Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.05.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 1 5 FRÉTTIR Valdið til fólksins Hugmyndir um aukið vald borgarbúa í málum sem lúta að þeirra nánasta umhverfi eru bæði Sjálfstæðisflokki og R-lista hugleiknar. Þóroddur Bjarnason kynnti sér hvernig framkvæmdum þeirra yrði háttað. AUKIN sjálfsstjórn í einstökum hverfum Reykjavíkurborgar er á stefnuskrá bæði D-lista sjálfstæðis- flokks og R-listans fyrir kosningarn- ar í ár. Hugmyndir Sjálfstæðis- manna ganga meðal annars út á það að búið verði til nýtt embætti hverf- issjóra sem yfirumsjón hefði með hverfisvakt og upplýsingamiðlun til borgarfulltrúa. Reykjavík yrði skipt upp í 15 hverfi og kosið yrði um deil- umál. Flokkurinn kallar hugmyndir sínar byltingarkenndar og talar um hverfísbyltingu. Markmiðið er að bæta þjónustu borgarinnar, efla öryggi og áhrif íbúa. R-listinn boðar aukið lýðræði íbúa í hverfunum og segir að mikilvægt sé að virkja frumkvæði og sjálfstæði íbúa og samtaka þeirra í þágu allra borgarbúa. Aukin hverfavitund og hverfalýðræði eru þær leiðir sem R- listinn telur færar í þeim efnum. Síðastliðið haust hófst tilraun í Graf- arvogi með Miðgarð, fjölskylduþjón- ustu Grafarvogsbúa þar sem hverf- isráð tekur mál til umfjöllunar. Framhald verður á slíkum tilraun- um hjá R-listanum. Ekki vanir að boða til byltinga Júlíus Vífíll Ingvarsson, 4. maður á lista Sjálfstæðisflokks, segir að deilur um skipulagsmál, sérstaklega í Þingholtunum, að undanförnu þar sem borgaryfirvöld hafi ekki hlustað á íbúana, sýni þörfina á því að íbúar fái eitthvað að segja í þessum mál- um og talar þar um vald íbúanna. „Við tölum um byltingu í hverfis- málunum. Fólk er nú ekki vant því að sjálfstæðismenn séu að boða til byltinga en við teljum hugmyndir okkar í þessum málum byltingar- kenndar og þær muni bæta allt sam- starf milli íbúa og borgaryfirvalda," segir Júlíus. „Ibúar ættu að hafa mest að segja um sitt nánasta umhverfi. Við ætlum að koma á hverfisvakt í 15 hverfum borgarinnar og þær eiga að þjóna íbúum. Vaktirnar verða settar upp í samstarfi við stofnanir í hverju hverfi undir stjórn hverfisstjóra sem er embætti sem við ætlum að stofna til,“ sagði Júlíus. Samstarf við Iögreglu Hann segir að þessi hverfisvakt eigi að geta tekið á ýmsum málum sem varða íbúa eins og til dæmis vandræðum með skolp, ofbeldi, landasölu og fleira. „Það er oft erfitt að finna þann aðila sem sér um ein- stök mál hjá borginni en auðvelt að leita beint til hverfisstjóra sem myndi samræma aðgerðir, koma skilaboðunum á framfæri og fylgja framkvæmdum eftir.“ Júlíus segir aðspurður að vissu- lega sé að hluta til verið að fara inn á starfssvið lögreglu í þessum efnum en vill að komið verði á samstarfi milli hverfisvaktar og lögreglu. „Ef lögreglan væri betur mönnuð þá myndi hún geta sinnt betur þessu eftirlitsstarfi sem hverfisvaktin myndi sinna. Hverfisvaktin verður ólík lögreglunni. Hún verður í tengslum við íbúana og nær betra sambandi við þá en lögreglan á kost á að gera.“ Fyrr í vor sendi Sjálfstæðisflokk- urinn út bækling um hverfisbylting- una þar sem meðal annars var að finna spurningalista með titlinum „Þínar ábendingar tU okkar“. Marg- ir sendu inn ábendingar sínar í kjölfarið, að sögn Júlíusar. „Við tók- um eftir því að fólki var þetta mál hugleikið. Á sama tíma fórum við skipulega út í hverfin, bönkuðum upp á hjá fólki og töluðum beint við það um hverfamálin og hvað betur mætti fara. Ekki orðagjálfur Við vUjum koma á nýju upplýs- ingaflæði um þjónustu borgarinnar, láta fólk vita hvað það á rétt á. Hvert hverfi verður með heimasíðu og þangað inn getur hver íbúi farið og lagt inn ábendingar. Einnig verð- um við með fólk á símavakt sem tek- ur við ábendingum frá íbúum.