Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 8
8 L AUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR R-LISTINN er sá eini sem býður upp á fagmennsku í gjaldþrotatrixum ef fjármálin fara í steik og borgin lendir undir hamrinum, elskurnar mínar ... Upplýsingafulltriii Landsvirkjunar Álag á kerfí Lands- virkjunar hefur aukist SAMNINGAR Landsvirkjunar við Norðurál gera ráð fyrir að afhent verði orka í fyrri áfanga gangsetn- ingar frá júnímánuði en ekki fyrr en síðla árs til síðari áfanga þegar komin verður til skjalanna orka frá stækkaðri Kröfluvirkjun, viðbótar- orka frá endumýjaðri Búrfells- virkjun og frá nýja orkuverinu við Nesjavelli. Þetta segir Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, skýiringuna á því að samning- ar Landsvirkjunar geri ráð fyrir að verksmiðjan starfí á hálfum afköst- um fyrstu mánuðina. Þorsteinn segir fulltrúa Norð- uráls hafa óskað eftir því að flýtt verði afhendingu á orku til gang- setningar seinni helmings þeirra 120 kera sem í verksmiðjunni verða ef þess væri kostur. „Álag á kerfi Landsvirkjunar hefur aukist mjög mikið síðustu misseri og við getum ekki spennt bogann það hátt að við stefnum í hættu afhendingu okkar á for- gangsorku. Ef við myndum leyfa okkur að afhenda Norðuráli orku síðari hluta sumars gæti það orðið til þess að við yrðum að takmarka afhendingu á afgangsorku og ótryggðu rafmagni meira en ella,“ segir Þorsteinn Hilmarsson. Mikið vatn í lónum Landsvirkjunar Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er nokkuð góður að sögn Þorsteins, sem segir að síðasti vetur hafi verið mildur og því hafí vatnsstaða Þóris- vatns í vor verið fjórum metrum hærri en í íyrra. Spurning sé hins vegar hvemig safnist í lónin í sumar þar sem snjólétt hafi verið á hálend- inu síðasta vetur. Þorsteinn rifjar upp þær aðgerðir sem nú standa yfír á vegum Lands- virkjunar til að auka vatnsmagn fyrir virkjanirnar, m.a. með lokaáfanga Kvíslaveitu og Hágöngumiðlun. „Þeim möguleika hefur samt verið haldið opnum að Landsvirkjun flýti afhendingu raf- magns til Norðuráls svo verksmiðj- an nái meiri afköstum íyrr en ráð- gert var, en um það liggur ekkert fyrir í bili. Ef við fyllum lónin snemma og umframvatn verður í ánum að auki gætum við hugsan- lega afhent einhverja orku fyrr,“ segir Þorsteinn. „Það er þó ljóst að allir samningar um þetta efni mundu ganga út frá því að aukin sala til Norðuráls hafí engin skerðingaráhrif á sölu afgangsorku og ótryggðs rafmagns til annarra notenda." Mannréttindanefnd Evrópu um sölu á húsvarðaríbúð í Efstaleiti Stenst eignarréttarákvæði mannréttindasáttmálans MANNRÉTTINDANEFND Evr- ópu hefur komist að þeirri niður- stöðu að hæstaréttardómur frá 1. júní 1995 um að ákvörðun hús- félagsins í Efstaleiti 10, 12 og 14 um sölu á húsvarðaríbúð í sameign brjóti ekki í bága við eignarrétt- arákvæði mannréttindasáttmálans. Forsaga málsins er sú að á hús- fundi í september 1993 var samþykkt með atkvæðum 29 af 34 íbúðareigendum að selja umrædda íbúð, sem var hluti af sameign þeirra allra. Bent Scheving Thorsteinsson, Emanúel Morthens og Hörður Þorleifsson, sem voru andvígir söl- unni, höfðuðu mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur til ógildingar á þessari ákvörðun húsfundarins, og í mars 1994 féllst Héraðsdómur á kröfu þeirra og ógilti samþykkt um söluna. Húsfélagið áfrýjaði til Hæstaréttar, sem kvað upp þann dóm í júní 1995 að ákvörðun hús- fundarins væri lögmæt. Þar vísaði Hæstiréttur m.a. til 19. greinar laga um fjöleignarhús, sem mæla fyrir um sölu á hluta sameignar sem ekki teljist verulegur. Þá skutu þeir Bent og Emanúel mál- inu til mannréttindanefndar Evr- ópu og byggðu á því að dómur Hæstaréttar og þau lagaákvæði og sjónarmið sem hann byggði á bryti gegn eignarréttarákvæðum mann- réttindasáttmálans. Nú hefur mannréttindanefndin komist að niðurstöðu, húsfélaginu í hag. „Nefndin fjallaði ítarlega um þetta og taldi að dómurinn og laga- sjónarmiðin sem hann byggði á væru innan þeirra marka sem setja megi eignarráðum manna,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, sem kveðst sem lögmaður húsfélagsins í Efstaleiti 10, 12 og 14 og höfundur nýrra laga um fjöleignarhús „ískrandi ánægður" með niður- stöðu mannréttindanefndarinnar. Heimasíða Kvenréttindafélags Islands Hvetja konur í stjórnmálum Sigrún Edda Jónsdóttir Kvenréttindafélag fslands opnaði ný- lega heimasíðu á alnetinu. Sigrún Edda Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags ís- lands. „Kvenréttindafélagið er orðið rúmlega nírætt og heimasíðan er liður í að komast í samband við ungar konur sem nota þennan, vettvang til að fylgjast með því hvað er að gerast í þjóðfélaginu.