallast af- staða sambandssinna í heild. Trimble þarf nauðsynlega að tryggja sér stuðning a.m.k. helmings þeirra, ella verður staða hans sem formanns UUP og væntanlegs forsætis- ráðherra afar erfið. Peter Bell sagði í samtali við Morgunblaðið að ef illa færi myndi Donaldson áreiðanlega hitta Trimble á mánudag og heimta breytingar á opinberri stefnu flokksins. Trimble ætti við slíkar kringumstæður varla nema tvo kosti, að breyta stefnunni og hafna samningnum sem hann sjálfur hefur beitt sér fyrir, eða ein- faldlega segja af sér sem leiðtogi flokksins. Adams og Trimble saman í ríkisstjórn? Þrátt fyrir allt þykir ljóst að sam- komulagið verður samþykkt í þjóð- aratkvæðagreiðslunni. Hitt er meira vafamál hversu stór meirihlutinn verður. Richard English, kennari við Queens-háskólann í Belfast sem meðal annars hefur ritað um málefni N-írlands í vikuritið Newsweek, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann byggist við um 65% stuðningi við samninginn. „Ég set þó fyrirvara við það, því ef það er rétt, sem fram kemur í skoðanakönnunum, að um 30% sambandssinna eigi enn eftir að gera upp hug sinn þá er augljóst að enn getur bmgðið til beggja vona. Niðurstaðan ræðst væntanlega af því hvar þessi 30% lenda.“ Ef samningurinn er samþykktur verðui-, í samræmi við ákvæði hans, efnt til þingkosninga 25. júní og síð- an sett á stofn eins konar fram- kvæmdastjóm. English sagði allar líkur á því að þar myndu Trimble og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, verða að vinna hlið við hlið. Það teld- ust nokkur tíðindi því þótt báðir hafi skrifað undir samkomulagið hafi þessir menn aldrei ræðst beint við og Trimble vill sjálfsagt fresta slík- um fundi í lengstu lög. „Þótt honum finnist tilhugsunin um það að setjast í ríkisstjórn með Gerry Adams, þar sem Adams væri t.d. menntamál- aráðherra, harla ógeðfelld þá finnst honum sennilega hinn valkosturinn enn ógeðfelldari; að morðum fjölgi enn og stjórnmál á N-írlandi haldi áfram að vera í þeirri spennitreyju sem þau hafa verið.“ English sagði hins vegar að þótt stuðningsmenn samningsins ynnu þægilegan sigur, fengju 65% at- kvæða eða meira, þá þýddi það ekki endilega að allt ætti eftir að ganga snurðulaust í kjölfarið. „Göngutíð" Óraníumanna væri t.d. handan homsins og í kringum hana mætti vænta spennu milli samfélaganna tveggja, kaþólikka og mótmælenda. Ekki væri enn ljóst hvort Trimble gæti í raun unnið með mönnum eins og Adams að þvi að leysa vandamál þar sem þeir væra í grundvallarat- riðum ósammála, líkt og rétti Óraníumanna til að þramma í gegn- um hverfi kaþólikka. Ekki væri held- ur hægt með einu pennastriki að fjarlægja allt það hatur og allan þann ótta sem einkennt hefði n-írskt samfélag undanfarin 30 ár. „Mitt mat er samt sem áður það að smátt og smátt munum við færast í átt til friðar. Hitt tel ég jafnvíst að á leiðinni munum við mæta umtals- verðum hindranum og ofbeldi er enn ekki úr sögunni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.