Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 74

Morgunblaðið - 23.05.1998, Side 74
74 LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu meö nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaösins www.mbl.is Stóðhestamynd- band á mettíma Upptaka frá dómum og yfirlitssýn- ingu, sem fram fóru á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholti á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í síðustu viku, var komin út á mynd- bandi sem boðið var til sölu á vor- sýningu stöðvarinnar á laugardeg- inum. Pað var Bjarni Þór Sigurðs- son kvikmyndagerðarmaður sem enn einu sinni lagði á sig langar vökur til að gera þetta mögulegt. A myndbandinu, sem reyndar heitir Vorsýning Stóðestastöðvarinnar í Gunnarsholti 16. maí 1998, koma fram 27 stóðhestar, 9 fjögurra vetra hestar, 11 fimm vetra og 7 hestar sex vetra og eldri. Myndbandið er þannig upp byggt að fyrst eru sýndir fjögurra vetra hestamir og síðan koll af kolli. Byrjað á þeim hesti í hverjum flokki sem hefur lægstu einkunn og endað á efsta hestinum. Áður en hestur er sýndur í reið birtist ljósmynd af honum ásamt nafni hans, sundur- liðaðri byggingareinkunn og aðal- einkunn. Síðan er hesturinn sýndur í reið og þá birtist aftur nafn hans ásamt heiídar hæfiieikaeinkunn. Skrá yfir hestana fylgir með Ef til vill má finna að því að hæfi- leikaeinkunnin skuli ekki birtast sundurliðuð, en myndbandinu fylgir skrá yfir alla hestana sem koma fram. Þar er að finna allar upplýs- ingar um hestinn eins og þær birt- ast í sýningarskránni. Einnig má deila um hvort betra hefði verið ef þulur hefði talað inn á myndina, en það hefði án efa tafið vinnslu mynd- bandsins, auk þess sem allar upp- lýsingar um hestana koma fram í skránni. Þrátt fyrir rigningu og hvassviðri dagana sem dómar fóru fram koma sýningarnar vel til skila. Bjarni Þór er í fámennum hópi góðra hesta- kvikmyndatökumanna og er greini- legt að hann veit eftir hverju hesta- grúskarar eru að slægjast. Sem dæmi má nefna að undantekn- ingalítið heyrast hófaslögin greini- lega og auðveldar það „brekkudóm- urum“ til muna að heyra taktinn og leggja mat sitt á hvort kynbóta- dómaramir hafi nú gefið hestunum rétta tölt- eða skeiðeinkunn. Myndband sem þetta hefur mikið að segja fyrir áhugafólk um hesta og ekki síst hrossaræktendur. Ekki gefst betra tækifæri til að leggja mat á kynbótohesta en skoða þá á myndbandi. Á myndböndunum sem gerð hafa verið á sýningum Stóðhestastöðvarinnar á undanförn- um árum er nú orðið heilmikið heimildasafn um stóðhesta á Islandi sem enn eru í fullu fjöri og því handhægt að grípa til þeirra þegar ræktendur velja stóðhesta fyrir hryssumar sínar. Það er Hestamaðurinn ehf. sem framleiðir myndbandið og sér um dreifingu á því og um myndstjórn sá Bjarni Þór Sigurðsson. Verður vonandi framhald á þessu lofsverða framtaki. Svanhildur Hall tekur við á Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MYNDBAND af sýningum Stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti er nauðsynlegt gagn fyrir hrossaræktendur og áhugafólk um hrossarækt. Hvanneyri ÁKVEÐIÐ hefur verið að Svanhild- ur Hall muni taka við starfi Ingi- mars Sveinssonar við hrossarækt- arbrautina við Bændaskólann á Hvanneyri 1. janúar næstkomandi. Svanhildur Hall hefur frá unga aldri stundað hestamennsku. Hún út- skrifaðist frá Bændaskólann á Hól- um árið 1993. Það haust hóf hún nám við Oregon State University í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á ýmis fræði sem tengjast hestum og hestamennsku. í haust lýkur hún meistaragráðu frá Uni- versity og Albany. Á síðustu ámm hefur athygli hennar beinst að at- ferli hesta og hefur hún m.a. stundað nám við sálfræðideild Háskólans. Þess má geta að Svanhildur hefur kynnt sér ýmsar nýstárlegar tamn- ingaaðferðir í Bandaríkjunum, en ítarlegt viðtal birtist við hana í Morgunblaðinu í janúar síðastliðn- um. GSM utbreiöslusvæöi Simans nær nú til yfir 90% landsmanna - og þaö er stöðugt aö stækka. Þú ert því í góöu GSM sambandi hjá Símanum í öllum stærstu byggðakjörnum landsins og á nálægum þjóðvegum. Farsímaþjónustan allan sólarhringinn fleima 800 6330

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.