Morgunblaðið - 17.12.1998, Side 54

Morgunblaðið - 17.12.1998, Side 54
^4 FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SPEEDO' HVERJU VILT ÞÚ FÓRNA? NOKKRAR umræð- ur og blaðaskrif hafa farið fram að undan- fömu um fyrirhugaða Fljótsdalsvirkjun. Sýn- ist þar sitt hverjum, Frá mínum bæjar- dyrum séð sem Aust- firðings horfir það mál þannig við, að verði af virkjun í því formi, sem fyrirhugað er, þá verði unnið óbætanlegt tjón á náttúruverðmætum á þessu svæði, tjón sem aldrei verður bætt. Að með því að virkja séum við að fóma miklum náttúruverðmætum fyrir lítinn ávinning. Vil ég færa nokkur rök fyrir máli mínu og mun skipta því niður í nokkur atriði til glöggvunar. 1. Eyjabakkasvæðið Eyjabakkasvæðið er sem kunn- ugt er ein fegursta hálendisvin í landi okkar með fjölbreyttu gróður- fari og fuglalífi, sem vart á sinn líka. Verði virkjað í Fljótsdal, samkv. til- lögum er fyrir liggja, mun Eyja- bakkasvæðinu verða sökkt, um 45 km2 svæði, sem að miklu leyti er gróið land, þ.m.t. hinu fagra Snæ- fellsnesi austan undir Snæfelli, Þjófagilsflóa og fleira gróurlendi. Auk þess munu mörg önnur nátt- úruverðmæti spillast eða fara for- görðum við Eyjabakkastíflu, svo sem fagrir fossar í Jökulsá í Fljóts- dal, sem aðeins mun verða svipur hjá sjón eftir virkjun. Umhverfi Snæfells sunnan og austan yrði stórlega lýtt með mann- virkjagerð, lónum og stíflugörðum, og aðgengi að fjallinu skert. Þá er ótalin hætta sú, sem stafa kann af sandfoki úr lóninu, t.d. seinni hluta vetrar, þegar það gæti tæmst að mestu leyti. Það mál hefur ekki mikið verið inni í myndinni til þessa. 2. Lögurinn Hugsanlega áhrif virkjunar á Löginn virðast mér hafa verið ótrúlega lít- ið inni í umræðunni enn sem komið er. Ætti þó málið að vera Héraðsbúum nokkuð skylt. Hvaða áhrif mun það hafa á rennsli og umhverfi Lagarins að steypa vatni úr Jök- ulsá á Dal niður í gegn- um Teigsbjargið og út í Lagaifijót, því það er jú stefnt að því að virkja við Kárahnjúka líka, ekki satt, og flytja vatnið í jarðgöngum austur í Fljótsdal. Óttast menn ekki, að slíkt kynni að hafa ófyrirsjáanlegar breytingar í för með sér á vatnshæð og lífríki Lagarins. Heyrt hef ég, að Landsvirkjunar- menn, sem héldu fund á Austur- landi í sumar um þessi mál, hafi gef- ið í skyn, að farvegur fljótsins norð- an við brú verði „rýmkaður" út fyrir bæinn Straum og þannig „reddist" þetta allt. En breytist þá ekki Lög- urinn, hið fagra stöðuvatn, í straum- vatn. Hafa menn hugsað út í það. I grein eftir Helga Bjarnason, deildarstjóra umhverfisdeildar Landsvirkjunar, sem birtist í nýjasta tölublaði Glettings, tímarits um austfirsk málefni, sem að þessu sinni er helgað Snæfelli, segir á þessa leið: „Með veitu Jökulsár á Brú til Fljótsdals mun vatnsrennsli um Lagaifijót tæplega tvöfaldast... Talið er, að um 1,5-2,0 milljónir rúmmetra á ári af fínum aurburði muni berast í Lagarfljót... Grugg þar mun því aukast umtals- vert... Hins vegar er lífræn framleiðsla í Lagarfljóti það lítil, fyrir, að aukið grugg mun trúlega ekki valda veni- legum skaða á lífríki fljótsins." Svo mörg eru þau orð. Getur hver dæmt íyrir sig, hversu vísindalega er mælt. Ætlar Landsvirkjun kannski sjálf að meta í umhverfis- matinu sínu, hvaða skaði hlýst af slíkum áformum. Hér er sannarlega mörgum spurningum enn ósvarað, sem verður að fást svar við, ef til framkvæmda kemur. 