Morgunblaðið - 17.12.1998, Page 28

Morgunblaðið - 17.12.1998, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HandbrGcÍLir feykirófa Skólavörðustíg 1a Benvenuto. fiertu GARÐURINN -klæðirþigvel ekta jólagjöf frnrn GARÐURINN -klæðirþigvel Ekta grískir íkonar frá Irr. 1.990 Ný sending /itfíft -Blofnoö 197+ itiuitít Klapparstíg 40, sími 552 7977. ERLENT Kóreumenn einrækta mannsfóstur Seoul. Reuters. SUÐUR-KÓRESKIR vísindamenn sögðu í gær að þeim hefði tekist að einrækta mannlegan fósturvísi með því að fjarlægja kjarnann úr egg- frumu konu og sprauta í staðinn kjarna úr annarri líkamsfrumu hennar inn í eggið. Lee Bo-yon, prófessor við frjó- semisrannsóknastofnun Kyonghee- háskólasjúki-ahússins í Seoul, sagði að eggið hefði skipst í fjórar fóstur- frumur áður en fósturvísinum var eytt. „Við getum gert ráð fyrir að ef [fósturvísinum] hefði verið komið fyi-ir í legi konu hefði barn orðið til, og að það hefði haft sömu genabygg- ingu og egggjafinn," sagði Lee í samtali við Reuters-fréttastofuna. Hvetur til einræktunar mannsfóstra Egginu var eytt eftir þrjár frumu- skiptingar, í samræmi við ályktun sem suður-kóreskir vísindamenn samþykktu árið 1998. Lee sagði að hvetja ætti til einræktunar manns- fóstra í þeim tilgangi að rækta líf- færi. „Pað mun með tímanum hjálpa manneskjum,“ sagði hann, en tók fram að hópurinn myndi ekki gera frekari tilraunir með einræktun fyrr en náðst hefði félagsleg, lagaleg og siðferðileg samstaða um málið. Embættismaður í vísindaráðu- neyti Suður-Kóreu sagði í gær að fyrir þingi landsins lægi frumvarp um bann við tilraunum til að ein- rækta frumur úr mönnum, nema til rannsókna á krabbameini og öðrum sjúkdómum. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir muni styðja takmörkun á fjái'veitingum til ríkis- styrktra rannsóknastöðva, haldi þær áfram að gera tilraunir með ein- ræktun. Beittu Honolulu-aðferð Lee sagði að tilraunin væri með þeim fyrstu þar sem eingöngu hefðu verið notaðar frumur úr mönnum til einræktunar. Hann sagði að hópur- inn hefði beitt svokallaðri Honolulu- aðferð, sem vísindamenn á Hawaii notuðu fyrr á þessu ári til að ein- rækta mýs. Þá var DNA-erfðaefni fjarlægt úr kjarna eggfrumu músar og frumukjarna úr annarri mús var sprautað inn í eggið í staðinn. Efna- fræðilegum aðferðum var síðan beitt til að fá eggið til að þróast eins og það hefði verið frjóvgað. Fósturvís- inum var komið fyrir í legi músar, sem fæddi af sér einræktaða músar- unga. Þeir voru síðan sjálfir ein- ræktaðir, sem og klónar þeirra. Lee sagði að þessi aðferð væri ár- angursríkari en sú sem notuð var til að einrækta kindina Dollý árið 1996. Þá var rafstraumur notaður til að sameina frumu úr mjólkurkirtli kindar við kjarnalausa eggfrumu annarrar kindar. Dr. Harry Griffin, vísindamaður við Roslin-rannsóknastöðina í Skotlandi þar sem Dollý varð til, lýsti í gær yfir efasemdum um að suður-kóresku vísindamönnunum hefði tekist að einrækta mannsfóst- ur. Hann sagði að ekki lægju fyrir nægar sannanir, þar sem þeir stöðv- uðu tilraunina þegar þrjár frumu- skiptingar höfðu átt sér stað. Reuters Dularfullt húshrun ITALSKIR björgunarmenn leita fórnarlamba í rústum fiinm hæða íbúðarhúss í Róm, sem jafnaðist skyndilega við jörðu aðfaranótt miðvikudags. Að minnsta kosti átján létu lífið og um fimmtán var saknað þegar um tólf tímar voru liðnir frá því húsið hrundi. Þá fannst tvennt á h'fi, hjón um sex- tugt. Yfirmaður slökkviliðsins, sem stjórnaði aðgerðum, sagði litla von til að fleiri fyndust á lífi og því mætti reikna með að um þijá- tíu manns hefðu farizt. Óljóst var hvað hafði valdið svo algeru hruni hússins, sem var byggt á sjötta áratugnum. I fyrstu var talið að gassprenging hlyti að hafa valdið því, en að sögn vitna heyrðist engin sprenging. Var getum Ieitt að því að skyndilegt landsig hefði orðið undir húsinu eða að alvarlegur byggingargalli hefði hugsanlega valdið því. Haft var eftir fólki sem hefur búið Iengi í hverfinu að eitt sinn hefði námagröftur farið fram á svæð- inu eftir eldfjallaösku sem þar var að finna í jörðu, en mun hafa ver- ið notuð til