Morgunblaðið - 17.12.1998, Side 10

Morgunblaðið - 17.12.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Styrkur veittur til Bomobile- verkefnisins RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi á þriðjudag að veita nemend- um Myndlista- og handíðaskóla ís- lands eina og hálfa milljón króna í styrk vegna verðlaunaverkefnisins Bomobile. Nemendur skólans unnu til verð- launa í norræna hönnunarverkefn- inu „BoMobil“ í Stokkhólmi í sumar með hönnun sinni á vistvænum hús- bfl en með hönnuninni vildu þeir kynna og styrkja hreina ímynd ís- lands og nýtingu íslenskra orku- linda. Veitt voru tvenn verðlaun, ann- ars vegar fyrir frumlegasta farar- tækið og hins vegar fyrir það raun- hæfasta og vann húsbfll íslensku nemendanna til fyrstu verðlauna sem raunhæfasta farartækið. Hugsanlegt að selja framleiðslurétt I greinargerð iðnaðarráðuneyt- isins, sem lögð var fram á ríkis- stjórnarfundinum, kemur fram að bíllinn hafi vakið mikla athygli al- mennings og fjölmiðla ytra og að mikil eftirspurn sé eftir kynningu á húsbílnum. Þá sé hugsanlegt að hægt sé að selja framleiðslurétt á verkinu enda hafi SAAB, Volvo og Mereedes Benz þegar óskað eftir nánari upplýsingum um það, að því er kemur fram í fréttatilkynn- ingu. Segir í tilkynningunni að fram komi í greinargerðinni að fulltrúar skólans hafi leitað eftir stuðningi stjórnvalda við verkefnið þannig að þeir nemendur sem þarna eigi hlut að máli eigi kost á fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf við markaðs- setningu. ------♦-♦-♦---- Almenningsvagnar bs. Fargjöld hækka um 10,5% EINSTÖK fargjöld hjá Almenn- ingsvögnum bs. hækka um 10,5% að meðaltali 1. febrúar næstkom- andi. Hækkunin var samþykkt á fundi Almenningsvagna 10. desem- ber sl. I frétt frá Almenningsvögnum segir að ekki hafí orðið breytingar á fargjöldum síðan 1. október 1995. Almennur rekstrarkostnað- ur fyrirtækisins hafi á þessu tíma- bili aukist um 13,5% vegna breyt- inga á verðlagi. Framlög aðildar- sveitarfélaga fyrirtækisins nema um 60% af heildarrekstrarkostn- aði og eru framlögin háð verð- breytingum. I fréttinni segir að á þeim tíma sem liðinn sé frá síð- ustu hækkun fargjalda hafi tals- vert misræmi myndast milli far- gjalda og framlaga sveitarfélag- anna, þar sem fargjöldin hafi ekki hækkað í samræmi við verðbreyt- ingar og sé það nú að hluta til leið- rétt. Ekki var tekin ákvörðun um breytingar á verði fyrir Græna kortið þar sem um samstarfsverk- efni tveggja fyrirtækja er að ræða og verðbreytingar hafa ekki verið ræddar hjá samstarfsaðilanum. --------------- Sambandslaust við Danmörku BILUN varð í ljósleiðara í Dan- mörku í gærmorgun sem varð til þess að sjálfvirkt símasamband og Internet-samband við Danmörku rofnaði. Tæknimenn hjá Tele Danmark unnu að viðgerð og var samband komið á aftur kl. 14.15. Heilbrigðisráðherra í lokaumræðu um gagnagrunnsfrumvarp Morgunblaðið/Ásdís Mótaðar verða reglur um arðgreiðslur frá sérleyfíshafa HALDIÐ var áfram að ræða frumvarp rflds- stjómarinnar um miðlæg- an gagnagrunn á heil- brigðissviði á Alþingi í gær og var um framhald þriðju og síðustu umræðu að ræða. Ætlunin er að greidd verði atkvæði um frumvarpið í dag. Fjórir stjómarandstæðingar, þau Rannveig Guðmundsdóttir, Svavar Gestsson, Kristín Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson, þingflokksformenn stjórn- arandstöðuflokkanna, lögðu fram dagskrártillögu um að Alþingi ályktaði að vísa málinu frá. I rök- stuðningi sagði m.a. að fjölmörg atriði mæltu gegn afgreiðslu frumvarpsins, það hefði ekki fengið fullnægjandi umfjollun í nefnd og líkur væru á því að lögfesting frumvarpsins myndi leiða til átaka og tjóns í heilbrigðis- kerfinu. Sólveig Pétursdóttir og fleiri stjómarþingmenn lýstu furðu sinni á þeirri fullyrðingu að frumvarpið hefði ekki fengið faglega og lýðræðislega umfjöllun á þingi. Tugir umsagna hefðu meðal annars borist og tugir gesta mætt á fundi heilbrigðis- og trygginganefndar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði í andsvari að mótaðar yrðu starfsreglur til að fylgjast með bókhaldi væntanlegs sérleyfishafa með það í huga að hann greiddi þjóð- inni hluta af arði sem rekstur gagna- grunnsins gæti gefið af sér. Gagnrýndu málsmeðferð harkalega Talsmenn minnihluta heilbrigðis- og