Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.1998, Blaðsíða 8
I 8 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Breytingum á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta frestað Samgönguráðuneytið hefur ákveðið að fresta gildistöku ákvæða um losunar- og sjósetningarbúnað gúmmíbjörgunarbáta | | 11 / / /11 "11 "1 W/'Uíi, ,«»/ iUrr Ki |l//r ÞAÐ er orðinn jafn fastur punktur í tilverunni að ieggja frestunarkransinn að minnismerki drukknaðra eins og að tendra Ijósin á jólatrénu á Lækjartorgi. erðaminidiskspilari • Stafræn upptaka Mintendo, öflugasta og hraðrirkasta og afspilun • X-bassi • Upptökutími lelklatölwa i heimi. Gott ferðatæki m/ útvarpi, allt að 148 mín • Hleðslurafhlaða 5 Alvöru leiktækjatölva fyrir alla geislaspilara, og segulbandi. tima • Fjarstýring • Hægt að setja inn fjölskylduna. Vinalína Rauða krossins Það eru margir einmana á þess- um árstíma Aaðventunni hringja margir sem eru einmana í Vinalínuna. Vilhjálmur Jón Guðjónsson er for- maður Vinalínunnar. „Þeir sem hringja í Vinalínuna á aðventunni og eftir jólin eru fyrst og fremst einmana einstak- lingar. Við höfðum opið á jóladag fyrstu árin en svo virðist sem passað sé uppá að fólk sé ekki eitt á sjálfum jólunum því þá daga var lítið að gera. Við verðum á hinn bóginn vör við einmanaleika á að- ventunni og milli jóla og nýárs.“ - Hafa margir samband við vinalínuna? „í fyrra bárust til okkar um 2.000 símtöl. Fyrsta árið sem Vinalínan var starfrækt bárust um 700 símtöl. Það var árið 1992 og frá þeim tíma hefur símtölum stöðugt fjölgað.“ Vilhjálmur segir að Vinalínan sé rekin af Rauða krossi Islands og henni sé ætlað að þjónusta fullorðna einstaklinga. „Það er Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins sem rekur Vinalínuna og þar starfa eingöngu sjálfboðaliðar sem eru að meðaltali um 40 tals- ins. Þetta er venjulegt fólk á öll- um aldri sem hefur fengið fræðslu hjá sálfræðingi um sam- talstækni og hvemig bregðast á við ýmsum málum sem kunna að koma upp á í samtölum við þá sem hringja. Vinalínan er ekki ráðgjöf, heldur, eins og orðið fel- ur í sér, býður upp á vináttu. Við getum á hinn bóginn bent á ýmis úrræði þar sem hægt er að fá ráðgjöf.“ - Þið eruð svo með hand- leiðslufundi fyrir sjálfboðalið- Vilhjálmur Jón Guðjónsson ►Vilhjálmur Jón Guðjónsson er fæddur í Reykjavík árið 1959. Hann lærði stoðtækjasmíði við Hálsohögskolan í Jönköp- ing í Svíþjóð. Vilhjálmur starfar sem deildarsljóri hjá Ossuri hf. þar sem hann er yfír stoðtækjaverkstæðinu. Vilhjálmur er formaður Vinalínunnar og einnig for- maður landssamtaka ITC á ís- landi. Hann er formaður Is- lenskra stoðtækjasmiða og hef- ur setið í stjórn Heilbrigðis- tæknifélags íslands. Sambýlismaður hans er Guð- mundur Aðalsteinn Þorvarðar- son. Vilhjálmur á eina dóttur. ana! „Já, tvisvar í mánuði kemur til okkar sálfræðingur og fer yfir samtölin, þ.e. vinnur úr þeim með sjálfboðaliðunum, hvort far- ið var réttar leiðir og tekist á við tilfinningar sem sjálfboðaliðarnir hafa kannski eftir þessí samtöl. Við teljum nauðsynlegt að vera með þessa handleiðslufundi því með því að fara yfir samtölin má draga lærdóm af þeim og þannig nær sjálfboðaliðinn að losa sig við samtal sem annars gæti legið þungt á honum.“ - Hvernig líður fólki sem hríngir í Vinalínuna? „Um það bil helmingur þeirra sem til okkar hringja eru hrein- lega einmana og það eru engin önnur áþreifanleg vandamál sem hrjá þessa einstaklinga. Tals- verður fjöldi á síðan við geðræn vandamál að stríða eins og þung- lyndi. Við höfum fundið að þess- um einstaklingum þykir mjög gott að geta hringt í Vinalínuna til að spjalla. Við höf- -------- um líka hvatt ýmsa til að leita sér hjálpar og stundum hefur það virkað. Það verður þó að taka skýrt fram að við erum engir sérfræðingar, einungis vinir. Við förum þó Hafa bjarg- að manns- lífum festingu á eigin svari og sumir þurfa að fá smáaðstoð við að koma lausninni í orð og það er þá sem við notum samtalstæknina.“ -Hvernig eru erfiðustu sím- tölin? „Það eru samtöl sem snerta sjálfsvíg. Þau eru sem betur fer sjaldgæf og einungis í um 5% tO- vika sem sjálfsvíg ber á góma í samtölum. Einungis brot af þeim sem hringja og nefna sjálfsvíg hafa undh-búið sjálfsvíg. Við höf- um sérstakar reglur þegar sjálfs- víg ber á góma og notum ákveðna samtalstækni þegar fólk hyggst fyrirfara sér. Ef við náum því að ræða þannig við fólk að það átti sig á því hvað það er að gera og hvaða áhrif það hefur á þeirra nánustu snýst því oftast hugur.“ - Hafið þið bjargað mannslíf- um með þessum hætti? „Já, við höfum fengið staðfest- ingu á því og það er auðvitað ólýsanleg tilfmning að hafa bjargað mannslífi.“ Vilhjálmur segir að margar konur hringi sem hafi verið beittar ofbeldi eða misnotkun, jafnvel mörgum árum áður en þær fá loksins kjarkinn til að tala um atburðinn. „Konurnar hafa þá byrgt sárs- _________ aukann innra með sér og eru að ræða at- burðinn í fyrsta skipti upphátt við nafnlaus- an vin í trúnaði og við getum bent á úrræði aldrei það langt að segjast hafa lent í sömu sporum og gefa upp hvaða leið við fórum þá.“ - Hvers vegna ekki? „Yfirleitt virka þessi ráð ekki fyrir aðra og oftast nær hefur fólk svarið við eigin vandamál- um. Það er oft að leita eftir stað- þar sem þær geta unnið úr sín- um máli eins og t.d. hjá Stíga- mótum.“ -Er nafnleynd í samtölum ykkar? „Já, við spyrjum aldrei til nafns og kynnum okkur heldur ekki. Oll símtöl eru í fullum trún- aði og um þau er aldrei rætt utan Vinalínunnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.