3. Umhverfismat Fljótsdalsvirkjun á að sjálfsögðu að fara í lögformlegt umhverfismat, hvað sem líður öllum lagafyrirmæl- um frá fyrri árum. Annað er bein- línis ekki dæmandi. Það er þó þrátt fyrir allt það besta tæki, sem við höfum yfir að ráða til að meta áhrif virkjunarframkvæmda á náttúru landsins. Okkur er tjáð, að Landsvirkjun sé nú að láta framkvæma sitt eigið mat á umhverfisáhrifum virkjunar- innar. Finnst ykkur að slíkt mat sé Framtíð Austurlands er ekki fólgin í stóriðju, heldur í margs kyns atvinnustarfsemi, segir Olafur Þ. Hallgrímsson, sem byggist m.a. á því sem landið sjálft og hafið umhverfís hefur upp á aðbjóða. trúverðugt? Væri það ekki svipað og t.d. kaupandi íbúðar léti sjálfur meta, hvað hún ætti að kosta. Þætti einhverjum það góð viðskipti? Fram hefur komið, að Náttúruvernd ríkis- ins hefur hafnað því að koma að mati Landsvirkjunar. Þá hefur Náttúruverndarráð lagst gegn frek- ari virkjunum og miðlunarlónum á hálendinu og telur, að fyrirhugaðar virkjanaáætlanir „feli í sér stórkost- leg umskipti á náttúru íslands, vatnafari og vistakerfi, sem aldrei verða bætt“. Ólafur Þ. Hallgrimsson #aSIEMENS Siemens bakstursofn HB28020EU Siemens kæliskápur KS 28V03 ., Iþlefni af komandi itorhatiðunum bjóðum við J november þessi og fleiri eldunartæki á sérstöku tilboðsverði. Siemens eldavél HL 54023 Rétti ofninn fyrir þig. Fjölvirkur (yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með blæstri, venjuleg glóðarsteiking), lótthreinsikerfi, rafeindaklukka og 6Ökkhnappar. Siemens helluborð Smekklegur kæliskápur með mjúklínuútliti. 194 I kælir, 54 I frystir. H x b x d - 155 x 55 x 60 sm. Siemens heimilistækin eru hvarvetna rómuð fyrir /f gæði og styrk. Gríptu tækifærið og njóttu þessl Glæsilegt keramikhelluborð með áföstum rofum, fjórum hraðsuðuhellum, tveimur stækkanlegum hellum, fjórföldu eftirhitagaumljósi. Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðuhellur, ein stækkanleg hella, fjórfalt eftirhitagaumljós, fjölvirkur bakstursofn, lótthreinsikerfi, geymsluskúffa, gufuútstreymi að aftan, loftkæld ofnhurð. SMITH & NORLAND UMBOÐSMENN: Akianci: UMuði • Stn wt: Etai - Sozlellsbzr: BiisstmtSii - Eimtlirfiöiiir: Eiioi lUjiin - Slrtkishólmur Skiftvík - Siiiriilui: talii ■ Isiljiiiiir Piiin Hiiinstingi: Stjaasi - Siilátiiku: Usji - Sigluliiilur: liijii - Uirtiri: Ijisjjifji - isnik: Oijiji - Vopnalioriur: bta|n Am II • liskiupsniir: liliUo - letiaillirlir IMma ks3! - Egiisstaðir: Snn Hiuiai - Breiðdalsvik: Siiín 1 Sdásoi - Höfn i Homafírði: ta ij ksiD - Vtk i Mýrdal: Mlii - Veslainioniar: Iiénik - HnMilir: lihijisnkst. II - Helli: Cibá ■ Selliss: Aniikni • Eríndavík: leliij • Earður: M:i{n Sj lijvaiss • lellavik: !