sementsgerðar. Gert er ráð fyrir að björgunar- menn þurfi að halda áfram greftri í rústunum í tvo daga að minnsta kosti til að finna örugglega alla sem grófust undir. Rigoberta Menchu friðarverðlaunahafí sökuð um grófar falsanir Sjálfsævisaga sögð miklar ýkjur London. The Daily Telegrapli. FRIÐARVERÐLAUN Nóbels fyrir árið 1992 voru veitt Rigo- bertu Menchu fyrir ötula baráttu hennar fyrir réttindum indíána í heimalandi sínu, Guatemala. Var það ekki síst sjálfsævisaga henn- ar, „Eg, Rigoberta Menchu“, sem ruddi brautina fyrir verðlauna- veitingunni en nú er því haldið fram, að saga hennar sé í besta falli miklar ýkjur og oft uppspuni frá rótum. I bókinni sinni segir hún mikl- ar skelfingarsögur um grimmdar- verk stjórnarhersins í Guatemala og lýsir því m.a. þegar bróðir hennar var brenndur lifandi. Sjálf segist hún hafa tekið þátt í bar- áttunni gegn herstjórninni. I nýrri bók eftir bandaríska mannfræðinginn David Stoll er því haldið fram, að reynslusögur Rigobertu Menchu séu flestar til- búningur. Fyrir það fyrsta hafi hún ekki tekið þátt í stríðinu gegn stjórnvöldum á sínum tíma því að þá hafi hún verið barn að aldri. Þá sé sagan um sigur henn- ar yfir ólæsinu sem bai-n einnig röng. Menchu segist ekki hafa notið neinnar skólagöngu en sannleikurinn sé sá, að hún hafi verið í kaþólskum heimavistar- skóla. Stoll segir, að vissulega hafi bróðir Menchu látið lífið í óöldinni en hann hafi líklega orðið fyrir byssukúlu en ekki verið brenndur lifandi. Menchu segir um annan bróður sinn, að hann hafi soltið til bana en Stoll segir, að hann sé enn sprellifandi og gildur bóndi. „I bókinni rekur hver lygin aðra og hún veit það vel“ er haft eftir Alfonso Rivera, bæjarstarfs- manni í San Miguel Uspantan, heimabæ Menchu. í september sl., þegar drögin að bók Stolls lágu fyrir, spurði blaðamaður á The New York Times, Menchu hvemig á þessu misræmi stæði. Svaraði hún þá, að sjálfsævisaga hennar væri „að hluta sögulegar minningar og að hluta hinn guatemalíski arfur“. Þetta mál var borið undir Geir Lundestad, forstöðumann norsku Nóbelsstofnunarinnar og ritara Nóbelnefndarinnar, og hann sagði, að ekki væri um það að ræða að innkalla friðarverðlaun- in. Þau hefðu ekki verið veitt „eingöngu“ vegna sjálfsævisögu Rigobertu Menchu. Leiðtogafundur ASEAN-ríkja Fjárfestar Skrifstofu- og verslunarhúsnæði - traustir leigusamningar Höfum fengið til sölumeðferðar u.þ.b. 1600 fm skrifstofu- og verslunarhúsnæði á besta stað í Reykjavík. Tveir traustir leigutakar eru í húsnæðinu og eru leigutekjur mjög góðar. Þetta er frábært tækifæri fyrir fjárfesta sem vilja kaupa stóra og góða fasteign sem gefur góða afkomu. Upplýsingar veitir Brynjar Harðarson á skrifstofu Eignasölunnar - Húsakaupa. FÉlagJ^steignasala 1530 1300 EIGNASALAN Éífe HUSAKAUP Suðurlandsbraut 52, við Faxafen • Fax 530 1501 • www.husakaup.is Sammála um „djarfar aðgerðir“ Iianoi. Reuters. LEIÐTOGAR ASEAN-ríkjanna, Suðaustur-Asíu-bandalagsins, samþykktu í gær „djarfar aðgerð- ir“ í því skyni að auka atvinnustarf- semi og hagvöxt. Er meðal annars gert ráð fyrir, að tilkomu AFTA, fríverslunarsvæðis ASEAN-ríkj- anna, verði flýtt lítillega. Lágu þessar tillögur fyrir í drögum sl. mánudag og þótti þá flestum hag- fræðingum ekki mikið til koma. Samkvæmt samkomulaginu munu „gömlu“ ASEAN-ríkin sex, Brunei, Indónesía, Malasía, Filips- eyjar, Singapore og Tæland, koma á fríverslun sín í milli árið 2002, ári fyrr en ætlað var, en þó var sett inn í textann, að þau hefðu nokkurt „svigrúm" hvað dagsetningar varð- aði. Hin ríkin, Víetnam, Laos og Myanmar, stefna einnig að frí- verslun en síðar. Samþykkt var einnig að auð- velda fjárfestingar í framleiðslu- iðnaði í ríkjunum með því að leyfa 100% erlenda eignaraðild; að ný fyrirtæki verði undanþegin skatti í þrjú ár hið minnsta; að innflutning- ur á fjárfestingarvörum verði toll- frjáls og leigusamningar vegna rekstrarins verði til 30 ára. Fjár- festar fá aðgang að heimamarkaði ríkjanna, fljóta tollafgreiðslu og heimild til að ráða erlenda menn í stjórnunar- og tæknistörf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.