Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 17.12.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 33 LISTIR SKALDIÐ hefur nú þrjá um sex- tugt, og kom fyrst fram 1962 með ljóðabókinni Lys, en hefur verið með kunnustu dönskum ljóðskáld- um í þrjá áratugi, síðan hún birti bókina Det (Það) árið 1969. Hún ein tekur yfir helming þessa safns, en hér eru fimm ljóðabækur, sú síðasta, Alfabet (StafróD frá 1981, en síðan tveir ljóðabálkar frá 1989 og 1991. Auk þess hefur hún sent frá sér barnabækur, leikrit, skáldsögu og smásögur, ágæt verk þótt undirrituðum finnist þau ekki alveg standast samjöfnuð við ljóðin. Ljóð Christensen einkennast af erfiðum bragþrautum, en eru þó góður skáldskapur. Þessu safni lýkur á ljóðabálkinum Fiði'ildadal- urinn, sem er sónhendusveigur, svo sem Jakob Smári gerði í fyrstu ljóðabók sinni, Kaldavermsl. Hvert ljóð er þá fjórtán línur, annað ijóðið hefst á lokalínu þess fyrsta, og svo koll af kolli, en fimmtánda ljóðið er upphafslínur allra hinna í réttri röð! Það orti skáldið auðvitað fyrst. Fiðrildin sem hér segir frá varpa á ýmsan hátt ljósi á mann- lífið, breytileiki og dauðinn í sviðsljósi. I ljóðabókinni Stafrófið er fyrsta ljóð ein lína: „Apríkósutrén eru til, Apríkósutrén eru til“. Næsta ljóð er þá tvær lín- ur, og byggist á orðum sem byrja á B, og þannig koll af kolli, nema hvað línum ljóðanna fjölgar nú ört, eftir stærðfræðireglu Fibonacci, línufjöldi 4. ljóðs er summa undan- farandi tveggja, svo skáldið varð að láta staðar numið við N, með 610 línum, hefði hún fyllt stafróflð eftir þessari reglu hefði síðasta ljóðið Skáld Stafrófsins Ljóð Inger Christensen einkennast af erfíðum bragþrautum, en eru þó góður skáldskapur ______skrifar Örn Ólafsson og minnir á að Christensen hefur verið með kunnustu ljóðskáldum Dana í þrjá áratugi. nálgast milljón línur! Enda þótt hvert ljóð sé að mestu bundið við orð með upphafsstaf þess sætis í stafrófinu, eink- um framanaf, verður út- koman fjölskrúðug og dularfull. - Eftir ámóta stærðfræðireglu skiptist formáli Det upp í æ styttri og fleiri kafla, þar sem hver syrpa jafn- langra kafla einkennist af sama orðalagi. Aðrir hlutar fylgja einnig ýms- um þvílíkum reglum. Þessi skipan er ekki til- gerð, heldur skapar hún spennu, væntingar. Ekki eru alltaf slíkar bragþrautir á ferðinni, en t.d. Brev i april er þó njörvuð saman, svo erfitt er að grípa eitt ljóð úr til dæmis. Það gildir enn frekar um Det sem skiptist í meginhluta og undirkafla, allt kei"fisbundið. Hér mætast vís- indi og list, því Det var ort eftir lestur málfræðirits um forsetning- INGER Christensen ar! Hér skal þó reynt að snúa einu ljóði úr þeirri bók, það sýnir í smáum stíl marg- brotin tilbrigðin sem móta allt verkið: Sviðið samfellur Garður tröppur mynd átt Loftið (Loftið sem rennur burt frá þeim sem tala svo orðin tímgast aldrei heldur setjast sem hrím á varir þeirra) Tröppur sem liggja inn í mynd Mynd við enda garðs Blóm (Blóm sem aldrei fá nöfn af því að orðin tímg- ast aldrei/ Orðin sem aldrei bera blóm) Mynd af garði (Mynd sem rennur burt frá þeim sem tala) Mynd af garði við enda myndar af garði (Mynd sem rennur burt með þeim sem tala) Att (hulin hrími) Tröppur (sem að lokum liggja inn í þá sem tala/ eyðilagðar varir englanna) Lítum á tvö önnur ljóð úr fyrstu bókinni. Hið fyima sýnir hve einfalt Christensen getur ort, og hnit- miðað. Skordýrið kemur svo létt við ljóðmælanda að því verður helst líkt við bernskuminningu um að engill hafi snert hana með fíngurgómun- um. í samræmi við það er allt hug- arástand ljóðsins, innileg samkennd með tilverunni, sem kemur fram í trúarlegum búningi, skordýrið maríuhæna tengist Maríu guðsmóð- ur í 6. línu, og trúnaðartraustið til þess sem verði er skynjað sem orðinn veruieiki í lok 2. erindis, því er hún orðuð sem mótsögn: Skyndilega rauður blettur Skyndilega rauður blettur á sumararmi mín- um þolinmóði fingurgómaengill bernskunnar sem flaug til Drottins og bað fyrir morgun- deginum Og gott veóur er skyndilega orðið góðu veðri get ég haldið í hendi maría maría með barn hve þú flaugst morpndagurinn er kominn Ef ég get borið þig alla leið heim verður ást mín rauð Eftirfarandi ljóð er að vísu upp- haf ijóðabálks, en sýnir þó í smáu tilbrigði heildarinnar: Orðunum er iíkt við skógarþykkni, sköpun ijóðs- ins úr þeim er líkt við getnað, klak, og flug svansins mót sólu er hefðbundið tákn fyrir frelsiskennd og unað. Og sú tilfinning birtist einnig í því, að í ljóðinu er hvaiflað fram og aftur milli þessara atriða; ástar, getnaðar, flugs. Ljós 1 Ég þekki aftur rjóður í málinu lokuð orðin sem eru til að elskast og endurtakast til hins einfalda Svanur sem njúpar sig um eggið er enn bergmál af sköpun í okkur Og svanurinn sem flýgur auga þitt mót sólu er enn einu sinni spádómur um undur Pað tekst í orðinu að þekkja aftur orðið óskiljanlegt verk frá manni til konu Orð sem breytir hug þínum í svan er nógu einfalt til að mynda egg Og málið sem lýkst inni í egginu hefur vængi sem bera frá fæðingu til ljóss Og sólin er til að elskast Inger Christensen: Samlede digte. Gyldendal 1998, 485 bls. Verð kr. stqr. 1.990.- Oflug Wilfa handryksuga Útvarpsvekjarar Wilfa samlokugrill Verö kr. star. Verð frá kr. stgr. 2.490 - WowfcncK Moulinex brauðrist f/4 sneiðar MS-283MC örbylgjuofn, 28 litra, Multiwave 900W, öflugur og vandaður Ummál: (h,b,d) 53 x 32,2 x 39,2 /16,3 kg. ^0\ NYTT BRAu FAGOR Handhrærivel SP- 190 190W Allt í senn, hrærivél, handþeytari og töfrasproti. LG Brauðvél, tilbúið brauð vegur ta. 700 gr. Tímastillir hægt að stilla vélina allt að 13 tímum fyrir bakstur. 3 stillingar Ijóst, meðal, eða dökkt Mál: (b,h,d.)35x33x25,5 cm. 7,2kg mcu^Uiex. Vandað Melissa vöfflujárn Rakvélvélar RflFTfEKJflPERZLUN ISLflMDSif Sfljótvirk Moulinex uyð pnim ; neesta husi v/ð uðukanna m/iyðfríu ODÍð elementi,ogvatnssíu. r. , J|1 Tekur 3 mín. að sjóða 1L WÆ laugard. 10-18 ÍT \ srnnud. 10-18 VERIÐ VELKOMIN í verslun okkar -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 ---------------------------gFTPrrrTT---^ / -■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.