|óstijiii ■ Haliailiiilui: Wi Stili. teUi Nóatúni 4 105 Reykjavík Sfmi 520 3000 www.sminor.is ET96021EU Búhnykksverð: Ýmsir hafa látið í það skína í ræðu og riti, m.a. núverandi utan- ríkisráðherra, að við höfum ekki efni á að bíða eftir slíku mati, eða fram á mitt ár 2000 (það er nú allur tíminn), því þá verði hugsanlega ekkert úr virkjun. Með þessari af- stöðu skipar utanríkisráðherra sér í hóp þeirra, sem ekki vilja sýna nátt- úrunni tilhlýðilega virðingu, eða láta hana njóta vafans. En ég spyr á móti: Ef við höfum ekki efni á að bíða í 2 ár með virkj- un, höfum við þá efni á að gera mis- tök, sem aldrei verður bætt fyrir? Slík afstaða er lýsandi fyrir ótrú- lega skammsýni. Hvað finnst þér, lesandi góður. Vonandi verða þeir fleiri, sem vilja lögformlegt umhverfismat. Gleðilegt er, að sveitarstjórn Fljóts- dalshrepps hefur samþykkt, að slíkt umhverfismat skuli fara fram, sömuleiðis hefur umhveifisráðherra lýst eindregnum vilja sínum til þess, einnig Ólafur Örn Haraldsson, þing- maður Framsóknaifiokksins í Reykjavík, sem lagði fram tillögu þess efnis á landsfundi flokksins nú fyrir skemmstu, sem ekki náði þó fram að ganga. Það verður nú fylgst rækilega með því, hvort þessir aðil- ar standa við stóru orðin. 4. Virkjun, til hvers? Til hvers á svo að virkja í Fljóts- dal? Jú, það á að reisa risaálver á Reyðarfirði með allt að 500 þúsund tonna framleiðslu og, samningavið- ræður þegar hafnar við Norsk Hydro um þá framkvæmd. Bygging álvers og virkjun í Fljótsdal munu fylgjast að. Þess vegna liggur svona mikið á, því ann- ars gætu samningar farið út um þúfur. Ýmsir virkjunaráhugamenn hafa hamrað á því, að menn verði að vera reiðubúnir að fórna einhverju, þeg- ar miklir hagsmunir séu í húfi ann- ars vegar. Þetta hefur komið fram í máli Smára Geirssonar forseta hins nýja sveitarfélags á Austfjörðum, og Halldórs Asgrímssonar utanríkis- ráðherra, sem segir í grein sinni í Degi 20. okt., að hann geri sér fulla grein fyrir gildi Eyjabakkasvæðis- ins frá náttúruverndarsjónarmið- um, en bætir síðan við: „Við komumst hins vegar ekki hjá því að fórna einhverju, sérstaklega ef ávinningurinn er mikill“. Síðan klykkir ráðherrann út með þeirri fullyrðingu, að ávinningur af stóriðju á Austurlandi með tilheyr- andi virkjun skipti miklu máli fyrir framtíð Austurlands og landsins alls. Skoðum þessa fullyi'ðingu nú dá- lítið nánar. Þegar upp verður staðið og álver- ið fullbyggt, munu vinna þar nokkur hundruð manns. Mun það eitt og sér leysa atvinnuvanda Austfirð- inga. Dettur einhverjum í hug í fullri alvöru, að fólk hætti að flytja suður, þótt álver rísi á Reyðaifirði, eða fólk fari að flytja austur í stór- um stíl til að vinna þar. Því er nokkuð hampað, að fólks- flótti fara vaxandi frá Austfjörðum til Faxaflóasvæðisins og það notað sem röksemd fyrir byggingu stór- iðju á Reyðarfirði. Það er of mikil einföldun. Ekki skal gert lítið út atvinnu- vanda Austfirðinga, því vissulega er þörf á að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið þar. Þar mun álver lít- inn vanda leysa, en hins vegar skapa ný vandamál, sem stóriðju fylgja. Staðreyndin er líka, að það er ýmislegt fleira en atvinnumögu- leikar, sem spila inn í það, hvar menn vilja búa. Þar má nefna heil- brigðisþjónustu, menningarlíf o.s.frv. Einnig virðist svo sem suðvestur- homið hafi mikið aðdráttarafl í hug- um margs landsbyggðarfólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.