trygginganefndar gagnrýndu harkalega alla málsmeðferðina og sögðu að stjórnarflokkamir hefðu beitt gerræði í nefndinni er þeir neit- uðu að hlýða á umsögn sérfræðinga er minnihlutinn vildi kalla til eftir að gerðar voru breytingar á síðustu stundu á frumvarpinu. Á hinn bóginn sagðist stjórnai-þingmaðurinn Krist- ján Pálsson, Sjálfstæðisflokki, 'ekki skilja hvernig menn gætu líkt hætt- unum við hugmyndina um miðlægan gagnagrunn við geislunarhættu frá kjarnorku, eins og einn þingmanna hefði gert. Málflutningur andstæð- inga einkenndist af tortryggni. Ætl- unin væri að nota grunninn til að bæta heilsufar, öllum til hagsbóta. Hann sagðist sjálfur bera fullt traust til ráðamanna Islenskrar erfðagrein- ingar og krafturinn í fyrirtækinu frá upphafi hefði verið til fyrirmyndar. Ný og merkileg atvinnugrein yrði að veruleika hér og miðlægi gagna- grunnurinn væri hugmynd sem eng- inn hefði fengið áður. Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, sagði að umræðan um frumvarpið hefði verið mjög gagnleg. „Hún hefur varpað ljósi á þann möguleika til upplýsingasöfn- unar, vísinda- og rannsóknastarf- semi sem felst í íslensku samfélagi. En hún hefur einnig varpað ljósi á stöðu mála, hvernig meðferð og nýt- ingu heilsufarsupplýsinga er nú hátt- að. Hún hefur vakið okkur til meðvit- undar um mikilvægi þess að um- gangast allar persónuupplýsingar með ýtrustu varúð. Síðast en ekki síst hefui- hún vakið siðferðilegar spurningar sem nauðsynlegt er að svara áður en Alþingi tekur endan- lega afstöðu til frumvarpsins.“ Hún sagði einnig að hugmyndin um miðlæga grunninn hefði komið inn á borð þingmanna nánast öllum að óvörum og það væri slæmt hvern- ig rekinn hefði verið áróður fyrir til- lögunni á þeim forsendum að um væri að ræða eitthvert stórkostlegt hjálpræði. Byggðar hefðu verið upp óraunhæfar væntingar um gagnsemi gnmnsins án þess að draga fram það sem væri vafasamt og jafnvel hættu- legt. Vafalaust yrði hægt að nota grunninn til að auka þekkingu, bæta heilsufar þjóðarinnar og efla heil- brigðiskerfið en í reynd snerist málið að miklu leyti um það hvort tilgang- urinn helgaði meðalið og eðlilegt væri að veita einkafyrirtæki sérleyfi til að reka grunninn. Einkaleyfisslaufa utan um pakkann „Eg er andvíg því að íslensku þjóðinni verði pakkað inn og bundin einkaleyfisslaufa utan um pakkann," sagði Kristín. Hún sagðist hafa, eins og fleiri, hikað í fyrstu við að gagn- rýna hugmyndina enda aldrei gott að vera sökuð um afturhaldssemi. Kristín minnti einnig á blaðagrein herra Karls Sigurbjörnssonar bisk- ups um gagnagrunninn þar sem hann varaði fólk við því að grundvall- argildi væru hunsuð í nafni framfara. Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, sagði marga stjórnar- andstöðuþingmenn hafa viljað reyna að leita sátta en slegið hefði verið á hendur þeirra af hálfu meirihlutans með gerræðislegum vinnubrögðum. Enginn áhugi hefði verið þar á því að finna skynsamlega lendingu. Frum- varpinu—hefði verið ábótavant frá upphafi og þótt gerðai- hefðu verið breytingar til bóta væri enn grund- vallarágreiningur um mikilvæga hluta þess. Greinilega væri ætlunin að afgreiða það samt og þá létu menn sig engu skipta þótt það væri gert í andstöðu við vísindasamfélagið og íslenska læknastétt. Jóhanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, minnti á umfjöllun Páls Þórhallssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, þar sem bent væri á ýmisleg álitamál í sambandi við frum- vaipið. Meðal annars væri þar sagt að rök skorti fyrir því að veita sérleyfi í einni atvinnugrein umfram aðra en jafnframt að hugsanlega yrði rflds- valdið skaðabótaskylt ef ekki yrði hægt að fullnægja ákvæðum samn- ingins við sérleyfishafa. Jóhanna spurði auk þess heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur, hvort stjórnvöld yi-ðu ekki að fá að hafa eftirlit með bókhaldi sérleyfishafa ef það væri ætlunin að hann greiddi hluta af arði til þjóðarinnar. Ráð- ALÞINGI herra svai-aði því til að það yrði gert og nefndinni yrðu kynntar þær ráð- stafanir. Mótmælti þá Jóhanna og sagðist hafa átt við að nefndin fengi að fylgjast með mótun starfsregln- anna um þetta efni en þvi hefði ráð- herra ekki svarað. Engu skipti þótt nefndarmenn fengju svör eftir á. Steingrímur J. Sigfússon, þing- flokki óháðra, sakaði stjórnvöld um „óheiðarleg vinnubrögð“ í málinu og sýndarmennsku, lætt hefði verið inn á úrslitastundu ákvæði um að bæta upplýsingum um erfða- og ættfræði í gagnagrunninn. Hjörleifur Gutt- ormsson, þingflokki óháðra, tók í sama streng og gagnrýndi ríkissjón- varpið fyrir að leita til geðlæknis og ráðgjafa Islenskrar erfðagreiningar um álit á neikvæðum umsögnum er- lendis án þess að geta um tengsl mannsins við fyrirtækið. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, benti á að MS-fé- lagið hefði lýst yfir stuðningi við hug- myndina um gagnagrunn, sjúklingar með MS-sjúkdóminn og fleiri slíka sjúkdóma bæni vonir í brjósti um að hann kæmi að gagni. Hins vegar mætti ekki vekja falskar vonir. Fimm ár tæki að byggja grunninn upp og ekki myndi neitt geta gerst af hans völdum sem gerbreytti læknisþjón- ustu og heilsufari fyrr en eftfr 10 eða 20 ár. Verkefnið væri hins vegar gott og hún styddi það heils hugar. Orðalag óljóst og Ioðið Ögmundur Jónasson, þingflokki óháðra, fór hörðum orðum um ríkis- stjórnina sem ætlaði að veita heimild til að íslendingar yrðu notaðir eins og tilraunadýr og sagði að einn af helstu göllunum við frumvarpið væri hve óljóst og loðið það væri. Hvar- vetna væri um að ræða atriði sem nánar yrðu skilgreind síðai-. Menn vissu því ekki hvað þeir væru að samþykkja og stuðningurinn við hugmyndina færi minnkandi meðal þjóðarinnar. Hann benti á að tals- menn heilbrigðisstéttanna og all- flestra samtaka sjúklinga hefðu auk margra annarra lagst gegn frum- varpinu. „Allfr þefr aðilai- sem þjóð- félagið hefur falið að gæta almanna- hagsmuna þegar kemur að vísindum og rannsóknum og siðfræði læknis- fræðinnar hafa lagst gegn þessu frumvarpi," sagði hann. Þingmaður- inn sagði stjórnvöld ala á íolskum vonum og lýsti eftir rökum af hendi stuðningsmanna. Vísindamenn sem ekki ættu fjárhagslegra hagsmuna að gæta vöruðu mjög við hugmynd- inni vegna þess að hún myndi tor- velda þróun í vísindum. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að ef gerðai- yrðu vísindai-annsóknir á fólki hér- lendis giltu um það ákveðnar reglur og ein þein-a væri reglan um upplýst samþykki. „Það er ekki hægt að keyra saman neinar upplýsingar sem eru fengnar með vísindarannsóknum á fólki við þennan grunn nema fyrir liggi upplýst samþykki þai- um.“ Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti í umræðun- um m.a. yfir furðu sinni á orðum stjórnarandstæðinga um að málið hefði ekki fengið faglega og lýðræð- islega umfjöllun í þinginu. „Eg lýsi furðu minni á þessum orðum og hef vakið athygli á því f...] ásamt fleiri þingmönnum stjórnarmeirihlutans að þetta er alrangt. Ég tel að þetta mál hafi fengið þannig meðferð í þinginu að erfitt sé að finna hlið- stæðu þess. Tugir umsagna hafa borist, tugir gesta hafa mætt. Málið var lagt fyrir síðasta vor. Það tók miklum breytingum í sumar m.a. eft- ir ábendingu frá tölvunefnd og það kom inn í haust í heilbrigðis- og trygginganefnd og hefur verið rætt þar á fjölmörgum fundum." Sólveig gat þess ennfremur að í fyrstu og annarri umræðu um málið á þingi hefði verið rætt um það í samtals 39 klukkustundir. Sautján þingmenn hefðu tekið til máls við fyrstu umræðu, en 26 þingmenn við aðra umræðu. Við þetta bættust svo þeir tímar sem rætt var um frum- varpið í þriðju umræðu, en sú um- ræða tók tvo daga. Sólveig tók einnig fram að hug- myndin um að erfðafræðiupplýsingar yrðu tengdar heilsufarsupplýsingum væri síður en svo ný af nálinni, eins og margir stjórnarandstæðingar héldu fram. Vitnaði hún í umsagnfr nokkurra aðila um gagnagrunns- frumvarpið til heilbrigðis- og trygg- inganefndar Alþingis fyrir aðra um- ræðu og taldi hún að þar kæmi greinilega fram að þeim væri ljóst að erfðafræðiupplýsingar yrðu settar saman við heilsufarsupplýsingar. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. I fyrstu verða atkvæðagreiðslur um ýmis þingmál, m.a. frum- varp til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði. Þá fara nokkur þingmál til ann- arrar og þriðju umræðu en ennfremur fer frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða til fyrstu umræðu sem og frumvarp hennar um veiðar í fiskveiðilandhelgi Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.