“ Aðspurður hvort þetta gæti ekki orðið viðamikið og kostnaðarsamt sagði hann að úrvinnsla gæti orðið nokkuð mikil en sagði að Reykjavík- urborg bæri skylda til að þjóna íbú- um á sem bestan og nútímalegastan máta. „Þetta er ekki bara orðgjálfur nú fyrir kosningar heldur hugmynd- ir sem munu virka. Þetta á ekki að Morgunblaðið/RAX ÁGREININGUR var í borgarráði um friðlýsingu á Fossvogsbökkum. Að mati Guðrúnar Ágústsdóttur er friðlýsingin dæmi um mál sem hefði mátt hafa almenna atkvæðagreiðslu um meðal borgarbúa. 23. MAI verða eitthvert skrifræðisbákn held- ur einmitt andstæða þess. Þetta á að losa borgarbúa undan því að týnast með sín mál í völundarhúsi borgar- kerfisins." Sjálfstæðismenn hafa kynnt hug- myndir sínar á hverfafundum og segir Júlíus viðbrögð hafa verið góð. „Eg hef ekki heyrt einn einasta mann andmæla þessu.“ Flokkurinn boðar kosningar um einstök mál í hverfunum. Ef íbúar verða ósáttir við breytingar á skipu- lagi þá geta þeir óskað eftir at- kvæðagreiðslu um þær. í stefnuskrá flokksins segir að ef helmingur íbúanna tekur þátt í kosningunni verður niðurstaðan bindandi. Aðpurður hvenær þetta geti kom- ist í framkvæmd segir hann að þetta ætti ekki að taka langan tlma og sé ekki flókin aðgerð. „Þetta verður örugglega komið í gang strax á næsta ári.“ Kosningaloforð Flutningur valds út í hverfin í Reykjavík var eitt af kosningaloforð- um R-listans fyrir kosningar árið 1994. Síðastliðið haust hófst reynslu- verkefhið Miðgarður í Grafaivogi sem er þjónustumiðstöð íbúa og þar staifar svokallað hverfisráð skipað fimm manna stjóm en tveir fulltrúar koma frá íbúum og þrú- fi’á borginni. Tilrauninni lýkur áiið 1999 og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Ráðið gefur til dæmis umsagnir um breytingar í skipulags- og um- ferðarmálum auk þess sem miðstöðin sinnir sjálfstætt þeim verkefnum sem félagsmálastofnun, fagsvið og þjónustusvið Dagvistar barna og þjónustusvið Fræðslu- miðstöðvar sinna í öðrum hverfum meðal annars. Nefndin hefur ákveðna fjárupphæð sem hún ráðstafar í þágu hverfisbúa. „Þetta verkefni hefur gefist vel og getur verið fyrirmynd að hverfis- stjórn í öðrum hverfum borgarinnar en þó finnst okkur að þurfi að skoða eðli hverfanna. Það gæti verið að það sé æskilegt að mismunandi form þurfi í hverju hverfi eftir því hvort þau eru gömul og gróin eða hvort þau eru ný eða í uppbyggingu. Við höfum ákveðið að halda áfram að flytja valdið út í hverfin á næsta kjörtímabili þó ekki sé nákvæmlega ákveðið með hvaða formi það verð- ur,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi og 5. maður á lista R- listans. Miðborgin eign allra borgarbúa Lögð hefur verið fram tillaga í borgarráði um að borgarstjórn geti efnt til almennrar atkvæðagreiðslu í Reykjavík eða í tilteknum borgar- hverfum til þess að kanna vilja kosn- ingabærra íbúa um tiltekið málefni. Guðrún segist þó ekki sjá fyrir sér atkvæðagreiðslu í einstökum hverf- um, það sé illframkvæmanlegt. „Segjum til dæmis að breyta eigi skipulagi í miðborginni. Ei-u það þá íbúar í miðborginni sem eiga að fá atkvæðisrétt þar um? Eða er mið- borgin sameign allra borgarbúa? Okkur finnst æskilegra að það sé stæn-i hópur en þeir sem búa í hverju hverfi sem hefur atkvæðis- rétt í mikilvægum skipulagsmálum. Ef borgarbúar óska hins vegar eftir atkvæðagreiðslu um mikilvæg mál þá finnst okkur sjálfsagt að verða við því.“ Aðspurð hvaða mál hefðu til dæm- is getað farið í slíka kosningu á kjörtímabilinu segir Guðrún að friðlýsing á Fossvogsbökkum sé mál sem ákveðinn hugmyndafræðilegur ágreiningur hafi verið um meðal sjálfstæðismanna og R-listamanna. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að slíku máli yrði visað til atkvæðagreiðslu borgarbúa. Stórkostlegar breyting- ar á vegakerfi er einnig eitthvað sem mér fyndist ekkert óeðlilegt að kjósa um. Aðalágreiningsmálin um einstakar byggingar á kjörtímabil- inu hafa verið vegna leikskólabygg- inga. Til dæmis vegna leikskólans í Hæðargarði og á Laugarnesskóla- lóðinni. Um þetta urðu töluvert miklar deilur og margir fundir voru haldnir með íbúum borgarinnar vegna þeirra. Ef atkvæðagreiðsla hefði farið fram hefði örugglega ekki verið byggt, en þetta eru fram- kvæmdir sem fólk er vonandi ekkert óhresst með í dag,“ sagði Guðrún og taldi að fundir og aukið návígi við borgarbúa hefði skilað góðum árangri þó ekki náist alltaf sátt. „Fundir sem þessir era rosalega tímafrekir en gífurlega áhrifaríkir og við munum halda áfram að vinna þannig með borgarbúum á næsta kjörtímabili." Sjálfstæðisflokkurinn segir að auðvelda verði aðgengi almennings að ráðamönnum til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, þar sé nú um frumskóg að fara. Guðrún segir þetta ekki rétt og auðvelt sé að nálg- ast borgarfulltrúa, til dæmis í gegn- um Netið auk þess sem borgarfull- trúar séu með vikulega viðtalstíma og vel tekið sé í fundi með borgar- fulltrúum um einstök mál. Hún segir þó mjög brýnt að bæta aupplýsinga- kerfi borgarinnar þannig að íbúar viti hvert skuli leita með einstök mál. „Ég held að það sé tiltölulega auðvelt fyrir borgarbúa að nálgast okkur. Sérstaklega okkur sem erum nettengd. Ég byrja til dæmis hvern dag á að svara mörgum tölvubréfum og það er mjög gagnlegt." Persónuskilríkja krafíst í kjördeildum KJÓSENDUR í Reykjavík verða krafðir um persónuskilríki á kjör- stað í dag, að sögn Eiríks Tómas- sonar, formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Eiríkm- sagði í samtali við Morgunblaðið að í samræmi við ákvæði í kosningalögunum hafi starfsfólk í kjördeildum fengið fyrirmæli um að krefja kjósendur um persónuskilríki. Hann sagði að auk nafnskírteina, ökuskírteina og vegabréfa væru t.d. debet- og kreditkort með mynd og rithand- arsýnishomi talin til fullgildra Kosningalögin heimila útstrikanir skilríkja. Kosningalögin gera ráð fyrir því að kjósendur sem vilja hafna ákveðnum frambjóðendum á þeim lista sem þeir kjósa geti strikað nöfn út. „Kjósandi má ekki strika út aðra frambjóðendur en eru á þeim lista sem hann kýs. Ef hann gerir það er seðillinn ógildur. Eins getur kjósandi breytt um röð á þeim lista sem hann kýs og sett þann í fyrsta sæti sem hann óskar eftir með því að setja 1 fyrir framan nafn hans og svo framvegis. En það verður að gæta þess að hrófla ekki við öðrum listum en þeim sem maður kýs.“ Eiríkur sagði að litið væri svo á að þeir sem ekki hrófla við lista sætti sig við röðina og þess vegna þurfi meira en helmingur kjós- enda lista að hafna fi-ambjóðanda til þess að það hafi áhrif. Grein í dagblaðinu Degi Hrannar dragi sig úr baráttunni „Á SAMA hátt og Hrannar gerði samkomulag við borgarstjóra að hann viki úr borgarstjórn kæmi til kæru í skattamálum hans, á Hrann- ar að gera samkomulag við borgar- búa. Hann á að draga sig formlega úr kosningabaráttunni og segjast ekki munu taka sæti fyrr en nafn hans hefur verið hreinsað," sagði Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags, í grein í blaðinu sl. fimmtudag. I greininni, sem ber yfirskriftina „Hvert er vandamálið? 2. hluti“, segii’ ennfremur að í því samkomulagi, sem ritstjórinn mælist til að Hrannar geri við borgarbúa, felist pólitísk uppstign- ing Hrannars Bjöms Amarssonar. „Það væri ekki játning um sekt, ekki viðurkenning á herferð sjálf- stæðismanna. I því fælist aðeins réttmæt krafa um að kosið verði um það sem skiptir máli. I þeim kosn- ingum sigrar Reykj avíkurli stin n,“ segir í greininni. Hrannar Björn vildi ekki tjá sig um sjónarmið ritstjóra Dags þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Morgunblaðinu tókst ekki að ná sambandi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, til að leita viðbragða hennar við þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.