“ - Hvaða upplýsingar er þar að fínna? „Það er af mörgu að taka. Við erum með sögu félagsins og á síðunni er hægt að skoða sveitar- stjómarlögin og frum- vörp sem tengjast jafnrétti sem liggja fyrir á Alþingi. Þar er einnig að finna upplýsingar um hvað gert er á vegum félagsins." Sigrún Edda segir að á heima- síðunni sé að fínna ýmsar upp- lýsingar um mál sem snerta kon- ur og jafnrétti, lagafrumvörp, þingsályktunartillögur og síðan er bent á aðrar heimasíður sem tengjast konum eins og Veru, Jafnréttisráð og ýmis kvenna- samtök á hinum Norðurlöndun- um. „Þarna eru líka upplýsingar fyrir þær konur sem hafa áhuga á stjórnmálum eða starfa í pólitík. í kringum sveitarstjóm- arkosningamar erum við með stærstu listana og bemm þar saman fjölda kvenna og karla sem era í framboði í hverju sveitarfélagi.“ - Eruð þið ekki með ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir kon- ur í stjórnmálum ? „Jú, við eram með ýmsa punkta fyrir konur sem em að stíga sín fyrstu skref í stjóm- málum. Þarna eru helstu laga- greinar og lög sveitarfélaga, lög um leikskóla og grannskóla, lög um tekjustofna sveitarfélaga, lög um kosningar til sveitar- stjóma, sveitarstjórnarlögin, skipulags- og byggingalög og svo má áfram telja. Þá vísum við einnig í vefsíður stjómmála- flokkanna.“ -A heimasíðu ykkar er að fínna ráðleggingar um ræðu- mennsku? „Já, við hugsuðum þær ráð- leggingar aðallega fyrir þær konur sem era að byrja að koma fram í stjómmálaumræðu. Efnið er unnið í samvinnu við Kristínu A. Olafsdóttur og þar er konum leiðbeint hvernig þær eiga að halda ræðu, sagt hvemig þær geta beitt röddinni, hvemig lé- leg ræða er, hvemig flytja á gott mál og svo framvegis." -Konur í stjórnmálum deila líka reynslusögum sínum á heimasíðunni ykkar? -Já, það er mjög áhugavert efni. Þama skrifa konur um ýmislegt sem þær hafa reynt eða rekist á í stjómmálum og af þessum sögum geta öragglega margar konur lært. Við vonumst til að margar konur sendi okkur sög- ur, en þegar era nokkrar komn- ar á heimsíðuna, t.d. frá Bryndísi Hlöðversdóttur og Kristínu Halldórsdóttur.“ -Á eitthvað eftir að bætast við á heimasíðuna? „Já. Meiningin er að nýta síðuna fyrir alþingiskosningam- ar á næsta ári. Þetta verður lif- andi starf og við komum til með ► Sigrún Edda Jónsdóttir er fædd í Árósum árið 1965. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1990 og var fjármáiastjóri hjá Þróun- arfélagi íslands fram til árs- ins 1997. Hún tók þá við starfi framkvæmdastjóra Kvenrétt- indafélags íslands og Hall- veigarstaða. Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Egill Þór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri og eiga þau einn son. að fylgjast náið með konum og sér í lagi konum í stjómmálum. Þá höfum við líka hugsað heimsíðuna sem stuðningsvef. Fram að þessu hafa nýjar konur í stjórnmálum kynnt sig á fund- um hjá okkur en okkur langar að boða til þjóðfundar á netinu. Þá geta konur sent okkur póst og komið á framfæri spumingum til okkar með þessum hætti, því fjöldi kvenna starfar í félaginu sem býr að víðtækri reynslu.“ -1 hverju er starfsemi Kven- réttindafélagsins annars fólgin? „Okkar aðal starf er að vinna að jafnrétti og það geram við m.a. með því að stuðla að fram- gangi kvenna í stjómmálum. Auk þess fáum við mál sem varða jafnrétti og rétt kvenna til umsagnar sem verið er að fjalla um í þinginu og beitum þrýstingi á að ákveðin mál séu tekin fyrir. Auk þess gefum við út frétta- bréf 4-6 sinnum á ári og blaðið 19. júní einu sinni á ári. Við höf- um jafnvel hugsað okkur að gefa það blað út á alnetinu í fram- tíðinni." Sigrún segir að Kvenréttinda- félagið hafi einnig íhugað að setja upp neytendavef þar sem konur gætu miðlað reynslu sinni á þeim vettvangi, bent á vafa- samar vörur sem þær rekast á eða mótmælt því að börnum sé selt tóbak, svo dæmi séu tekin. „Með þessum gagnabanka væri hægt að beita þrýstingi, því kon- ur eru sterkur neyt- endahópur.“ Sigrún vill nota tækifærið og benda á að heimasíð- an sé frábært tækifæri til að koma á framfæri námskeiðum og ráð- stefnum um kvennamál ef slíkt sé í boði. „Við eram einnig að vinna gagnabanka fyrir Norður- löndin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina. Kvenrétt- indafélag fslands er íslenski tengiliðurinn og meiningin er að taka saman öll félög sem vinna að jafnrétti og era í kvenna- baráttu á Norðurlöndum. Slóð heimasíðu Kvenréttindafélags íslands er www.is- landia.is/KRFI KonurI stjórnmálum á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.